Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 13 DagbjörtS. Brynjólfs- dóttir — Minningarorð Fædd 3. febrúar 1905 Dáin 16. janúar 1989 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) í dag kveðjum við okkar elsku- legu ömmu, Dagbjörtu Brynjólfs- dóttur. Hún andaðist í Borgarspítal- anum 16. janúar síðastliðinn nærri 84 ára að aldri. A þessari stundu streyma fram minningamar um hugljúfa og kær- leiksríka manneskju. Alltaf sýndi hún okkur einstaka hlýju og rækt- arsemi. Hverju sinni sem við heim- sóttum hana tók hún okkur fagn- andi. Gestrisnin var henni í blóð borin og mátti enginn fara án þess að þiggja góðgjörðir. Oft barst ilm- urinn af nýbökuðum pönnukökum og kleinum á móti okkur og fyllti húsið þeirra afa og ömmu á Vita- stígnum. Amma var einstaklega dugleg og ósérhlífín og tók ætíð öllu and- streymi í lífínu með stillingu og æðruleysi. Hún var kona sátta og friðar og vildi alltaf velja bestu leið- ina í mannlegum samskiptum. Amma var trúuð kona sem þekkti mátt bænarinnar og af trúnni var ástríki hennar og kærleiksþel sprottið. Þessi persónueinkenni birtust m.a. í ást hennar á náttúru okkar og menningu. Hún hafði yndi af fallegum söng og tónlist. Hún var mikil blómakona og döfnuðu pottaplöntumar fjarska vel hjá henni sem og blómin í garðinum. Við drúpum höfði og þökkum Guði fyrir þessa góðu konu, sem var amma okkar. Við þökkum fyrir allar samverustundimar og kveðj- um hana með sárum söknuði. Við biðjum algóðan Guð að blessa afa okkar í sorginni. Blessuð sé minning hennar. Barnabörn Hver fögur dyggð í fari manns, er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Kingó - sb. 1886 H. Hálfd.) Nú er elskulega amma mín, Dag- björt Sigríður, látin. Hún lést í Borgarspítalanum að morgni dags 16. janúar síðastliðinn. Amma var fædd 3. febrúar 1905 á Hrauni, Hraunum, Garðahreppi. Hún var dóttir hjónanna Guðríðar Skafta- dóttur og Brynjólfs Pálssonar. Árið 1926 fluttist hún til Hafnar- fjarðar og 9. október sama ár gift- ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Steingrímssyni. Böm þeirra urðu 4. Guðný Magnea, Am- ieif, Guðríður og Bryndís Aðalheið- ur. Bamabömin er 13 og bama- bamaböm 8. Eftir fermingu stundaði amma almenn sveitastörf. Hún réð sig í kaupavinnu á sumrin og á tímabili sem vetrarstúlku til hjálpar við heimilisstörf og eftir giftingu hús- móðurstörf. Amma og afi áttu heimili í Hafn- arfírði öll búskaparár sín, lengst af á Vitastíg 8. Þar varð snemma á æviskeiði mínu mitt annað heim- ili. Ást og hlýja ömmu laðaði mig að henni og naut ég jafnan návistar hennar. Margar urðu þvi minnin- gamar sem bamshugurinn greipti í sál mína. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Þegar ég er 13 ára gamall haga örlögin því svo til að ég flyst alfar- ið til ömmu og afa. Þar bjó ég svo allt til þess dags er ég stofnaði mitt eigið heimili. Þau hjónin opn- uðu heimili sitt fyrir mér og veittu mér ást, öryggi og gott uppeldi er byggðist á umhyggjusemi og ráð- vendni. Að hafa notið leiðsagnar ömmu og afa er eitthvert stærsta happ mitt i lífinu. Slíkt verður aldr- ei endurgoldið, enda mun það sfst hafa hvarflað að þeim hjónum sem ætíð gáfu án þess að ætlast til nokk- urs í staðinn. Gjöf þeirra var sönn og hrein. Þegar ég hugsa til ömmu á þess- um tímamótum kemur upp í hugann mynd af blíðlyndri konu sem ávallt var til staðar tilbúin að hlusta, ráð- leggja eða rétta hönd sína á annan hátt til hjálpar. Með ástúð sinni og umhyggju fyrir fyölskyldunni tókst henni oft að kveikja ljós í hjörtum þeirra er unnu henni og skært skín það ljós nú, þó það sé í umgjörð trega og söknuðar. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvild að hafa hörmunga og rauna frí. Við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan óg eilíf sæla er þin hjá lambsins stól. (Sb. 1945 H. Pétursson) Blessuð sé minning elsku ömmu minnar. Afa mínum og dætrum hans, bamabömum og öðmm ættingjum og vinum, votta ég mína innileg- ustu samúð. Jón Viðar Gunnarsson Prufu-hitamælar •e 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. Jar N r SfiiuiiHlsiMgjMF cjé)ini®©©ini VESTURGÖTU 16 - SlMAR 14630 ■ 21480 Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Það eru ekki allir svo heppnir - eða eigum við að segja lánsamir - að finna hvergi til í skrokknum, þegar þeir eru komnir á miðjan aldur, og flest okkar finnum greinilegan mun á vellíðan þann og þann daginn þegar við höfum sofið vel. Það er að segja - sofið í einum dúr frá kvöldi til morguns. HkZiannslíkaminn er undursamleg „vél“, er virðist þola sitt af hveiju sem við leggjum á hana tímabundið, hvort sem það heit- ir skortur, t.d. (strangur megrunarkúr), mikið erfði eða ofát. Og við misbjóðum þessari vél nánast á hveijum degi á einhvern hátt. WSklitt er þó alveg víst. Mannslíkaminn þolir ekki, hvort sem það er í stuttan tíma eða til lengdar, að vera án nauðsynlegrar hvíldar - fá ekki nægan svefn. Hvort sem það er barn eða gamal- menni, æsku- eða hreystiskrokkur, þá kemur strax í ljós ýmiskon- ar vanlíðan, ef á svefninn vantar. Ilm þetta þarf ekki að fjölyrða. Þetta vita allir. En hvað veldur óværum - slæmum - svefni? Jú, við vitum að það er ekki gott að kýla vömbina áður en við förum í háttinn, þamba kaffi, að fara upp í rúm með áhyggjur sínar af morgundeginum eða liggja á einhveiju svo hörðu eða mjúku, að eðlileg blóðrás líkamans hindrist. Kfjinir fomu Rómveijar sögðu: Besta krydd matar er svengd- in. Eins er hægt að segja að besta svefnmeðalið sé notaleg þreyta. En því miður, notaleg þreyta er ekki nóg til þess að þú sofir vel - EFDÝNAN ÞÍN ER VOND DÝNA. mm\(S getum ekki ráðlagt þér hvaða dýna er best fyrir þig. Það er svo einstaklingsbundið hvað hentar hverjum. Þess vegna bjóðum við upp á í verslun okkar nokkra tugi dýnugerða og ótak- markaðan skiptirétt þangað til þú finnur dýnuna sem þú sefur vel á. Þetta kostar þi£ ekki neitt - VIÐ SKIPTUM UM DÝNUR ÞANGAÐ TIL ÞU ERT ÁNÆGÐ(UR). Pglvernig væri að byija á því að prófa dýmstu fjaðradýnuna sem hægt er að kaupa á Islandi - Lux-Ultraflex dýnuna okkar frá Scapa verksmiðjunum í Svíþjóð? Stífa dýnu eða mjúka Lux- Ultraflex dýnu? Hún kostar að vísu 28.900,- í stærðinni 90x200 cm, en verðið gleymist fljótt ef þú verður ánægð(ur). Þeir, sem em undir þrítugsaldri eða mjög léttir, ættu hugsanlega frekar að byrja á að prófa Lux-Komfort fjaðradýnuna okkar frá Scapa, sem kostar 10.620,- í sömu stærð. LUXz i 90x200cm 105x200 cm 120x200 cm 160x200 cm LUX ULTRAFLEX Fjaðradýna, stífeðmjúk, með tvöfalt fjaðrakerfi í tréramma. í efri fjaðramottunni eru 240 LFK fjaðrir á fermetra og i neðri mottunni 130Bonell fjaðrírá fermetra. Dýnunni fylgir þvottekta yfirdýna. Krónur 28.900,- Hdsgagirahöllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.