Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 48
Rynkeby HREINN APPELSlNUSAFI fttOTgiisttlifiifrifr ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1989 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Launavísitala vegur þriðjung í lánskjaravísitölunni: Fráleit breytíng sem mun torvelda kjarasamninga — segir Asmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins SNJO- MOKSTUR Vonskuveður var viða um laiid um helgina og marg’- ir lentu í erfiðleikum af þeim sökum. Snjórinn og fannfergið hefur þó sinar björtu hliðar eins og sjá má á svip þessa unga manns. Sjá fréttir af veðrinu á bls. 3, 18 og 27. GRUNDVELLI lánskjaravísitölunnar hefur verið breytt þannig að nú vegur launavisitala þriðjung í henni á móti þriðjungi fram- færsluvísitölu og þriðjungi byggingarvisitölu, en samkvæmt fyrri grunni vó framfærsluvísitalan 2/a og byggingarvisitalan Vs. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hélt í gærdag. Samkvæmt eldri lánskjaravísitölunni átti hún að hækka um 2,23% 1. febrúar en með breytingunum verður hækkunin 1,67%. Landssamband lífeyrissjóða mun hinsvegar áfram styðjast við gömlu, eða óbreyttu, vísitöluna í samningum sem gerðir voru í síðasta mánuði við ríkisvaldið um kaup á skuldabréfum. Breytingin á grunni lánskjara- vísitölunnar hefur vakið hörð við- brögð hjá forystumönnum laun- þega. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ segir þessa breytingu fráleita og telur hana torvelda kjarasamn- inga á næstu vikum og mánuðum. Forysta BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem breytingunni er mótmælt. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir að hið nýja fyrirkomulag sé til þess að sætta sjónarmið í þjóð- félaginu og koma í veg fyrir mis- gengi launa og lánskjara. Nýi grundvöllurinn væri vægari skuld- urum þegar verr áraði og öfugt í góðæri. Til lengri tíma jafnaði þetta sig út. Pétur Blöndal, formaður Lands- sambands lífeyrissjóða, segir að við kaup sjóðanna á skuldabréfum ríkissjóðs, sem samið var um í síðasta mánuði, muni gamla láns- Endurtryggingafélag Samvinnutrygginga: Rúmlega 30 prósent fást upp í 4V2 árs samþykktar kröfiir GREIÐSLA til lánardrottna Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga er hafin úr þrotabúi félagsins, sem mun vera eitt stærsta sem komið hefúr til skipta hérlendis. Um það bil 4>/2 ár eru liðin frá því að gjaldþrotaúrskurður var kveðinn upp. Að sögn Eiríks Tómassonar hrl., skiptastjóra búsins, lætur nærri að 30% fáist greidd upp í samþykktar kröf- ur. Samþykktar kröfur eru 162 talsins og nema rúmum 236 millj- ónum króna miðað við gengi við lok kröfulýsingarfrests, 27. nóv- . ember 1984, en eignir í handbæru fé tæpum 74 milljónum króna, miðað við gengi í júní á liðnu ári. Staða búsins þykir enn ekki að fullu ljós en að sögn Eiríks Tómas- sonar eru endurtryggingaviðskipti þess eðlis að búast má við að allt að tíu ár líði frá gjaldþroti þar til öll kurl eru komin til grafar. Nokk- ur mál eru ókláruð á vegum bús- Þrírfiikuútaf ÞRÍR bílar fuku út af í Krækl- ingahlíðinni á níunda timanum í gærkveldi. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á bílun- Að sögn lögreglunnar á Akureyri verður mjög hvasst þarna í vestan- átt og getur þá myndast strengur úr Glerárdalnum, auk þess sem mjög mikil hálka var. ins fyrir dómstólum í London og í gerðardómum erlendis. Þá á búið útistandandi kröfur í erlend þrotábú en Eiríkur Tomasson kvaðst þó ekki telja að niðurstaða þessara mála mundi skipta sköp- um um útkomuna. Eiríkur sagði að nær allir kröfu- hafar væru erlendir. Þó ætti Gjald- heimtan í Reykjavík um 600.000 króna kröfu og Sjóvátryggingafé- lag íslands um 12.000 króna kröfu á hendur búinu. Auk bankainnistæðna og úti- standandi krafna átti Endurtrygg- ingafélag Samvinnutrygginga hluta í húseign við Austurstræti. kjaravísitalan gilda. Um það hafi verið samið. Hinsvegar vekji þessi breyting á grunni vísitölunnar upp allskonar lögfræðilegar spumingar í sambandi við kaup sjóðanna á bréfunum. „Til dæmis virðist ríkis- valdið geta breytt grunni vísitölunn- ar upp á sitt eindæmi. Það vekur þá spumingu hvort slíkt muni verða gert ef miklar launahækkanir eru framundan. Þetta er stórhættulegt atriði og skapar óvissu á fjármagns- markaðinum þar sem ríkið er lang- stærsti skuldarinn." Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans, segir að þessi breyting feli það í sér að ekki verði lengur hægt að verðtryggja sparifé í bönkum þar sem lánskjaravísitalan mæli ekki lengur breytingar á verð- lagi heldur sambland af atriðum sem ekki eru tilbúnar reglur um. Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri segir að launavísitölu verði að áætla að talsverðu leyti. Sam- kvæmt núgildandi lögum um launavísitöluna á að miða hana að helmingi við taxtakaup og að helm- ingi við áætlaðar breytingar á at- vinnutekjum. Undanfarin tvö ár hefur það hinsvegar ekki verið mögulegt vegna þess að taxtakerfið var lagt niður í kjarasamningum í desember 1986 og Þjóðhagsstofnun hefur hætt mánaðarlegum útreikn- ingum á breytingum atvinnutekna sökum vandkvæða þar á. Til að sýna áhrifin af þessari breytingu fyrir almenning má taka annarsvegar 500.000 króna sparifé og hinsvegar milljón króna hús- næðislán. Ef gamla vísitalan hefði gilt. hefðu 500.000 krónumar bætt við sig 11.150 krónum um næstu mánaðamót. Með nýju vísitölunni verða þetta hinsvegar 8.350 krón- ur. Tap sparifjáreigandans er því 2.800 krónur. Hvað milljón króna húsnæðislánið varðar hefði það átt að hækka um 22.300 krónur um næstu mánaðamót með gömlu vísi- tölunni. Hin nýja hækkar það hins- vegar um 16.700 krónur. Hagnaður skuldarans er því 5.600 krónur. Sjá fréttir og viðtöl á bls. 2, miðopnu og 27. Rætt um sameiningu Borg- arspítalans og Landakots — Hugmynd sem rétt er að skoða af fullri alvöru segir borgarstjóri ÓFORMLEGAR þreifingar standa nú yfir um sameiningu Borg- arspítalans og Landakotsspítala. Davið Oddsson, borgarstjóri, staðfesti að svo væri í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði, að hugmyndin væri athygliverð, en að mörgu þyrfti að huga áður en skrefið yrði stigið til lúlls. Verði af sameiningu spítalanna tveggja verður sú stofnun af svip- aðri stærð og Landspítalinn. Davíð sagði að viss hagkvæmni gæti falizt í sameiningunni og sérhæfing aukizt. Til dæmis gæti Borgarspít- alinn tekið neyðarþjónustu meira til sín, en Landakot annars konar lækningar svo sem öldrunardeildir. Landakot væri of lítil eining til að standa undir dýrum, nauðsynlegum tækjabúnaði svo sem sneiðmynda- tæki, sem væri talið nauðsynlegt á öllum stærri sjúkrastofnunum. Með bættri nýtingu tækjabúnaðar, til- færslu verkefna, sérhæfingu og hugsanlega markvissari stjómun mætti væntanlega spara einhveijar íjárhæðir. „Þetta er athygliverð hugmynd, sem rétt er að skoða í fullri al- vöm,“ sagði borgarstjóri. Logi Guð- brandsson, framkvæmdastjóri Landakots, vildi ekki tjá sig um málið í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.