Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 15. april 1973. TÍMINN 17 Leonardo da Vinci var mjög hlédrægur gagnvart konum. Hann dýrkaði móður sína og dáði fjórðu stjúpmóður sfna, Lucrezia, cn eina konan, sem hann annars bar hlýjar tilfinningar til, var Cecilia Gailerani, er var ástkona Ludovico Moro's... Leonardo máiaði Ceciliu, og hér sjáum við ieikkonuna við hiiðina á máiverkinu. Leonardo var skirður I fæðingarhx sinum Vincil. Viðstödd voru faðir- inn Piero da Vinci og fjölskylda hans, cn móðurinni var ekki boðið. Hún var bóndastúlka, er fætt hafði soninn utan hjónabands.... fyrir slys. Sjónvarpsáhorfendur sjá að sjálfsögðu ekkert af þess- um tilfæringum. Þeir verða að- eins vitni að þvi undri, að ,,fugl- maðurinn” lyftist frá jörðu og flýgur mót bláum himni með út- breidda vængi. Hluti þessa atriðis, — þ.e. sjálft hoppið ofan af bakkanum, — var myndað á öðrum stað. Þrir myndatökumenn komu sér fyrir á mismunandi stöðum til að taka þetta dramatiska atriði frá mis- munandi sjónarhornum. Hinn fifldjarfi ..Zoroastro” sló út vængjunum og kastaði sér fram af bakkanum, — og féll nokkra metra. Hér var um að ræða frjálst flug án tæknilegs stuðnings. Og kvikmyndatöku- vélarnar suðuðu.... En er hann lenti á gúmmimott- unni, fór hann i keng og æpti af sársauka. Hann hafði ekki reikn- að með þunga flugtækisins og þvi snúið illilega á sér ökklann. Varð að fara með hann á sjúkrahús. En ef i þessu hlutverki hefði ekki ver- ið slikur sérfræðingur, hefði hann átt þaö á hættu að hálsbrjóta sig. Um leið og Zoroastro, — nafnið festist við þennan unga ofurhuga, — var orðinn heill á ný, kom hann aftur til myndatöku. Rimbaldi er spurður að þvi, hvort þessi viðundursvél starfi yfirleitt. Hvaö hefur hann að segja sér til varnar? — Ég þarf ekkert að segja mér til varnar, heldur Leonardo. Flugtsékið er alveg eins og það, sem Leonardo bjó til. Fræðilega séð er þetta fullkomin uppfinning, en eitt skortir þó á. Leonardo tók ekki nægilega tillit til hinnar sér- stöku byggingar fuglanna, enda þótt hann hefði rannsakað bæði likama þeirra og flugaðferð vandlega. Hvernig tekst fuglun- um að yfirvinna þyngdarkraftinn, jafnvel i sterkum mótvindi eða með stóran hlut i nefinu? Þeir geta það vegna þess, að þeir hafa liffræðilegan hæfileika til að sveifla vængjunum svo titt. Þeir geta t.d. sveiflað þeim furðu oft á einni sekúndu, meðan maöurinn getur aðeins sveiflað örmum sin- um fáeinum sinnum. „óhappið" Við erum nú viðstödd upptöku siðasta atriðis i upptöku „flug- mannsins”. Mikil spenna rikir. Kvikmyndafólkið hafði flutt sig á nýjan stað. Castellani hafði nefni- lega fundið hrikalegt, djúpt gljúf- ur með brú yfir. Dýpt gljúfursins: 54 metrar. A botni gljúfursins var komið fyrir þéttu bambusneti. Myndatökumennirnir voru stað- settir niðri á botni gljúfursins og mikill taugaóstyrkur rikti á með- al þeirra. Uppi á brúnni stendur Zoroastro ,,I fullum herklæðum”, reiðubúinn til að hefja flugið nið- ur i gljúfrið, svifandi eða ekki svifandi á óbrúkanlegum vængjunum. Hvernig getur þetta nokkurn tinía blessazt? Hann kastar sér fram af brúnni, ... en miskunnarlaus þyngdarkraftur jarðarinnar dregur hann beint niður, og vængirnir falla gagnslausir sam- an. ... Zoroastra fellur með miklu braki niður á bambusrörin, sem brotna meira og minna i sundur. Fólkið kemur hlaupandi að. Zoroastro liggur i andköfum á jörðinni, ataður blóði, en augun eru opin og beinast að sundur- tættum vængjunum. Augun eru enn opin. Hann dregur andann með erfiðismunum, en svo svifur Dauðinn að. Þessa sjón fá milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim að sjá, og þá væntanlega einnig þeir islenzku. En til allrar hamingju ris „fuglmaðurinn” á fætur innan um bambusrörin og tekur af sér vængina, sem eru gereyöilagðir. Og aðstoðarmaður kemur til og fjarlægir blóðrautt „sminkið”. En annars staðar á rörbotnin- um liggur annar Zoroastro. Þvi er ekki að neita, að hann er nauða- likur unga ofurhuganum, en hann er þó úr gúmmi. Það er þessi figúra, sem við sjáum stökkva út af brúnni. Zoroastro sjálfur þarf ekki að gera annað en að koma sér fyrir á rörbotninum i „blóði sinu”. Leonardo varð raunverulega fyrir óhappi við sina tilraun og átti sök á mannsláti. Stjórnandi myndarinnar er spurður að þvi, hvort þetta tiltæki listamannsins verði ekki að teljast vitfirrings- legt. — 1 lifi Leonardos da Vinci’s skorti ekki atvik, sem bera vitni um næstum ómannlegan visinda- áhuga. Nefna má hönnun hans á hræðilegum striðsvopnum. En það var ekki ruddaskapur eöa mannillska, er kom Leonardo til að reyna að breyta manni i fugl. Hann hafði aðeins óumræðilega trú á eigin getu, og ég er viss um, aö hann hafði tekið aö sér hlut- verk tilraunamannsins sjálfur, ef hann hefði verið nægilega sterkur likamlega. Um sinn mikla draum hefur hann ritað eftirfarandi: „Frá fjallinu mun mannfuglinn lyfta sér til flugs og fylla heiminn gný sinum.” —Stp (tók saman) Aflabrögð í Vest- firðingaf jórðungi TIÐARFAR var oftast hagstætt til sjósóknar i Vestfiröingafjórð- ungi I marz og aflabrögð yfirleitt heldur góð. Fyrri hluta mánaðar- ins var ágætur afli hjá linubátun- um, en tregðaðist heldur, þegar liða tók á mánuðinn. Skiptu nokkrir iinubátarnir þá yfir á net, og fengu þeir yfirleitt góðan afla. Togbátarnir voru á Vestfjaröa- miðum fram eftir mánuðinum, en færöu sig suður fyrir land siðari hluta mánaðarins. Var afii þeirra nokkuð jafn allan mánuðinn. 1 marz stunduðu 39 bátar frá Vestfjöröum bolfiskveiðar, réru 27 með linu allan mánuðinn, 8 með linu og net og 4 með botn- vörpu. 1 fyrra réru 20 meö linu, 6 með net og 10 með botnvörpu á sama tima. Heildaraflinn i mánuðinum var 6.427 lestir, og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 14.310 lestir. 1 fyrra var aflinn i marz 5.343 lestir og heildaraflinn frá áramótum 14.516 lestir. Afli linu- bátanna i marz var 4.229 lestir i 552 róörum eða 7,66 lestir að meðaltali i róðri. Linuaflinn frá áramótum er þá orðinn 11.216 lestir i 1.639 róðrum eða 6,84 lestir að meðaltali i róðri. Er það heldur lakara en á sama tima i fyrra. Aflahæsti báturinn i marz var Július Geirmundsson frá Isafirði með 363,6 lestir i 4 róðrum með botnvörpu. Tálknfirðingur frá Tálknafirði aflaði 290,0 lestir i 21 róðri með linu og i net, en af bátum, sem réru alfarið með linu voru aflahæstir Maria Júlia og Þrymur frá Patreksfirði, með 245,3 lestir i 22 og 23 róðrum. Aflahæsti báturinn frá áramót- um er nú Július Geirmundsson með 793,1 lest, en i fyrra var Tálknfirðingur aflahæstur með 675,3 lestir i 59 róðrum. Ræk ju veiðarnar: Afli var góður á öllum fiski- slóðum rækjubátanna i marz og bárust alls á land 833 lestir. Er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 1.902 lestir. í fyrra var afl- inn i marz 566 lestir og heildarafl- inn frá áramótum 1.569 lestir. Frá Bildudal voru nú gerðir út 14 bátar til rækjuveiða, og öfluðu þeir 147 lestir i 298 róðrum. Aflahæstir voru Helgi Magnússon með 15,4 lestir, Höfrungur 15,4 lestir og Visir með 15,3 lestir i 26 róðrum. 1 fyrra var aflinn hjá 11 bátum, sér réru frá Bildudal, 65 lestir i 213 róðrum. Þrir bátar frá Bildudal fiskuðu 31 lest af hörpudiski. Aflahæst var Freyja með 18,6 lestir. Frá verstöövunum viö Isafjarðardjúp réru 45 bátar, og öfluðu 483 lestir i mánuðinum. Aflahæstir voru Bryndis með 22,2 lestir, Gullfaxi 19,8 lestir, Halldór Sigurðsson 18,1 lest, Ver 17,7 lestir, Dynjandi 17,3 lestir og Gissur hviti 17,2 lestir. 1 fyrra var afli 55 báta við ísafjarðardjúp 369 lestir. Frá Hólmavik og Drangsnesi réru nú 11 bátar, sem öfluðu 203 lestir. Var aflinn hjá 9 bátunum 19,6 lestir i mánuðinum. Til vinnslu á Drangsnesi fóru 62 lestir og 141 lest á Hólmavik. I fyrra réru 9 bátar frá Drangs- nesi og Hólmavik, og var aflinn þá 132 lestir. FISCHER SKIÐI Póstsendum um land allt Sport&íl cHEEMMTORGi Gönguskíði og allur annar skíðaútbúnaður LANDSINS MESTA ÚRVAL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.