Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 32

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 15. april 1973. iþrótta, svo þegar hann hafði lok- ið skóla hugðist hann leggja i langa göngu, fyrst um Skotland og England, siðan um Evrópu og e.t.v. siðar um Asiu. En ferðin varð styttri en gert var ráð fyrir i fyrstu. 1 Cloucester hitti hann hóp ungmenna á krá og skemmti sér með þeim um kvöld- ið. En hann varaði sig ekki á þvi, að hann var óvanur drykkju. Hann varð fullur, ofsalega fullur. Þegar hann reyndi að komast aft- ur heim i tjaldið sitt, varð hann fyrir járnbrautarlest. ,,Ég veit ekki hvað gerðist”, sagði hann, ,,en ég hef annað hvort stofnað á teinunum, eða lestin hefur komið einmitt i þann mund þegar ég ætl- aði yfir teinana, ég man það ekki.. Ég hefi gleymt öllu frá þessari stundu og til þess er ég vaknaði á sjúkrahúsinu. Einhver fann mig illa á mig kominn og kallaði á lögregluna... Þannig missti ég fæturna, og það er ekki laust við að ég skammist min, þegar ég hugsa til þess, hvernig þetta gerðist. Algjörlega ástæðu- laust og eingöngu mér að kenna, en ég hafði aldrei verið fullur áður.” ,,Það er kaldhæðni örlaganna að það var áfengið, sem bjargaði lífi minu” hélt hann áfram alvarleg- ur á svip. ,,Ég fann ekki til neins þegar slysið átti sér stað, þannig slapp ég við sjokkið. Sjúkrahúss- læknarnir voru ekki trúaðri en það á að ég mundi lifa slysið, að áður en þeir hófu að reyna að bjarga lifi minu, sendu þeir strák eftir lfkbörum til að hafa við hendina, þegar þar að kæmi. Til þess kom, sem betur fer, ekki. Verst þótti mér að biða eftir gervifótunum, sem ég átti að fá. Það liðu rúmir sex mánuðir áður en sár min voru það gróin, að unnt væri að festa nýju limina við stúfana, sem eftir voru af löppum Fætur minir vöndust svo gervi- limunum, að ég fann ekki lengur til, þegar ég notaði þá. Það var á þessari stundu, sem ég hóf að hugsa til fjallgangna. Byrjunin var erfið. Enginn fjallgöngumaður fékkst til að segja mér til. Einn þeirra sagði hreint út: ,,Með gervifótunum þinum geturðu orðið meistari i leggjasparki (það er leikur, þar sem sá vinnur, sem þolir flest spörk i legginn), en ég hefi ekki nokkra trú á, að þú getir orðið fjallgöngumaður.” Flestir voru greinilega á sama máli og hann, en loks fann ég náunga, sem var fús til að kenna mér. Nú er ég viðurkenndur og fáir neita að fara með mér. En ég skil þessa fáu vel. Fjallgöngumaður, sem ekki getur klifrað lengur, verður hin- um þung byrði. Nú hefi ég verið valinn heiðurs- félagi, i klúbb fjallgöngumanna i Wales. Og ég er að semja bók um fjallgöngur, sem nefnist „The Limited Mountaineer’.. Áður en Norman Croucher hóf fjallgöngur, reyndi hann sig i ýmsum öðrum greinum iþrótta. Hann reyndi að spila tennis og fótbolta, en af eðlilegum ástæðum réði hann ekki við hraðann, sem er frumskilyrði fyrir árangri I þessum iþróttagreinum. Þess vegna snéri hann sér að fjall- göngum. Þar réði hann ferðinni sjálfur. ,,Ég þekki minar takmarkan- ir”, sagði hann. — ,,Ég veit að ég kemst aldrei upp á Everest. En ég get haft ánægju af 'þvi að klifra, enda þótt ég verði að sleppa alerfiðustu tindunum og verði að sneiða hjá alerfiðustu leiðunum. Gætni er mér nauðsyn, minnsta ólán eða minnsta slys gæti bundið endi á feril minn sem fjallgöngumaður. Norman starfar sem félagsráð- FJALLGÖNGUMAÐUR MEÐ GERVIFÆTUR ÞRETTAN árum eftir að Norman Croucher hafði misst báða fæt- urna, i „heimskulegu og ónauð- synlegu slysi”, cins og hann orðar það sjálfur, hafði hann sigrazt á bæklun sinni i þcim mæli, að hon- um tókst að klifa eitt af erfiðustu fjöllunum I svissnesku öipunum, risann Eiger. Gegnuin is og snjó, yfir hengjur og hála klettaveggi, tókst honum að ná tindinum eftir hinni erfiðu vesturleið. Aðrir höfðu klifið fjallið á und- an honum, en það sérstaka við þessa ferð var að fjallgöngu- maðurinn, 32 ára að aldri, komst leiðar sinnar á tveimur gervifót- um. Þegar hann hafði náð tindin- um kom hann leiðsögumönnum sinum á óvart, með þvi að segja: „Flýtum okkur niður aftur, áður en dimmir”. Svo í stað þess að halda kyrru fyrir á tindinum um nóttina, eins og áætlað var, brut- ust þeir niður að hótelinu aftur samdægurs. Þá hafði leiðangur- inn staðið frá þvi klukkan þrjú nóttina áður. Fylgzt hafði verið af ákafa með leiðangrinum frá hótelinu, og leiðangursmönnum var fagnað með kampavini þegar þeir komu aftur — leiðsögumenn mínir urðu aðborga brúsann, sagði Croucher brosandi, þvi að þeir höfðu veðjað á að ég gæti þetta ekki. Góður fjallgöngumaður er sjö tima á leiðinni upp Eiger, ég var átta og hálfan. Gervilimir láta nefnilega ekki jafn vel að stjórn og þeir lim- ir, sem móðir náttúra útbýr mann með. Croucher byrjaði ekki á fjall- göngum fyrr en eftir að hann hafði misst báða fæturna, og Eig- er er stærsti sigur hans til þessa. Hann hefur að visu einnig klifið Mont Blanc, sem er hærra, en mun auðveldara viðfangs að hans sögn. — Ég átti I töluverðum erfiðleikum með að fá leiðsögu- menn. Það er bannað að klifra i þessum fjöllum, án fylgdar at- vinnuleiðsögumanna. Allir, sem ég færði þetta i tal við, neituðu mér fylgdar, þegar þeir heyrðu að ég hefði gervifætur, svo ég neyddist til að hagræða sann- leikanum ofurlitið með þvi að segja, að ég ætti í smávægilegum „örðugleikum” með annan fót- inn, þá loksins fékk ég leiðsögu- menn. Þegar við vorum hálfnaðir á leiðinni upp, var ég spurður að þvi í hvorum fætinum „örðug- leikarnir” væru, þeir gátu ekkert athugavert séð. Ég gat ekki ann- að en sagt satt, að ég hefði gervi- fætur. Fyrst i stað var þeim brugðið, en siðan urðu þeir dálitið ergilegir yfir þvi að ég hafði plat- að þá. En svo yppti annar öxlum og sagði: „Fyrst viðerum komnir þetta langt, getum við alveg eins reynt að komast alla leið.” Þetta var þegar ég kleif Mont Blanc, sagði Croucher, þegar ég aftur á móti vildi reyna við Eiger, urðu engin vandræði með leiðsögu- menn, ég hafði þegar sannað að ég gat klifrað. Að sjálfsögðu er svona ferð erfið fyrir bæklaðan mann eins og Croucher, enda sofnaði hann mitt i kampavinsveizlunni, sem haldin var honum til heiðurs, eftir að hann kom niður af tindinum. Það fyrsta sem hann gerði morguninn eftir, var að hringja i konu slna og tilkynna henni gleðitíðindin. Hún hefur verið min stoð og stytta, sagði Croucher. Hann kom til Sviss sex vikum áður enn hann kleif Eiger, i fylgd tveggja vina sinna. Fyrst i stað var veðrið svo slæmt að fjall- ganga kom ekki til greina, og vin- irnir tveir urðu að fara heim aft- ur. En ég hafði bitið i mig, að ég ætlaði að sigra Eiger, sagði Croucher, svo ég beið enn um sinn. Dag einn var veðrið sæmi- legt, sVo við ákváðum að gera til- raun, en urðum, mér til sárra vonbrigöa, aö snúa við á miðri leið þegar veðrið versnaði. Til þess að komast af fjárhagslega, neyddist ég til að fá mér starf á hótelinu sem aðstoðarmaður i uppvaskinu, en auk þess sendi konan min mér litla fjárhæð frá Lundúnum, þar sem hún starfar. Ég þurfti að borga leiðsögumönn- unum 25.000.00 kr. aleinn, i stað þess að upphaflega höfðum við ætlað að borga þetta sameigin- lega, ég og vinir minir. En fjall- gangan varð þessa alls virði. Út- sýnið og gleðin við að klifa fjallið voru mikils virði, en það mikil- vægasta var að ég náði takmarki minu. Ég sannaði fyrir sjálfum mér að ég gat þetta. Norman Croucher var aðeins nitján ára þegar hann missti fæturna. Þá var hann ákafur iþróttamaður, m.a. fyrirliði i knattspyrnuliði skóla sins. Hann hafði áhuga á öllum greinum minum. Og svo varðég að læra að nota þá. Það var sárt, ákaflega sárt. Eftir að hafa reynt að nota nýju limina i næstum tvö ár, án þess að sársaukinn minnkaði að ráði, var mér skapi næst að gefast upp. En þá tók ég ákvörðun. Nú eða aldrei. Égákvað að leggja land undir fót, og ganga frá Skot- landi alla leið til Suður-Englands, vegalengd, sem er næstum 1500 km. Mér tókst það. Nú eru þrjú ár siðan þetta gerð- ist. Ég var þrjá mánuði á leiðinni. Ferðin færði ekki einungis mér gleði, þvi á meðan á henni stóð, tókst mér að safna meira en 1000 enskum pundum til góðgerðar- starfsemi. Þessi ferð reið baggamuninn. gjafi, og hefur látið sig fiknilyfja- vandamálið miklu skipta. „Slysið veitti mér nægan tima til að hugsa og ég ákvað að gera það sem i minu valdi stendur til að hjálpa meðbræðrum minum. Ennþá nota ég mikið af tima min- um I fjallgöngur, en þær eru mér nauðsyn, veita mér sjálfstraust og likamlegan styrk. Brátt mun ég samt sem áður hætta þeim. Þá hyggst ég byrja að lifa eðlilegu fjölskyldulifi. Ég hefi ekki hugsað mér að konan min verði alla tið svo til ein, við að afla tekna fyrir fjölskylduna. Mig vantar bæða fætur, en hvorki það né annað skal hindra mig og konu mina i þvi, að lifa eðlilegu og hamingjusömu lifi i framtiðinni.” Norman Croucher storkaði örlögunum — og sigraði. Hann missti fæturna i slysi, en nú hefur hann fengið gervilimi og á þeim kleif hann bæði Eiger og Mont Blanc.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.