Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 37

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur 15. april 1973. TÍMINN 37 um leyfilegan styrk útsendinga. 1 Austur-Evrópulöndunum eru i gildi enn strangari reglur um út- sendingarstyrk og er hæsti leyfi- legur styrkur þar ekki nema 10 þúsundasti hluti af þvi, sem leyft er i Bandarikjunum. Þetta sýnir, hve rannsóknir á þessu sviði eru skammt komnar og hve ósam- mála menn eru um skaðsemi hátiðnibylgjanna. A næstu árum er búizt við mikilli aukningu á notkun hádðnibylgja i heiminum. Helztu útgeislunartækin eru og verða mjög sterkir radarar og fjarstýrð flugskeyti og varnarkerfi, gifur- leg aukning útvarps- og sjón- varpssendinga og ný tæki i iðnaði og jafnvel á heimilum. Fullvist þykir, að örtiðnibylgjur litsjónvarpsstöðva og örbylgjuofna séu of sterkar. Við athugun, sem gerð var i Bandarikjunum kom i ljós, að þriðjungur örbylgjuofna á heimilum og i veitingahúsum sendu frá sér bylgjur sem voru sterkari en leyfilegt er. Orbylgju- ofnar ryðja sér mjög til rúms. Eru þeir notaðir til að hita mat á örfáum sekúndum. Talið er að 100 þúsund slikir ofnar séu i notkun i Bandarikjunum i dag, en árið 1975 er áætlaður fjöldi þeirra hálf milljón. Eigendum ofnanna er ráðlagt að standa ekki nærri þeim, er ofnarnir eru i notkun og opna ekki hitahólfið þegar straumur er á. Einnig er ráðlegt að láta börn ekki vera nærri þessum ofnum. Er nú strangt eftirlit með framleiðslu þeirra, en erfitt er að gera ofnanna svo úr garði að ekki stafi geislunarhætta af þeim. begar á fyrstu árum sjónvarps- útsendinga mældu visindamenn alltaf mikla útgeislun frá þeim, en með nákvæmari tækni tókst að koma i veg fyrir hana. En nú þegar litsjónvarp er að ryðja sér til rúms i heiminum, eykst hættan aftur. Hinn galvaski fulltrúi neytenda i Bandarikjunum, Ralph Nader, hefur sent frá sér bækling, i hverjum litsjónvarpseigendur eru aðvaraðir. Segir i aðvörun- inni, að milljónir manna, sem glápi á litsjónvarp eigi á hættu augnskemmdir, auk annarra truflana á likamsstarfsemi. Eftirlitsmenn með slikum tækjum i Vestur-Evrópu hafa ekki kvartað yfir of sterkri út- geislun frá þeim, en i Banda- rikjunum er notað annað litstjón- varpskerfi en i Evrópulöndum. Hin ört vaxandi notkun örbyglja veldur þvi, að ekki er rúm fyrir fleiri stöðvar á lægri bylgjulengdum og er þvi nauðsyn legt að senda út á sifellt hærri bylgjulengdum. Farið er að smiða litil radar- tæki og verið getur að innan tiðar fari þeir, sem nú fást við loft- skeytaútsendingar og móttöku i fritimum sinum, að leika sér að radartækjum i staðinn. Reiknað er með, að innan skamms geti hver og einn keypt sér i verzlunum radartæki, sem senda út örbylgjur. Litil örbylgjutæki verða sifellt mikilvægari i iðnaði ýmiss konar. Þegar er farið að nota örbylgjur i stórum sil til að þurrka ýmsar vörutegundir, t.d. mais, hris- grjón, tóbak, pappir, vefnaðar- vöru, tré og leir. Einnig eru örbylgjur notaðar til að geril- sneiða mjólk og einnig i margs konar lyfjaframleiðslu. Margs konar not er hægt að hafa af örbylgjum til að mynda til að mæla þykkt á pappir og raka, hægt er að mæla með þeim snúningshraða vélahluta og til að mæla þykkt islaga og hafiss, og örbygljuloftnet ná sjónvarpsút- sendingum beint frá gervi- hnöttum. 1 flestum þeim dæmum, sem hér voru nefnd, er útsendingin fremur veik og hefur ekki skaðleg liffræðileg áhrif. En annars lendir mikið af rafbylgjum, sem sendar eru úþi likömum þeirra manna, sem við tækin fást. 1 sumum til- fellum, til dæmis við notkun labb- rabb tækja, er aðeins 3% orkunnar send út. Allt hitt lendir i likama þess, sem á útsendingar- tækinu heldur. En þegar notaðir eru sterkir sendar og loftnet er mikil hætta á ferðum. Stærstu radarsendar þurfa 10 megavatta orku (10 milljónir watta), sem send er á þröngu en langdrægu sviði. Er þetta jafnmikið og meðalstórt raforkuver framleiðir. Ef fugl ílýgur gegnum geislann skammt frá skerminum, fellur hann til jarðar steindauður, og gegnum- steiktur. Loftleiðir stofna til „Menningarferða" Norskir kennarar í fyrsta hópnum Þö. Reykjavik. — Flugfélögin Islenzku rcyna margt til að laða erlenda ferðamenn hingað til lands, og ekki alls fyrir löngu byrjuðu Loftleiðir að auglýsa tsiandsferðir á Norðuriöndunum með all nýstárlegu sniði. Þessar feröir nefnast „menningarferðir til tslands”, eða „kulturreiser tii Island”, eins og þær heita á norskunni. Menningarferðirnar eru átta daga ferðir, og á meðan á Islandsdvölinni stendur er farið i leikhús, á sinfóniutónleika, söfnin skoöuð, farið i útsýnisferðir, keramikverksmiðja skoðuð, og hlustað er á islenzk skáld halda fyrirlestra um islenzkar bókmenntir og lesið er úr verkum Islenzkra rithöfunda og. skálda. Um þessar mundir er staddur hér fyrsti hópurinn, sem sem tekur þátt i „menningarferð”. Eru það þréttán norskir kennarar, sem eru allir starfandi, en eru nú i ársfrii, sem þeir nota til framhaldsnáms við kennara- háskólann i Tönsbergi i Noregi, en þessir kennarar hafa allir hugsað sér að fá réttindi, sem háskólakennarar, og allir eru þeir við nám i norsku og bókmennta- sögu. Fyrirliði hópsins heitir Grete Eriksen, og við hittum hana aðeins að máli á Hótel Loft- leiðum, er hópurinn var að fara i Norræna húsið. Grete sagði okkur, að það tilheyrði þeirra framhaldsnami, að fara i skóla og kenna, kynnast nemendunum og fylgjast að öllu leyti vel með kennslu i sem flestum skólum. Við erum öll við nám i norsku og er við fréttum af þessum nýju ferðum Loftleiða og fórum að ræða um að komast til tslands, og þá alveg eins til að kynnast islenzkunni betur, en hún er jú nokkuð lik nýnorskunni og enn likari „gammel norsk”. Við leituðum þvi til norska rikisins og fengum smástyrk til ferðarinnar, en annars höfum kostað þessa ferð sjálf. meðal annars með þvi að safna til hennar i vetur. — Og hvernig hefur tslandsdvölin veriö? — Hún hefur verið mjög góð. Þetta er allt m jög vel skipulagt af hálfu Loftleiða, það eina, sem hefur valdið okkur vonbrigðum er veðrið. Þegar við fórum til Hveragerðis var veðrið þannig, að við sáum yfirleitt ekki neitt, en samt sem áður var gaman að skoða gróöurhúsin og sérstaklega þegar úti fyrir var öskrandi stór- hrið. Þá höfum við notað morgn- ana til að heimsækja skóla og á fimmtudagsmorguninn heim- sóttum viö Voga- og Hagaskóla. 1 hvorum skóla tóku 200-300 börn á móti okkur. Við sýndum þeim myndir frá Noregi, héldum stuttan fyrirlestur um Noreg og að lokum sungum við nokkur norsk lög. Einnig höfum við heimsótt kennaraháskólann, og á laugardaginn förum við i flugferð yfir Vestmannaeyjar og það er ferð, sem við biðum með eftir- væntingu. — Að lokum vil ég þakka öllum, sem hafa skipulagt þessa ferð fyrir okkur á tslandi, þvi þetta er ferð sem við gleymum seint sagði Grete. Útvarpsbylgjur, og þar með örbylgjur, eru i eðli sinu ekki ósvipaðar ljósbylgjum. Hitaáhrif þeirra er ekki ósvipuð og af geisl- um sólarinnar. Likaminn er varinn fyrir iægri bygljulengd- um, en örbylgjurnar (sjónvarp, FM, radar og útvarpsbylgjur eins og VFH og UHF ) fara gegnum húðina og inn i likamann og valda hitaaukningu. Hin mikla spurning er, hve mikið þolum við. Of sterkar örbylgjur hafa mest áhrif á eistu og augu. sem hvort tveggja eru mjög viðkvæm liffæri. Augun þola tiltölulega mikla hitaaukningu, en leiða hitann illa út aftur, Þessvegna getur tiltölulega litil aukning á örbylgjum haft slæm áhrif. Vitað er, að jafnvel „mein- lausustu” rafsegulbylgjur geta haft óvænt og stundum hörmuleg liffræðileg áhrif. Þangað til að fyrir liggja öruggar visindalegar niðurstöður um skaðsemi ör- bylgjanna, er mönnum ráðlagt, að sýna fyllstu varkárni i meðferð þeirra, svo að harmleikurinn, sem röntgegngeislarnir ollu á sinum tima, endurtaki sig ekki. Brautryðjendurnir, sem unnu að fyrstu tilraununum með rönt- gegngeisla, urðu að gjalda þær dýru verði. Þeir fengu brunasár, sérstaklega á aldlit og hendur og i mörgum tilfellum hafa þau sár ummyndast i krabbamein, allt að örbylgjuofnar geta verið stórhættulegir sé ekki viðhöfð full aðgæzla er þeir eru I gangi. 50 árum eftir að þau mynduðust á likamanum. Dr. K.Z. Morgan.forstjóri heilsugæzlu- deildar Oak Ridge National Laboratory i Tennessee, stað- hæfir, að i Bandarikjunum látist á ári hverju þúsundir manna af af- leiðingum rangrar meðferðar röngtengeislatækja, eða of stórra skammta af slikum geislum. YOKOHAMA FYRIR SUMARIÐ HJÓLBARÐAR Höfðatúni 8. Símar 16740 og 38900 SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA • VÉLADEILD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.