Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 Rannsókn á meintri sölu á nýrum úr mönnum í Bretlandi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Heilbrigðisráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um, að nýru úr mönnum séu seld á einkasjúkrahúsi í London, að sögn The Sunday Telegraph sfð Tyrkneska lögreglan handtók Tyrlq'a í Ankara í síðustu viku og er hann talinn hafa skipulagt ferð- ir landa sinna til London til að selja úr sér annað nýrað. Blaðamenn The Sunday Tele- graph náðu tali af Ferhat Usta, sem hafði komið til London á þeim forsendum, að hann væri að fylgja ættingja, sem ætti að gangast thðum sunnudag. undir nýmaaðgerð. í reynd var það hann sjálfur, sem gekkst undir aðgerð. Hann segist hafa átt að fá 4000 pund (tæplega 360.000 ísl. kr.) fyrir vikið, en einungis fengið helming þeirrar upphæðar. Dr. Raymond Crockett, sérfræð- ingur með stofu í Harleystreet, á að hafa framkvæmt aðgerðina á Humana Wellington-sjúkrahúsinu í London. Nýrað, sem tekið var úr Usta, fór til National Cidney Center í London. Dr. Crockett hefur neitað þess- um ásökunum og segist ekki vita til, að Tyrkinn hafi komið til Lon- don fyrir greiðslu. Usta hafí verið skoðaður og talinn hæfur til að missa annað nýrað. Læknirinn seg- ir, að hvorki hann né samstarfs- menn hans hafí vitað um neinar annarlegar ástæður fyrir för mannsins eða að hann hafi verið þvingaður til fararinnar. Hólshrauni 2,Hafnarfirði sími 52866. Vor og sumar '89 1113 síður. Frægustu merkin í fatnaði. Búsáhöld, sportvörur, leikföng o.fl. Kr. 190 án burðargjalds dregst frá fyrstu pöntun. B.MAGNÚSSONHF. á teppum og mottum. afstáttur. TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 68 62 66 SAMNINGAR Bush hefur störf George Bush Bandaríkjaforseti sést hér við skrifborð sitt i Hvita húsinu á laugardag, daginn eftir að hann sór embættiseið sinn. Á sunnudag lauk hátiðahöldum vegna embættistökunnar með þvi að forsetinn bað fyrir friði ásamt fúlltrúum rómversk-kaþólskra, mótmælenda, gyðinga og grisk-kaþólskra saftiaða í Bandaríkjun- um. Fjölmiðlar áttu viðtöl við nokkra af helstu ráðamönnum i rikissfjórn Bush um helgina. John Sununu, skrifstofusfjóri forset- ans, gaf i skyn að kosningaloforð Bu ,h um engar skattahækkan- ir yrði e.t.v. ekki efnt að fullu; aðstæður gætu breyst og enginn gæti spáð fyrir um stöðu efnahagsmála eftir Qögur eða átta ár. Richard Thornburgh dómsmálaráðherra lagði áherslu á það að stjóm Bush myndi gera sitt til að vinna bug á kynþáttamisrétti en Reagan-stjórnin hlaut ámæli blökkumannaleiðtoga fyrir skiln- ingsleysi i þeim efiium. Tékkóslóvakía; Skora á ráðamenn til sjónvarpskappræðna Prag. Reuter. Tékknesku samtökin Mannréttindi '77 skomðu i gær á kommúniska ráðamenn i landinu að mæta til kappræðna i sjónvarpi og kröfðust um leið afsagnar þeirra embættismanna, sem borið hefðu ábyrgð á aðgerðum lögreglunnar í sfðustu. Þá vora rúmlega 800 manns hand- teknir fyrir að mótmæla stjómarfarinu í landinu. „Við erum tilbúnir til að taka þátt í sjónvarpsviðræðum ásamt fulltrú- um stjómvalda," sagði í yfírlýsingu mannréttindasamtakanna, sem send var ríkisstjóminni og þinginu. Kom þar fram, að samtökin vildu taka þátt í að lægja öldumar meðal al- mennings, sem sjaldan hefðu risið hærra en í síðustu viku þegar lög- reglan handtók rúmlega 800 mót- mælendur og misþyrmdi mörgum. „Án umræðna verður engin lýðræð- isleg þróun, engar framfarir í efna- hags- og þjóðfélagsmálum," sagði í yfírlýsingunni. Tékknesk yfírvöld hafa hvað eftir annað neitað að ræða við fulltrúa mannréttindasamtakanna og ekki er talið líklegt, að af því verði nú. Sovétmenn yfírgefa Afganistan; Astandið gerist æ hörmulegra í Kabúl „VIÐ ráðleggjum þér að yfirgefa Afganistan tafarlaust á meðan enn er hægt að komast héðan með áætlunarflugi," segir í bréfi breska sendiráðsins í Kabúl til 64 Norður-Evrópubúa og Astrala f borginni. Ástandið f landinu, einkum i höfúðborginni, gerist æ viðsjárverðara. Af þeim sökum hefúr allt þýskt starfsfólk vestur-þýska sendiráðsins i Kabúl verið kallað heim og alþjóðlegar þjálparstofiianir hafa mælst til hins sama af sinu starfsfólki. Höfúðborgin, helsta vigi leppstjóraar Sovétmanna, er umsetin skæruliðum og þar er mikill skortur á matvæl- um og öðrum nauðsynjum. Þar á bætast miklir vetrarkuldar. Mo- hammed Hakim, borgarstjóri Kabúl, segir að ástandið hafi aldrei verið jafii hörmulegt í borginni. Sovésk yfirvöld hafa heitið þvi að standa við samninga um að brottflutningi sovéska hersins frá Afgan- istan verði lokið 16. febrúar „nema ástandið versni til muna,“ eins og Viktor Karpov, aðstoðarutanrikisráðherra í Sovétríkjunum, orðar það. „Arla morguns þegar snæviþaktir tindar við sjónarrönd kasta af sér næturhulunni og dagsbirtan fikrar sig niður í dalinn líkist umsátrið helst slæmum draumförum," skrifar fréttaritari vestur-þýska vikublaðs- ins Der Spiegel frá Afganistan. Klukkan sex berst tilbreytingarlaus rödd bænakallarans um Kabúlborg. Úr hátölurum hins opinbera hljómar danstónlist og fregnir af „sigrum á vígstöðvunum“. Skyndilega hefst skothríðin og heyra má rúður brotna. Hjörtu mannanna sem þraukað hafa í níu löng ár slá ekki lengur örar. Frá morgni til kvölds veijast 35.000 afganskir stjómarhermenn 40.000 umsátursmönnum. Einn lærdóm hefur stjómarherinn dregið af stríðinu: Hver skæruliði er tuttugu manna maki. í upphafí hétu þeir á opinberu máli einfaldlega „stigamenn", síðan „vopnaðir öfgamenn" og um þessar mundir á tímum „þjóðarsáttarinnar" kallast þeir „stjómarandstæðingar". Sjálfir nefna þeir sig „mudsjahidín", hermenn hins heilaga stríðs. Þeir bfða síns vitjunartíma, 15. febúar, þegar sovéski herinn verður á brott. Þá hefst innreiðin í Kabúl og nýtt skeið í sögu Afganistans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.