Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 19
MORjGUNBLABIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1989 19 „Dans á rósum“ frum- sýnd í Kaupmannahöfh Ópera, byggð á leikriti Odds Björnssonar, „Tíu tilbrigðiw NÝ ópera eftir sænska tónskáld- ið Arne MellnSs við texta eftir Odd Björnsson verður frumsýnd í Musikdramatisk Teater í Kaup- mannahöfn næstkomandi laugar- dag, 28. janúar. Óperan nefnist „Dans á rósum“ og er hún byggð á leikriti Odds, Tíu tilbrigðum, sem sýnd var í Lindarbæ á vegum Þjóðleikhússins árið 1968 í leik- sljórn Brynju Benediktssonar. Óperan, sem tekur um 80 mínút- ur í flutningi, var samin fyrir ís- lenska söngskólann, samkvæmt pöntun, og hefur síðan þá átt að setja hana upp í íslensku óperunni. Sú uppfærsla hefur hinsvegar dreg- ist á langinn og var því ákveðið að frumsýna hana í Kaupmannahöfn nú í uppfærslu Niels Pihl, fimm árum síðar. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Ame Mellnás í tilefni frumsýningar- innar, en hann vinnur nú að því að skrifa sína þriðju óperu. Hann er 55 ára gamall, samdi sína fyrstu óperu fyrir allnokkrum árum. Sú ópera byggði á sögu Oscars Wilde „Canterville-draugurinn". „Dans á rósum“ er önnur óperan, sem hann semur og nú vinnur hann að gerð sinnar þriðju óperu, í þetta sinn fyrir Stokkhólmsóperuna. Hún hef- ur hlotið heitið Dr. Glas og verður að öllum líkindum frumsýnd í Stokkhólmi að tveimur árum liðn- um. „Ég var beðinn að semja „Dans á rósum" árið 1983, að mig minnir. Síðan verkinu lauk, hefur það legið hjá íslensku óperunni án þess að nokkuð hafi verið hreyft við því. Ég kann ekki nákvæmar skýringar á þessari löngu bið, eflaust spilar kostnaður eitthvað inn í það mál. Hinsvegar fannst mönnum sjálfsagt að Musikdramatisk Teater í Kaup- mannahöfn fengi að frumsýna óper- una þegar það sýndi verkinu mikinn áhuga. Textinn vár þýddur úr íslensku yfir á dönsku í sumar. Æfingar hófust í septembermánuði og nú er komið að frumsýningu. Þetta er ópera í afar léttum dúr. Þrír danskir óperusöngvarar, sem allir hafa getið sér góðs orðs sem slíkir, koma fram í uppfærslunni auk tólf manna kammerhljómsveit- ar,“ sagði tónskáldið að lokum. VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! : fllar&MfiMiifttft Fyrirlestrar í Há- skólanum opnir almenningi HÁSKÓLI íslands viU á, að almenningi er heimilt að sækja fyrirlestra háskólakenn- ara eftir því sem húsrými og aðrar aðstæður leyfa. Háskóla- kennarar meta aðstæður hveiju sinni. Háskólaárið 1988/89 eru rúm- lega 4.300 stúdentar skráðir við nám í HÍ í níu deildum, sem flest- ar skiptast upp í fleiri námsbraut- ir. Þessar deildir eru: félagsvís- indadeild, guðfræðideild, heim- spekideild, lagadeild, læknadeild, raunvísindadeild, tannlæknadeild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild. A vormisseri, sem hefst í dag, 24. janúar, er boðið upp á yfir 500 námskeið á fjölmörgum fræðasviðum. Mörg þessara nám- skeiða eru þess eðlis, að þau ættu að eiga erindi til almennings, seg- ir í fréttatilkynningu frá Háskóla íslands, Frekari upplýsingar um nám- skeiðin er að finna í kennsluskrá Háskólans og fæst hún á aðal- skrifstofu. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um hvar og hvenær kennsla fer fram. Sparifjáreigendur Bera spariskírteinin ykkar "skúffuvexti"? Um þessar mundir eru nokkrir flokkar spári- skírteina innleysanlegir. Gleymist að innleysa þau á réttum tíma er hætt við að farið sé á mis við hærri raunvexti. Við ráðleggjum ykkur hvaða spari- skírteini er rétt að innleysa og sjáum um endur- fjárfestingu í nýjum spariskírteinum, bankabréfum eða öðrum öruggum verðbréfum. Eigendur og útgefendur skuldabréfa: Vegna mikillar eftirspumar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Verið velkomin á nýjan stað. Næg bflastæði. vv _ ffármál eru okkar fag! VERÐBRÉFflUlÐSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 Boðgreiðslur VISA - reglubundnum greiðslum komið í fastan farveg Greiðslur færðar með tölvuboðum: * áskriftargjöld blaða og tímarita * afnotagjöld útvarps og sjónvarps * rafmagnsreikningar * endurnýjun happdrættismiða Boðgreiðslur VISA spara tíma, fé og fyrirhöfn. Skilvísar tryggar greiðslur þrátt fyrir annir eða fjarvistir, draga úr amstri, bið og umstangi, ónæði heima fyrir og létta blaðberum störf. V / Aðeins eitt símtal og málið er leyst: Morgunblaðið © 69 11 40 Stöð 2 © 67 37 77 Ríkisútvarpið © 68 59 00 Das © 1 77 57 Rafmagnsveita Reykjavíkur © 68 62 22 LÁTTU BOÐGREIÐSLUR VISA GREIÐA GÖTU ÞÍNA! V/SA VISA ISLAND BOÐBERI NÝRRA TÍMA i GREIÐSLUMIDLUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.