Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 21
Sunnudagur 15. april 1973. TÍMINN 21 Nú, þegar Culberson hafði sam- band við mig, var ég ekki búinn að ljúka námi. En það var ákveðið, að ég gæfi mig að rann- sóknum á fléttuflóru Islands að námi loknu, svo og á landnámi flétta og sveppa i Surtsey. Culberson sótti um styrk til þessa verkefnis til National Sci- ence Foundation, bandariska vis- indasjóðsins, sem siðan kostaði þessar rannsóknir að öllu leyti þau rúm þjú ár, sem ég var fyrir vestan. A þeim tima ferðaðist ég sum- urin 67 og 68 hér um allt land til að safna sýnishornum, sem ég flutti til Bandarikjanna og vann úr þar, flokkaði og greindi. Tilgangurinn með þessum rannsóknum var fyrst og fremst að finna út hvaða tegundir vaxa á Islandi. 1 öðru lagi að kanna út- breiðslu þeirra og i þriðja lagi að efnagreina fléttusýrur einstakra tegunda, en sú aðferð hefur reynzt mikil stoð við að nafn- greina fléttur. — Eru margar tegundir af flétt- um hér á landi? — Ég tók fyrst fyrir blað- og runnfléttur. Þær telst mér séu um 180. Hrúðurfléttum var lika safnað, en sá efniviður er að mestu óunninn. Erfitt er að gizka á samanlagðan fjölda allra teg- unda þessara þriggja flokka, en segja mætti mér að um 400 tegundir fléttna yxu hér. Flestar tegundirnar eru algengar um allt land. Þó nokkr- ar eru sárasjaldgæfar og ekki vit- að hver orsök þess er. Aðrar fléttur eru bundnar við ákveðna landshluta og virðist loftslagið þar ráðandi afl. Sérstaklega hefur landrænt og hafrænt lofts- lag mikil áhrif á útbreiðslu fléttna A Norður og Norðausturlandi er loftslag landrænast. — Er það þá e.k. meginlands- loftslag? — Það er i áttina við það. Þar eru meiri hitastigs sveiflur, hærri hámarkshiti, lægri lágmarkshiti og þurrara loftslag. Fléttur eru háðari rakastigi og þokum en aðrar plöntur t.d. há- plöntur. — Vaxa þær þá betur við strendurnar en fyrir norðan og norðaustan? — Já, yfirleitt og þar eru fleiri tegundir. — Hvað er um landnám fléttna i Surtsey að segja? — Lengi vel fundust þar ekki fléttur og virtist taka alllangan tima fyrir þær að ná þar fótfestu. Ég kom til Surtseyjar sumrin 1965, 1967, 1968 og 1970 og siðan hef ég komið þar á hverju sumri. Ég sá þar ekki fléttur fyrr en 1970 og nú eru þær alls staðar að koma i ljós i hrauninu. — Heldurðu að þær hafi kannski verið komnar 1969? — Það er mjög liklegt að fyrsti landneminn hafi þá þegar verið búinn að ná nokkurri útbreiðslu við annan giginn. En hins vegar er erfitt fyrir óvana að sjá fyrstu stig fléttnanna. Þær byrja að vaxa i smáloftból- um, i yfirborði hraunsins sem safna til sin gróum og sóriðum úr loftinu. Eftir rigningu helzt raki lengur i þessum loftaugum en annars staðar og þar byrja flétturnar sem sagt að vaxa. — Hvað er eiginlega flétta? — Hún er sveppur, venjulega asksveppur, sem hefur tekið þör- unga i þjónustu sina, lokar þá inni i þalinu, likama sinum, og notar þá til að framleiða fyrir sig lifræn næringarefni. Með þessu skipa flétturnar sér i gróðurfélag með frumbjarga plöntum eins og mosum, en yfirleitt lifa sveppir annars rotlifi eða snikjulifi. Gró asksveppa geta ekki mynd- að fléttu nema þörungar komi til lika. Það geta hins vegar só- riðurnar, sem ég minntist á áðan, en þær eru smáhnyklar af svepp- þráðum og þörungum. — Eru fléttur mikilvægar plöntur? — Yfirleitt hafa þær ekki verið taldar það, en þó kunna þær að vera mikilvægari heldur en margan grunar. T.d. hafa menn komizt að þvi að blágrænir þörungar vinna köfnunarefni úr andrúmsloftinu og margar fléttur hafa i sér blágræna þörunga, annað hvort eingöngu eða með grænþörungum. Eimitt nú á siðari árum hafa menn staðfest það, að blágrænir þörungar i fléttum gera þettalika. Það gæti fyrst og fremst haft þá þýðingu að auka köfnunarefnið i jarðvegin- um. En einmitt á norðlægum slóðum, þar sem mikið er af fléttum, er yfirleitt skortur á köfnunarefni i jarðveginum. Ég veit ekki hvort kannað hefur veriö hversu 'stór þáttur fléttanna er i köfnunarefnisvinnslu á þessum svæðum. Þá hefur oft verið reynt að nota fléttur til iðnaðar, t.d. sem hrá- efni i snyrtivörur og til áfengis- framleiöslu. En þessar tilraunir hafa yfirleitt strandað á þvi að vöxtur fléttnanna er svo hægur og þvi fæst ekki nægilegt magn af þeim. — Hvernig vex fléttan og starfar? — Ég minntist áður á að loft- rakinn væri fléttunni mjög mikil- vægur. Hún tekur vatnið nefni- lega að miklu leyti úr andrúms- loftinu en ekki eingöngu úr jarð- veginum, þótt hún hafi að visu þræði, sem festa hana i undir- lagið. Fléttan er ekki starfhæf nema þegar þalið er blautt, þ.e. i, eða eftir rigningu, eða þegar loft- raki er hár (60-100%). A heiðrikum góðviðrisdegi að haustlagi notar hún ekki nema morgunstundirnar, eftir að bjart er orðið er loftraki enn hár, en þegar sólin hækkar á lofti stöðv- ast ljóstillifun hennar, vegna þess að hún þornar. — En hún deyr þó ekki? — Nei þegar fléttan er þurr, andar hún áfram, en afar litið, og þvi getur hún lifað lengi i þessu ástandi án verulegs efnataps. Hún getur hafið ljóstillifun strax og skilyrði batna. Það er athyglisvert að flétt- urnar geta starfað að ljóstillifun við ótrúlega lágt hitastig jafnvel fyrir neðan frostmark þegar flestar jurtir eru i dvala. Þær sem vaxa á steinum geta notað leysingarvatnið, sem seitlar niður eftir steinunum við sólbráð. Það er annars neyðarlegt, að maðurinn berst við næringar- skort, sem byggist fyrst og fremst á skorti eggjahvituefna. Köfnunarefni er nauðsynlegt til að mynda eggjahvitu, og þótt við höfum það alls staðar i kringum okkur i andrúmsloftinu getum við ekki notað það. Það eru aðeins gerlar og blágrænir þörungar, sem geta breytt köfnunarefni andrúmsloftsins i áburðrefni. Köfnunarefnisbindandi gerlar á rótum jurta af ertublómaætt eru mjög takmarkaðir á heimskauta- svæðunum það er þvi ekki óliklegt að köfnunarefnisvinnsla fléttanna hafi talsvert að segja þar.Annars er ósköp litið vitað um köfnunar- efnisbúskap á heimskauta- svæðunum yfirleitt og við vitum ekki hvað flétturnar eiga stóran þátt i horium. — Vinnur þú enn að rann- sóknum á fléttum? — Ég hef þrisvar sinnum fengið styrk úr Visindasjóði til þessara rannsókna og hann hef ég notað Skóf eða flétta á steini. til að koma upp aðstöðu og tækja- búnaði norður á Akureyri til að halda áfram á sömu braut og von- ast ég til að ljúka fljótlega við blað- og runnflétturnar. Hrúðurflétturnar gætu hins vegar orðið æviverkefni. Þær eru miklu erfiðari viðfangs. — Þú hefur einnig unnið að rannsóknum i Þjórsárverum? — Já.undanfarin þrjúsumur að nokkru. Við höfum verið þar 3 grasafræðingar saman og rann- sakað gróðurfélög og flóru ver- anna. Við höfum athugað hvaða tugundir vaxa þar, af háplöntum mosum og fléttum, einnig kannað útbreiðslu einstakra tegunda, gert mælingar á gróðurfélögum og kannað útbreiðslu þeirra. — Hvað er sérstætt við gróður i Þjórsárverum? — Þar eru viðáttumikil vot- lendissvæöi, sem annars er litið um á hálendinu. Þar vex mikið af stör, t.d. gulstör, tjarnastör, mýrastör og hengistör. Athyglis- vert er að gæsin gengur svo nærri þessum gróðri, að fyrsta sumarið áttum við erfitt meö að greina starirnar.. Gæsin var búin að snöggbita þær, svo að varla fannst nokkurt ax, sem hægt var að greina eftir. Gæsin umbreytir gróðurlendinu þarna með beit sinni, störin verður gisnari en hlutfall votlendismosa vex. Með rannsóknum á dýralifi og gróðri i Þjórsárverum er aflað mikilvægrar grundvallarþekk- ingar á lifriki þessa svæðis, sem mikils er vert að hafa hvort sem verin fara undir vatn eða ekki, sagði Hörður Kristinsson að lok- um. llörður Kristinsson grasafræðingur (Tímamynd Ge) Tjarnastararflóar (Tjarnastararflá) með rústum í Þjórsárverum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.