Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 Sambandshúsin ftystu 51.3001 FRAMLEIÐSLA frystra fískafurða frystihúsa innan vébanda Sambandsins nam á síðasta ári 51.300 tonnum. Hefur framleiðsl- an aðeins einu sinni áður orðið meiri, en það var í fyrra. Út- flutningur dróst hins vegar nokkuð saman frá fyrra ári og hlut- deild Bandaríkjamarkaðsins hefúr stöðugt farið lækkandi. Hún hefúr fallið úr 54% í 24% frá árinu 1985 en hlutdeild flestra annarra markaða hefúr aukizt að sama skapi, einkum Austur- Asíu. Árið 1984 var framleiðsla Sam- bandshúsanna samtals 46.860 tonn og óx smám saman til ársins 1987, er hún náði hámarki, 54.310 tonnum. Útflutningur á vegum sambandsins var 47.160 tonn árið 1984 og óx upp í 54.380 tonn árið 1986. Síðan hefur aftur dregið úr honum og í fyrra nam hann 46.480 tonnum. 1985 fóru 26.294 tonn, 54% til Bandaríkjanna, en aðeins 11.239, 24% í fyrra. Vestur-Evrópa hefur aukið hlut sinn úr 14.805 tonnum, 31% í 20.893, 45% á sama tíma, Sovétríkin hafa farið úr 4.331, 9% í 3.568, 8% og Austur-Asía úr 2.477, 5% í 10.759, 23% í fyrra. Innan Vestur-Evrópu hefur langmest farið til Bretlands, 13.950 tonn, rúm 4.000 til Frakk- iands og 2.500 til Vestur-Þýzka- lands. SkfíllSTOFMM I TAKT VIÐ TIMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Heiða Heiðarsdóttir skrifstofutæknir, útskrifuð í desember '88. „Námið hjá Töl vufræðslunni kom mér skemmtilega á óvart. Kennararnir eru mjög góðir og námið í heild vel skip- ulagt og skemmtilegt. Ég lít á þetta sem góða fjárfestingu sem á eftir að skila sér margfalt til baka“. I Tölvufræðslan Borgartún 28 Einhugur meðal starfsfólksins BLAÐINU hefúr borist eftirfar- andi frá starfsfólki Ferðaskrif- stofúnnar Útsýnar: Til að taka af allan vafa um stöðu mála hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn hf. eftir atburðarás þá um áramótin sem flestum er kunn viljum við láta eftirfarandi koma fram. Meðal starfsfólks Útsýnar ríkir einhugur og vilji til að veita ferða- löngum þá góðu þjónustu sem þeir eiga heimtingu á. Við erum staðráð- in í að sækja á brattann og hvergi slá af þeim kröfum sem við höfum ævinlega gert til hinnar marg- brotnu ferðaþjónustu okkar. Útsýn hefur nú sem endranær hæfu og reyndu starfsfólki á að skipa og því bjóðum við jafnt fjöl- skyldum og einstaklingum sem fyr- irtækjum, stofnunum og skóla- og íþróttafélögum að láta á það reyna, hvort sem um er að ræða sumarleyf- isferðir, námsferðir, viðskiptaferðir, keppnisferðir eða önnur ferðalög. Sögum um upplausn, hópupp- sagnir, viðskiptamannaflótta, glat- aða gistisamninga, fyrirhugaða sölu Útsýnar og öðru slíku vísum við á bug því Iiðsandinn er góður, við- skiptamannalistinn óbreyttur, gist- ing tryggð og Útsýn ekki til sölu. Við berum fyllsta traust til Óm- ars Kristjánssonar og undir hans stjóm hefur starfsemi fyrirtækisins eflst enn frekar. Það er einlæg von okkar að nei- kvæð umfjöllun um Ferðaskrifstof- una Útsýn taki enda svo við fáum frið til að sinna vandasömum störf- um okkar af þeirri alúð og vand- virkni sem ferðaþjónusta krefst. Með bestu kveðjum til allra þeirra sem hyggja á ferðalög í náinni framtíð og með fullvissu um að hjá okkur muni þeir finna þá faglegu ferðaþjónustu sem þeir verðskulda. Starfefólk Útsýnar hf. TÖLVUSKÓU STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS n i TOLVUSKOLARA TÖLVUSKÓU GÍSLA J. JOHNSEN a utsolunm Dæmi um verð: Kápa kr. 16.800- Greittmeðgreiðslukorti kr. 11.700- Staðgreitt kr. 8.400.- FEBRUAR NÁMSKEIÐ DAGS. TÍMI TÖLVUÞJÁLFUN 13.2-3.3 13°° 17°° TÖLVUGRUNNUR 7.2-10.3 1930 - 2230 GRUNNNÁMSKEIÐ 13.2-14.2 13°° -17°° DOS STÝRIKERFI 1 15.2-17.2 1300 -1700 WORDPERFECT 20.2 - 23.2 830 -1230 WORD 13.2-16.2 g30.^30 WORD FRH. 27.2-1.3 830 -1230 WORKS 20.2 - 22.2 1300 -1700 MULTIPLAN FRH. 27.2-1.3 1300 - 1700 PAGEMAKER 13.2-16.2 830 1 230 dBASE 28.2 - 3.3 830 - 1230 GAGNADÍS 6.2-9.2 1300 - 1700 STÓLPI I 13.2-15.2 1300 -1700 STÓLPI II, III 16.2-17.2 1300 -1700 ÓPUS BÓKHALD 20.2 - 22.2 g00.16°° ALVÍS BÓKHALD 6.2 - 9.2 1300 - 1700 Kennslafer fram í kennslustofum Stjórn- unarfélags íslands að Ánanaustum 15, Reykjavik og Gísla J. Johnsen að Ný- býlavegi 16, Kópavogi. SKRÁNING í SÍMLJM 621066 og 641222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.