Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 3 Niðurfall hefur stíflast við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í hlák- unni síðdegis í gær. Bilarnir vaða elginn og verður ekki meint af, enda varlega farið. Ragnar Egilsson býr við Nönnufell í Breiðholti. Hann segir að snarvitlaust veður hafi verið á sunnudag þar efira og ekki viðlit að hreyfa bil, í gær gekk ekki betur, þá var eftir að koma vagninum í gang og moka hann út. Höfuðborgarsvæðið: Mesta ófærð í fimmár Vel gekk að hreinsa götur - Smá- bílar hindruðu ferðir strætisvagna ÓVEÐRINU um helgina fylgdi mesta ófærð sem komið hefur síðan 4. janúar 1984, eða í fimm ár, á götum Reykjavíkur og nálægra sveitarfélaga. í Reykjavík voru starfsmenn gatnamálastjóra að ryðja snjó af helstu umferðargötum á sunnudag og alla aðfaranótt mánu- dags. Snemma i gærmorgun fóru um 150 manns með 40 tæki og bila að hreinsa snjó af götum borgarinnar og hafði tekist að gera velflestar götur færar er leið á daginn, að sögn gatnamálastjóra. Nokkur erill var hjá lögreglu að aðstoða fólk, eins og títt er í slikri færð, að sögn varðstjóra. 15-20 tæki voru notuð við snjó- ruðning í Reykjavík á sunnudag og aðfaranótt mánudags. Klukkan 4 á mánudagsmorgun hóf allur tiltækur liðsafli gatnamálastjóra að ryðja snjó og notaði til þess 40 tæki og bfla, að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra. Hann segir að vel hafi gengið að ryðja. Byijað var í miðbænum og hreinsaðar allar helstu umferðargötur og af bfla- stæðum, þannig að fólk kæmist til vinnu. Jöfnum höndum var byijað að ryðja af öðrum aðalumferðaræð- um og síðan færðist vinnan inn í íbúðarhverfín. Um hádegið í gær var orðin allgóð færð á götum borg- arinnar, nema í Árbæjar- og Hálsa- hverfum. í efsta hluta Hraunbæjar var til dæmis snjódyngja, á annan metra á þykkt, yfir götunni á all- löngum kafla. í Hafnarfirði var færð orðin góð síðdegis í gær, að sögn lögreglu. Þar ruddu bæjarstarfsmenn innan- bæjar og Vegagerðin á Reykjanes- braut og Hafnarfjarðarvegi. Að sögn lögreglu urðu ekki teljandi óhöpp vegna ófærðarinnar, enda dró mjög úr umferð þegar veður versnaði og færð spilltist. Ófært varð um stundarsakir á Amamess- hæð á sunnudagskvöld, en Vega- gerðin mddi hæðina fljótt og urðu þar ekki teljandi vandræði eftir það. Strætisvagnar Reykjavíkur gengu að mestu eðlilega í gær og á sunnudag. Vagnamir töfðust ekki vegna færðarinnar á sunnudag, að sögn Jakobs Sigurðssonar vakt- formanns SVR, nema þegar litlir bflar sem sátu fastir vömuðu þeim vegarins. í gærmorgun var bætt við aukavögnum á fjölfömustu leið- um. Fyrstu vagnar fóru af stað klukkan 6.45 og urðu ekki tafir að ráði vegna ófærðar, enda hafði ver- ið lögð áhersla á að ryðja strætis- vagnaleiðimar. Lögreglan í Reykjavík sinnti all- mörgum útköllum vegna ófærðar, einkum við að aðstoða fólk við að komast til vinnu á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Að sögn varð- stjóra þurfti ekki að leita fólks nema í einu tilviki aðfaranótt mánudags. Þá var farið að óttast um fólk sem farið hafði um kvöldið á bíl frá húsi í Vatnsendahverfi. Lögregla fann bflinn fastan í skafli og fólkið allt í bflnum, vel haldið. Lögreglan að- stoðaði við að ná bílnum lausum og gekk það vel. Nokkuð var um Morgunbl adið/Rax í illviðrinu sem gekk yfir Reykjavík á sunnudag Ientu margir í erfiðleikum að komast leiðar sinnar á litlum bílum. Reyndi þá stundum á hjálpsemi náungans. Hér er verið að undirbúa að draga einn lausan ■ úr fönninni. að hjálparsveitir aðstoðuðu öku- menn á götum borgarinnar og í nágrenni. Unglingar staddir í skála við Bláfjallaveg nutu hjáslparsveit- ar sem átti leið þar um og fengu far í bæinn, en að sögn lögreglu er ekki vitað um önnur tilvik, þar sem fólk lenti í hrakningum eða teljandi erfiðleikum. Kennsla felld niður í grunnskólum KENNSLA féll niður í grunnskólum á höfúðborgarsvæðinu í gær vegna ófærðar, ýmist til hádegis eða allan daginn. „Okkur þótti það ábyrgðarhluti í morgun að láta börnin koma í skólann. Ófærðin var það mikil að ekki aðeins börnin, heldur fúllorðnir líka, áttu í vand- ræðum með að komast í skólana," sagði Ragnar Georgsson skólafúll- trúi í Reykjavík. Þar var kennsla felld niður allan daginn. Ragnar sagði það hafa sýnt sig í gærmorgun, að kennarar skól- anna, sem eiga heima vítt og breitt um borgina, áttu í erfiðleikum með að komast frá heimilum sínum, þótt vel gengi eftir að þeir komust út á umferðargötumar. Þá voru erfiðleikar fyrir þá sem komu ak- andi að leggja bílum sínum við skól- ana, þar sem bflastæði voru órudd. Gangstéttir hafí verið fullar af snjó sem rutt var af götunum og ekki veijandi að ætla litlum bömum að brölta eftir þeim hraukum og yfir þá, eða að ganga úti á umferðargöt- um í misjöfnu skyggni. „Okkur þótti líka öruggara að hafa bömin ekki mikið á ferli að eða frá skólun- um á meðan snjóruðningstækin voru hvað mest á ferðinni," sagði Ragnar. Hann sagði að fyrst hafí kennslu verið aflýst til hádegis, síðan hafi verið ákveðið að aflýsa henni allan daginn, þar sem nær einvörðungu yngstu nemendumir eru í skólunum eftir hádegið. Hilmar Ingólfsson skóiastjóri í Hofsstaðaskóla í Garðabæ sagði að skólamir þar hafí verið opnir þeim sem komu og gæsla fyrir yngstu nemenduma. Kennarar skólans hafi verið við vinnu allan daginn við undirbúning kennslu, það er jafn óðum og þeir komust í skólann. Margir áttu langa leið að fara og gekk misjafnlega að komast. Hilm- ar sagði að ákveðið hafi verið að fella niður kennslu í skólunum í Garðabæ til hádegis og ekki hafi þótt ástæða til að breyta því, enda gangstéttar ruddar og leiðir yfir- leitt orðnar greiðar. í Valhúsaskóla á Seltjamamesi féll niður kennsla til hádegis. Ólafur Óskarsson skólastjóri sagðist telja að skynsamlega hafi verið staðið að þeim ákvörðunum að fella niður kennslu í skólunum við þessar að- stæður. „Ég var sjálfur kominn á kreik um sexleytið og var þá í erfíð- leikum með að komast að heiman. Kennarar okkar búa um allan bæ og þeir áttu erfitt með að komast. Við höfum hins vegar þá sérstöðu að nemendur okkar búa í nágrenni við skólann og það er stutt fyrir fleáta að fara. Þess vegna ákváðum við að hefja kennslu á ný um hádeg- ið.“ í Mosfellsbæ var felld niður kennsla allan daginn vegna mikillar ófærðar í bænum og sömu sögu er að segja víða af landsbyggðinni. í Hafnarfirði ákváðu skólastjórar í sameiningu að fella niður kennslu til hádegis og-var því ekki breytt, þannig að kennt var í Hafnarfirði síðdegis í gær. Hafnarg ör ður: Rafmagnið fór af vegna veðursins RAFMAGN fór af öllum HafnarQ arðarbæ á sunnudagskvöld og varð allur bærinn rafmagnslaus um stund og hlutar bæjarins í rúmlega fjórar klukkustundir. Ástæður bilunarinnar eru að raki komst í ein- angra í aðveitustöð og er s kafre nningi kennt um. Morgunblaðið/Þorkell Fri í skólanum og allt fúllt af snjó! Svavar Brynjólfsson, Guðjón Benediktsson og Ingólfúr Guðmundsson vissu hvað átti að gera við frítímann í gær. Bilunin varð í spennaklefa í að- veitustöð klukkan 18.05 á sunnu- dag. Þar varð svonefndur yfírslátt- ur, það er rafmagn hljóp yfir ein- angra og varð að skipta um þijá þeirra eftir atvikið, að sögn Jóns Gests Hermannssonar tæknifræð- ings hjá Rafveitu HafnarQarðar. Allur bærinn varð rafmagnslaus í nokkum tíma. Klukkan 19.25 kom rafmagn á nokkra bæjarhluta og síðan bættust smám saman fleiri við og rafmagn var komið á allan bæinn klukkan 22.20. „Það má segja að þessi biiun hafi komið á góðum tíma, það var aðallega eldamennska sem truflað- ist. Þó er svona bilun auðvitað allt- af hvimleið," sagði Jón Gestur. Hann kvaðst ekki vita til að fyrir- tæki hafi lent f erfíðleikum vegna vbflunarinnar. í gærmorgun varð önnur raf- magnsbilun á veitusvæði Rafveitu Hafnaríjarðar, einnig vegna veðurs. Þá varð bilun í háspennulínu til Straumsvíkur og var unnið að við- gerð S gær. Laxeldisstöðin Pólarlax fær rafmagn af þessari línu, en Jón Gestur taldi að bilunin hefði ekki áhrif á starfsemi þar, enda er lax- eldisstöðin búin vararafstöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.