Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 15. april 1973 Mynd tekin af miAju þali fléttu, scm nefnist landkortaskóf. Kngjaskóf, ein af algengari fléttuin liér ó iandi. Geitaskóf, engjaskóf, fjallagrös, hreindýramosi og mariugras, allt eru þetta íslenzkar flettur, en tegundirnar skipta hundruðum ó landinu Rætt við Hörð Kristinsson grasafræðing, sem rannsakað hefur íslenzkar fléttur Til er sá gróður, sem getur lifað og starfað við ótrúlega lágt hitastig jafnvel i frosti þegar annar gróður er i dvala. Þetta eru flétturnar, sem oft má sjú vaxa á ótrúlegustu stöðum, svo sem utan á steinum, þar sem þær hafa ekki aðra næringu en leysingarvatnið, sem rennur niður eftir steinunum og koltvisýring andrúms- loftsins, en með þess hjálp vinna þær og byggja upp lifræn efni. Frá Þjórsárverum Hvað eru fléttur og hvernig er starfsemi þeirra? Hver er út- breiðsla þeirra á Islandi? Við fengum Hörð Kristinsson grasa- fræðing, sem býr og starfar á Akureyri til að segja okkur litil- lega frá fléttum og þá um leið starfi sinu. Hann hefur undan- farnar vikur kennt við náttúru- fræðideild Háskólans og hélt einnig fyrir skömmu fyrirlestur hér i borg á vegum Náttúrufræði- félagsins um fléttur. Hörður starfar annars við Náttúrugripa- safnið á Akureyri, en hefur einnig stundað kennslu nyrðra og vinnur fyrir Lystigarðinn á Akureyri. — Tildrög þess, að ég fór að starfa að rannsóknum á isienzk- um fléttum voru þau, að hingað kom á Surtseyjarráðstefnu pró- fessor frá Dukeháskólanum i Norður-Karólinu i Bandarikjun- um, sagði Hörður. — Hann og vis- indamenn hér höfðu áhuga á að fylgzt væri með landnámi flétta og sveppa i Surtsey. Prófessor þessi, Culberson að nafni, taldi sig ekki hafa tök á að vinna við þessar rannsóknir sjálfur, en vildi gjarnan styðja þær. Ég var þá við nám i Þýzkalandi, og komst Culberson á snoðir um, að ég hefði áhuga á fléttum. Ég hafði byrjað að safna flétt- um þegar ég var hér i leyfum á námsárunum 1961, svo og vetur- inn ’62-’63 þegar ég dvaldist hér og gerði hlé á náminu. Annars voru asksveppir, sem valda sjúkrómum á jurtum, sér- verkefni mitt til prófs, en ég lærði grasafræði, með dýrafræði og plöntusjúkdómafræði sem auka- greinum. V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.