Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 Indland: Ósigur á ósigur ofan fyrir Gandhi Madras. Reuter. RAJTV Gandhi, forsætisrádherra Indlands, varð fyrir miklnm hnekki á tvennum vígstöðvum á sunnudag. Annars vegar beið flokkur hans, Kongressflokkurinn, mikinn kosningaósigur í Tamil Nadu-riki á Suður-Indlandi og hins vegar var oddviti flokksins í Madhya Prades- h-riki neyddur til að segja af sér. Er hann grunaður um spillingu. Tamil Nadu er aðallega byggt dravídum og virtist flokkur þeirra vera öruggur um hreinan meirihluta en kosið var á laugardag. Raunar var vitað með vissu, að Kongress- Kína: Vextir hækkaðir Peking. Reuter. ALÞÝÐUBANKI Kína tíl- kynnti á fimmtudag að vextir yrðu hækkaðir í áföngum á næstunni en embættismenn vöruðu við því að erfitt yrði að draga úr verðbólgunni þar sem eftirspurn neytenda væri miklu meiri en framboð- ið. Dagblað alþýðunnar hafði eftir Liu Hongru, aðstoðar- bankastjóra bankans, að vextir af sparifé og lánum yrðu hækk- aðir smám saman til að örva spamað landsmanna og draga úr lántöku þeirra. Lántöku- kostnaður er miklu minni en verðbólga í landinu og því geta fyrirtæki hagnast á lánum á skömmum tíma. Ársvextir lána til fyrirtækja eru níu af hundr- aði meðan verðbólgan er 18.5 prósent, sú mesta síðan komm- únistar komust til valda árið 1949. Auk vaxtahækkana hafa stjómvöld gripið til ýmissa að- gerða til að draga úr verð- bólgunni, til að mynda dregið úr seðlaúgáfu, lánveitingum og framkvæmdum. í Dagblaði al- þýðunnar segir hins vegar að ekkert lát sé á verðbólgunni, meðal annars vegna þess að sveitarfélög og fyrirtæki reyni allt sem þau geti til að komast jrfir lán. Verðbólgan muni auk- ast um átta af hundraði aðeins vegna verðþrýstings frá liðnu ári. Þá hafí bilið milli framboðs og eftirspumar aukist til muna í fyrra. flokkurinn myndi ekki bera sigur úr býtum en ósigurinn er hins veg- ar meiri en nokkum óraði fyrir. Gandhi verður að boða til almennra þingkosninga fyrir árslok og því reið á miklu, að Kongressflokkurinn kæmi sæmilega út og sjálfur lagði Gandhi sig allan fram í kosninga- baráttunni. Á laugardag var einnig kosið í norðausturríkjunum Naga- landi og Mizoram en þar átti talning ekki að hefjast fyrr en í gær. Á sunnudag ákvað forysta Kon- gressflokksins í Madhya Pradesh, að forsætisráðherrann, Arjun Singh, skyldi segja af sér meðan fram færi rannsókn á lottói, sem fjölskylda hans rekur. Fyrir aðeins ári sendi Gandhi Singh til Madhya Pradesh til að drífa Kongressflokk- inn upp fyrir kosningamar á þessu ári. Reuter Elstu frímerki Bretlands Sérfræðingur við Stanley Gibbons-frimerkjaverslunina í Lundún- um skoðar tvö frímerki lirá árinu 1840, fyrstu póstfrfmerkin útgef- in í Bretlandi. Frímerkin eru í svo góðu ástandi að upprunalega limið hefur haldist. Þau eru metin á 5.750 pund, eða rúma hálfa milljón ísl. kr. ERLENT Brent Scowcroft, öryggisráðgjafí George Bush: Kalda stríðinu er ekki að fullu lokið Washingfton. Reuter. BRENT Scowcroft, ráðgjafí George Bush Bandaríkjaforseta í örygg- ismálum, sagði á sunnudag, að hann Iiti ekki svo á, að Kalda striðinu væri endanlega lokið þrátt fyrir bætt samskipti við Sovétmenn. í viðtalsþætti á ABC-sjónvarps- stöðinni sagði Scowcroft, að þótt Míkhaíl Gorbatsjov, léiðtoga Sov- étríkjanna, væri umhugað um að draga úr spennu til að geta tekist betur á við endurreisnina og „óskapleg vandamál" í sovéskum efnahagsmálum, hefði hann samt Krafa í sovésku tímariti: Sakaruppgjöf fyrir alla samviskufanga Brýnt að endurreisa fórnar- lömb Brezhnevs og Khrústsjovs Moskvu. Reuter. SOVÉSKA tímaritið Ogonjok birti á sunnudag grein þar sem því var haldið fram að veita bæri þúsundum manna, er fangelsaðir voru fyrir pólitískar sakir á stjórnarárum Nikítas Khrústsjovs og Leoníds Brezhnevs, algera uppreisn æru eins og fórnarlömbum Stalin- tfmans. Föngunum fyrrverandi væri oft neitað um leyfi til að setj- ast að á heimaslóðum, þeir fengju ekki störf í samræmi við mennt- un og hæfileika og þess vegna væri þrautalending þeirra oft að sækja um leyfi til að yfirgefa landið. mikinn áhuga á að „valda Atlants- hafsbandalaginu sem mestum erfíð- leikum". „Ég held, að hann telji árang- ursríkara að gera það með eins konar friðarsókn í stað þvergirð- ingsins og hamagangsins í sumum fyrirrennara hans. Ég er ekki þeirr- ar skoðunar, að Kalda stríðinu sé lokið. Við sjáum að vísu ljósglætu úti við sjóndeildarhring en það er undir okkur sjálfum komið að sumu leyti hvort hún reynist villuljós eða sólin sjálf," sagði Scowcroft. Scowcroft, sem var áður hers- höfðingi í flughemum, efaðist að ýmsu leyti um stefnu Ronalds Reag- ans og stjómar hans í afvopnunar- málum, til dæmis um að rétt væri að fækka langdrægum kjamorku- vopnum um 50%.' Gaf hann einnig í skyn, að Bush-stjómin myndi koma með nýjar eða nokkuð breytt- ar tillögur þegar viðræðumar um langdrægu vopnin, START-viðræð- umar, hefjast í Genf 15. febrúar. „Það vakir ekki fyrir okkur að tefja fyrir þeim á nokkum hátt en við viljum vera vissir um hvað við erum að semja," sagði Scowcroft. Reuter Brent Scowcroft í viðtalinu bar Scowcroft á móti því, að hann hefði verið andvígur geimvamaáætiun Reagans en sagð- ist telja, að rétt væri að fara hægar í sakimar. „Ég hef alltaf v,erið andvígur því að ráðast í miklar áætlanir áður en vitað er með vissu hvort þær gagnast okkur yfírleitt," sagði hann. Greinin er rituð af Anatólíj Golovkov. Þar segir að aðstoða beri andófsmennina í nafni réttlætis og jafnframt af því að landið hafi ekki efni á að missa hæfileikafólk úr landi. Fyrr í mánuðinum birtu sovésk yfirvöld tilskipun sem gera á mögu- legt að „endurreisa" milljónir af fómarlömbum ofsókna stjómvalda á Stalín-tímabilinu. Samkvæmt til- skipuninni verða nær allir þeir sem fangelsaðir vom eða drepnir frá því á fjórða áratugnum og fram til dauða Stalíns 1953 lýstir saklausir. Þetta gildir hins vegar ekki um þá sem dæmdir vom síðar. Golovkov sagði að fólk yrði enn þakklátara yfirvöldum ef þau endurreistu skil- yrðislaust. þá sem síðar vom dæmd- ir. „Þeir urðu að þjást aðeins vegna þess að þeir neituðu að taka trúan- legar ósvífnar lygar, hræsni og inn- antóm loforð", segir í greininni og því er bætt við að pólitísku fangam- ir hafi í mörgum tilvikum haldið á loft sömu hugmyndum og núver- andi Sovétleiðtogi, Mikhaíl Gorb- atsjov. Pylsa með öllu? HINN mikli fiöldi þjóðtungna í Evrópubandalaginu veldur oft misskilningi einkum þegar þýð- endum tekst illa upp. Danska blað- ið Jyllands-Posten sagði nýlega frá hrapallegum mistökum á þessum vettvangi. Lesa mátti í skýrslu um ákveðnar samningaviðræður að breskur þing- maður á Evrópuþinginu hefði sagt að jarðgöngin undir Ermarsund myndu hafa áhrif á „breska pylsu." Á næsta samningafundi fór þingmað- urinn þess á leit að þessu yrði breytt í skýrslunni. Hann sagðist hafa verið að tala um breska héraðið Sussex en ekki pylsu (á ensku: sausage). Júgóslavía: Markovic hveturtil samstöðu Belgrað. Reuter. ANTE Markovic, hinn nýi forsæt- isráðherra Júgóslavíu, hefur hvatt landa sina til að vinna sameigin- lega að efiiahagsúrbótum i landinu. Markovic, sem Forsætis- nefnd kommúniataflnkksina út- nefndi á fimmtudag, er Króati og pólitískur keppinautur Stipe Su- vars, leiðtoga júgóslavneska kommúnistaflokksins. Ante Markovic hefur áður gegnt embætti forseta og forsætisráðherra í Króatíu og átti jafnframt sæti í miðstjóm kommúnistaflokksins. „Ég fæ engu áorkað, enginn fær neinu áorkað, nema við stillum saman strengi okkar," sagði Markovic og vísaði til efnahagsvanda landsins. Erlendar skuldir Júgóslava nema 22 milljörðum dala, jafnvirði 1.100 millj- arða ísl. króna, og verðbólgan er 251%. Skuldir ríkja þriðja heimsins við Júgóslava nemur sex milljörðum dala, eða 300 milljörðum ísl. kr. Markovic, sem er talinn frjálslynd- ur umbótasinni, sat í nefnd sem fjall- aði um efnahagsúrbætur í landinu. Hann er hlynntur víðtækri endur- skoðun á sósíalískri efnahagsstjóm og vill stuðla að flárfestingum er- lendra aðila í landinu og sterkari efnahagstengslum við Vesturlönd, einkum aðildarríki Evrópubanda- lagsins. Helsti keppinautur Markovics um forsætisráðherraembættið var Serb- inn Borisav Jovic sem sæti á í mið- stjóm júgóslavneska kommúnista- flokknum. Vestrænir og júgóslav- neskir fréttaskýrendur telja hugsan- legt að samkomulag hafi orðið um útnefningu Markovics meðal Serba og Króata, sem mynda tvö stærstu lýðveldin í Júgóslavíu. Samkomulag- ið gæti þýtt að Jovic og jafnvel fleiri stjómmálamenn frá Serbíu hlytu mikilvæg ráðherraembætti í væntan- legri ríkisstjóm Markovics. Jovic er einarður stuðningsmaður Slobodans Milosevics, leiðtoga serb- neska kommúnistaflokksins, sem unnið hefur markvisst að því að auka áhrif Serba í sjálfstjómarhéruðunum Kosovo og Vojvodina. Olíufundur í Perú: Forsetinn segir land- ið verða útflutn- ingsríki Lima. Reuter. BANDARÍSKA olíufyrirtæk- ið Occidental Petroleum hef- ur fundið mikið af hágæða- olíu í Perú og er fiindurinn talinn meira en tvöfalda þær birgðir sem áður var vitað um í landinu. Forseti lands- ins, Alan Garcia, segir að Perú verði olíuútflutnings- ríki fram yfir aldamótin. Að sögn forsetans er and- virði olíunnar, sem nú hefur fundist, um 10 milljarðar Bandaríkjadala. Hann sagði að þetta kæmi sér sérstaklega vel nú en efnahagserfiðleikar eru gífurlegir í Perú og auk þess eiga stjómvöld í blóðugri bar- áttu við skæruliðasamtök maó- ista er nefnast „Skínandi stígur.". Atvinnuleysi er mikið, verðbólgan 1700%, erlendar skuldir meira en 16 milljarðar Bandaríkjadala og alþjóðlegar lánastofnanir hafa neitað að veita meiri lán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.