Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 7 Ánægja með loðnusamninginn: Greiðir fyrir úrlausn annarra ágreiningsefiia - segir Kristján Ragnarsson SAMNINGUR íslands, Noregs og Grænlands um nýtingu loðnu- stofnsins er til þriggja ára og hafi nýtt samkomulag þá ekki verið gert gildir aftur eldra samkomulag okkar við Noreg. Samkvæmt nýja samkomulaginu koma 78% i hlut okkar, og 11% í hlut hvcrr- ar hinnar þjóðarinnar. Áður var hlutur okkar 85% og Norðmanna 15%. Gagnkvæmar veiðiheimildir innan lögsögu þjóðanna tryggja jafnari nýtingu stofnsins og að veiðar geti hafizt hér síðsumars. Stundum hefur vertíð seinkað talsvert þar sem loðnan hefur hald- ið sig fram eftir hausti innan grænlenzku lögsögunnar. Norsk og grænlenzk loðnuskip fá nú að landa afia sinum i islenzkum höfii- um, sé þess óskað og gæti það aukið nýtingu íslenzku verksmiðj- anna. Fulltrúar útgerðar og fiskimjölsframleiðenda eru ánægðir með samkomulagið og sömu sögu er að segja um grænlenzk stjórn- völd. Megum vel við una „í fyrsta lagi höfum við haft miklar áhyggjur af því að aðrar þjóðir gætu komið þarna inn með mikinn flota vegna þess að Græn- lendingar hafa skammtað sér veiði- rétt og aflamagn sjálfir" sagði Knstján Ragnarsson, formaður LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. „Þær veiðar hefðu því getað farið alveg úr böndunum hefðu ein- hveijir sýnt þeim áhuga. Með samningnum er girt þá hættu. Það er mikilvægt að fá að fiska loðn- una innan grænlenzkrar lögsögu, því oft hefur svo farið að loðnan hefur haldið sig innan hennar. Því hefur upphaf vertíðar verið óvisst og dregist um of, en sú óvissa er nú úr sögunni. Hins vegar gefum við þeim veiðirétt innan lögsögu okkar og eykur það líkumar á að þeirra hlutur náist. Norðmenn gefa eftir 4% af 15%, við gefum 7% af 85. Grænlendingar hafa líka dreg- ið úr kröfum sínum svo allir hafa gefið eftir. Hlutur þeirra með þess- um hætti verður svipaður og þeir hafa áður tekið sér. Ég tel því hafa verið rétt að ganga frá þessu samkomulagi eftir 10 fundi frá árinu 1982. Við þurfum á frekara samstarfi við Grænlendinga að hálda um nýtingu á karfa og rækju til dæmis. Við teljum deiluna um loðnuna hafa staðið þar í vegi og þetta samkomulag greiði fyrir úr- lausn. Þá er það mjög mikilvægt að þessar þijár þjóðir geti komið sér saman um nýtingu fiskistofn- anna með þessum hætti. Allir gáfu eftir og allir geta vel við unað,“ sagði Kristján Ragnarsson. Möguleiki á loðnu- veiðum Grænlendinga Kaj Egede, fulltrúi grænlenzku heimastjómarinnar, segir að nú, þegar þessu samkomulagi sé náð, sé það mikilvægast fyrir Grænlend- inga að gera sér grein fyrir því hvemig þeir nýti sér ráðstöfunar- réttinn yfír sínum hluta kvótans. Það sé meira en þau 85.000 tonn, sem Grænland hafí framselt til EB og Færeyinga á yfírstandandi vertíð. Hann útilokar ekki mögu- leikann á áframhaldandi framsali til Færeyja, en segir einnig koma til greina að Grænlendingar hefji útgerð nótaskipa og loðnuveiðar, það lengi fiskveiðitímabilið hjá þeim. Þetta segir Egede þrátt fyrir fískveiðideilu Grænlands og Fær- eyja vegna veiða hinna síðamefndu við Namibíu. Hann segir að mjög fljótlega verði hafnar viðræður við nýju landsstjómina og hann telji ágreining ekki verulegan. Staðan hafí lagazt, meðal annars vegna þess að unnið sé að undirbúningi sjálfstæðis Namibíu. Að auki segir Egede, að sam- komulag eftir svo langan tíma byggist að vissu leyti á sívaxandi vitneskju um háttemi loðnunnar og að Island og Noregur hafi viðkennt rétt Grænlands á hluta kvótans. Það hafi jafnframt greitt fyrir sam- komulagi að íslendingar hafí áhuga á samvinnu við Grænlendinga á öðrum sviðum. Sátturvið samkomulagið Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra fískmjölsframleið- enda, segist sáttur við þetta sam- komulag. Félagsmenn hafí lagt á það mikla áherzlu að deilan um skiptingu loðnustofnins yrði sett niður. Gagnkvæmar veiðiheimildir rílq'anna innan lögsögu hvers ann- ars leiddu af sér möguleikann á því að hefja vertíð fyrr en ella, þó loðn- an kæmi seint inni lögsögu okkar. Jafnframt væri rýmkað um löndun- arheimildir, sem þýddi að til land- ana erlendra loðnuskipa hjá íslenzk- um verksmiðjum gæti komi. Hins vegar væri það í hæsta máta ein- kennilegt, að í samningagerð sem þessari, væri enginn fulltrúi frá fískmjöisframleiðendum. Það skipti þá miklu meira máli en útgerð og sjómenn hvort veiðar gætu hafízt með fyrra fallinu eða ekki. BRONCO TIM TOPAZ mmmtm í FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA SÍMAR: 685100 & 689633 essemm/siA 22.0S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.