Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚÁR 1989 VONSKUVEÐUR UM ALLT LAND Þorlákshöfii: Ófærð og mnflúensa truflar skólahald Þorlákshöfh AÐFARANÓTT sunnudags gerði hér töluverða ofankomu og þar sem vindur var mikill dró fljót- lega í skafla. Þegar komið var út um morguninn komust færri leiðar sinnar en vildu. Aðeins þeir, sem eiga góða jeppa kom- ust áfram. Þeir létu þetta draumaveður jeppaeigandans sér ekki úr greipum ganga frek- ar en eigendur fjórhjóla og vél- sleða sem þeystu fram og aftur um þorpið. Herjólfur komst ekki frá Vest- mannaeyjum sökum veðurs og rútu- ferði féllu niður þar til Þrengslaveg- ur hafði verið opnaður um kvöld- matarleytið. Stór' hópur bama fór á sundmót í Borgamesi og var fyrirhugað að koma heim á sunnudag en ákveðið var að fresta heimferð til kvöldsins og vom öll bömin nema eitt komin til síns heima undir miðnætti en sökum inflúensu sem er farin að stinga sér hér niður varð að skilja það eftir í Borgamesi. Skólahald fór vemlega úr skorð- um sökum ófærðar og ekki síður vegna innflúensunnar sem hefur nú lagt um 30% nemenda í rúmið og einnig allmarga kennara þó þeir hafi verið sprautaðir. JHS Morgunblaðið/Magnús Gíslason Um 30 ferðalangar gistu í Staðarskála aðfaranótt mánudags, eftir að skollin var á stórhrið og Holtavörðuheiðin hafði lokast. Þessi mynd var tekin heima á hlaði og þar virðast erfiðleikamir hafa verið ærnir. Borgarfjörður: Komust í sterðfræði- prófín á réttum tíma Norðurleiðarrúta tepptist í 6 tíma við Fornahvamm Borgarnesi. í BORGARFIRÐI stóð óveðrið frá því snemma morguns á sunnu- dag og fram eftir degi. Um tíma urðu allar götur ófærar, sem er sjaldgæft. Félagar úr Björgunarsveitinni Brák og lögreglu- menn voru að störfum við að aðstoða fólk sem lent hafði í vand- ræðum í ófærðinni eða þurfti að komast til og frá vinnu. Þá fóru björgunarsveitarmenn upp að Gufá til að aðstoða háskóla- nema sem þar voru i sumarbústað að lesa undir próf og með lækni úr Borgarnesi í sjúkravitjun. Háskólanemarnir komust suð- ur um nóttina og náðu í stærðfræðiprófið á réttum tíma í gær- morgun. Norðurleiðarrúta lenti i aftakaveðri við Fornahvamm og varð fólkið að bíða þar í rútunni í 6 klukkutíma. Akranes: Dlfeert var um bæinn á tímabili Akranesi. SLÆMT VEÐUR var á Akranesi á sunnudag og má segja að um- ferð bifreiða hafi að mestu stöðv- ast í efri hverfum bæjarins. Fram eftir degi var mikið hvass- viðri og skóf snóinn í skafla og fest- ust bifreiðir víða í bænum. Reynt var að hala götum opnum, en á tímabili var það ekki hægt. Þegar líða tók á daginn gekk veðrið niður og var orðið skaplegt undir kvöld. Þegar hlýnaði í veðri kom mikil hláka og er víða vatnsflaumur á götum bæjarins. Ekki er vitað til að nokkur slys hafi orðið á fólki í veðrinu og engar skemmdir á hús- eignum. - JG Lítinn snjó setti niður á þjóðveg- inn til suðurs frá Borgamesi og var til dæmis nær auður vegur frá Borgamesi út á Akranes. Ófært varð þó fljótlega til Reylqavíkur og sneri Borgamesrútan, sem var á suðurleiðj við í Hvalfírði um hádeg- isbilið. Aætlunarbifreið frá Sæ- mundi braust suður um kvöldið og í kjölfarið fóru þrjár rútur með um 80 unglinga frá Reykjavík og Suð- urlandi, sem um helgina voru að keppa á nýjárssundmóti Skalla- gríms. Um 20 keppendur frá Hvammstanga komust þó hvergi og gistu í Borgamesi. Félagar úr Björgunarsveitinni Heiðari voru á ferðinni á snjóbíl sveitarinnar til aðstoðar ferðafólki í Norðurárdal. Ökumaður snjóbfls- ins, Gísli Þorsteinsson bóndi á Hvassafelli, sagði í gær að bfll fólks- ins hefði farið útaf fyrir framan bæinn Hreimsstaði. Fjórir voru í bflnum og voru þeir fluttir í Hreða- vatnsskála. Gísli sagði að fólkið hefði þurft að bíða í bflnum í nokkra klukkutíma en liðið vel. Komst ekki út úr rútunniíBtíma í Norðurárdalnum tepptust tvær rútur frá Norðurleið síðdegis. Önn- ur var á suðurleið með rúmlega 40 manns og stöðvaðist hún við Foma- hvamm. Hin var á leið norður með 15 manns og komst hún að Hreða- vatnsskála en var snúið þar við. „Ég lagði af stað klukkan hálf tíu á sunnudagsmorgun frá Akur- eyri og gekk ferðin vel í Staðar- skála, þar var ég á sumartíma,“ sagði Óskar Stefánsson bflstjóri Norðurleiðarrútunnar. „Þaðan fór ég klukkan 14 og komst með góðu móti suður fyrir Holtavörðuheiði en þar lentum við í aftakaveðri niður undir þar sem Fomihvammur var. Þar biðum við í 6 klukkústundur en þá komu þeir frá vegagerðinni I Borgamesi og stungu í gegn fyrir okkur og við vorum komin til Reykjavíkur um kl. 3 um nóttina. Fólkið var að vonum orðið óró- legt eftir að hafa setið í bflnum án þess að komast út allt frá því lagt var upp frá Staðarskála klukkan 14 eða í rúmar 8 klukkustundir. Sumir höfðu eitthvað lítilsháttar með sér til að maula en fólk var hrætt við að drekka mikið því eng- inn komst út. í Hreðavatnsskála var tekið vel á móti okkur og þar fengum við að borða," sagði Óskar. - TKÞ Neskaupstaður: Mýrdalur: Fljótt skipast veður í lofti Litla Hvammi, Mýrdal. MIKIÐ indæÚs veður var hér síðastliðinn laugardag þegar Víkurbú- ar Qölmenntu á Þorrablót. En fljótt skipast veður í loflti og um það bil þegar flestir voru komnir heim til sín aðfaranótt sunnudagsins, að visu seint, skall hér á með miklum byl er gjörsamlega hindraði menn til nokkurra ferðalaga. Lokaðist vegurinn nálægt Vík en mun annarsstaðar hafa verið mikið til auður en sökum þess hve úrkoman var mikil og veðurhæð, sást engan veginn til að halda réttum vegi. Þrátt fyrir mikla veðurhæð er ekki vitað til að tjón hafi orðið á mannvirkjum, Vegagerð ríkisins opnaði síðan aðalleiðina í gærmorgun og mun vart hafa tekið nema tvær klukku- stundir að stinga braut í gegn, þann- ig að hægt var að hleypa á umferð. Skólar voru lokaðir í gær en í Víkurskóla átti skólastarfíð þessa viku að tengjast listum og var fyrir- hugað að fá kennslukraft að. Sú áætlun hefur öll farið úr skorðum, fyrst og fremst vegna veðurs og sagði Halldór Óskarsson skólastjóri, að þeir yrðu að stokka upp á nýtt. Kolbrún Hjörleifsdóttir skólastjóri Ketilsstaðarskóla, sagði þar enga kennslu í gær og væri það fyrst og fremst um að kenna innflúensufar- aldi er heijaði á kennara og nemend- ur en hann væri þó í rénun. Sigþór Gerði smá hríðargusu Neskaupstað. SMÁ hríðargusu gerði hér á sunnudag. Nú er hér svolítill snjór, ekki mikill og allt fært innanbæjar. Oddsskarðið varð ófært og var ekki rutt f gær en vegurinn um Fagradal og Fjarðarheiði var opn- aður, svo og vegurinn suðúr með fjörðum. Austflarðaleið ætlaði að fara yfír Oddsskarð síðdegis í gær. Þeir eru með snjóbíl til að hjálpa rútunni yfir ef á þarf að halda, annaðhvort með því að ýta snjónum frá eða draga rútuna. Ófært um Strandir: Mikiðólagá síma veldur öryggisleysi Laugarhóli, Bjarnarfírði. AUSTLÆGT vonskuveður hefur verið hér um slóðir flrá því fyrir helgi og ófærð á öllum vegum. Á föstudag tókst með herkjum að koma börnum heim í Bjarnar- firði, bæði frá Klúkuskóla og frá skólanum á Hólmavík, en ekki var viðlit að koma þeim í skólana aftur á sunnudag og mánudags- morgun. Stóð þetta fárviðri alla helgina og reyndi ekki nokkur maður að fara á milli bæja. Á hádegi í gær hafði veðrinu slot- að í bili og átti að reyna að koma bömum að minnsta kosti í Klúku- skóla en þar er góð heimavist. Ófært er um allar Strandir og Steingrímsfjarðarheiði en vegimjr verðá opnaðir í dag. Vegurinn í Bjamarfjörð og Drangsnes verður þó ekki opnaður fyrr en á morgun, miðvikudag. Amarflug áætlaði flug á Hólmavík síðdegis í gær og er það áætlunar- dagur flugsins. Einnig flugu þeir síðastliðinn fímmtudag svo hjá þeim hefur ekki fallið niður áætlun. Aætl- unarbifreið frá Guðmundi Jónassyni komst ekki nema á Hólmavík á föstu- daginn, en landpósturinn flutti vörur og póst sem með henni var áfram í Bjamarfjörð og Drangsnes. Var það síðasta ferðin hér um eftir að veðrið skall á. Það sem kannski mest hefur háð íbúum hér er að símasamband hefur verið með afbrigðum lélegt allt síðan á jólum. Hefur tímunum saman ekki náðst í neitt númer, jafnvel ekki fengist sónn í síma. Verst hefur gengið að ná sambandi innan 95- svæðisins. Hafí á annað borð fengist sónn hefur frekar náðst til símanúm- era á öðrum svæðum. Hefur þetta valdið fólki þungum áhyggjum, til dæmis ef þyrfti að ná til læknis. Yrði þá að ná í gegn um 02 í slíkum neyðartilvikum. SHÞ Aftakaveður í Miklaholtshreppi: SkríðufóU í Álftafírði Borg’ i Miklaholtshreppi. HELDUR sýndi þorrinn verri hliðar sínar síðastliðinn sunnu- dag. Nokkur snjór var kominn og hvessti all hressilega fyrir hádegið. Aftakaveður, mikill skafrenningur og ofankoma, var fram til klukkan 23. Um morgun- inn var frostið 11—12 stig og fór ekki að minnka fyrr en eftir klukkan 16. Engu farartæki var fært um vegi vegna blindu og stórhríðar. Engar truflanir urðu á rafmagni og ekki er mér kunnugt um að óhöpp hafi orðið. Skólahald í Laugargerðis- skóla féll niður í gær. Þó var reynt að ná í skólann þeim bömum sem eru í heimavist svo kennsla geti hafíst á réttum tíma í dag. I gær var komið bærilegasta veð- ur, frostlaust en mikil hálka alls- staðar. Áætlunarbifreiðin frá Sér- leyfisbifreiðum Helga Péturssonar hf. fór frá Reykjavík í gærmorgun á réttum tíma. Fært er um Kerl- ingaskarð, en Fróðárheiði var ekki mokuð í gær. Þá varð vegurinn um Álftaíjörð ófær vegna skriðufalla en átti að ryðja í gær. Páll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.