Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 35 Minning: Sunna Guðnadóttir Fædd 23. júlíl942 Dáin 17. janúar 1989 Á skammri stund skipast veður í lofti. Góðvinkona mín Sunna er látin. Minningar um samverustund- ir liðinna ára streyma nú fram í huga mínum og vekja söknuð og trega. Sunna var dóttir hjónanna Guðna A. Jónssonar úrsmiðs og konu hans, Ólafíu Jóhannesdóttur. Tvær systur átti Sunna, þær Önnu og Lillu, og sakna þær systur sinnar sárt. Leið- ir okkar Sunnu lágu snemma sam- an, sem litlar stelpur á Öldugöt- unni, hún á 11, ég á 9. Frá því ég man eftir mér, var Öldugata 11 mitt annað heimili og átti ég þar marga góða og glaða daga hjá Ólafíu og Guðna. Hugurinn reikar nú mörg ár aftur í tímann og minn- ingamar koma fram hver af ann- arri, í skemmtilegum leik og prakk- arastrikum með Sunnu. Við sippuð- um, hoppuðum parís, lékum með — dúkkur og bjuggum okkur bú. Sunna var mikil tilfínningakona og mikið tryggðartröll. Það kom snemma fram hjá henni sem lítilli stelpu. Ég man þegar við vorum litlar að ég fékk lungnabólgu og varð að vera inni í fleiri vikur, allt- af var Sunna mín mætt til að sitja hjá mér allan daginn og stytta mér stundir, þrátt fyrir að allt Öldugötu- gengið væri í ærslafullum leik úti Fædd2. nóvemberl902 Dáin 14. janúar 1989 Þann annan dag nóvembermán- aðar 1902 eignuðust hjónin Bjami Hannesson og Guðrún Eyvínds- dóttir stúlkubam. Baminu voru gefín nöfnin. Sigurlilja Ástbjörg og var hún þriðja bam þeirra hjóna. Árið 1897 höfðu Guðrún og Bjami eignast sitt fyrsta bam, Jóhann, en hann hafði dáið það sama ár. Og árið 1899 eignuðust þau son er skírður var Jóhann Oskar. Fjöl- skyldan bjó í Bakkárholti, Ölfusi, en þar fæddist Bjami og ólst upp hjá foreldrum sínum, Hannesi Jóns- syni og Ingveldi Jónsdóttur. Guðrún Eyvindsdóttir var dóttir hjónanna Eyvindar Þorsteinssonar og Ambjargai' Andrésdóttur,_ er bjuggu á Akurey í Landeyjum. Árið 1904 flytja Bjami og Guðrún til Reykjavíkur með bömin sín tvö og á næstu ámm ijölgar enn í fjöl- skyldunni. 1905 eignast þau son sem þau missa tæplega ársgamlan og 1906 eignast þau son er gefið er nafnið Engilbert, sama nafn og þau gáfu syninum sem fæddist 1905. Og 1908 eignast þau fimmta son sinn er skírður var Björgvin. Allir eru synimir nú látnir og núna er amma komin til þeirra. Þessar fátæklegu línur em hugsað- ar sem hinsta kveðja til hennar. Amma giftist afa okkar Erlendi Erlendssyni húsasmíðameistara þann 8. desember 1923. Þau eign- uðust sjö böm, þijá syni og §órar dætur. En áður en þau giftu sig hafði amma verið heitbundin og eignast son. Svo á heimili þeirra vom átta böm, einnig tóku afí og amma að sér ungan dreng er misst hafði móður sína og ólu upp. Þrátt fyrir að afí okkar og amma væm með stórt heimili vom þau framarlega í baráttu fyrir réttindum þess fátæka fólks er bjó hér í borg- inni á þriðja og fjórða áratug þess- arar aldar. Þau tóku þátt í baráttu þess flokks er nefndist Alþýðuflokk- ur, sem á þeim tíma stóð svo sann- arlega undir nafni. Alla ævi var ömmu umhugað um að allir hefðu jafnan rétt til að lifa mannsæmandi lífí og að ekki þyrfti neinn að líða fyrir stjórnmálaskoð- anir sinar eins og hún vissi að fólk á götu langt fram á kvöld. Sunna beið ekki eftir að framkvæma hlut- ina, þeir vom gerðir strax. Ég minn- ist þess þegar við vomm 14 ára að ég talaði um það við hana að mig langaði í nýjan kjól. Það sumar vomm við saman í fiskvinnu. Það stóð ekki á Sunnu, við hlupum nið- ur í bæ og keyptum efni, síðan haldið heim. Sunna lagði efnið á borðið og byijaði að klippa, sauma- vélin var tekin fram og vinkona mín saumaði þama kjól á mig á stuttum tíma. Þama er Sunnu vel lýst. Sunna stundaði ballett í mörg ár og dansaði snemma á fjölum Þjóðleikhússins. Ég var oft stolt þar sem ég sat úti í sal og dáðist að vinkonu minni dansa. Hún var svo falleg með síða brúna hárið sitt. Eitt af því dýrmætasta sem lífíð gefur manni er vinátta sem á ein- hvem óskiljanlegan hátt verður til milli tveggja einstaklinga og dýpkar og styrkist eftir því sem árin líða. Leiðir okkar Sunnu skildu í nokk- ur ár. Hún fór að starfa hjá Loftleið- um sem flugfreyja og ég fór í aðra átt. Síðan eftir nokkur ár lágu leið- ir okkar saman að nýju, og hafði Sunna þá eignast Friðrik, sem síðan hefur verið okkar heimilisvinur. Sunna giftist Jóni Bjömssyni arkitekt 27. september 1969 og eignuðust þau þijár dætur, Bimu, Björk og Jennu. Tilviljun réð að Jón þurfti að gera á fyrstu áratugum þessarar aldar. Því er það að er við minnumst ömmu okkar þá gleymum við ekki þeim krafti sem í henni bjó. Það var eins og ekkert gæti brotið hana, hún var eins og sá stafur sem ekki getur brotnað, heldur verður jafn bein og fyrr er átakinu sleppir (sbr. íslandsklukku Laxness). Hún missti svo marga og á svo skömmum tíma að einhver annar hefði bugast. Árið 1948 var ár sorgar í flölskyldunni en þá deyr elsti sonurinn, Sigurður Pétur, 25 ára gamall, í mars, og í september deyr afí okkar 46 ára gamall. Og ekki er ein báran stök því í september 1953 missir amma yngsta son sinn, Baldur, af slys- fömm þá aðeins 16 ára gamlan. Við sáum aldrei afa okkar eða föðurbræður, en í mörg ár komum við til ömmu á afmælisdögum þeirra og voru það ógleymanlegar stundir því þá hittist fjölskyldan. Alltaf var amma húsfreyjan sem veitti af rausn. Hún hafði í mörg ár annast stórt heimili þar sem oft- ast voru 12—14 manns í mat og er bömin fóru að heiman og hún varð ein þá eldaði hún fyrir sig sjálfa og það voru dýrindismáltíðir. í þijátíu ár vann hún sem baðvörð- ur í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún var orðin 82 ára er hún fór í sína síðustu utanlandsför og fór hún þá til Kanada, en þar eru tvær dætur hennar búsettar. Amma hafði gaman af ljóðalestri og einnig las hún mikið af bókum. Minni hennar var gott og alltaf fylgdist hún með þvf sem var að gerast. Fjölskyldan hennar, bömin sex: Gyða, Jóhann Óskar, Erlendur, Freyja Guðrún, Jóna Elínborg og Sigríður Helga og fjölskyldur þeirra vom veigamikill hluti af hennar lífí og hún var helsti tengiliður flöl- skyldunnar. Öll höfum við misst mikið nú er amma er ekki' lengur á meðal okkar. Við vonum að henni líði vel núna og þó að söknuður okkar sé mikill, þá emm við þakklát fyrir þann tíma er við nutum samvista við hana. Minningin mun lifa áfram, því eins og sagt er í Hávamálum: og Bjami, maður minn, hófu sam- starf á teiknistofu og þar með lágu leiðir okkar aftur saman og einnig bama okkar, þar sem vinskapur hefur ráðið ríkjum allt til þessa dags. Sunna og Jón byggðu sér fallegt heimili í Langagerði 17. Samveru- stundimar þar heima lifa skýrt í endurminningunni. Það var gaman að fylgjast með vinkonu minni, þeg- ar þau hófu byggingarframkvæmd- ir í Langagerði. Sunna var allt í senn, smiður, múrari og málari, allt gat hún. Ég held að oft hafi Sunna ekki fengið útrás fyrir sköp- unargáfu sína og gleði. Samstarfsfólk á Arkitektastof- unni við Austurvöll horfír með sökn- uði til Sunnu, þar sem hún ætíð bar nafn með sönnu og verður sár- lega saknað. I leik, gleði og erfiðleikum áttum við saman okkar stundir. Sunna er farin og nú að leiðarlokum gleðst ég jrfir því að hafa fengið að kynn- ast henni. Elsku Jón, Bima, Björk, Jenna og Friðrik, megi Guð almáttugur styrkja ykkur í mikilli sorg og því tómarúmi sem varð og mun verða við fráfall Sunnu. Guðborg Mig langar með örfáum orðum að minnast Sunnu systur minnar sem lést á heimili sínu 17. janúar sl., þó það sé aldrei hægt að minnast henn- ar með fáum orðum, svo sterkur persónuleiki var Sunna. Hún var einstaklega falleg og kvenleg kona, frekar smávaxin og grönn, en þeim meiri var krafturinn 1 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfúr ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Helga og Linda Erlendsdætur. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofú blaðsins í Hafíiarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. og dugnaðurinn. Öll þau verk sem hún tók sér fyrir hendur voru unnin af svo miklum krafti að með ólíkind- um þótti. Sunnar var heimavinnandi húsmóðir og þó hugurinn leitaði á vinnumarkaðinn lét hún ekki verða af því, fannst heimilið og bömin vera sinn staður. 27. september 1969 giftist hún Jóni Bjömssyni. Jonni og Sunna fengu lóð í Langagerði 17 og byggðu þar myndarlegt hús, sem þau lögðu mikla vinnu í. Sunna gat gengið í öll störf við bygginguna, múrað, spaslað og málað. Hvar sem karl- menn voru að störfum var Sunna jafnoki þeirra. Hún hafði unun að ræktun allri, blása lífi í allt smátt og sjá það dafna og blómstra, veita því alla sína ást og umhyggju, eins og hún þurfti svo mikla sjálf. Við lóðina lagði hún dag við nótt að rækta tré, blóm og mnna og var stórkostlegt að sjá hvað allt lék í höndum hennar. Engin stofublóm vom eins og hennar, enda lofthæð að stærð svo manni fannst stofan sem Edengarður. Þó herd ég að fáir hafí staðið henni á sporði í matar- gerð. Hún gat hrist úr annarri ermi margrétta matarveislur án nokkurr- ar fyrirhafnar. Mikla ánægju hafði hún af saumaskap, taldi út munstur í stóla og teppi, saumaði á bömin, en munaði heldur ekki um að sauma á sig kjól fyrir kvöldið. Sunna var ákaflega tilfinninga- næm og viðkvæm, en skapstór sem háði henni og var oft misskilið af öðrum sem ekki til þekktu. Skap sitt notaði hún til að fela sínar við- kvæmu tilfínningar, sem hún gat ekki látið í ljós. Vildi gefa sig alla á sinn hátt, en krafðist skilnings og vináttu sem sjaldan var veitt. Hún ætlaðist til mikils af sjálfri sér og öðmm, átti erfítt með að gefast upp við nokkum hlut eða skilja eftir ólok- ið verk. Foreldra okkar misstum við með stuttu millibili og fékk það mikið á Sunnu. Þetta var henni mikið mót- læti og fannst mér hún aldrei geta sætt sig við, að hafa ekki getað sýnt þeim alla þá ást og virðingu sem hún bar til þeirra. Tilfínningar hennar særðust, sem braust fram í skapi hennar, en við sem til þekktum skildum hve erfítt hún átti. Það er sárt þegar kona er tekin frá eiginmanni og ijómm börnum, það yngsta aðeins 12 ára. En Sunna er komin á aðrar slóðir með foreldr- um okkar, full af orku, sem hún fékk ekki notið í þessu lífi. Ég óska ykkur styrks, Jonni, Frið- rik, Bima, Björk og Jenna, í þessum mikla missi. Lilla Ég vil minnast elskulegrar mágkonu minnar með örfáum kveðjuorðum. Sunna var dóttir hjónanna Guðna A. Jónssonar úrsmiðs og Ólafíu Jó- hannesdóttur, sem bjuggu allan sinn búskap á Öldugötu 11 í Reykjavík. Þau em bæði látin. Systur Sunnu em Anna, gift greinarhöfundi, og Jóhanna, gift Bimi Ólafssyni pípulagningameist- ara. Sunns giftist Joni Bjömssyni arkitekt 27. september 1969 og eignuðust þau þijár yndislegar dæt- ur: Bimu Jennu, Björk og Jennu Lilju. Fyrir hjónaband eignaðist hún Friðrik, sem alla tíð var mikill vinur hennar. Eftir skólagöngu vann Sunna hjá Hamri hf., en var síðan í mörg ár flugfreyja hjá Loftleiðum. Eftir að hún giftist vann hún hjá Sjálfstæðis- flokknum fyrstu árin. Síðan var hún heima í Langagerðinu, sem hún og Jón byggðu af dugnaði og atorku. Sunna gekk þar í öll verk, enda var hún ótrúlega dugleg. Hún var skap- mikil, eins og duglegt fólk oft er, enda húnvetnsk 5 báðar ættir. Atvikin höguðu því þannig að við Anna bjuggum á efstu hæðinni á Öldugötunni fyrstu sjö hjúskaparár okkar. Þá var Sunna ógift og bjó heima, þannig að ég kynntist henni vel. Hún var aðeins um ári yngri en við Anna og var þá, eins og alltaf, mikil vinátta milli okkar allra. Minn- ingamar hrannast upp og man ég m.a. eftir að það vom hrein vand- ræði að gefa henni jólagjöf, því gjaf- ir hennar til okkar vom svo stórkost- legar. Hún var líka viðkvæm og bar velferð okkar fyrir bijósti í einu og öllu. Hún var ekki aðeins mágkona mín, heldur líka vinkona. Mér þótti ákaflega vænt um Sunnu og vona að góður Guð gefi Jóni, dætmnum og Friðrik styrk til þess að standa af sér þetta snögga áfall. Söknuður okkar-er sár, en minn- ingin um góða konu lifir. Hvíli hún í friði. Páll Stefánsson t Móftir okkar, tengdamóftir, amma og langamma, SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR, Hételgsvegl 40, andaðist 20. janúar sfðastliðinn. Axel Ó. Lérusson, Inger Bjarkan, Anna Bjarkan, Kristín Bjarkan, Jóna Bjarkan, Sigurbjörg Axelsdóttir, Jóhann E. Björnsson, Bjarnl Konráðsson, Gunnar Ingimundarson, Páll Elrfksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faftir og afi, EYJÓLFUR ÞORGILSSON netagerftarmaður, Framnesvegi 57, Reykjavfk, andaftist í Landspítalanum 21. janúar 1989. Kristfn Gunnlaugsdóttir, Margrót Eyjólfsdóttir, Guftbjartur Þórarlnsson, Jóhanna Hrafnkelsdóttlr. t Móftir mín, tengdamóftir og amma, INGILEIF GfSLADÓTTIR, Sóleyjargötu 21, lést aftfarapótt 22. janúar sl. Ingi Kolbeinsson, Jóhannes Markússon og barnabörn. Lilja A. Bjarna- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.