Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 1
WOTEL miHÐIfí „Hótel Loftlelðir býður gestum stnum að velja á milli 217 berbergja með 434 rúmun — en gestum standa llka tbúðir tll boða. Allur búnaður mlðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIOUR VEL. itffgjlllp Hestfjarð- arbrú úr sögunni TUTTUTU og fimm milljónir króna eru veittar til I)júp- vegarins svonefnda á þcssu ári, sagöi Kögnvaldur Jónsson, verk- fræöingur hjá Vegagerö rfkisins, viö Timann i gær, og óg geri ráö fyrir, að unniö veröi aö veginum eins og sú fjárveiting hrekkur til. Ilann kvað úr sögunni aö gera veg og brú yfir Hestfjörö eins og til athugunar heföi veriö á timabili, þar sem mjög djúpur áll væri I firöinum og slik framkvæmd liefði orðið harla dýr. Vegur er enn ógerður i Skötu- firði og Hestfirði. Þó er hann að miklu leyti kominn inn i botn Skötufjarðar og búið að grófryðja upp vegarstæði vestan hans áö Hesteyri. Vestan frá er vegurinn nánast fullgerður að Eyri i Seyðisfirði og dálitið byrjað á kaflanum á milli Eyrar og Uppsala. Enn á talsvert langt i land, að þessum vegi ljúki, og verður i suraar einkum að fullgera þann hluta, sem þegar hefur verið byrjað á. Er vegagerð þarna viða erfið og kostnaðarsöm, ekki sizt i Hestfirði. Þessi miklu gripahús munu ekki hýsa mjólkurkýr fleiri vetur. — Timamynd: GE. MESTA KÚABÚ VESTAN HEIÐA LAGT NIÐUR Á ÞESSU ÁRI Sigsteinn og Helga á Blikastöðum í þann veginn að hætta gripabúskap i SUMAR munu vegfarendur i siðasta sinn sjá hjarðir kúa á beit á túninu á Blikastööum i Mos- fellssveit, þar scm veriö hefur stærst bú á öllu svæöinu vestan heiða og sunnan Hvalfjarðar, og raunar þótt lengra væri seilzt. Þar hafa þau Sigsteinn Pálsson og Helga Magnúsdóttir búiö viö rausn i meira en þrjá áratugi, svo scm þjóðkunnugt er. Nú er kúa- búskap þeirra i þann veginn aö ljúka. Lagarfoss farinn en skipshöfnin í gæzlu Loðnan komin aftur að Skaft- árósum Klp-Reykjavik. Um hádegi á laugardag höfðu 4 skip tilkynnt loðnulöndunarnef um afla, sam- tals 1000 lestir. Voru það Rauðsey 300 lestir, lsleifur 260, Fifill 250, og Skirnir 230 lestir. öll höfðu skipin fengið þennan afla við Skaftárósa, en i gær var allur flotinn þar, og var vitað um nokkur önnur skip, sem höfðu fengið afla, en þarna virtist vera mikið um loðnu. ATTA skipverjar á Lagarfossi voru i gær Urskurðaðir i allt að 30 daga gæzluvarðhald vegna smygls. Nokkrir þessara manna hafa játað að eiga hlutdeild i smygltilrauninni, en tollverðir hafa fundið rúmlega þrjú þúsund flöskur af vodka og spiritus i skip- inu, en nokkuð vantar enn á að játning liggi fyrir um eignarhlut að einhverju af varningnum. Lagarfoss sigldi i gærmorgun, laugardagsmorgun, til Akraness og var þá ný áhöfn komin á skipið, en ekki fullskipuð. Skip- stjórinn er sá eini af áhöfninni, sem enn siglir með, hinireru allir grunaðir um að vera viðriðnir smygliö. Oö. Blikastaðir eru erfðajörð Helgu. Faðir hennar, Magnús Þorláksson, fluttist þangað árið 1908. Þá voru Blikastaöir i tölu kotjarða, og túnið gaf ekki af sér nema tvö kýrfóður. En Magnus breytti Blikastöðum i stórbý.li af mikilli atorku og þeim efnum einum, sem fengin voru með búskap. — Það er alveg rétt, sagði Helga á Blikastöðum, er við ræddum við hana, að við munum hætta kúabúskap nú á þessu ári. Það er hvort tveggja, að við hjónin erum farin að reskjast, og svo orðið miklum vandkvæðum bundið að fá fólk, að minnsta kosti góða fjósamenn. Við þurfum að hafa hér þrjá menn að vetrinum, og þeir eru ekki gripnir upp eins og nú er komið. Við höfum haft hér sextiu mjólkandi kýr, sagði Helga enn fremur, auk ungviðis, og við höfum tún, sem gefa yfrið nóg hey handa þessum búpeningi, þótt einnig sé beitt mjög á ræktað land. En það kemur ekki til greina að selja jöröina til búskapar, þvi að land svo nærri Reykjavik er i rauninni orðið allt of dýrt til þess að stunda þar búskap. Auk þess viljum við vera hér áfram — ég vona, að það komi ekki til þess, að við förum héöan i bráð. Gripina seljum við, ef við fáum góðan kaupanda, sem við treystum til þess að fara vel með þá, en lógum þeim að öðrum kosti. Okkur er annarra en svo um kýrnar okkar, að við látum þær falar hverjum sem er, og vist sjáum við eftir þeim og mörgu, sem búskapinn varðar, þó að þetta verði svona að vera. Að sjálfsögðu verða túnin nytjuð framvegis, sagði Helga að lokum, enda vafalaust nóg af mönnum, sem vilja verða sér úti um hey hér um slóðir. Veiðifélag á Hér- aðsvatnasvæðinu MG-Frostastöðum. — Stofn- fundur veiöifélags um vatnasvæöi Héraösvatna, var haldinn síðast- liöinn þriöjudag i féiagsheimilinu Héöinslundi i Klönduhliö. A fundinum, sem áttatiu manns sóttu, voru lagðar fram tillögur að samþykkt fyrir veiðifélagið og kosinn var hluti af stjórn þess. Voru tillögurnar samþykktar án verulegra breytinga. Vatnasvæði Héraðsvatna er viðáttumikið og marggreint. Hlýtur þvi eðlilegt að teljast að félagið starfi i deildum, átta talsins og eru þær þessar: Sæmundarárdeild, Húseyj arkvisladeild, Svartárdeild ofan Reykjafoss, Jökúlsárdeild eystri, Jökúlsárdeild vestri, Hofsárdeild, Norðúrárdeild og Héraösvatna- deild. A fundinum voru kosnir þrir menn i aðalstjórn og þrir til vara, einnig tveir endurskoðendur. Aðalmenn eru Vésteinn Vésteins- son, Hofstaðaseli, Jóhann L. Jóhannsson, Silfrastöðum og Valgeir Guðjónsson, Daufá. Varamenn eru Gisli Gislason, Miðgrund, Sigurður Sigurðsson, Brúnastöðum og Einar Kristins- son, Hamri. Endurskoðendur voru kosnir séra Agúst Sigurðsson, Mælifelli og Guðmundur F. Friðfinnsson, Egilsá. Hver deild kýs svo einn mann i aðalstjórn, þannig aö alls verða 11. A næstunni verður undinn bugur að stofnun deilda og samn- ingu arðskrár. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri, mætti á fundinum og svaraði skilmerkilega fyrir- spurnum. Kunnugt er, að veiði hefur mjög þorrið i Héraðsvötnum hin siöari ár. Er þess að vænta að meö stofnun félagsins verði þeirri þróun snúið við, þótt vart sé viö þvi að búast að sú breyting gerist með neinum byltingarhraða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.