Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 os 31 * Olafúr Jónsson „Flosa “ - Fæddur31. janúarl905 Dáinn 11. janúar 1989 Kveðja frá Grund Andlát hans kom vinum hans ekki á óvart, hann hafði alllengi átt við alvarleg veikindi að stríða, og riú er hann allur. Ólafur Jónsson, Óli Flosa, eins og vinir hans kölluðu hann, var náinn samstarfsmaður minn á Grund um nokkurt árabil og átti síðar sæti í stjóm Grundar og var þar til dauðadags. _ Fósturforeldrar Ólafs voru Flosi Sigurðsson, trésmíðameistári, og frú Jónína Jónatansdóttir. Var Flosi einn af fímm stofnendum Grundar árið 1922. En við vorum einnig samstarfs- menn á öðrum vettvangi, í knatt- spymunni, þar var Ólafur forvígis- maður í áratugi. Með honum var gott að starfa. Hann var ákveðinn, úrræðagóður og framúrskarandi samviskusamur maður, enda vin- sæll með afbrigðum. Á Elli- og hjúkrunarheimilinu Gmnd er hans saknað og þar er hans minnst með þakklæti og virð- ingu. Við höfum í meira en hálfa öld verið að vinna að málefnum aldr- aðra, það hefur oft verið erfítt og þess vegna * mikilsvert að hafa trausta samstarfsmenn. Alltaf fylgdist Ólafur með störfum okkar af áhuga og lagði sitt til málanna. Eg kom alloft til hans í veikindum hans og alltaf var hann hress og glaður, þó sjúkur væri. Við töluðum um sameiginleg áhugamál okkar og var gott við hann að tala. Ég fór ætíð hressari af hans fundi en þegar ég kom. Nú skilja leiðir að sinni, en minn- ingin um kæran vin, ágætan og traustan samstarfsmann gleymist ekki. Hún lifir áfram í starfmu á Gmnd. Bömum hans og öðmm ástvinum em sendar einlægar samúðarkveðj- ur frá okkur Helgu og dætmm okkar. Gísli Sigurbjörnsson Aldamótakynslóðin er nú smá saman að kveðja. Einhver besti og ötulasti félagsmaður sem starfaði hefur fyrir Knattspymufélagið Víking, Ölafur Jónsson „Flosa“ er fallinn frá. Hann lést í Landakots- spítalanum 11. þ.m. nær 84 ára að aldri. Við sem störfuðum með Ólafi að málefnum Víkings um langt ára- bil, viljum minnast hans með ör- fáum kveðjuorðum. Það vita allir sem starfa innan íþróttahreyfíngarinnar hvers virði það er fyrir íþróttafélögin að hafa í sínum röðum trausta, dugmikla og fómfúsa einstaklinga, sem ávallt em reiðubúnir til starfa án hugunar um endurgjald. Ólafur var einn slíkra manna. Var mikið lán fyrir Víking að hafa hann innan sinna vébanda og í fararbroddi áratugum saman. Það mun hafa verið árið 1919 sem Ólafur gekk í Víking, þá um fermingaraldur. Á unglingsárum bindast menn gjaman vináttubönd- um sem seint slitna og svo var einn- ig með Ólaf. Hann gekk heils huga til samstarfs í Víkingi og eyddi stór- um hluta af frítíma sínum í störf Minning fyrir félagið. Var hann formaður Víkings í sex ár og auk þess gjald- keri í ijölda ára sem hann annaðist af stakri piýði. Er enn í minnum haft hve ft-ábærlega allt reiknings- hald var af hendi leyst, enda ein- staklega nákvæmur og hæfur bók- haldari. En starfsvettvangur Ólafs var miklu víðfeðmari. Það get ekki hjá því farið að til hans yrði leitað til ýmsra trúnaðarstarfa innan íþrótta- hreyfingarinnar. Sat hann m.a. í íþróttaráði Reykjavíkurborgar, í framkvæmdastjóm Iþróttasam- bands íslands, Knattspymuráði Reykjavíkur og víðar. Það yrði allt- of langt mál að rekja nákvæmlega öll hans störf fyrir þessi íþróttasam- tök, en þess skal þó getið að Ólafur sat fleiri fundi Knattspjmuráðs Reykjavíkur en nokkur annar full- trúi, eða rúmlega eitt þúsund fundi, og ávallt sem fulltrúi Víkings, þar af sem formaður í mörg ár. Segir þetta meira en mörg orð. Einnig átti hann, ásamt félögum sínum í knattspymuráðinu stóran þátt í að koma Knattspymusambandi ís- lands á laggimar árið 1947. Lá þar mikil vinna að baki og nú vita allir hvílíkt happaspor það var til efling- ar knattspymuíþróttinni í landinu. Af þessu sést að víða lágu spor Ólafs og margar vora stundimar sem hann fómaði í þágu félags síns og knattspymuhreyfíngarinnar. Var hann í öllu félagsmálastarfí mjög traustur. Hann var gætinn og hreinskiptinn, en fastur fyrir þegar á reyndi og hann taldi með þurfa. Ávann hann sér virðingu og traust félaga sinna innan Víkings sem utan, enda var hann heiðraður á margan hátt og sæmdur heiðurs- merkjum þeirra íþróttasamtaka sem hann hafði unnið fyrir. Og að sjálfsögðu var hann heiðursfélagi Víkings. Þá má ekki gleyma að stundum var Ólafur til kallaður þegar mikið lá við. Var hann t.d. fenginn til að skipuleggja og sjá um móttöku er- lendra landsliða fyrir Knattspymu- samband íslands og vera í farar- stjóm með íslenskum knatLspymu- liðum innanlands og utan. Fórust honum slík verkefni mjög vel úr hendi, enda góður skipuleggjandi, traustur fararstjóri og skemmtileg- ur ferðafélagi. Er hann okkur sér- staklega minnisstæður í sameigin- legu ferðalagi Fram og Víkings til Þýskalands vorið 1951. Sýndi hann þá, sem og oft endranær, að á góð- um stundum í góðra vina hópi var hann svo sannarlega hrókur alls fagnaðar. Um árabil var Víkingur í mikilli lægð. Félagið skorti alla þá íþrótta- aðstöðu sem með þurfti til að félag- ið gæti dafnað. Það þurfti því því að lyfta grettistaki til að koma Víkingi upp úr þeim öldudal sem félagið var í. Og það tókst sem betur fer. Ólafur var einn þeirra manna sem var í forastusveit fé- lagsins á þessum erfiðu árum. í erfiðleikum reynir á einstaklinginn hvort hann dugir. Það próf stóðst Ólafur með prýði. Má því með sanni segja að hann hafi átt sinn stóra þátt í að leggja granninn að því stórveldi sem Víkingur vissulega er í dag og hefur verið nokkur und- anfarin ár. Fyrir það skal honum nú þakkað. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SINDRI SIGURJÓNSSON, Básenda14, lést mónudaginn 23. janúar í Borgarspítalanum. Einar Sindrason, Heimir Slndrason, Sigurjón Sindrason, Sindri Sindrason, Yngvl Slndrason, Sigrfður Helgadóttir, Kristfn Árnadóttir, Anna L. Tryggvadóttir, Helga GarAarsdóttir, Kristbjörg SigurAardóttir, Vilborg Ámundadóttir og barnabörn. Nú þegar vinur okkar er horfínn yfír móðuna miklu, drúpum við höfði og vottum honum virðingu, með þökk fyrir margra ára gott samstarf og vináttu sem ekki gleymist. Áðstandendum vottum við inni- lega samúð. Gunnlaugur Lárusson, Gunnar Már Pétursson. Þegar litið er til baka og yfirfar- in hálfrar aldar samleið Ólafs Jóns- sonar Flosa og Knattspymufélags- ins Víkings, samleið sem var báðum gjöful, skyldi engan undra þó úr vöndu væri að velja þegar koma á til skila kveðju á skilnaðarstund. Á áranum fyrir 1940 vora jafnan nokkuð hörð átök í félaginu og þá jafnvel þannig að tognaði á traust- ustu vinasamböndum, þegar ákvarða skyldi um framtíðarheill þess. Slíkt gerist enn og jafnan grær um heilt. Ólafur kom til starfa fyrir Víking við slíkar aðstæður. Én snemma varð félögum hans ljóst að honum lét betur að byggja brýr en brjóta. Það reyndist Víkingum farsæll kostur í fari manns sem fljótlega varð áhrifamestur um stjómun félagsins um langt skeið. Það ærði óstöðugan að ætla sér að telja upp einstök verkefni sem Ólaf- ur leysti af hendi fyrir félagið sitt og hvað þá fyrir íþróttahreyfinguna í heild. Hann sat í óteljandi stjóm- um, ráðum og nefndum á vegum hreyfíngarinnar í áratugi og ævin- lega farsællega. Ólafi hafa verið þökkuð störf hans að íþróttamálum og hann sæmdur öllum helstu heið- ursmerkjum sem hreyfíngin veitir farsælum forystumönnum. Hann var gerður að heiðursfé- laga í Víkingi og var mér vel kunn- ugt um hve hann mat mikils þann virðingarvott okkar Víkinga við hann. En okkur Víkingum þótti líka mikið til koma hve hann sýndi okk- ur mikla virðingu með ræktarsemi sinni allt fram til hinstu stundar. Þrátt fyrir lasleika gat hann ekki hugsað sér annað en vera viðstadd- ur töku fyrstu skóflustungu að nýju félagsheimili okkar Víkinga í Foss- vogi í vetrarlok á síðasta ári. Sú stund lifír í hugskoti okkar Víkinga þegar við nú kveðjum heiðursfélaga okkar hinstu kveðju. Knattspyrnufélagið Víkingur sendir öllum aðstandendum Ólafs sínar innilegustu samúðarkveðjur. Formaður Knattspyrnu- félagsins Víkings, Jóhann Óli Guðmundsson. Kveðja frá ÍBR Miðvikudaginn 11. janúar sl. lézt Ólafur Jónsson, forstjóri, eftir lang- varandi vanheilsu, 83 ára að aldri. Hann var um langt árabil einn af forystumönnum íþróttasamtakanna í Reykjavík, átti sæti í Knattspymu- ráði Reykjavíkur fyrir félag sitt, Víking, í aldarfjórðung, í fram- kvæmdastjóm íþróttabandalags Reykjavíkur og síðar í fram- kvæmdastjóm Iþróttasambands ís- lands. 'Þegar hann rúmlega sextugur að aldri hætti rekstri fyrirtækis síns, Rúllu- og hleragerðarinnar, bauðst hann til þess að taka að sér að annast bókhald íþróttabandalags Reykjavíkur og nokkra síðar var hann ráðinn til íslenzkra getrauna í fullt starf. Hann annaðist bókhald og íjárreiður þess fyrirtækis á fyrsta áratug þess af einstakri ná- kvæmni og samvizkusemi, enda lék allt reikningshald í höndum hans. Ólafur var mörgum ágætum kostum búinn, hann var vel gefinn og sterkur persónuleiki, skemmti- legur og ræðinn, enda vel máli far- inn. Fyrir félag sitt hélt hann vel á málum þess út á við og naut virðing- ar jafnt samheija sem mótheija. Fyrir mikil og langvarandi störf fyrir íþróttasamtökin var hann sæmdur æðstu heiðursmerkjum KRR, KSÍ, ÍBR og ÍSÍ. Nú þegar leiðir skilja skal þökkuð 40 ára vinátta og samstarf, um leið og aðstandendum era færðar sam- úðarkveðjur. íþróttabandalag Reykjavíkur, Sigurgeir Guðmannsson. H|OIA LYFTARAR Liprari - hraðvirkari - hljóðlátari O Par sem breidd lyftaranna er aðeins frá 99 cm og snúningsradíusinn er 135 cm eru þeir sérlega liprir og hagkvœmir í þröngum vöruhúsum. O Tveir keyrslumótorar fyrir hvort framhjól gera akstur á ósléttri undirstöðu mun auðveldari en áður hefur þekkst. O Aflstýri, opið mastur og öll stjórntœki á besta stað auðvelda alla notkun, auk þess að bœta útsýni og öryggi ökumanns. O Burðargeta er frá 1.000 kg til 1.750 kg - og lyftihœð er allt að 6 metrum. O Nýir 24 eða 48 volta rafgeymar tryggja langan vinnslutíma. O Hliðarfœrsla á göfflum fáanleg. II TOYOTA 071 Nybylavegi8 200Kopavogi S 91-44144^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.