Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 23
Sunnudagur 15. april 1973. TtMINN 23 Á ÍSLANDI er loftið tært og hreint, viðlika og hiö opinbera siöferði. Þeir, sem gist hafa Kaupmannahöfn og Stokkhóim, leita árangursiaust að klám- auglýsingum gróðabraskara i Reykjavikurblöðunum og þar eru engar sýningar i veitingahúsum né kiámbiöð i tóbaksverzlunum. Aldan er ekki hnigin í Reykjavik — hún hefur ekki náð þangað. Fólk talar ekki mikið um kyn- feröismál á íslandi. Okkur er tjáð, að það sé ekki einu sinni kynferðisfræðsla i skólunum. En hvort það er dyggðanna vegna — það veit ég ekki. En ætli það sé af þessari hlédrægni, að unga fólkið á tslandi er alveg tryllt og hömlu- laust i kynferðismálum? Á veturna er Reykjavik dauð borg. Dagarnir eru gráir og dapurlegir. Byljirnir laða fólk ekki út á göturnar. I kvikmynda- húsunum eru sýndar gamlar, bandariskar myndir úr villta vestrinu og veitingastaðir, þar sem fást hamborgarar og veikt öl, loka klukkan tiu. Allir eru i frökkum og kápum. bað er eins og þetta fólk sé inni- lukt og erfitt að komast i námunda við það. Eiginlega sýn- ist þetta mannlaus borg. Fólk virðist hafast við heima. Þetta gildir fimm daga vikunn- ar. Um helgar er Reykjavik svo gerbreytt, að maður veit varla, hvaðan á sig stendur veðrið. Við komum á Keflavikurflug- völl á föstudagskvöldi og fórum þaðan með stórri bifreið fjörtiu og fimm minútna leið til Reykjavik- ur. Það er stormur, svo að segja rok. Mælirinn er nálægt frost- marki, og það ýrir snjó úr lofti. Þetta er ekki neitt útivistarveður. Við höfðum hugsað okkur að hvila okkur fyrsta kvöldið. Fá góðan mat i matsal Loftleiða og sofna timanlega. En þetta fór á annan veg. Við vissum það undir eins, þegar við þrengdum okkur inn i matsalinn og reyndum að fá borð. Klukkan um tiu að kvöldi — og það höfðu áreinalega fimm þúsund áfengisskammtar verið réttir yfir barborðin siðustu tvær klukkustundirnar. Það var sjón að sjá gestina. Seytján og átján ára gamlar telp- ur æddu milli borðanna. Eitt glas voru þær með i hendinni, fimm eða sex höfðu þær þegar tæmt. Ein telpan setti frá sér glasið, svo að hún gæti lagzt á borð og kysst strák, sem sat úti við vegginn. önnur gekk að pilti og þreif i hár- ið á honum — meiningin var, að hún vildi dansa við hann. Augun voru orðin rök af drykkju, — það duldist samt ekki, hvað bak við þau bjó. Það er viðkunnalegur bar á Hótel Loftleiðum. Venjulega fá gestirnir sér þar kvöldhressingu. Nú óð þar á súðum. Nokkrir strákar ruku til og reistu upp stúlku, sem hnigið hafði niður við afgreiðsluborðið, og siðan var hún studd fram á ganginn i átt að útgöngudyrum. Einn þeirra hjálparmannanna nuddaöi á henni brjóstin. Hún hló — virtist heldur lifna við. Og svo hló hún að fólkinu, sem stóð i ganginum — sjö eða átta pörum, sem virtust limd upp við veggina. Pörin kysstust, þreifuðu hvort á öðru og drukku brennivin. Eftir tiu minútur úti i tuttugu og fimm sekúndumetra vindi var hún komin aftur inn á barinn. Tilbúin að svelgja meira I sig. ÞANNIG ERUM VIÐ KYNNT í FJÖLLESNUM TÍMARIT- UM ERLENDIS Stúlka, sem ekki kunni ensku, reyndi að laða til sin bandarlskan ferðamann. Hún pataði og baöaði út öngunum, og hann bauð henni i staupinu og fór með hana út á dansgólfiö. Þegar þau komu til baka, hafði önnur stúlka tæmt glasið. Hann bað um nýjan skammt. Stúlkan reyndi að gera sig skiljanlega, og loks komst hann til botns i bendingamálinu. Bandarikjamaðurinn leit á klukk- una: Hálf-ellefu. Siðan geröi hann stúlkunni skiljanlegt með handapati, að hann vildi fá hana með sér upp i herbergi sitt. Einmitt nú, þvi að seinna gat starfsfólk gistihússins farið að skipta sér af ferðum þeirra. Stúlkan tæmdi aldrei seinna glasið. Parið flýtti sér út. Hún beið við lyftuna á meðan fylgdar- Þetta eru ósköp þægilegar og vikaliprar stúlkur, segir sá, sem greinina skrifaði I Lektyr. maðurinn hennar náði i her- bergislykilinn. Annar Svii, sem nýlega hafði verið á fslandi, sagði frá þvi, hvernig föstudeginum lyktaði hjá honum. Hann hafði matazt, og svo fór hann inn á barinn. Þar drakk hann tvö eða þrjú staup, áður en athygli hans beindist að ungri og snoturri stúlku við hinn enda borðsins. Þau horfðu hvort á annað og hann fór til hennar og bauð henni upp. Hljómsveitin hafði leikið tvö lög, þegar stúlkan spurði: — Býrðu hérna? Sviinn játti þvi. En honum brá i meira lagi i brún, þegar stúlkan á aðgizka seytján ára, spurði hvort þau ættu ekki að fara upp i her- bergi hans og drekka þar. — Það er ódýrara heldur en á barnum, sagði hún. A laugardagsmorguninn hafði hann ekki áttað sig á þvi, að mað- ur skyldi fyrirhafnarlaust vera kominn upp i rúm með seytján ára stúlku einni klukkustund eftir að hafa stigið fæti sinum á grund óþekkts lands. En hann var fús til þess að staðfesta, að það væri ekki nein lygi, sem honum hafði borizt til eyrna um kvenfólkið islenzka. Þetta mikilfenglega skemmtanalif er bundið við fáa staði i Reykjavik. Auk Hótel Loft- leiða eru þar aðeins tvö gistihús. Og alls staðar er drukkið af mikilli áfergju á milli klukkan átta og eitt eða tvö á nóttunni. Eftir tvö á nóttunni taka byljirnir eða leigubilarnir við. Sólarhring seinna komum við á Hótel Sögu, sem er miðsvæðis i Reykjavik. Við komum snemma, og fólk var ekki komið i kvöid- skap. En það flykktist að. Byrjaði á barnum niðri og færði sig svo upp. Klukkan niu skipti fólkið orðið hundruðum. Kvöldið varð harla svipaö og á Hótel Loftleið- um — látlaus áfengisstraumur auðvitað. Sjálft höfuðtorg kvenfólksins er þó þar, sem heitir Klúbburinn. Húsið er likast pappirsgeymslu, þriggja hæða. Eigi maður yfir- leitt að komast inn, verður að fara um bakdyrnar. Við aðal- dyrnar stóðu fimmtiu unglingar i einum hnapp i stormi og byl, skjálfandi af kulda i þunnum föt- um. Vodkaflaska var hið eina, sem greyin höfðu til þess að ylja sér á. Við sáum tiu bari i húsinu — næstum þvi einn i hverju horni á öllum hæðum. Kvenfólkið var miklu fjölmennara en karlmenn- irnar — liklega tvöfalt fleiri kon- ur en karlar. Það er afskaplega vandalitið að ná sér i stelpu i Reykjavik. Kannski þarf að kosta dálitlu til af áfengi, þvi að bæði karlar og konur drekka eins og svampar. I Klúbbnum og sérhverjum veitingastað öðrum i Reykjavik, gengur maður að þeim, sem mað- ur vill komast i tæri við, og byrjar að tala. Tizkuklæðnaður er óþarf- ur, og ekki þarf heldur að kosta til neinum ósköpum af peningum. Ekki er heldur nein nauðsyn að kunna að dansa. Bara að láta eins og ekkert sé. Ferðin úr Klúbbnum á Hótel Loftleiðir varð söguleg. Hundruð manna biðu úti i rokinu eftir leigubilum og einkabilum. Ómögulegt að komast burt. Ég reyndi að ginna til min bilstjóra með fáeinum tiu króna seðlum sænskum, en það stoðaði ekki. Þrjár stúlkur i fólksvagni vor- kenndu okkur aftur á móti. Þær hrópuðu til okkar og spurðu, hvort við vildum koma. Við klöngruðumst inn i aftur- sætið. Þegar stúlkan við stýrið setti bilinn i gang, sneri önnur sér að okkur. Hún var afskaplega uppdubbuð. A hæpinni ensku spurði hún, hvortég bragöaði það aldrei, og um leið rétti hún mér Smirnoff, sem hún hafði haft hjá sér á gólfinu. Ég þakkaði, tók við flöskunni og skilaði henni aftur. Siðan saup hún rösklega á sjálf, áður en hún lét flöskuna á gólfið. Úr þessi varð ferð heim á Hótel Loftleiðir, feikilegur söngur og Smirnoff-drykkja. Svo mörg eru þau orð. Vel má vera, að það hafi borið fyrir blaðamanninn, Tom Svensson, er hann segir frá, og er það þá áminning til fullra tslendinga, karla sem kvenna, sem virðast hafa rika og næstum sjúklega til- hneigingu til þess að kássast upp á útlendinga. Ekki er frásögnin okkar til sérlegs sóma, og illvilji er eða heimska, — nema hvort tveggja sé, að stimpla heila þjóð eftir skamvinn kynni. JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta, einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville í alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Jl! JÖNLOF TSSONHf" Hringbraut 121 . Sími 10-600 HJ|I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.