Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 15. april 1973. TÍMINN 15 „MONA LISA” var máluö I byrjun 16. aldar og hangir I dag á Louvre-safninu i Parls. stúlku, Francesca Lanfredini. Hann vonaðist eftir mörgum börnum, en þessi stúlka var engu frjósamari en sú fyrri. Leonardo var 13 ára um það leyti, er hann eignaðist aðra stjúpmóður sina. Hún var litt eldri en hann, og aldursina. Hún var litt eldri en hann, og aldursins vegna gátu þau hæglega verið leikfélagar. Og þá varð Piero ekkill öðru sinni, en gafst þó ekki upp. Þriðja konan hét Margherita Lanfredini, og hún varð loks til að fæða Piero skilgetnu börnin. En þvi miður lézt þessi kona einnig fyrur aldur fram. Ekki missti Piero kjarkinn, en giftist þeirri fjórðu, — Lucrezia Cortigiani. Hún var ung og fögur eins og hinar fyrri, — raunar helmingi yngri en eigin- maöurinn. Hún var börnum Margherita góð móðir, og fæddi hinum óþreytandi eiginmanni auk þess mörg börn, svo að hann átti að lokum alls tiu, — átta drengi og tvær stúlkur. Ekki í fótspor föðurins! Piero hafði ágætasta Leonardo sem miðaldra maöur. verzlunarvit og græddi mikið á fasteignasölu. Árið 1469 flutti hann með fjölskyldu sina til Flórens, þar sem hann hlaut hið tekjumikla, opinbera starf sem ritari bæjarstjórnarinnar (Sig- noria). Hann hafði óskaö þess, að Leonardo fylrdi i fótspor hans, en frumburðurinn var stolt hans, enda þótt hann væri óskilgetinn. Hann gerði aldrei upp á milli Leonardos og hinna skilgetnu barna sinna. En áætlanir drengs- ins voru á allt annan veg. Hann vildi verða listamaður. Piero aftraöi honum ekki frá þvi, en kom honum i vinnu á verkstæöi málarans og myndhöggvarans Andrea del Verrocchios i Flórens. Þannig kom það til, aö Leonardo fór úr föðurhúsum sautján ára gamall og flutti til sins fyrsta lærimeistara. Piero greiddi Verrocchio fyrir fæöi og húsnæði drengsins. Skrifarinn frá Vinci var þvi i rauninni sá fyrsti, sem trúði á listhæfileika hins unga manns, enda þótt hann óraði ekki fyrir þvi, að hann ætti eftir aö verða heimsfrægur. Þrátt fyrir þetta er ekki liklegt, að Leonardo hafi borið mikla ást til föður sins. Eflaust herfur hann ekki getað fyrirgefið honum, hvernig honum fórst við móður hans. Auk þess voru feðgarnir gjörólikir að skapgerð. Leonardo fyrirleit föður sinn bæði fyrir græðgi hans við matarborðið og hinar stöðugu „kvennaveiðar” hans. Sjálfur varö Leonardo jurtaæta, — og mjög hlédrægur gagnvart konum. Peninga, sem Piero haföi svo mikið dálæti á, fyrirleit Leonardo einnig, þannig að hann var oft i fjárhagsörðugleikum, jafnvel eft- ir að hann var orðinn viðkunnyr listamaður, eftirsóttur af furst- um, konungum og páfum. Dauða föður sins nefnir hann einungis með nokkrum orðum i dagbókarblöðum sinun 1504, en hann lætdr i ljós mikla ást á móð- ur sinni, enda þótt hann kallaði hana alla tið Caterina. Sumarið 1493 hlýtur eitthvað að hafa hent Caterina, annað hvort dauði manns hennar, eða að hann hafi yfirgefið hana.. 1 öllu falli bað Leonardo hana sp koma og búa hjá sér i. Milanó, þar sem hann var þá vástörf við hirð Ludovico Moro. Að lokum höfðu móðir og sonur náð saman. En þau voru ekki lengi samvistum, þvi aö Caterina lézt einu eða tveim ár- um siðar. Veitti Leonardo henni veglega greftrun. Alla tið hafði hann stööugt sam- band við fjölskyldu fööur sins og hafði sérlega náið samband við ekkjuna Lucreziait 1 bréfi einu skrifar hann raunar: „Min ást- kæra eftirlætismóðir.....’’ Var hann ef til vilí ástfanginn af henni? En eina konan, sem vitað er, að Hér sýnir Lcroy Lconardo sem gamian mann. ófölsuö teikningin af meistaranum sýnir, að tekizt hefur vel upp meö gervið á leikaranum Leonardo hafði áhuga á og ef til vill elskaði, var Cecilia Gallerani, en hún var ástkona Ludovico Moros. Hann málaði af henni andlitsmynd, en þar eð i hann var i þjónustu hertogans, gat ekki orðið af neinu á milli þeirra. Ludovico rak hana raunar frá sér siðar og giftist Beatrice d’Este. Hann lézt í eymd Eins og kunnugt er, fékkst Leonardo ekki aðeins við að mála. Hann var einnig mynd- höggvari, arkitek, ljóðskáld, tón- listarmaður, heimspekingur og visindamaður. Þar að auki náði hann lengra en nokkur samtima- maður hans i eðlisfræði, efna- fræði, liffærafræði, stjörnufræði og verktækni. Eftir að hafa starfað við hirðina i Milano i 17 ár, kom hann aftur heim til Flórens árið 1499. Steinna starfaði hann aftur i Milano og þvi næst i Róm. Meðal þekktustu málverka Leonardos eru „Næturheimur”, sem hann málði i lok 15. aldar og er i klausturskirkju Milano, Santa Maria della Grazie, og „Mona Lisa”,er hann málaði á fyrstu ár- um 16. aldar. Þá mynd vildi hann ekki láta frá sér og tók hana með sér til Frakklands, þar sem hún hangir nú i Louvre-safninu i Paris ásamt myndum hans „Madonna i hellinum”og „Tilbeiösla konung- anna”,sem ekki er fullgerð. Sagt er, að sjálfur Rafael hafi grátið, er hann leit „Mona Lisa”augum fyrsta sinni. Af höggmyndum Leonardos finnst ekki i dag annað en mikill fjöldi skissa og uppkasta, en þær bera ótvirætt vitni um snilldar- legan tjáningarmáta listamanns- ins. Bæði i Róm og Flórens varð Leonardo oft að þola mikil von- brigði. I Róm starfaöi hann fyrir Leo páfa X.,sem fyrir áhrif ann- arra listamanna var ekki til- leiðanlegur til að viöurkenna hann. Þess vegna tók Leonardo boði Frakkakonungs, Frans I.,að búa i höllinni Cloux, i grennd viö Amboise i Mið-Frakklandi. Hann tók aðeins meö eina manneksju, vin sinn Francesco Melzi, sem varð erfingi hans. Leonardo létzt 2. mai 1519.Þekkt- ir listsögufræðingar hafa skrifað, að hann lafi látizt i örmum Frans I., sem verið hefði i Cloux i heim- sókn. En þetta fær bara ekki stað- izt, þar sem vitaö er, að Philippe Leroy er sagöur túlka Leonardo Ijómandi vel, gera hann raun- ar ódauölegan. Hér sjáum viö hann I gervi Leonardos sem ungs manns. konungurinn var á allt öðrum stað þennan dag. Þvi miður kunnu afkomendur Melzis ekki að meta þann fjár- sjóð, sem þeir höfðu erft, rétti- lega, þannig að mikið magn af handritum og teikningum hefur glatazt. En mikið af þvi hefur þó komið aftur i leitirnar, og nú höf- um við sem sé gert mynd um listamanninn, lýkur stjórnandinn Castellani máli sinu. Hann hefur hreint og beint töfrað mig. Þaö er eins og að hafa tekið vimulyf. — Mánuð eftir mánuð endurtók Castellani fyrir mér: „Þú þarft ekki aö tala. Augu þin, augnaráð þitt og allt þitt fas á að segja: Ég er Leonardo.” — Þess vegna tal- aði ég litið, en þvi meir núna. — Hafið þér á tilfinningunni, aö þetta kunni að hafa hættuleg áhrif? Philippe Leroy — maöur- inn, sem gert hefur Leonardo ódauðlegan í viðtali sagði franski leikarinn Philippe Leroy m.a., eftir að töku þáttanna fimm var nýlokiö: — Mér finnst ég enn vera Leonardo. — Mjög hættuleg. Persónu- leikaklofnun skeöur jú oft. Geð- veikrahæli eru full af fólki, sem stendur i þeirri meiningu, að þaö sé Nelson aömiráll, Napoleon Bonaparte og aðrir slikir menn. Ég hef a.m.k. á tilfinningunni, að ég kynni að enda á sama veg. Er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.