Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 15. aprll 1973. 11 TÍMINN Sendu 800.000 kassa af frystum fiski tfl útlanda á síðasta ári Loðnan fryst í sláturhúsum Annar meginþátturinn i starfi eftirlitsins er að leggja til tækni- aðstoð i vinnslu nýrra tegunda og pakkninga. Gert er ráð fyrir, að deildin geti sent fólk til aöstoðar við framleiðslu, sem ekki hefur áður verið i húsunum. Það getur verið rækja, eða skel, eða eitthvað annað, sem frystihúsið vill reyna, vegna þess að hráefni er hægt að fá. Gott dæmi um slika þjónustu er, að þegar Vest- mannaeyjar brugðust vegna jarðeldsins, þá voru góð ráð dýr. Það hafði verið gert ráð fyrir stórfelldri loðnufrystingu i Vest- mannaeyjum upp i gerða samninga, en nú urðu önnur hraðfrystihús að taka þessa framleiðslu að sér og bæt við sig verkefni, hús sem annars var ekki gert ráð fyrir að frystu loðnu. Þar á meðal voru tvö sláturhús aðstoðuð við að setja á laggirnar loðnufrystingu, slátur- húsið á Borgarnesi ogá Egilsstöð- um. Þarna lögðu nokkur hrað- frystihús til aðstöðu, en deildin til nauðsynlega fagþekkingu, til að hægt væri að sinna þessari dýr- mætu vinnslu. Þetta með sláturhúsin eru þó einkum athygliisverð nýjung. Sláturhúsin eru meira og minna verkefnalitil allt árið, nema i sláturtiðinni. Þetta eru velbúin hús og kosta mikið og ef þau geta fengið verkefni við að taka við álagstoppunum i hraðfrysti- iðnaðinum er það dýrmætt fyrir alla aðila, sjómenn, verkafólk, eigendur húsanna og þjóðarbúiö i heild sinni. Verkefnin eru tengd sölunni Þótt fiskeftirlitið sé einkum viðhaft til að tryggja vörugæðin og að sams konar vara sé i sams konar pakkningum af hrað- frystum fiski, án tillits til hvar hann er veiddur og unninn. Þá eru verkefnin auðvitað lika nátengd sölunni. Við aðstoðum við gerð nýrra pakkninga fyrir físk. Það er ör þróun i hraðfrystiiðnaðinum og fiskiðnaðinum i heild sinni. Ný hús eru miklu betur skipulögð frá tæknilegu sjónarmiði, en þau gömlu voru. og við reynum að miðla þeirri þekkingu og reynslu, er deildin hefur yfir að ráða til þeirra aðila er hanna og reisa hraðfrystihúsin. En framleiðslu- eftirlitið er samt ávallt aðal- málið. Viðtal við Inga B. Halldórsson, skipstjóra, sem sér um afskipanir ó sjóvarafurðum Ingi B. Halldórsson, skipstjóri starfar að afskipunum, en svo er það nefnt að vinna við að koma útflutningsframleiðslunni úr iandi. Ingi B. Halldórsson var áður skipstjóri hjá skipadeiid SIS og er þvi vel undir starf sitt búinn, þekkir vel til allra flutninga með ströndum frarn og milli landa. Hann sagði okkur þetta um starf sitt i Sjávarafurðadeildinni: Þegar búið er að selja vöruna, er henni komið hingað til að var- an komist i skip. Þetta eru tveir ■ Ingi B. Ilalldórsson, skipstjóri. aðalflokkar afurða. Hraðfrystar og hinsvegar skreið, fiskimjöl og grásleppuhrogn og fleira. Sam- bandið á tvö frystiskip M/S JÖKULFELL og M/S SKAFTA- FELL og annast þessi tvö skip mikinn hluta fiskflutninganna. Þó fer stundum nokkurt magn með Eimskipafélagsskipunum. Sam- bandsskipin eru aðallega i ferð- um til Ameriku, en þangað fer mestaf freðfiskframleiðslu okkar til vinnslu i fiskréttaverksmiðju Sambandsins i Harrisburg. 800.000 kassar á ári. Þetta er talsvert magn, sem flutt er út hjá Sjávarafurðadeild SIS. A siðastaári fóru t.d. um 800.000 kassar af hraðfrystum fiski til útlanda og um 190.000 sekkir af fiskimjöli. I ár erum við búnir að senda nú þegar um 120.000 sekki af mjöli. Okkar verk er einkum fólgið i þvi að sjá um að varan komist til viðtakanda á réttum tima. Það verður þvi að tryggja að skip komi á ákveðna framleiðsluhöfn á ákveðnum degi, eða allt að þvi og það verður að vera komið fyrir ákveðinn tima i erlenda höfn. Þangað sem senda á vöruna. 1 sölusamningum eru misrúm ákvæði, sem segja fyrir um af- hendingartima, svo það má segja sem svo, að við hér séum að tengja sölusamningana við flutn- ingskerfið. Það má segja að siglingar séu orðnar mjög öruggar á hafnir landsins. Illviðri geta að visu gert strik i reikninginn og valdið töf- um, og aðeins minnstu skipin komast inn á sumar hafnir. Það veldur að sjálfsögðu óþægindum og vissri óhagkvæmni. En þegar um stór skip, miðað við aðstæður Guðbjörg Guðmundsdóttir og Pauline Guðmundsson, ritarar I Sjávar afurðadeild Halldór Jóhannsson, gjaldkeri I skrifstofu sinni. Guðbjörn Guðlaugsson tæknimaður. Hann vinnur við uppsetningu tækja og véla i fryslihúsin og er dýrmætur starfskraftur með mikla reynslu. Hann liefur unnið við frystibúsavélar i meir en aldarfjórðung. Að staðaldri ferðast fimm eftirlitsmenn um landið, menn með langa reynslu og fa- gkunnáttu að baki sér. Tiðar heimsóknir örva heimamenn til dáða og menn finna frekar að þeir eru dýrmætur liður i stórri samvirkri heild, en ella væri, og þvi hefur framleiðslan verið i stöðugri þróun og verður betri með hverju ári sem liður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.