Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 29

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 29
Sunnudagur 15. april 1973. TÍMINN 29 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson líð Brasiliu vaknaði til lifsins og taugaóstyrkurinn eftir fráfall Peles hvarf. Liðið mætti Eng- lendingum i 8-liða úrslitunum og þá náðu Brasiliumenn að sýna hvað þeir gátu. Garrincha sýndi snilldarleik og Wilson, bakvörður enSka liðsins réði ekki við hann. Garrincha skoraði tvö stórglæsi- leg mörk og Brasiliumenn tryggðu sér rétt til að leika i undanúrslitum, eftir 3:1 sigur yfir Englendingum. Garrincha var ekki af baki dottinn, hann skoraði tvö mörk gegn Chile i undanúrslitunum og hann og Zagolo, voru potturinn og pannan i leik Brasiliu. Leiknum gegn Chile lauk með sigri Brasiliu 4:2, og útséð var, að Brasilia myndi leika aftur til úrslita i heimsmeistarakeppninni. Úrslitaleikurinn fór fram i Santi ago, þar sem Brasiliumenn mættu Tékkum. Tékkar skoruðu fyrsta mark leiksins á 14. min. En aðeins minútu siðar skoraði stórstjarna Brasiliu, Amarildo, eftir að Zagalo hafði leikið á tvo Tékka, leikið upp að endamörkum og gefið stórkostlega spyrnu fyrir markið. 1 siðari hálfleik fór Garrincha, sem lék snilldarlega, heldur betur i gang. Frábærar fyrirgjafir frá hægri kantinum, þar sem hann var á fleygiferð, ógnuðu hvað eftir annað tékk- neska markinu. Eftir 24 min. lék hann upp kantinn, lék á varnar- leikmann og sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Zito tók við hon- um og skoraði.Þremur min. siðar var Garrincha aftur á ferðinni, hann gaf góðan bolta á Vavá sem skallaði i netið og þar með var bú- ið að tryggja Brasiliumönnum sigur og heimsmeistaratitilinn i annað sinn. Eftir heimsmeistarakeppnina lagði Zagalo knattpsyrnuskóna á hilluna og gerðist þjálfari hjá Botafogo. Garrincha var seldur til Corinthians, þar sem undir leikmenn voru að byrja með Botafogo. Leikmenn eins og Rildo (22 ára), Jairzinho (20 ára) og Gerson (23 ára), allt ungir og efnilegir landsliðsmenn. Þótt Garrincha færi yfir i annað lið, var hann ekki aldeilis búinn að vera sem knattspyrnumaður. Fljótlega eftir að hann byrjaði að leika með Corinthians fór að bera á ungum leikmönnum i lið- inu, leikmönnum, sem hann spil- aði uppi og sá þeim fyrir fyrir- gjöfum. Þetta voru ungir leik- menn, eins og Galhardo (19 ára) og Flavio (20 ára). Og Garrincha var enn valinn til að leika fyrir Brasiliu i heimsmeistarakeppn- inni i Englandi 1966. Eeins og menn muna, þá gekk Brasiliumönnum ekki vel i Eng- landi. Þegar liðið kom til Brasiliu eftir keppnina, var Garrincha gripinn i útvarpsviðtal. Hann skellti skuldinni á forustumenn knattspyrnumálanna i Brasiliu og þá sem völdu landsliðið, er lék hverju sinni i keppninni. Garr- incha sagði, að þeir vildu góða einstaklinga, en hefðu ekki tekið tillit til heildarleiksins. Garrincha lagði knattspyrnu- skóna á hilluna eftir heims- meistarakeppnina. Heppnin var ekki með honum, eins og félaga hans Zagolo. Þegar þeir léku saman með Botafogo, ráðlagði vixlari þeim félögum, að leggja fé i ákveðið fyrirtæki. Þeir gerðu það og inneign þeirra jókst jafnt og þétt i verði. Þegar hún var komin i þó nokkra upphæð, keypti Zagolo sér einbýlishús og seldi sinn hlut i fyrirtækinu. Garrincha hélt áfram og dag nokkurn tapaði hann fjármunum þeim sem hann hafði lagt i fyrirtækið, þvi að hlutabréfin snarlækkuðu i verði og fóru aldrei upp aftur. Þetta skeði á versta tima, þvi að hann var nýskilinn við konu sina og var byrjaður að vera með söngkon- unni Elsu Soares. Þessi vinsæli knattspyrnumaður varð gjald- þrota og var settur i fangelsi. Garrincha átti marga góða og trygga aðdáendur, sem hjálpuðu honum og árið 1971 var hann að husga um að taka fram knatt- spyrnuskóla og koma sem „comeback”. Hann fékk tilboð sænskum liðum og lengi vel stóð til að hann færi tií Sviþjóðar. Hann hætti við það og gerðist þjálfari i Brasiliu. A þeim tima, sem allt gekk á afturfótunum hjá Garrincha, var Zagalo að vinna sér nafn, sem einn snjallasti knattspyrnuþjálf- ari Brasiliu. Hann ásamt Admildo de Abru Chirol, náðu frábærum árangri með Botafogo. Þegar knattspyrnusamband Brasiliu ákvað að reka Joao Saldanhn landsliðsþjálfara 1970, þótti það sjálfsagður hlutur, að Zagolo og Amildo tækju við lands- liðinu og stjórnuðu þvi i Mexikó. Þeir stjórnuðu liðinu ágætlega i Mexikó. Liðið lék eins og samstæð heild, þveröfugt við keppnina i Englandi 1966. Zagalo lét lið- ið leika 4-3-3, leikaðferðina, sem færði Brasiliu heimsmeistara- GJÖFIN ssm Heimsmeistararnir i Chilr 1962. Standandi frá vinstri: Djalma Santos, Zito, Gylmar, Nilton Santos, Zouzimho og Mauro. Fremri röð frá vinstri: Americo (hefur verið nuddari landsliðs Brasilfu frá 1957), Garrincha, Didi, Vava, Amarildo og Zagalo. titilinn 1958, 1962 og svo aftur 1970. Zagalo, sem fæddist i austur- héruðum BrasiliiLfátækasta hluta landsins, lék ávaílt mjög yfirveg- aða knattspyrnu, með stuttum og snöggum sendingum og eldfljót- um upphlaupum. Þannig knatt- spyrnu lét hann leika i HM- keppninni i Mexikó „Litli maður- inn' eins og Zagolo var ávallt kallaður, varð dýrðlingur i heimalandi sinu, þegar hann kom aftur heim með Jules Rimet stytt- una frægu, — styttuna sem Brasi- liumenn voru búnir að vinna til eignar. Nú gátu Brasiliumenn brosað aftur, eftir hin miklu von- brigði, sem urðu árið 1966 i Eng- landi. — SOS. Bakverðir hugsuðu sig tvisvar um, áður en þeir fóru á móti Garrincha. Hér á myndinni er hann sloppinn fram hjá sænska bakverðinum Axbom i úrslitaleik HM-keppnarinnar 1958 og þá var ekki sökum að spyrja. allir kaupa hringana hjá Skólavörðustíg 2 Zagalo (liggjandi) skoraði mark gegn Svium I úrslitaleiknum 1958. Pele með uppréttar hendur á leiðinni til hans til að fagna markinu. W Félag járniðnaðar- manna Félagsfundur Verður haldinn þriðjudaginn 17. april 1973 kl. 8.30 e.h. Tjarnarbúð, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Reglugerð minningarsjóðs járniðnaðarmanna. 3. önnur mál 4. Erindi: „Grunnskóli og verkmenntun”. Andri isaksson flytur. Mætið vel og stundvislega Stjórn Félags járniðnaðarmanna UR i URvali ÚROGSKARTGRIPIRl KDRNELlUS JONSSON SKÚLAVÖRÐUSTÍG8 BANKASTRÆTI6 *>"*18588*18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.