Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 15. april 1973. Forseti Mexikó, senor Louis Echeverria, og kona hans senora de Echeverria komu ný- lega til London. Þá tók Elizabet drottning á móti þeim eins og venja er, þegar háttsettir gestir sækja heim riki hennar. Hér er forsetinn og kona hans i Wind- sor-kastala, þar sem drottning og maöur hennar, hertoginn af Edinborg fögnuðu þeim mjög vel. Berfætt í rigningu Kannski myndir þú fyllast með- aumkunar, ef þú sæir litinn dreng, eða litla stúlku ganga berfætta i skólann i rigningu. En samkvæmt þvi, sem Harold Wildbore, starfsmaður skólayfirvaldanna i Birming- ham segir. ættir þú heldur að gleðjast yfir þvi, að börnin skuli eiga svona viðsýna foreldra. — Ég er þvi mjög hlynntur,að börn fari gangandi, berfætt, i skólann á rigningardögum, segir Wildbore, en þau verða að þurrka vel á sér fæturna áður en þau fara aftur i sokka og skó, þegar i6kólann kemur. Það er alls ekki skaðlegt að ganga um skólaus, heldur Wildbore áfram. Það er alrangt, að fætur þurfi á einhverjum stuðningi að halda frá skónum. — Það er mjöghressandi aðganga um ber- fættur i rigningu segir þessi undarlegi maður að lokum, og eitt er vist, að þetta ráð hans er ekki hægt að nota hvar sem er i heiminum. I Englandi þurfa börn sennilega ekki að ganga á malargötum, eða eftir moldar- flögum á leið i skólann, og þótt slikt geti verið hollt lika, þótt ekki vitum við það fyrir vist, þá er eitt vist, að það væri ekki hægt að láta sér nægja að þurrka á sér fæturna , þegar i skólánn kæmi. Það yrði hver maður að fara i heilmikið fóta- bað, til þess að forsvaranlegt væri að klæða sig i sokka eða skó. Fylgir tízkunni Þegar Charles MacArthur langar að lyfta sér upp fer hann i loftbelginn sinn. En hann fer aldrei i loftbelgsferðalag án þess að vera i kjól og hvitt og með harðan pipuhatt. MacArthur, sem á prentsmiðju i Tollend i Connecticut i Banda- 6 í « í DENNI DÆMALAUSI Og ég sem hélt, að ég væri sólargeislinn þinn. Veörið breytist snögglega hér i húsinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.