Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLABIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 17 ákveðna skoðun á og koma henni stundum á framfæri í blaðagrein- um. Vissi ég til þess að hann lagði oft mikla vinni í blaðagreinar sínar og leitaði gagna og heimilda á ýmsu stöðum jafnt innanlands sem utan. Hann heillaðist mjög af pólitískum málefnum, bæði íslensk- um og alþjóðlegum, og las mikið um alþjóðastjómmál í erlendum blöðum. Allt frá skólaárum var hann virkur og starfssamur félagi í Sjálfstæðisflokknum og fulltrúi á öllum landsfundum flokksins síðustu áratugina. Hann lagði mikið upp úr því að hafa sínar eigin sjálfstæðu skoðanir á málum og var fyrir bragðið af sumum talinn sérvitringur. Þetta gerði hann þó ekki af því að hann væri ósammála félögum sínum og samheijum, heldur til að setja sig á annan sjónarhól í viðhorfum til mála. Olli þetta stundum misskiln- ingi sem hann hafði sjálfur mjög gaman af. Frá löngum kynnum og náinni vináttu er að sjálfsögðu ótal margs að minnast sem áreiðanlega hefði að einhveiju leyti verið riijað upp með fleirum á 40 ára stúdentsaf- mæli okkar á næsta vori. Við frá- fall Einars Hauks hefír risið á okk- ar fámenna stúdentsárgangi vissu- lega lækkað, og hressilegur hlátur hans mun ekki framar heyrast í okkar hópi. Söknuður minn af að vita minn trygga vin horfinn fyrir fullt og allt er mikill, svo að visst tómarúm verður í lífi mínu hér eftir. Mestur hlýtur þó söknuður og tregi nán- ustu ástvina sem eftir lifa að vera. Við Anna vottum Asdísi, Asgrími og Gyðu okkar innilegustu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í þeirra söknuði. Knútur Jónsson, Siglufirði. Höggvin hafa verið allmörg skörð í raðir bekkjarfélaga er luku verzl- unarprófi frá Verzlunarskóla Is- lands 1947. Úr þeim litla hópi — seytján talsins — er áfram hélt til stúdentsprófs eru tveir fallpir í val- inn — þeir Sigurður Kristinsson, lengi framkvæmdastjóri Bygging- arfélags verkamanna, er féll frá 1984 og Einar H. Ásgrímsson, verk- fræðingur, er lézt í sjúkrahúsi í London hinn 18. þ.m. eftir skamma legu. Komu skyndileg veikindi hans og fráfall okkur vinum hans mjög á óvart. Við höfðum rætt saman skömmu áður, m.a. um landsins gagn og nauðsynjar, og þótt okkur þættu ýmsar blikur á lofti í þeim efnum, var hann hinn hressasti. Einar Haukur fæddist í Hafnar- firði hinn 20. september 1928. Voru foreldrar hans Ásgrímur Sigfússon, útgerðarmaður, og Ágústa Þórðar- dóttir. Systir Einars, Vera, er bú- sett í Svíþjóð, gift Guðmundi Guð- mundssyni, lækni. Ásgrímur lézt á árinu 1944. Skömmu síðar flutti Ágústa með börnin til Reykjavíkur. _ Einar lauk stúdentsprófi frá VÍ 1949 og hugði strax á nám í verk- fræði. Fór hann til Englands í því skyni og nam við háskólann í Birm- ingham, þaðan sem hann lauk prófi í vélaverkfræði 1955. Einar Haukur var ágætur náms- maður og víðlesinn, raunar langt út fyrir sérgrein sína, ekki sízt um heimspeki, innlend og eriend stjóm- mál og þjóðarétt. Birtust eftir hann í blöðum, einkum Morgunblaðinu, margar greinar m.a. um stjómmál og landhelgismál. Leiðir okkar Einars lágu saman strax í Verzlunarskólanum og tókst vinátta, sem ekki bar á skugga. Oft var góðra vina fundur á Sól- vallagötunni og var ósjaldan glatt á hjalla, þótt tilefni heimsóknar hafi fremur verið lestur fyrir næsta dag eða næsta próf. Og ekki var í kot vísað, þar sem voru móttökur og gott atlæti hans ágætu móður, Ágústu. Að loknu stúdentsprófí hugðum við nokkrir bekkjarfélagar, auk Ein- ars Hauks, á framhaldsnám í Bret- landi og var ekki ýkja langt á milli okkar Einars. Reyndum við að hitt- ast eftir föngum, svo og félaga okkar og vini, sem dvöldu við nám í Skotlandi. Þá vomm við um skeið samtímis í Þýzkalandi — ég í Kiel og hann í Liibeck við störf — sum- part verklegt nám — hjá Baader- verksmiðjum og sáumst alloft. Á þeim tíma, síðla sumars 1953, vor- um við það heppnir að komast á framboðsfund hjá Konrad Aden- auer og Ludwig Erhard. Þótti okk- ur mikið í varið. í desember 1953 steig Einar það gæfuspor að ganga í hjónaband með heitkonu sinni, Ásdisi Helga- dóttur frá Seglbúðum í Landbroti, dóttur Helga bónda þar Jónssonar og Gyðríðar Pálsdóttur. Böm þeirra em tvö, Ásgrímur Helgi, við nám í Fjölbrautaskóla Garðabæjar, og Gyða Sigríður, sem nemur við Verzlunarskóla íslands. Ásdís varð strax mikil vinkona okkar hjóna og annarra vina Einars Hauks, urðu vinafundir næsta tíðir, enda gestrisni og höfðingsskap við- bmgðið, hvort sem var á heimili þeirra í Reykjavík, síðar í Garðabæ eða austur í Landbroti, þar sem þau dvöldu gjama hluta úr sumri. Einar Haukur var náttúmunn- andi og lærisveinn um leið. Jafn- framt stundaði hann veiðiskap sér til ánægju og upplyftingar. Fyrr á ámm lá hann fyrir gæs, en var að mestu hættur þeirri íþrótt. Stang- veiði stundaði hann frá unga aldri, fyrst undir handleiðslu föður síns. Hann kastaði flugu fyrir lax og sil- ung með glæsibrag og var jafnan fengsæll. Hann gerði sér far um að kynna sé ána eða vatnið, áhrif breytinga á hitastigi, veðri og rennsli vatnsins á fiskinn. Áttum við og fleiri vinir góðar stundir sam- an á bökkum Kjarrár og Grímsár, hér fyrr á ámm, er verð veiðileyfa var viðráðanlegt, en þó fyrst og fremst við Grenlæk í Landbroti, þá perlu í landi Seglbúða. Þótt ekki væri fast sótt að öllum jafnaði og hófsemi gætt í hvívetna kom á land mörg falleg bleikjan, að ekki sé talað um vænan sjóbirting. Um- hverfinu og náttúrufegurðinni þar þarf ekki að lýsa. Þótt margs sé að minnast verður nú látið staðar numið. Þótt séð sé eftir góðum dreng og vini, em hin- ar mörgu ánægjulegu samveru- stundir einnig ofarlega í huga. Við Baddý og bömin sendum Ásdísi, bömum og þeirra nánustu, innilegustu kveðjur og biðjum Guð að geyma þau. Veit ég að hér er einnig mælt fyrir munn bekkjar- systkina og vina. Már Elísson Einar Haukur verður minnis- stæður af mörgum ástæðum. Hann var með hærri mönnum á vöxt, grannvaxinn og samsvaraði sér vel, snemma hvítur fyrir hæmm. Þar sem hann fór var honum veitt at- hygli. Hann flutti ræður á mann- fundum og skrifaði greinar í blöð og tímarit. Hann var áhugamaður um þjóðmál. Síðustu tvo áratugi tók hann virkan þátt í starfi okkar sjálf- Sjá bls. 36 HRAÐLESTRANAMSKEIÐ Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú læra meira, en hefur ekki nægan tíma? Lausn á þessum vandamálum færðu með því að marg- falda lestrarhraða þinn, en það getur þú lært á hrað- lestrarnámskeiði. Næsta námskeið sem hefst 25. janú ar nk, er því miðurfullbókað, en þú kemst ennþá á námskeið sem hefst 31. janúar nk. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 ísíma 641091. HRAÐLESTRARSKÓLINN. Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Getur staðið á borði eða hangið uppávegg. En það besta er: Ekkert uppvask. KJFF/b ARII ™?'mstandUr K°"Ur(1°stk) ^Hfl^OOOstk) 112,- 2-720,- f5%S ÖluskaH kr. 3.562,- kr. FAIMINIIR HF Bíldshöfða 14 s: 67 25 11 Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. 192-IPOtPI VIS/MOV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.