Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 15. april 1973. James Arness — „Sjónvarps- maður drsins" í USA ÞAÐ ERU alltaf skiptar skoðanir um, hver sé bezti leikarinn á hverjum tima, einnig i Hollywood. Hins vegar leikur enginn vafi á þvi i hinni föllnu kvikmynda- borg, hver sé hæsti leik- arinn. Sá leikari, er nýtur þess „heiðurs”, nú, er hinn norskættaði James Arness, en hann er rúmlega tveir metrar á hæð. Arness e rþe kktastur i heiminum sem Matt Dillon lögreglustj. i sjón varpsmyndaflokknum „Púðurreykur”, sem talinn er einhver sá lengsti, er gerður hefur verið. Arness var ný- lega kjörinn „maður ársins” af útvarps- og sjónvarpsstöðvum i Hollywood. Þetta er talinn mjög verð- skuldaður heiöur, þar sem Stóri Jim eða Big Jim, eins og Arness er venjulega kallaður, hefur verið mjög þýðingarmikill fyrir banda- riska sjónvarpið, bæði heima og erlendis..,Piiðurreykur” hefur nú gengið i 18 ár, og á siöasta ári var hann meðal vinsælustu þátta i sjónvarpinu. Enginn sjónvarps- þáttur annar hefur notið svo lang- varandi vinsælda. „Púður- reykur” hefur slegið alla „vestra” út, en aðalkeppinautur þessa myndaflokks, hinn fyrrum mjög svo vinsæli „Bonanza” með Lorne Green i aðalhlutverki, er nú fallin stjarna ef svo má segja. „Púðurreykur” gnæfir yfir alla aöra sjónvarpsmyndaflokka, ekki aðeins kúrekamyndir, heldur yfirleitt allar sjónvarpsseriur. Kvikmyndadreifingarfyrir- tækið Viamcom International i Hollywood hefur dreift „Púður- reyk” til nær 50 landa, og alls staðar hefur hann náð feiknavin- sældum. Er það ei hvað sizt að þakka James Arness, en hann nýtur þó góðs stuðnings frá með- leikurum sinum „Festus” — * „Ken Curtisog „Kitty — Amanda Blake. Þessi þrjú eru horn- steinar hinna alþjóðlegu vinsælda myndaflokksins. Það eru þau, sem hafa aflað þáttunum slfkra vinsælda. 1 hverri viku bíöa mill- jónir fólks i óþreyju eftir þvi aö sjá þennan hressilega og hug- myndaauðuga þátt. Þvi er haidið fram, að „Púður- reykur” eöa „Gunsmoke” eins og hann heitir á ensku, hafi verið þýddur á fleiri mál en nokkur annar sjónvarpsmyndaflokkur. Ekki hefur það orðið til að minnka vinsældir þessa mynda- flokks, að James Arness var nýlega kjörinn „sjúvarpsmaður ársins”, nema að siöur væri. 1 fyrra hlaut þennan heiður hin unga Sandy Dunan, eða heldur titilinn „sjónvarpskona ársins”. Arið 1969 var það hin fjoruga og fjölhæfa Carol Burnett, en 1970 hlaut titilinn hinn frábæri grinisti Flip Wilson. Af þeim, sem áður hafa hlotið heiðurinn, má nefna Bob Hope, grínistann Dan Row- an, Dick Martin, Surachatra Pur- achtra prinz af Thailandi og Henry Kaiser, bila- og stálkóng- inn. James Arness var hylltur og heiðraður i hinu nýja og glæsilega Century Plaza Hotel 20. marz s.l„ i árlegri veizlu útvarps- og sjón- varpsstöðvanna. Við sama James Arness, norskættaði risinn, sem nýlega var kosinn „sjónvarpsmaður ársins” i Bandarlkjunum. Meö leik sinum i „Gunsmoke” telja forráðamenn sjónvarpsins þar vestra hann hafa gert meira fyrir bandariska sjónvarpið en nokkur annar á sfðustu árum,—og jafna honum við vin hans John Wayne innan kvikmyndanna. tækifæri voru valdar beztu út- varps- og sjónvarpsauglýsing- arnar frá 42 löndum, þar sem þátttakendur voru alls 3.200. —Við völdum James Arness ekki aðeins vegna þess, hve sér- lega vel hann er liöinn af öllum heldur fyrst og fremst vegna þess, hve nafn hans hefur haft mikið að segja fyrir bandariskt sjónvarp, — ekki sizt erlendis. Hann hefur átt mestan þátt i að afla bandarisku sjónvarpsefni vinsælda á erlendri grund. Hann hefur álika mikið að segja fyrir bandariskt sjónvarp og vinur hans John Wayne hefur haft fyrir bandariskar kvikmyndir. Þetta eru orð forstjóra útvarps- og sjónvarpsfélagsins i Holly- wood, John J. McMahorns. En hvað hefur Arness sjálfur um sinn nýhlotna heiður að segja: — Ég er að sjálfsögðu bæði glaður og stoltur yfir þessum heiðri. Það er alltaf notalegt, þegar starf manns er viðurkennt. Og tvöfalda ánægju vekur það, er viðurkenningin kemur frá fólki, sem vit hefur á þessum hlutum. Ég hef oft verið spurður að þvi, hvort ég sé ekki orðinn þreyttur á þvi að leika i þessum þáttum. Það er ég alls ekki. Ef svo væri, myndi ég hætta þegar i stað, þvi að það væri ekki sanngjarnt gagnvart áhorfendum að leika hlutverk, sem manni geðjaðist ekki að. Það væri óheiðarlegt, eiginlega hrein svik. Ein af ástæðum þess, að ég er ekki orðinn þreyttur á „Gunsmoke” er, að þættirnir færa mér tilbreytingu. Það er aldrei það sama á ferðinni viku eftir viku, ár eftir ár. önnur ástæða fyrir þvi, að þættirnir halda áhuga okkar allra, sem leikum i þeim, enn óskiptum, — og til allrar hamingju einnig áhuga áhorfendanna, er sú, að flest atriðin I myndinni eru svi mannleg. Það er „hjarta oj húmor” i flestöllum þáttunum, o| það er nokkuð, sem báðum likar — okkur og áhorfendum. — Ég vil einnig bæta þvi við, ai það hefur alla tlð rikt sérlega gói samvinna milli okkar i „stúdi óinu”. Það gerir starfii auðveldara. Við erum öll góðii vinir, — og til allrar hamingji þekkist ekki meðal okkar litilfjör leg öfundsýki af nokkru tagi Samband okkar er sem sagt i alk staði mjög gott, og það er afai mikilvægt i hvaða starfi sem er — og þá ekki sizt „show-bisnissnum ”. Þetta segir maður ársins i sjón varpsiðnaðinum þar vestra James Arness. Og I lokin biðui hann innilega að heilsa frændurr sinum og vinum i föðurlandinr fagra, Noregi. (Þýtt/endursagt—Stp Gömlu húsin kveðja VS-Reykjavik. Þetta gamla hús, sem nú er verið að rifa, er fyrsta aðsetur Landsmiðjunnar i Reykjavik. Hún hefur verið þar siðan 1930, þótt að visu hafi hús- rými hennar aukizt til mikilla muna á þvi timabili. Á undan Landsmiðjunni var Vegagerð rikisins með sina starf- semi innan þessara veggja, en á undan henni var þar lands’sjóðs- verkstæðið, sem meðal annars annaðist brúarsmiði. Enn voru þar fleiri aðilar til húsa. Uppi i kvistinum, sem nú er verið að rifa.hafði Lansimi Islands vöru- geymslu um árabii. Húsið var talið ónýtt, og þvi verður það n nú rifið, en lægra húsið við enda þess fær að standa enn um sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.