Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. april 1973. TÍMINN 5 rikjunum, segir aö sá, sem hann hefur dáð mest um ævina sé hinn frægi Phileas Fogg, sem er aðalsöguhetjan i sögu Jules Verne I kringum jörðina á átta- tiu dögum. Hvers vegna klæðir hann sig upp áður en hann legg- ur i ferðalagið? Hann hefur út- skýrt fyrir fölki, hvernig á þvi stendur: Það er vegna þess, að i heiminum, eins og hann er orðinn i dag, verður maður að vera sem hjákátlegastur til þess aö einhver taki eftir manni. Feðurnir keppa í meðferð ungbarna Heilbrigðisráðuneytið i Ham- borg efndi nýlega til óvenjulegr- ar samkeppni fyrir væntanlega feður. Mennirnir kepptu um það, hverjum tækist að baða barn, púðra það, skipta um bleiur og fleira álika bezt, og á sem stytztum tima. Það kom engum á óvart, að sá sem sigraði var Wolfgang Steiner, 30 ára byggingaverkfræðingur, sem sigraði. Kona hans Christine tók samstundis mynd af þessu „super” pabba á myndavélina, sem hann fékk. Þessi mynd getur i framtiðinni orðið til þess að minna á hann, ef þörf krefur^ að hann hefur verið þeirrar skoðunar að bæði kynin skuli vera jafnrétthá. Það mun heldur ekki vera óvenjuleg sjón i Vestur Þýzkalandi að sjá unga feður úti á göngu með börn sin i barnavagni, eða gangandi, eftir þvi, á hvaða aldri þau eru, og það mun heldur ekki vera neitt vandamál i fjölskyldum, þar sem báðir aðilar vinna úti, hvernig skipta ber heimilis- verkunum á milli þeirra. Það fer litið fyrir hinum gömlu og ihaldssömu fjölskyldum, sem einu sinni voru svo algengar bæði þar og annars staðar. Konurnar fagna þvi þó i hvert skipti, sem yfirvöldin gera eitthvað til þess að létta þeim baráttuna um jafnrétti, til dæmis með þvi að koma af stað keppni svipaðri þeirri, sem hér um getur. supefvw: Verkfallinu er að Ijúka Þessi mynd er takin á Lundúna- flugvelli nú nýverið. Sýnir hún áhöfn á einni af flugvélum BOAC, það er að segja flug- freyjur og bryta vélarinnar. Þetta fólk, og allt annað sem vinnur sömu störf hjá BOAC fór i þriggja stunda mótmælaverk- fall til þess að mótmæla vinnu- aðstöðu sinni, og þá sér i lagi hvernig það er kallað á vaktir svo að segja hvenær sem er og með stuttum fyrirvara. Það segir, að þessi vinnubrögð hafi mjög slæm áhrif á það, og eyði- leggi alla möguleika þess til þess að taka þátt i eðlilegu sam- kvæmislifi, og ástalifið sé einnig i bráðri hættu. Helzt finnst manni, að svipurinn á fólkinu gefi til kynna, að það sé orðið þreyttáþessu „langa” verkfalli, og hlakki til þess að fá nú að hefja störf sin aftur sem allra fyrst. Gilbert í söngferðalag Hinn vinsæli poppsöngvari Gil- bert O’ Sullivan situr hér og ræðir við unga stúlku á blaða- mannafundi, sem hann'hélt ný- lega i London. Þar skýrði hann blaðamönnum frá fyrirhugaðri söngferð sinni til Norðurlanda og annarra landa meginlands Evrópu. Hann hyggst leggja upp i ferðina 7. mai næst- komandi. Búningur söngvarans er nokkuð frábrugðinn þvi sem við eigum að venjast meðal al- mennings. Helzt gæti maður hugsað sér, a'j þarna væri á ferðinni hermaður eða lög- reglumaður, en þegar betur er að gáð stendur einungis Gilbert 0 ’Sullivan á merkjunum á öxlum hans, og og flibbahorn- unum ber hann sömuleiðis stafi sina tvö stór G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.