Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 40
r Sunnudagur 15. april 1975. - I I I I MERKIÐ, SEM GLEÐUR HHtumst i haupfélaginu Gistið á góóum kjörum #HDTEi.# m\ i—ii.—■HllU nl SGOÐI L J f!/rir tjúútui mttl $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Eggjandi að búa í grend við Hallbjarnarstaðakamb: BÓNDI Á TJÖRNESI RANNSAKAR INNYFLI ÝSU ÚR SKJÁLFANDA og hefur unnið 3-4 nýjar skeldýrategundir á FYRIR nokkrum misserum byrjaöi roskinn bóndi á Tjör - nesiaösafna skeljum af miklu kappi. Siöan hefur hann margri stundinni variö til þess aö kanna ýsumaga, og árangurinn hefur ekki látiö á sér standa. Hann hefur fundiö þrjár kuöungtegundir, sem ekki var vitaö um áöur hér- lendis, og sennilega einnig eina hörpudiskstegund, auk þesssem hann hefur fundiö a 11- margt skelja, sem ekki hafa áöur komiö úr sjó viö Tjörnes. Þessi bóndi er Jóhannes Björnsson i Ytri-Tungu. Hallbjarnarstaðakambur, þar sem margt merkilegt hef- ur varðveitzt i leir- lögum,meðal annars æva- fornar skeljar, er skammt frá heimili hans, og vafalaust orkar slikur staður eggjandi á þá, sem hneigjast til náttúru- skoðunar. Annars fer þeim nú fjölgandi, sem leggja stund á skeljasöfnun, og kemur þar til, að nú eru til aðgengilegar bækur um þessi efni þeim til leiðsagnar, er gefa sig að sliku. — Ætli það séu ekki þrjú ár siöan ég byrjaði á þessu, sagði fóum drum Jóhannes, er Timinn hringdi til hans, og ég held, að ég eigi nú orðið um eitt hundrað og sjó'tiu tegundir. Þetta er lang- mest héðan úr Skjáifanda, en nokkuðhef ég fengið i skiptum frá mönnum i öðrum lands- hlutum. Til dæmis höfum við Þorsteinn Þ. Viglundsson, fyrrverandi skólastjóri i Vest- mannaeyjum, átt dálítið saman að sælda. Eins og kunnugt er gleypir ýsan mikið af skeljum og kuðungum, og ég verð mér úti um ýsuslóg til þess að kanna hjá Fiskiðjusamlagi Húsa- vikur. Þannig hef ég fengið þessar nýju tegundir, sem óþekktar voru áður hér við land. Þetta eru allt smáar tegundir, og hörpudiskurinn, sem visindamenn syðra munu reyndar ekki enn vera búnir að kveða upp úr með, til hvaða afbrigðis skal telja, er til dæmis örsmár, ekki nema þrir eða fjórir millimetrar — Annars fæ ég allt of litið af ýsuinnyflum, sagði Jóhannes. Skjáifandaflói var fullur af ýsu, en dragnótabátarnir hafa langt til urið upp stofninn, svo að þetta er nauðalitið orðið, sem berst á land. Auk þess fara veiðarfæri þeirra hroðalega með botninn. Ég get nefnt þar til dæmis, að ég samdi við einn þeirra, sem stundar dragno'taveiði, að vera mér liðsinnandi við söfnunina. En þá brá svo við, að skeljarnar voru svo að segja allar brotnar — varla nokkur skel heil. Þetta hlýtur að starfa af þvi, að keðjur og þess konar búnaður, sem er hluti af svona veiðarfærum, brýtur og mer allt, sem undan getur látið af þvi, sem þau fara yfir. I.oöuan ætlar að verða okkur drjúg aö þessu sinni. Göngurnar hafa enzt lengur en endranær, og þess vegna ekki aö undra, þótt reykháfi verksmiðjunnar I örfirisey. -Timamynd: Róbert. íslenzkt kjöt á (innsk páskaborð Finnar ætla aö sækja páskalambið tii Islands. Samband islenzkra sam- vinnufélaga hefur samiö um þaö viö samvinnusláturhúsin finnsku aö senda fiugvél, fullfermda islenzku dilka- kjöti, til Helsinki nú fyrir páskana. Farmurinn, fimmtán lestir, fer með flugvél frá Fragtflugi og verður aðeins sex klukkustundir á leiðinni. Þetta er í tilraunaskyni gert, en verðið, sem fyrir kjötið fæst, er talið viðunandi. Aðalfundur BÍ í dag Aðalfundur Blaðamannafélagsins er á Hótel Esju í dag, sunnudaginn 15, apríl, og hefst hann kl. 14. Sönnunargögnin stundum dregin upp úr veskjum grunaðra manna? Sérstök deild innan lögreglunnar hefur tekið 13 leynivinsala d tveim mdnuðum Klp-Reykjavik. „Þaö er ekki svo að hér sé um neinar sérstakar aögerðir aö ræöa, eða neina sér- staka ferð á hendur leynivin- söluin." sagði Guðinundur Her- mannsson yfirlögregluþjónn er við hringdum inigæi.ervið höfðum fregnað, að margir leigu- bílstjórar liafi verið tekuir á undanförnum dögum með áfengi i fóruitt sinuin og fvrir sölu áþvi. ,,Þetta er bara það, sem alltaf er að gerast. Við höfum haft nokkra óeinkennisklædda menn úti á kvöldin og um sumar helgar nú eltir áramótin til að fylgjast með þessu. A þessum rúmum þrem mánuðum hafa verið kærðir 14 menn, annað hvort fyrir sölu eða fyrir að hafa vin i bílunum hjá sér. Allt eru þetta leigubilstjórar og voru 11 þeirra teknir i siðasta mánuði." Við spurðum Guðmund að þvi, hvort teknar hafi verið upp ein- hverjar nýjar aðferðir við að handsama leynivinsala. Hann sagði, að lögreglan gæfi ekki upp aðferðir sinar en hanngæti þó sagt okkur, að hún stundaði ekki simahleranir til þess, þótt ein- hverjir héldu þvi fram. Leigubilstjóri, sem tekinn var fyrir nokkru, grunaður um að hafa selt áfengi. sagði við okkur, að það væri nánast mann- skemmandi starf að aka leigubil hér i borginni. ..Maður veit aldrei. hvenær þessir menn, sem liggja i leyni til að góma einn og einn sprúttsala, koma upp að hliðinni á bilnum, sjálfir akandi á einhverjum bila- leigubilum, og reka farþegana út til þess að leita að vini. Þetta kom fyrir mig hér eitt kvöldið, og var ég þá að fara með fólk i Þjóðleik- húsið. Það varð að sjálfsögðu of seint, en ég gat ekkert gert eða sagt. Þetta er allt annað en þægilegt fyrir okkur bilstjórana, og ekki bætir það úr skák, að nú eru þeir farnir að fara með þá, sem þeir gruna. niður á stöð, þar sem þeir taka af þeim veskið og blaða i persónulegum skilrikjum og nótum, sem þeir finna þar. Þá taka þeir ávisanir úr veskjunum, ef þær eru eitthvað yfir 1000 krónur, hringja i útgefanda og láta hann gera grein fyrir þessari ávisun. Ég veit ekki,hvort þetta er lög- legt, og efast svo sannarlega um að svo sé. En það er eins og við getum ekkert gert okkur til bjargar, ef þeim dettur ihug að skoða okkur eða bilana okkar nánar. Annað, sem þeir eru nýbyrjaðir á, er að hlusta á samtöl okkar i talstöðinni. Þaðgera þeir með þvi að kaupa ákveðna tegund af japönskum vasaútvarpstækjum, sem ná talstöðvunum á leigubila- stöðvunum. Það er vist ekkert ólöglegt við þetta. En ég get sagt þér, að það er anzi hvimleitt að vita af þvi, að i nær hvert skipti, sem þú talar i talstöðina, skuli einhver lögregluþjónn hlusta á þig. Og ef þú færð skilaboð um að koma á ákveðinn stað, máttu búast við að hafa þá á eftir þér eða þá sitjandi fyrir þér i ein- hverju húsasundi." Það bendir til þess, að lögreglan gangi skörulega fram við að uppræta leynivinsöluna, ef frásögn bilstjórans er nærri lagi. Skylt er að geta þess, aðsamtök leigubílstjóra sjálfra hafa gert ráðstafanir til þess að hindra leynivinsölu breyskra stéttar- bræðra, þar eð þau vilja ekki liggja undir grun og ásökunum um linkind við þá. Meðal al- mennings vekur það mesta gremju. þegar leynivinsalar gera sér drykkjusjúklinga og unglinga, jafnvel börn, áð’ féþúfu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.