Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 27 Launavísitalan VONSKUVEÐUR UM ALLT LAND Breytingu hafði verið frestað um þrjá mánuði Á rikisstjórnarfundi 27. desember á síðasta ári var tekin ákvörð- un um að fresta gildistöku nýrrar lánskjaravísitölu um þijá mán- uði, en nýja visitalan átti samkvæmt mále&asamningi ríkisstjórnar- innar að taka gildi um áramót. Þetta var samþykkt að tillögu Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráðherra. í frétt Morgunblaðsins af þessu segir ennfremur: „Jón segir að fresturinn verði notaður til að renna betri stoðum undir laga- grunn þessarar vísitölu. Hann nefnir sem dæmi að eftir eigi að samþykkja lagafrumvarp um launavísitölu á Alþingi en hún hef- ur helmingsvægi í hinni nýju láns- kjaravísitölu. „Frestun er einnig tilkomin vegna þess að undirbúningur að hinni nýju lánskjaravísitölu er að mínu mati ekki orðinn nægilega góður, einkum í bankakerfínu," segir Jón Sigurðsson. Hann vill taka það fram að þótt hinni nýju lánskjaravísitölu hafí verið frestað muni gengisvísitalan komast í gagnið um áramót eins og áformað var.“ Aðspurður um þessa skyndilegu ákvörðun nú sagði Jón á blaða- mannfundinum að sér væri engin launung á því að hin mikla og að hluta til óvænta hækkun bygging- arvísitölunnar hefði flýtt fyrir þess- ari ákvörðun, sem og það að tækni- leg og lögfræðileg athugun hefði sannfært hann um að þetta væri rétta niðurstaðan. Þá hefði verið mikilvægt að eyða óvissu um láns- kjaravísitöluna sem fyrst. BSRB: Launþegar ábyrgir fyrir hækkun lána FORYSTA BSRB hefur ályktað um þá ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að binda lánskjaravisitölu þró- un kaupgjalds. Er þessari ákvörðun harðlega mótmælt sem atlögu að almennum launþegum þar sem með henni séu þeir gerð- ir ábyrgir fyrir hækkun láns- kjaravísitölunnar í næstu kjara- samningum. Orðrétt er ályktun BSRB svo: „Ákvörðun ríkisstjómarinnar í dag að binda lánskjaravísitöluna þróun kaupgjalds stríðir gegn hagsmun- um almennra launþega og er væg- ast sagt undarleg ráðstöfun á sama tíma og ríkisvaldið lætur í veðri vaka að það vilji gott samstarf við samtök launafólks. Hér er greinilega gerð’tilraun til þess að gera almennt launafólk, sem þarf á kauptaxtahækkunum að halda, ábyrgt fyrir hækkun lána og halda þannig aftur af réttmæt- um kröfum þess. Þessari ákvörðun er því harðlega mótmælt." Fiskverð á uppboðsmörkuðum 23. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Haesta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskjbotnv.) 53,00 50,00 52,24 61,820 3.229.330 Línuþorskur 62,00 32,00 59,59 31,832 1.896.745 Smáþorskur 37,00 37,00 37,00 1,350 49.950 Ýsa 105,00 74,00 90,31 2,792 252.152 Smáýsa 20,00 20,00 20,00 0,063 1.270 Steinbítur 40,00 40,00 40,00 0,300 12.020 Steinbítur(ósL) 40,00 29,00 36,27 0,932 33.819 Langa 26,00 26,00 26,00 0,083 2.171 Lúða 220,00 180,00 209,87 0,223 46.906 Keila(ósL) 20,00 19,00 19,25 0,536 10.326 Samtals 55,42 100,103 5.547.506 Selt var aðallega úr Otri HF, Stakkavík ÁR, Guðrúnu Björgu ÞH, Þóreyju GK og frá Tanga hf. 1 dag veröa meðal annars seld 45 tonn af þorski úr Núpi ÞH og 5 tonn af bl. afla úr Otri HF. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 54,00 48,00 52,63 9,927 522.447 Þorskur(ósL) 51,00 47,00 48,73 7,149 348.348 Þorskur(net) 47,00 44,00 45,38 2,446 110.988 Ýsa 74,00 50,00 68,83 0,317 21.820 Ýsa(ósl.) 80,00 71,00 76,77 0,874 67.094 Ýsa(umálósL) 15,00 15,00 15,00 0,124 1.860 Skarkoli 80,00 80,00 80,00 0,020 1.600 Lúða 215,00 215,00 215,00 0,013 2.795 Rauðmagi 90,00 90,00 90,00 0,010 900 Keila 15,00 15,00 15,00 0,100 1.500 Samtals 53,58 14,648 784.847 Selt var Farsæli SH og netabátum. ( dag veröa m.a. seld 5 tonn af ýsu, 4 tonn af steinbít og og óákv. magn úr netabátum. * FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 62,00 54,00 56,84 107,360 6.102.810 Ýsa 100,00 41,00 85,15 2,320 197.549 Ufsi 26,00 24,50 25,37 1,716 43.543 Karfi 35,50 17,00 30,72 2,081 63.934 Steinbítur 30,00 12,00 24,36 2,536 61.787 Langa 33,00 33,00 33,00 0,289 9.537 Skarkoli 72,00 64,00 64,39 0,631 40.632 Lúða 345,00 195,00 269,30 0,213 57.360 Keila 20,50 20,50 20,50 1,318 27.019 Samtals 55,75 118,491 6.605.818 Selt var aðall. úr Eldeyjar-Hjalta GK, Skarfí GK, Valdimari HF og Nirði HF. i dag verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. Grindavik: Vegurinn lokaðist Grindavik. TÖLUVERÐAR annir voru þjá lögreglunni í Grindavik á sunnu- dag, vegna ófærðar í Grindavik á Grindavíkurvegi og var vegur- inn lokaður um tíma. Þar höfðu menn þurft að skilja bifreiðar sínar eftir vegna ófærðár og þurfti lögreglan að hafa upp á eigendum þeirra svo að hægt væri að ryðja veginn. Þá fór rafmagn af milli klukkan 18 og 19 á sunnudag vegna bilunar á háspennulínu. Veðrið var gengið niður í gær og komin rigning og fór því skóla- hald fram með eðlilegum hætti. FÓ Keflavík: 300 hringingar til lög- reglunnar á sex tímnm Keflavík. MIKIL ófærð var á Suðurnesjum í illviðrinu á sunnudag og voru simalínur hjá lögreglunni f Keflavik rauðglóandi fram eftir degi þar sem fólk var ýmist að óska eftir aðstoð eða að spyija um feerð. Á tímabilinu frá kl. 12 á hádegi fram til kl. 18 fékk lög- reglan um 300 hringingar. Engin slys urðu á fólki eða tjón á mann- virkjum f Keflavfk og Njarðvik. Þá var rafinagnslaust milli kl. 18 og 20 á sunnudag. Ulviðrið skall á sl. sunnudags- morgun og þá fór fólk þegar að hafa samband við lögregluna. Þegar leið fram á morgun hætti vegagerð- in snjóruðningi á Reykjanesbraut og þá var Björgunarsveitin Skyggnir í Vogum kölluð út í öryggisskyni til að fylgjast með brautinni. Færð spilltist fljótlega innanbæjar, reynt var að halda helstu umferðaræðum opnum, en snjóruðningstækin máttu sín lítils í veðurofsanum og um tíma voru aðeins sérútbúnir bílar og snjó- sleðar sem komust áfram. Björgun- arsveitin Stakkur í Keflavík og Hjálparsveit skáta í Njarðvík voru kallaðar út og einnig var talsvert um að jeppaáhugamenn aðstoðu fólk. . Bátur í Keflavíkurhöfn var í þann mund að losna og komust eigendur hans sem voru í Garði ekki til Keflavíkur. Lögreglumönnum ásamt þeim sem tilkynnti að báturinn væri að losna tókst að koma böndum á bátinn og allt fór vel. Nokkrir kunnu sér ekki læti og létu gamminn geisa á vélsleðum og fjórhjólum og tók lögreglan nokkur tæki úr umferð. Hjálparsveitarmenn fengu þó undan- þágu til að nota vélsleða við björgun- arstörfín. Veðrinu slotaði seinnipart sunnudags og í gær var færð víðast hvar orðin skapleg og var skólahald með eðlilegum hætti. Karl Her- mannsson aðstoðaryfírlögregluþjónn í Keflavík sagði að talsvert hefði verið um að fólk hefði lagt upp á ísafjörður: Mikill snjór og ófeerð Mikið snjóaði á ísafírði um helgina. Snjóruðningstæki bæjarins voru að alla helgina þrátt fyrir það var einungis hægt að halda einni leið opinni um eyrina og svo þjóðveginum meðfram fírðin- um. Reynt var að halda strætisvagnaleiðinni opinni, en hún var ekki orðin greiðfær fyrr en síðdegis f gær, mánudag. Flugsamgöngur lágu alveg niðri á sunnudag, en í gær tókst flugfé- laginu Emir að komast í sjúkra- flug til Flateyrar. Auk þess kom vél Flugfélags Norðurlands frá Herjólfur var veðurtepptur Vestmannaeyjum. FERÐIR Heijólfs milli lands og eyja féllu niður vegna óveðurs í eyjum og ófærðar í landi, síðast- liðinn sunnudag en slíkt heyrir til undantekninga. í Vestmanna- eyjum var mikil veðurhæð um tíma og gekk á með byljum en er líða tók á daginn lægði vind og birti til. Jafn skjótt og lægði vom götur mddar og fór skólahald fram með eðlilegum hætti í gær enda hafði þá ringt mikið og var nær allur snjór horfinn um hádegisbil. -hki. Akureyri. Allir vegir út frá ísafírði vora lokaðir um helgina en í gær vom vegimir til Bolungarvíkur og Súðavíkurmddir. I dag á svo að opna vegi um Breiðadals- og Botnsheiðar og veginn um Djúp til Reykjavíkur. Að sögn lögregl- unnar á ísafírði er ekki vitað um nein óhöpp í óveðrinu og enginn sérstakur viðbúnaður var þess vegna. Mikil ásókn er í skíðal- andið á Seljalandsdal og þar sem rofaði verulega til að morgni sunnudagsins var reynt að moka uppeftir. Um hádegi var aftur kominn skafrenningsbylur svo menn urðu þar frá að hverfa. I dag verður þó væntanlega opið á skiðasvæðinu í sol og miklum snjo. í dag er solardagur Isfírðinga , en við það er venjulega miðað að þann dag nær solinn að skína í Solgötu ef bjart er i lofti. Þó er venjan að drekka ekki Solarkaffíð fyrr en sólin skín inn um glugga heimilisins. úlfiu. vanbúnum fólksbilum í þeirri von einni að það yrði aðstoðað ef illa færi. BB Hérað: Mikil hálka Geitagerði, F|j&tsdal. VETURINN hefur verið mjög snjóléttur það sem af er svo sem verið hefur undanfarin ár. Ekki hafá frost heldur verið mikil en þó næg til þess að viðhalda hálku um mest allt Hérað. Sérlega hefiir hún verið slæm í Hallormsstaðar- skógi, á Jökuldal og víðar. í gær var hér blíðskaparveður, hæg austanátt og hitastig um frost- mark. Lítilsháttar snjóföl var á jörðu eftir nóttina. Eitthvað hefur verið um það að fé hafi verið að finnast á fjöllum allt til þessa og hefur það verið vel á sig komið. Snjóleysið hef- ur hins vegar torveldað leit á vélsleð- um. Nú standa þorrablót yfir eða und- irbúningur þeirra og leggja menn mikið á sig til að þessar aðalskemmt- anir ársins megi takast vel. Tækifæ- rið er notað til að mála og hressa við félagsheimilin á milli þess sem æfð em skemmtiatriði, bakað og brasað. Finnst mörgum ekki síður skemmtun að undirbúa blótið en það sem á eftir fer. _ GVÞ Varmahlíð: 30 - 40 smjafii- fallinn snjór Varmahlíð. Á FIMMTUDAG fór að ganga hér á með dimmum é\jum og allhvöss- um en birti upp á milli. Siðan hef- ur verið nokkur sqjókoma af og til og hér í Varmahlíð er um 30 til 40 sm jafnfallinn snjór. Þegar áttin er austlæg eins og var núna um helgina er yfírleitt dúnalogn hér í Varmahlíð en á köflum í hérað- inu getur orðið strekkings vindur, sem stendur þá ofan úr fjallaskörð- um. Samgöngur hafa ekki raskast hér í héraði svo vitað sé, að öðm leyti en því að skólaböm úr Fljótum hafa ekki komist úr helgarfríi til skóla í Varmahlíð. Kennsla féll niður í Akraskóla í gær en þar var þá allhvöss vestanátt ofir dimmviðri. PD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.