Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 15. april 1973. Ráðgátan Stonehenge Nýtízku tæki til tima- ákvöröunar hafa hjálpaö okkur til þess að lyfta hul- unni eilítið frá, en sjálfan leyndardóminn þekkir eng- inn. Hvers vegna unnu steina Idarmennirnir að þessari tröllauknu bygg- ingu í fimm hundruð ár frá dögum Abrahams? Geim- ferðaáætlanir á okkar dög- um eru hreinustu smámun- ir í samanburði við þrot- laust strit steinaldar- mannsins við að byggja hof sitt. Hann reisti það sól og mána, erí meira láta ekki rústirnar á Suður-Englandi uppi. Þær varðveita dyggi- lega leyndardóma bikar- þjóðarinnar. Séð úr lofti snemma morguns kemur það einmanalega og drungalega fyrir sjónir. Nokkrir steinar þarna niðri á eyðilegri sléttunni, eins og kubbar, sem barn hefur skilið eftir i sand- kassanum yfir nóttina. Þetta er Stonehenge, leifar frá örófi alda og þögull minnisvarði um bernsku mannkynsins. Frá hæðinni séð tapa rústirnar virðuleik sinum. Tilfinningin fyr- ir óendanleika i tima og rúmi er horfin, og kyrrðin er rofin. Um miöjan daginn eru langar biðrað- ir af ferðamönnum, sem eru komnir til þess að lita hinar tröll- auknu minjar um horfna menn- ingu, — til þess að kanna lifandi goðsögn. Enda þótt Stonehenge hafi ver- ið sorglega vanrækt i timans rás, er staðurinn ekki gleymdur. Og leyndardómunfcm við þessa grjót- hnullunga er áskorun til okkar. Hvernig var þetta fólk fortiðar- innar, sem reisti sér slikan minnisvarða? Og hvers vegna? Hvernig i ósköpunum gátu þeir leyst þetta án nútima hjálpar- tækja? Það hafa komið fram ýmsar til- gátur um Stonehenge. t hinni elztu rituðu heimild er þvi haldið fram, að það hafi verið hof, sem galdrakarlinn Merlin hafi reist til minningar um enska aðalsmenn, sem féllu fyrir Söxum. Geoffrey biskup af Monmouth, sem uppi var á tólftu öld, álitur, að Merlin hafi notaö jarðneskt afl við flutninginn á steinunum, en ekki galdra. Þetta getur þýtt, að á dögum Geoffreys hafi verið til munnmæli um þennan grjótflutn- ing. Fylgjendum Merlin-kenningar- innar fór fækkandi á fimmtándu öld,-eftir að hinn ónefndi höfundur Chronicle of England sló þvi föstu sem staðreynd, að ekkert sam- band væri á milli miðaldagaldra- mannsins og bygginga Stone- henge. Næstu aldir lagðist skoðun almennings stöðugt meira og meira gegn slikum möguleika, — nema meðal rómantiskra skálda, svo sem Edmund Spenser. Helgistaður Drúidanna? Þessi skoðun hélzt fram á sautjándu öld, eða þangað til John Aubrey setti fram sina kenningu. Auk þess sem Aubrey var frægur rithöfundur, var hann einnig talsveröur fornfræðingur. Að minnsta kosti var enginn ann- ar á Englandi til þessa, sem hafði fengizt meira við þessi fræði. Það var einnig kunnugt, að hann var persónulegur vinur Karls annars. Arið 1663 fól kon- ungurinn honum að athuga bygg- ingu Stonehenge og hinar ýmsu skýringar á uppruna þess. — Það hafa veriö skrifaðar margar bækur um Stonehenge, segir Aubrey i dagbók sinni. I þeim gætir mikillar ósam- kvæmni, en sumar skýringarnar styðja hver aðra. Nú get ég dregið nýjar ályktanir með þvi að bera saman. Og niöurstaða min er sú, að þetta hafi verið heiöið hof. Ég hef einnig komizt að raun um að það kunni að hafa verið Drúidar, sem reistu hofið. Þessar forn- minjar eru eldri en svo, að til séu neinar ritaðar samtimaheimildir um það, hvað þarna hefur verið um að ræða. Eina leiðin til þess að öðlast einhvern skilning á þeim er þvi að beita samanburðarrann- sóknum, sem ég hef framkvæmt á staðnum. „Historia quoquo modo scriptia, bono est”. (Það er ágætt að skrifa sögu, þrátt fyrir það, hvernig hún er skrifuö) Framsetning Aubreys á Stone- henge-leyndardóminum nægði til þess að koma hreyfingu á hugar- flugið hjá löndum hans. Og það liðu um það bil þrjár aldir, áður en kenningin um Drúida var loks- ins lögð til hliðar. A stöku stað lifir hún ennþá. Það er söguleg staðreynd, að Drúidarnir hafa verið til. Þeir voru helgir menn hjá Keltum. Meðal þeirra voru prestar, kennarar og lika dómarar. t frá- sögn sinni um Gallastriðin, er svo að skilja á Júiiusi Cæsar, að það hafi verið tvenns konar aðall meðal Galla: Drúidar og riddar- ar. Hinir fyrr nefndu, segir hann þjóna við helgiathafnir, sjá um opinberar og leynilegar fórn- færingar og túlka trúarleg mál- efni. Það er einnig satt, aö Drúidar þessir bjuggu i hinni fornu Britanniu. Það er lika hugsan- legt, að þeir hafi notað hið merki- lega, leyndardómsfulla Stone- henge i trúariðkunum sinum. En það er vafasamt, hvort þeir hafi reist þetta mannvirki. Sennilega hafa þeir ekki stigið fæti á brezka jörð fyrr en eftir, að það var risið af grunni. Frá dögum Abrahams Við uppgröft á tuttugustu öld, hefur fengizt áreiðanleg sönnun fyrir þvi, að Stonehenge-rústirnar eru ekki frá rómverskum tima, heldur frá steinöld hinni yngri, eða þá frá bronsöld. Þær eru þannig álika gamlar og pýra- midarnir á Egyptalandi og eldri en rústir Trójuborgar. Það er ekki heldur trúlegt, að allt Stonehenge hafi byggzt i einu. Að öllum likindum hefur það ver- ið reist i þrem áföngum, og sá fyrsti er þá liklega allt frá dögum Abrahams. Framkvæmdin hefur tekið nokkrar aldir, liklega frá þvi um 2000 til 1400 fyrir Krists burð. Fyrsta stig þessarar byggingar var einfaldast, bæði aö þvi er snertir skipulag og framkvæmd 130-140 metra langur skurður var grafinn umhverfis innri vegg, sem þakinn var traustum kritar- steini. Veggurinn var hærri en hæðin utan við skurðinn. Það út af fyrir sig er eftirtektarvert, þvi að það er ekki i samræmi við forna brezka byggingarvenju, eftir þvi sem aðrir fornir fundir hafa leitt i ljós. Umhverfis innri garðinn voru grafnar 56 holur, nálægt metra á dýpt og frá 75 cm. til hálfs annars metra á vidd. Þeim var dreift með ójöfnu millibili hringinn i kring meðfram jaðri garðsins. 1 þessum holum hafa aldrei staðið neinir stólpar. Þær hafa ekki heldur verið notaðar sem grafir, enda þótt seinna hafi fundizt i þeim beinagrindur. Það er ein- ungis hægt að geta sér þess til, að þær hafi haft einhvers konar trúarlega þýðingu. Þær hafa fengið nafn af John Aubrey, sem fann þær, og merkti þær inn á kort, þegar þær voru næstum af- máðar, þvi að þær höfðu ekki ver- ið notaðar árþúsundum saman. Það var hinn sami Aubrey, sem gaf nafn fjórða fundinum i sam- bandi við Stonehenge-timabilið. Það var Hælsteinninn. Hann var kallaður svo vegna þess, að Aubrey hélt þvi fram, að hann liktist „munkahæl”. Það svipmót hefur enginn annar séð, en nafnið hélzt. Þess má geta, að hælsteinn- Kynslóðir steinaldarmanna byggðu hof sitt sól og móna til dýrðar en enginn hefur leyst ráðgátuna um Stonehenge

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.