Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 15. aprll 1973. „Brasiliumaöurinn fljúgandi” Garrincha, sést hér leika á Wilson, bakvörö enska liösins i IIM-keppninni i Chile. Stuttusiöarlá Knötturinn inetinu. r Pele hann til fyrirmyndar. begar Pele var 14 ára 1955, lék Garr- incha sinn fyrsta landsleik og hann varð fljótlega heimsfrægur. Garrincha var einn þekktasti knattspyrnumaður Brasiliu, fyrir heimsmeistarakeppnina i Sviþjóð 1958. Zagalo, sem heitir réttu nafni Mário Jorge Lobo Zagalo, byrjaði knattspyrnuferil sinn með Flamengo. Hann var ekki vinsæll hjá áhangendum liðsins. Þeir voru ekki hrifnir af knatt- spyrnustil hans. Flamengo, var þá frægasta knattspyrnulið Rió- borgar, og þekkt fyrir að leika harða og ákveðna knatt- spyrnu. Leikmennirnir voru fljótir og sterkir eins og tigris- dýr, en ekki hugsandi og athugul- ir eins og Zagolo. Þótt áhangend- ur Flamengo væru ekki hrifnir af Zagalo, var einn maður mjög hrifinn af honum, það var brasil- iski landsliðsþjálfarinn Feola. Feola valdi Zagolo i landslið sitt, sem vinstri útherja og með komu Zagolo i landslið Brasiliu, tók Feola upp leikaðferðina 4-3-3, en sú leikaðferð gerði Brasiliu að heimsmeistara i Sviþjóð 1958. Zagolo varð heimsfrægur, eins og Garrincha og Pele, eftir keppnina 1958 og allir þessir þrir leikmenn voru valdir i heimsliðið, sem var valið eftir keppnina. Eftir heimsmeistarakeppnina 1958 yfirgaf Zagolo Flamengo og gekk yfir i raðir Botafogo, þar sem still hans naut sin betur, og þar hafði hann Garrincha við hliðina á sér, ásamt mörgum öðr- um landsliðsmönnum, svo sem Nilton Santos, Didi, markvörðinn Manga, og Amarildo. Allir þessir leikmenn voru valdir til að verja heimsmeistaratitilinn i Chile 1962. Zagelo skoraði fyrsta mark Brasiliu i heimsmeistarakeppni i Chile. Þrumuskot hans gegn Mexikó, söng upp i bláhorninu og það tilkynnti, að Brasiliumenn væri komnir til að verja titlinum. í öðrum leik Brasiliu i keppninni meiddist Pele. Ungur og efnileg- ur leikmaður frá Botafogo, Amarildo, kom i staðinn fyrir Pele.Amarildo kom sá og sigraði, hann tryggði Brasiliu rétt til að leika i 8-liða úrslitunum. í siðasta leik Brasiliu i þriðja riðli, léku Brasiliumenn gegn Spánverjum. Þeir þurftu að vinna leikinn til að komast áfram og það var ekki gott útlitið, þegar Spánverjar skoruðu fyrsta mark leiksins. En framlinutrióið frá Botafogo, Zagalo, Garrincha, og Amarildo, gafst ekki upp. Garrincha sýndi frábæra einleikssóló á 27. min. Hann lék á fjóra varnarleikmenn og gaf snilldarlega fyrir mark — þar sem Amarildo tók við tuðrunni og sendi hana i markið. A 41. min. skoraði hann svo annað mark Brasiliu, eftir fyrirgjöf frá Zagalo. Eftir þennan sigur var eins og ÞEIR VORU STORHÆTTULEGIR HVAÐA VÖRN, SEM ÞEIR MÆTTU Garrincha, sífellt ógnandi með hraða sínum og stór- kostlegri knattmeðferð og Zagalo, alltaf matandi samherja með stuttum og snöggum sendingum og eld- fljótum upphlaupum. Þeir mynduðu bezta útherjaduett í heimi og voru frægir fyrir stórhættulegar fyrirgjafir FRÆGASTI útherjadúett í knattspyrnu/ sem hefur komið fram í heiminum, er tvimælalaust frá Brasiliu. Útherjarnir Garrincha og Zagalo, sem urðu heims- meistarar í knattspyrnu í Svíþjóð 1958 og Chile 1962. Þessir tveir sn jöllu knatt- spyrnumenn léku mjög ólíka knattspyrnu, en eitt áttu þeir sameiginlegt. Þeir voru stórhættulegir hvaða vörn, sem þeir mættu. Garrincha með geysilegum hraða, bolvind- um og stórkostlegri knatt- meðferð, sem hann not- færði sér ávallt og kom sterkustu bakvörðum heimstilað hugsa sig tvisv- ar um, áður en þeir reyndu að ná knettinum af honum. Zagalo íhugandi og hugs- andi leikmaður, vel gefinn og fljótur að hugsa, ásamt því að hann kann ætíð að vega og meta aðstæður. Þessir ólíku útherjar, sem allir bakverðir hræddust, lögðu upp flest mörk Brasi- líu, með frábærum fyrir- gjöfum. Við ætlum hér á síðunni í dag, að segja í stuttu máli frá þessum leikmönnum, sem eiga ólíkan keppnisferil. Garrincha, eða Manoel Fran- cisco dos Santos, eins og rétta nafn hans er, byrjaði knatt- spyrnuferil sinn hjá Botafogo 1950, þá aðeins 17 ára. Ungur að árum lamaðist hann á vinstra fæti, en með góðri læknishjálp tókst honum að yfirstíga þau veikindi. Eftir aðeins þrjár æfing- ar var hann kominn i aðallið Botafogo. Þegar leikmenn liðsins sáu Garrincha fyrst, trúðu þeir þvi ekki, að leikmaður með annan fótinn styttri, gæti leikið knatt- spyrnu. Þeir breyttu fljótt um skoðun, eftir að hafa séð Garrincha leika sér að landsliðs- bakverðinum Nilton Santos. Hann hreinlega flögraði kringum hann eins og fugl. Félagar hans gáfu honum strax viðurnefnið „litli fuglinn”. Nilton Santos sagði eft- ir æfinguna: „þennan leikmann vil ég frekar hafa með mér, held- ur en á móti”. Forráðamenn Botafogo voru á sama máli og N. Santos, þeir voru ekki lengi að bjóða Garrincha samning sem hann undirritaði. Undrabarnið Garrincha var fljótur að vinna sér frægð, og brátt var hann einn allra vinsælasti knattspyrnumað- ur Brasiliu, meira að segja tók „Litli maurinn” Zagalo varð tvisvar sinnum heimsmeistari meö Krasiliu og I HM-keppninni I Mexikó 1970, stjórnaröi hann BrasiIIu- mönnum til sigurs. GARRINCHA...gefur ungum aödáendum, eiginhandaráskrift I HM-keppninni i Englandi 1966. Amarildo...ungi pilturinn. sem tók viö stööu Pele I HM-keppninni I Chile. Hann kom, sá og sigraði. Hé á myndinni er verið að fagna honum, eftir að hann skoraði tvö mörk gegn Spáni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.