Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 15. april 1973. Ólafur Jónsson, aðst.-framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar SIS f skrifstofu sinni. Það sem var óseljanlegt i gær, er eftirsótt i dag, samanber loðnu mjölið, sem var allt að þvi óseljanlegt i fyrra en selzt nú á háu verði. Vandamálin eru óteljandi i þessari starfsgrein þjóðarbúsins og viðfangsefnin eru mörg. Hér i Sjávarafurðadeildinni er þvi gott að vinna. Það er mjög góður andi hér samvinna mikil og góð milli allra aðila, bæði innan skrifstofunnar og við fram- leiðendur og húsbændur og hér leggja allir sig fram, segir ólafur að lokum. fÞað md segja að við stund um ráðgefandi eftirlit' segir Halldór Þorsteinsson, forstöðumaður fiskeftirlitsins vatninu og með þvi að láta klórinn fylgja vatninu inni vinnsluhúsin, eyðir hann og heldur niður gerla- gróðri þar lika. Eftirlit með fiskblokkum Annar meginþátturinn I eftir- litinu er skoðun og eftirlit með framleiðslu á fiskblokkum . Þetta eftirlit er einkum haft til að tryggja að sams konar fisk- blokkir séu frá Öllum hraðfrysti- húsunum. öll mál á fiskblokkinni verða að vera nákvæm, og það verður að vera nákvæm vigt á hverri blokk og það mega ekki vera i henni nein klakastykki. Þessarar miklu nákvæmni verður að krefjast vegna framhalds vinnslunnar ytra. Ef fiskblokkin hefur ekki ákveðna eiginleika, þ .e. stærð, lögun og þyngd, þá fellur hún i verði, þannig aö það er ekki minna atriði fyrir fram- leiðendurnar sjálfa, að allt sé gert samkvæmt áætlun. Þegar fiskblokkirnar koma til vinnslu i fiskréttaverksmiðjunni eiga þær að vega 16.5 pund. Hver blokk er söguð og hlutuð sundur i ákveöinn bitafjölda. Ef málin eru ekki rétt, kann að vanta upp á vigtina, og þá verður hluti af fisk- réttinum of léttur ( fiskur), en á neytendapakkningunni er hins- vegar gefin upp ákveðin þungi. Það eru þvi hrein vörusvik, ef á vantar, og það er auðvitað litið mjög alvarlegum augum á slikt hjá kaupendum vörunnar og það geta risið miklar skaðabóta- kröfur. Það er þess vegna, sem eftirlit er nauðsynlegt með fisk- blokkinni. Það er margt, sem er að gæta að við slika nákvæmnisfram- leiðslu. Það verður að hafa rétta vog, og frystipönnur og frystitæki verða að vera i fullkomnu lagi. Ólafur Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar SIS er ættaður frá Sel- fossi og að loknu námi i Sam- vinnuskólanum og framhalds- námi, hefur hann unnið margvis- leg störf innan SIS, þar af hálft annað ár á skrifstofu SIS i London, á árunum 1967-1968. Hann hóf starf i bókhaldi Sjávarafurðadeildarinnar árið 1968 og hefur verið aðstoðarfram- kvæmdastjóri deildarinnar siðan 1. sept. 1971, en það er umtalsverö trúnaðarstaða. Við inntun ólaf litillega eftir störfum hans við Sjávarafurðadeildina. Starf mitt er einkum fólgið i þvi aö aðstoða framkvæmdastjórann Guðjón B. ólafsson, og gegna starfihansi forföllum. Annars er starfið mest almenn skrifstofu- stjórn og sala afuröa. Ég vinn aðallega við sölu á afurðum til Evrópu, þ. e. sölu og lá lýsi og mjöli, rækju, skreið og söltuðum hrognum og þessu sem við seljum þangað, og að sjálfsögðu I samstafi við framkvæmd- stjórann, sem hefur endanlegt ákvörðunarvald um verð og annað. 30 manns í sjávarafuröa- deild Hjá Sjávarafurðadeildinni starfa um 30 manns. Þar af 6 i eftirliti, 6 I umbúða- og veiöar- færadeild. Við tæknistörf eru tveir. Aðrir vinna við bókhald, afskipanir og almenn skrifstofu- störf. Sjávarafurðadeildin hefur sjálfstæðan f járhag og er bókhald að öllu leyti unnið hér i deildinni, en er siðan skrifað út i tölvu SIS, hjá Skýrsluvéladeild. Þetta er nokkuð frábrugðið öðrum deildum SIS, en við njótum hins vegar allrar þjónustu, sem Sam- bandið veitir deildum sinum og fyrirtækjum. Fjármáladeild SIS veitir okkur þjónustu um inn- heimtur og fleira og verð- lagningardeild Sambandsins, annast verðlagningu i umbúða og veiðarfæradeildinni, gerir innflutnings skjöld og fleira svo eitthvað sé nefnt, en þvi fylgir mikil hagræðing og þægindi, og stillir jafnframt kostnaði i hóf. Vandamálin óteljandi Ég er nú Selfyssingur og hlaut þvi ekki mikla skólun i fisk- húsum, eða á sjó, eins og algengt er um þá, sem alast upp i sjávar- plássum. Mér finnst þetta vera skemmtilegt og lifandi starf. Maður fær tækifæri til að setja sig inni vandamálin, sem verið er að glima við i fiskiðnaðinum, þessum dýrmæta útflutnings- iðnaði okkar og getur ef til vill lagt eitthvað af mörkum við lausnir og þróun mála. Það skiptast á skin og skúrir i lifi þeirra er fást við sjávarafla. Japanskt flutnlngaskip lestar loðnu I Sundahöfn. SIS og SH seldu rúmlega 12 þúsund tonn af frystnloðnu til Japans á þessari vertið. Halldór Þorsteinsson, forstöðumaður fiskeftirlitsins I skrifstofu sinni. Hann stjórnar ráðgefandi eftirliti hjá frystihúsunum viösvegar um landiö. EFTIRLIT er að verða umfangs- meiri starfsemi i sjávarútvegi og fiskframleiðslu, til að tryggja vöruvöndun og staöla fram- leiðslu. Sjávarafurðadeild SIS hefur nú um árabil rekið fisk- eftirlitog forstöðumaður þess nú er Halldór Þorsteinsson, er numið hefur niðursuðufræöi og efnafræði i Þýzkalandi I 5 ár. Hann hefur starfað hjá Sjávaraf- urðadeildinni siðan i desember árið 1969. Honum sagðist frá um fiskeftirlit Sjávarafurða- deildarinnar. Ráðgefandi eftirlit. — Það má segja að viö hér i deildinni stundum ráðgefandi eftirlit. Við sendum menn um landið, sem fylgjast meö fram- leiðslu frystihúsanna, þeir kanna fiskgæöi og frágang fyrst og fremst á þeirri vöru,sem verið er að framleiða, meðan þeir standa við. Sömuleiöis skoða þeir ástand vinnslusala, áhöld, klæðnað og búnað. Ennfremur snyrtiherbergi, búningsherbergi og geymslur. Þá klórmæla þeir vatnið, en öll frystihús blanda klór I vatni, samkvæmt reglum Fiskmats rikisins. 5: 1.000.000. Með öðrum orðum fimm hluta klórs i milljón hluta af vatni. Þessi klórblanda er mjög mikil- væg fyrir iðnaöinn. Klórinn eyðir gerlagróðri, sem leynast kann i Mér finnst þetta vera skemmtilegt, lifandi starf segir Ólafur Jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.