Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 15. april 1973. TiAllNN 19 / t Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f >- • ■■■■ -...........................■1 Höfnum erlendu dóms- valdi í lífshagsmunamóli í ræðu sinni i útvarpsumræðunum á fimmtu- dagskvöld sagði Einar Ágústsson, utanrikis- ráðherra, að flestar þjóðir hefðu viðurkennt út- færslu fiskveiðilögsögunnar i verki. Aðeins tvær þjóðir, Vestur-Þjóðverjar og Bretar, hefðu haldið uppi ólöglegum veiðum innan fiskveiðilögsögunnar. Enda þótt við Islendingar viðurkennum engan sérstakan rétt þessara þjóða umfram aðrar til fiskveiða hér við land, hefði Alþingi ákveðið einróma 15. febr. 1972, að haldið skyldi áfram tilraunum til bráðabirgðasamninga við þessar þjóðir. Mikill fjöldi íslendinga skilur þá aðstöðu, sem fiskimenn i háfnarbæjum Bretlands og Vestur-Þýzkalands komast i við stækkun fisk- veiðilögsögunnar við ísland, og hafa þvi vilja til að veita þessu fólki tima til aðlögunar að nýjum aðstæðum. Það væri hins vegar mikill misskilningur, sagði utanrikisráðherra, að þeir góðu menn gætu skapað sér samningsaðstöðu gagnvart okkur með endurteknum landhelgisbrotum. Þeirra rétta leið hefði verið að halda skipum sinum fyrir utan landhelgina meðan samningaviðræður fóru fram, eins og Belgar og Færeyingar hefðu gert. En þrátt fyrir þessa framkomu Breta og Vestur-Þjóðverja hefur islenzka rikisstjórnin haldið öllum samkomulagsdyrum opnum og kvað utanrikisráðherra það vera von sina, að samkomulag, sem sé sæmandi og hagstætt ís- landi en gefi jafnframt þessum þjóðum umþóftunartima, gæti náðst. íslenzka rikisstjórnin hefur i samningavið- ræðum miðað við tveggja ára umþóftunar- timabil, en þess er að vænta,að innan þess tima hafi orðið þær breytingar á skipan landhelgis- mála i heiminum, að sjónarmið okkar um við- áttu fiskveiðilögsögu hafi hlotið brautargengi á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. En þungamiðja landhelgismálsins, sagði Einar Ágústsson, liggur i samstöðu þjóðarinn- ar, sem allir góðir íslendingar vona að geti haldizt alla leið til sigurs. íslenzka rikisstjórnin hefur fylgt þeirri stefnu gagnvart Alþjóðadómstólnum i Haag i samræmi við einróma ákvörðun Alþingis 15. febr. 1972, að samningarnir frá 1961 eigi ekki lengur við og séu þvi ekki skuldbindandi fyrir tsland. Samkvæmt þeim skilningi höfum við neitað að mæta fyrir dómstólnum, bæði þegar hann fjallaði um bráðabirgðaúrskurð og eins um eigin lögsögu. Þriðja atriði málaferlanna er eftir, sjálf efnismeðferðin. Það er min skoðun,sagði utanrikisráðherra, að við eigum enn að undirstrika það, að við getum ekki fallizt á dómsvald erlends dómstóls i lifshagsmunamáli okkar með þvi að mæta heldur ekki við þann kafla málaferlanna. Við verðum með hliðsjón af hinni mikilvægu samstöðu þjóðarinnar að reyna að skoða þetta mál rólega og yfirvegað og gera það, sem að beztu manna yfirsýn þjónar raunverulega hagsmunum íslands á tryggilegastan hátt. — TK. Godfrey Sterling, The Christian Science Monitor Hvers konar maður er Nixon eiginlega? Spurning, sem Bandaríkjamenn velta fyrir sér ÉG ferðaðist um Iowa og Illinois fyrir skömmu og hitti að máli tugi karla og kvenna. Ég varð fyrir þvi hvað eftir annað, að þeir, sem ég var að tala við, breyttu allt i einu um umræðuefni og spurðu: „Hvers konar maður er Nixon eiginlega?" Þetta var mjög svo undar- legt, en að minu viti táknrænt eigi að siður. Spurmingin sjálf kom mér algerlega á óvart. Ég var þarna á ferð meðal fylgis- manna Nixons, ók óraleiðir um frjósamt ræktarland meðal bænda og um byggðir, sem voru þeim nátengdar. Þarna hafði forsetinn átt gifurlegu fylgi að fagna i haust. Ég velti þvi fyrir mér, hvort það væri i raun og veru rétt, að Bandarikjamenn gætu ekki áttað sig á Nixon, jafnvel ekki fylgismenn hans, og þó var hann búinn að taka þátt i stórnmálabaráttunni i aldar- fjórðung og nýbúinn að vinna yfirburða sigur? Svo var að minnsta kosti að heyra. ÞEGNARNIR hafa sýnilega ekki kynnzt forsetanum, þrátt fyrir hinn langa starfsferil hans að opinberum málum og þetta á jafnt við um fylgis- menn hans og aðra. Þetta kemur fram i þvi, hvernig að honum er vikið, þegar hann berst i tal. Hann er aldrei kallaður „Dick", aldrei sagt: „Ég er sammála Dick", eða ,,ég held að Dick sé á réttri leið.” Ég hefi árum saman skrifað um stjórnmál, lagt leið mína um þessi sömu héruð og heyrt að öðrum forsetum vikið mjög kunnuglega og hlýlega og iðu- lega heyrt þá nefnda „Harry, „Ike" og „Jack". Ég verð þó að viðurkenna, að ég heyrði nafniö „Lyndon” sjaldan notað. Johnson virtist eiga sammerkt með Nixon i þvi, að hann sýndist ekki geta komið á hlýlegum og persónulegum tengslum milli sin og alls þorra fólks. MÉR veittist örðugt að svara þessum áleitnu spurn- ingum. Ég gat fátt sagt annað en það, sem spyrjendur höfðu áður heyrt, eða aðNixonværi sagður góður fjöldskyldufaðir, koma vel fram við starfsmenn sina, hafa góða stjórn á skapi sinu og halda óröskuðu jafn- vægi, jafnvel þegar mest á reyndi. Þessar sögur væru frá starfsmönnum forsetans runnar, væru eflaust sannar að mestu, en venjulegur blaðamaður gæti ekki staðfest þær fullkomlega, þar sem blaðamenn umgengjust for- setann ekki nægilega náið til þess. Ég vissi ekki til, að neinir blaðamenn hefðu fullan trúnað Nixons og þekktu náið viðhorf hans hversdagslega i lifi og starfi, likt og raunin var með Arthur Krock á dögum Roosevelts og Robert Donovan á stjórnarárum Eisenhowers. „HVERT er eiginlega stjórnmálaviðhorf forsetans, heimspekilega séð?” spurði maður nokkur. Ég svaraði þvi til, að fjöldi manna hefði rætt þetta við morgunverðinn á rit- stjórn blaðs mins, bæði yfirmenn og undirgefnir. Allir hefðu komizt að þeirri niður- stöðu á endanum, að forsetinn væri hvorki „ihaldssamur” né „frjálslyndur”, heldur henti- stefnumaður — i góðri merkingu. Þeir hefðu átt viö, að hann tæki hvert mál til Nixon meðferðar út af fyrir sig og reyndi að l'inna beztu lausn- ina, en tæki hvorki mið af frjálslyndi né ihaldssemi við leitina að henni. Ég ákvað að telja þetta álit stefna að mestu i rétta átt og gevma mikinn sannleika en að minu viti væri þetta þó ekki alltaf rétt. Okkur væri til dæmis öllum kunnugt um, að Nixon hefði fyrst og l'remst verið að leita að „ströngum bókstafstrúarmönnum á stjórnarskrána” þegar hann var að velja dómara i hæsta- rétt, og það benti óneitanlega til, að hann hefði hafthugaað hneigja réttinn til ihaldsáttar. „HVERNIG stendur á þvi,” spurði maður einn, „að mér liður alltaf dálitið óþægilega þegar forsetinn er að tala til min i sjónvarp. Mér finnst einnig að honum sjálfum liði alltaf hálf illa, jafnvel þó að hann sé alveg rólegur og að minu viti mjög sannfærandi?” Ég svaraði þvi til, að for- setinn hefði verið mjög feiminn i æsku, en komist yfir feimnina smátt og smátt með árunum. Svo virtist, eftir þvi, sem ég hef lesið um Nixon (og eins samkvæmt umsögnum hans sjálfs), að hann hefði haft mikið fyrir þvi að yfirstiga þennan vanda við rökræður og ræðuhöld og i stjórnmálastarfinu á siöari árum. Enn virtist meira að segja, að Nixon ætti dálitið erfitt með að standa frammi fyrir fólki, þrátt fyrir völd þau og álit, sem forsetinn hefði. Mér þætti trúlegt að spyrjandinn yrði einmitt ósjálfrátt var við þetta og þar af stafaði óþægindatilfinning- in. Síðan sagði ég frá atviki, sem gerðist á árunum fyrir 1960 meðan Nixon var varaforseti. Hann fékk sér sundsprett i laug ásamt blaða- mönnum eftir erfiðan dag i kosningabaráttu. Blaða- mennirnir voru búnir að vera i lauginni og busla og spjalla saman góða stund þegar Nixon kom. Hann kom að öðr- um enda laugarinnar, stakk sér, synti dálitinn spöl, snéri siðan við til sama lands og fór aftur upp úr án þess að segja orð við nokkurn mann. Ég kvaðst halda, að þetta hefði fremur stafað af feimni en stolti eða einhverju sliku, enda hefðu viðstaddir blaða- menn einnig litiö svo á og ekki séð ástæðu til að fyrtast. HUSMÓÐIR ein, sem fylgdi Nixon i flestum málum, spurði mig spurningar, sem mér þótti sérlega athyglisverð. „Hlær hann nokkurn tima”? spurði hún og bætti svo við: „Ég á við, hvort honum sé nokkur,n tima verulega skemmt.” Ég kvaðst ekki sjá betur en að forsetinn hlægi og gerði að gamni sinu, stundum meira að segja við blaðamenn. Siðari hluta spurningarinnar svaraði ég á þann veg, að forsetinn væri afar mikill alvörumaður, sem hefði „ánægju” af að gera alvarlega hluti, fást við mikinn vanda, glima við erfið viðfangsefni, finna lausn og sigrast á erfiðleikunum. Sömu spurningar héldu áfram að klingja i eyrum mér, hvar sem ég lagði leið mina: „Hvað knýr Nixon áfram?” „Hvað vakir fyrir honum?” „Hvernig er hann innst inni?” Hver spurningin rak aðra, flestar I sama dúr. Þetta sýndi, að sá mikli meirihluti manna, sem nú fylgir Nixon aö málum, metur hann og virðir, en er i raun og veru ekki hlýtt til hans. Það stafar einfaldlega af þvi, að almenningur getur ekki kynnzt honum nægilega vel til þess að þróa með sér slikar tilfinningar i hans garð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.