Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 15. april 1973. Leonardo da Vinci á skerminum ,,Frá fjallinu mun mannfuglinn lyfta sér til flugs og fylla heiminn gný sínum ir íslenzka sjónvarpið er með margt verulega at- hyglisvert á dagskrá sinni næstu vikur og mánuði. Einna athyglisverðastur þeirra er sá, sem fjallar um italska snillinginn Leonardo da Vinci, ævi hans og list. Myndaflokkur þessi er i fimm þáttum, hver 55-80 minútur i flutningi. Við fáum að sjá fyrsta þáttinn 20. april n.k., þ.e. á föstudaginn langa. Verða þættirnir sýndir óvenjulvga þétt i sjónvarp- inu. Annar þáttur verður sýndur sunnudaginn 22. april, sá þriðji miðvikudaginn 25. april, sá fjórði sunnudaginn 29. april og fimmti og siðasti þátturinn miðvikudaginn 2. mai. Hér er um italskan myndaflokk aö ræöa, og er stjórnandi hans Renato Castellani. 1 þeirri grein, sem hér fer á eftir, veröur sagt frá lifi hins mikla listamanns i stórum dráttum, og einnig veröur greint frá gerö myndaflokksins. Þær spurningar hljóta aö vakna meö okkur, hvernig muni hafa tekizt aö gera mynd um lif og starf svo mikils listamanns, löngu látins. Hvernig veröur þaö aö sjá „Næturheim”, „MonaLisa” og önnur fræg málverk spretta fram undir pensli hans? Og viö fáum aö sjá hina stórkostlegu uppfinningu hans „Fuglmanninn” i endur- nýjaöri gerö, fyrstu „flugvél” heimsins. Hvaöan erföi Leonardo da Vinci hinar stórkostlegu gáfur sinar? Þvi er erfitt aö svara. Viö verðum aö láta okkur nægja þá staöreynd, aö hann var fæddur utan hjóna- bands, — aö faðirinn var skjala- ritari I litlum fjallabæ i grennd viö Flórens, en móöirin var bóndastúlka. Sjálfur hélt Leon- ardo einkalifi sinu aö mestu leyndu. Dagbókarblöö þau, er hann lét eftir sig, höfðu litt annað að geyma en stuttorðar stað- reyndir. En listsögufræöingar hafa unniö mjög að þvi aö grafa upp heimildir um listamanninn, einkum i seinni tið. Fyrir fáum árum barst þeim mikill fengur i hendur, er fundust gögn á Spáni, rituð af Leonardo sjálfum og fjölluöu um ævi hans. Stjórnandi myndaflokksins, Castellani, sem starfaði i sam- vinnu við Leonardo-sérfræðing- inn prófessor Cesare Brandi, not- aði allar nýjustu heimildir viö gerð hans, og lýsir hann þvi lifi Leonardos sem manns og lista- manns með áöur ókunnum stað- reyndum, — allt frá þvi, er hann fæddist i Toscana 1452, þar til hann lézt i útlegð i Frakklandi 1519. Þaö tók hálft annað ár að gera þessa sjónvarpsmynd, sem er itölsk-frönsk-spönsk framleiösla. Tvö hundruö leikarar og yfir tvö þúsund „statistar” tóku þátt i henni. Aöalhlutverkiöer leikiö af Philippe Leroy. Myndtakan fór Leonardo aö mála sitt höfuöverk, Milanó. Leroy lætur sem hann máli fram að hluta i Róm og að hluta á ýmsum stöðum á Norður- og Mið- ítaliu. Móðirin var svikin — Það hafa veriö margar sögu- sagnir á lofti um fæðingu Leonardos, — sagöi stjórnandinn Castellani i viðtali, — nokkrir ævisöguritarar héldu þvi m.a. fram, að hann heföi verið „syndarinnar ávöxtur”, — með Pius páfa 11. sem upphafsmann! Þaö þótti næsta ótrúlegt, að slikur snillingur væri af venjulegum smáborgurum kominn, og þvi var reynt aö skreyta bakgrunn hans. En þaö, sem nú er vitaö meö „NÆTURHEIM,” i klausturkirkjunni Santa Maria delle Grazie i i grfö og erg. 1505 haföi Leonardo fundiö upp eins konar flugvél, — tveir vængir eftir fyrirmynd leöurblöökuvængja, sem hægt var aö spenna á sig, og lyfta sér sföan til flugs. Þetta tæki var endurbyggt eftir teikningum meistarans, — og meö snilldarlegum tæknibrögöum tókst stjórnandanum Castellani og mönnum hans aö skapa sanna mynd af þvi, sem geröist viö tilraun Leonardos. vissu, er ,að Piero nokkur, ungur ritari, sem bjó i litla fjallabænum Vincii Toscana, var ástfanginn i mjög fagurri bóndadóttur, er hét Caterina. Ekkerter vitaö um fjöl- skyldu hennar, en margt þykir benda til, að hún hafi unnið á bóndabæ Antonio da Vinci, föður Pieros. Þann 15. april 1452 (sem sé fyrir réttu 521 ári) fæddi Caterina stóran og sterklegan son, sem skirður var Leonardo... Barnsfaðirinn Piero var þá tæp- lega tvitugur að aldri og ógiftur. Ekkert hefði þvi átt að vera þvi til fyrirstööu, aö hann viöurkenndi faðernið og gengi aö eiga Cater- ina. En þaö varö aldrei af neinu brúökaupi. Ef til vill hefur ástin kulnaö eitthvaö, eða foreldrar skrifarans sett sig upp á móti þvi, að sonur þeirra giftist stúlku af lægri stétt. Aftur á móti tók Vinci-fjöl- skyldan meö gleði á móti Leonardo litla, og var haldin hátiöleg skirnarathöfn i kirkjunni Santa Croce IVinci.Margir gestir voru til staöar, — en ekki Caterina. Þessi kirkja er ekki til I dag, og i sjónvarpsmyndinni var skirnar- athöfnin tekin upp i litlu og virðu- legu kirkjunni Santa Maria in Cosmedin I Róm. 1 myndinni er Caterina látin vera viðstödd, — i felum. Elskhugi hennar fyrrver- andi veit ekki einu sinni af henni. Bóndastúlkan, erhaföi fætt heim- inum snilling, stendur i felum bak viö súlu, sveipuö i langt, hvítt slör, og fylgist með athöfninni tárvotum augum. Þegar henni lýkur, flýr hún. Stjúpurnar Leikiö hefur vafi á þvi, hvar Leonardo ólst upp, en nú er ljóst, aö hann ólst upp hjá fööur sinum, unz hann varö sautján ára. Nokkurra mánuöa eignaðist hann þegar sina fyrstu stjúpu, stúlku frá Flórens að nafni Albiera degli Amadori. Hún var tæpra sextán ára, er hún giftist Piero, og mjög fögur. Þau eignuðust ekki börn. Caterina giftist einnig bráö- lega, þrátt fyrir „fortíð” sina, sem var erfitt að standa undir i smábæ, þar sem mikiö var slúðr- að. Eiginmaöurinn var bóndi og hét Acattabriga di Piero del Vacca, og þaö er mögulegt, aö Vinci-fjölskyldan hafi komið þvi hjónabandi i kring. Bær ungu hjónanna var nálægt bæ Pieros, og Caterina sá son sinn oft, án þess aö fá tækifæri til aö nálgast hann. Þetta var þungbært fyrir Caterina, og ekki siöur fyrir stjúpu Leonardos, sem árangurs- laust beiö þess að eignast barn. Smám saman skildist Leonardo, að hann átti tvær „mæöur”, en neyddist til að láta sem ekkert væri. Þetta var honum þjáningarfullt. Hann gat aöeins sagt „mamma” viö stjúpu sina, eiginkonu fööur sins, en á sama tima óx upp meö honum næstum sjúkleg ást til hinnar raunverulegu móður. Þessar andstæðu tilfinningar höföu áhrif bæði á skapgerö hans og list. Caterina varö fyrsti, og ef til vill stærsti skugginn I lifi Leonardos. Skrifarinn Piero var maöur með mikla lifslöngun, bæði hvað snerti konur og mat. Hann var lifsglaður og aölaöandi á ýmsan hátt, en geysilegur efnishyggju- maður. Fyrsta kona hans lézt eftir eins árs hjónaband, og flýtti hann sér þá að giftast á ný, — einnig i þetta sinn sextán ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.