Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 27
Sunnudagur 15. aprll 1973. TÍMINN 27 inn stendur þrjátiu metrum utan við hitt byggingarsvæðið, með eigin skurði umhverfis, og hefur hann sennilega haft sérstaka þýð- ingu fyrir byggingarmeistarana. Ef til vill hefur hann verið lykill- inn að hinu mikilfenglega áformi þeirra. Nú er hann eins og af- skekktur klettur, 35 tonn að þyngd. Hann er sokkinn rúmlega metra niður i jörðina og jafnvel þótt hann skeri sig undarlega úr hinum hluta Stonehenge, er hann á einhvern hátt hluti af þvi. Bikarþjóðin stóð framar- lega í byggingarlist Það hefur aö likindum tekið steinaldarmennina marga ára- tugi aö ljúka fyrsta áfanga Stone- henge I, eins og visindamenn kalla það. Nálægt tveim öldum siðar héldu eftirmenn þeirra áfram verkinu. Bikarþjóðin haföi þann sér- kennilega sið að grafa drykkjar- bikara með hinum dauðu. A margan hátt hefur þessi þjóð ver- ið hin þróaðasta, sem uppi var á steinöldinni. Þeir kunnu fleira en að búa til bikara. Einkum höfðu þeir á að skipa hæfum byggingar- meisturum, og þeir áttu góð sam- skipti við umheiminn. Þeir komu innflytjendur til Austur-Englands frá Hollandi og Rinarlöndum. Föstum verzlunar- leiðum komu þeir á til megin- landsins. Ein leiðin lá eftir vesturströnd Wales, inn i Bristol- flóa til Pembrokeshire, þar sem bikarmennirnir náðu i blástein, sem einkennir annan áfanga Stonehenge. A timabili Stonehenge II, var ekki færri en áttatiu þessara blá- steina komið fyrir i tvöföldum hring innan við Aubrey-holurnar. Samtimis var „Avenjúinn” lagð- ur. Það er gat, sem liggur fram hjá gamla hælsteininum og nokk- ur hundruð metra áfram, áður en hann beygir til austurs til Avonár. Þessum öðrum áfanga var aldrei lokið. Við vitum ekki, hvers vegna bikarþjóðin hætti þessu starfi, rétt áður en þvi var lokið. En það er athyglisvert, að þeir hættu nálega á þeim tima, sem hægt er að segja, að steinöld ljúki á Englandi. Svo komu Wessermenn með aðra hugmynd. Visindamenn hafa aldrei orðið ásáttir um það, hvort Wessermenn hafi verið ný þjóð, sem hafi setzt að i nágrenn- inu, eða einfaldlega einhver blanda af bikarmönnum, sem komin hefur verið lengra á þróunarbrautinni. Þetta skiptir ekki heldur máli. Mikilvægara er hitt, að þeir voru sú þjóö, sem rikti á þessu svæði viö byrjun bronsaldar. Þeir höfðu þegar skapað mjög svo skipulagða menningu meö flókinni valdskiptingu og traust- um fjárhag, sem var grund- vallaður á handiðnaði, akuryrkju og verzlun. Þeir skiptust i kyn- þætti og fyrir hverjum slikum fór hershöfðingi. En þetta var frem- ur friðsamt fólk, sem átti góð samskipti við fólk viðs vegar um Evrópu. Var Krít fyrirmyndin? Mikils háttar brezkur forn- fræðingur, R.J.C. Atkinson að nafni, telur, aö ef til vill hafi Wessermenn komizt með verzlunarferðum sinum erlendis i samband við húsameistara, haft þá heim með sér og Játið þá byggja Stonehenge III. Hann bendir á, að þessar fornu bygg- ingar hafi sterkt svipmót af húsa- gerðarlist við Miðjarðarhaf, og aö það hafi fundizt gripir frá Miö- jarðarhafslöndum i gröfum þarna. Auk þess, segir hann, er ekkert til i Englandi, sem likist Stonehenge. Hina innfæddu ibúa myndi hafa brostið reynslu til þess að geta reist slika byggingu. Eg álit, segir Atkinsson, að skýringuna á þessum sérkenni- lega svipsé að finna i áhrifum frá hinni mykensku og minoisku menningu á Krit og þar i grennd. Sjálft verkið hefur trúlega verið unnið i þrem áföngum og staöið yfir i um það bil öld. Fyrst var rif- in byggingin úr blásteininum, sú er kalla má Stonehenge II. Sjálfur var steinninn lagöur til hliðar, til þess að nota hann siöar. 1 staðinn fyrir bygginguna, sem rifin hafði verið, reistu Wesser- menn hvirfingu úr sléttu grjóti. I báðum tilvikum voru steinarnir felldir saman á þann hátt, að þeir mynduðu hlið. Tveir voru reistir upp, en sá þriðji lá eins og bjálki ofan á þeim. Það voru fimm slik hlið i skeifulöguðu þyrpingunni, og þrjátiu umhverfis hana. Siðan voru tuttugu blástein- anna valdir úr og þeim komið fyr- ir inni i skeifunni. Til þess að fá rúm fyrir afganginn, var grafinn tvöfaldur hringur af holum, (sem nú hafa verið merktar með y og z), umhverfis hringinn úr slétta grjótinu. En verkinu var aldrei lokið. Ef til vill hafa þeir orðið að hætta við það vegna einhverra utanað kom- andi orsaka, striðs eða, náttúru- hamfara. Má vera, að húsameistararnir hafi blátt áfram skipt um skoðun. En stanzinn er aðeins einn af mörgum minni háttar leyndar- dómum i sambandi við byggingu Stonehenge. Hvað sem öðru liður: Wesser- menn höfðu ákveðið að komast af án nokkurrar skeifu úr blásteini, þegar þeir hófu aftur verkið nokkrum árum síðar. Blásteinarnir, sem eftir voru, voru aftur fluttir inn i sléttgrýtis- hringinn og mynduöu nú þéttan, lokaðan hring. Hvers vegna voru þeir að byggja í fimm hundruð ár? Hringurinn með Aubrey-holun- um, hringurinn með sléttu stein- unum, y og z holurnar, blásteins- hringurinn, — allt vitnar þetta um meira en fimm hundruð ára byggingarstarf. Við verðum að ætla, að það hafi verið eitthvert markmið með öllu þessu. Hið merkilegast við Stonehenge er ekki heldur það, að það skuli vera til, jafnvel þótt stærð þess sé mikilfengleg, heldur hitt, hvers vegna það er til. Samkvæmt nýlegum útreikn- ingi, tók það hálfa aðra milljón vinnudaga aö reisa Stonehenge. (Og er þá gert ráð fyrir, að meira en fjörutiu manns hafi unnið i 24 klukkustundir á dag i hundrað ár). Það hefur kostað mikla um- hugsun og útsjónarsemi að flytja þessa þungu steina langar leiðir. Framkvæmdin hefur einnig kraf- izt mikilla fjármuna, sem sam- félagið hefði vel getað variö á annan hátt. Hinn þekkti stjörnufræðingur, prófessor Gerald S. Hawkins, hef- ur reiknað út kostnaðinn við þetta mikla mannvirki. Geimferða- áætlanir Bandarikjamanna kosta um það bil einn hundraðshluta þjóðarframleiðslunnar, segir hann. Stonehenge hlýtur að hafa tekið til sin að minnsta kosti til- svarandi hluta i þessu forna sam- félagi. Starfið viö byggingarnar hefur ef til vill krafizt meiri fórna af þessari fornþjóð, en geim- ferðaáætlanirnar af okkur, og þess vegna kann þetta að hafa veriðenn þýðingarmeira fyrirþá. En verkiö var meira en fram- lagðir peningar og vinnukraftur. Það var knúið fram af hvöt, holl- ustu, sem aldirnar gátu ekki máð út. Einhver rik þörf hefur staðiö að baki. Var þetta erfiðisins og kostnaðarins vert? Byggði fólk fortiðarinnar Stonehenge sem vitnisburð um eigin dugnað? Eöa þjónaði það hærra tilgangi? I stuttu máli sagt: Hvað þýðir Stonehenge? Læknir að nafni John Smith benti þegar árið 1771 á það, aö hælsteinninn hefði eftirtakanlega afstöðu i sambandi við sólarupp- komu um mitt sumar. Hann haföi tekið eftir þvi, að lengsta dag árs- ins er hægt að standa i miðju svæðisins og sjá sólina koma upp rétt yfir þessum staka steini. En samtimamenn hans litu á þetta sem tilviljun eina, ef þeir þá leiddu að þvi hugann á annaö borð. Næstu kynslóðir voru i vafa um þetta mál. Enginn visindamaður með sjálfsvirðingu var fús til þess að viðurkenna, að þess háttar vitsmunalegt áform hefði verið hugsanlegt. Svariö frá tímaákvöröunarvélinni. Ariö 1961 notaði prófessor How- kins timaákvörðunarvélina til þess aö vinna það verk, sem vis- indin höföu vanrækt i nærri tvær aldir. Hann mataði vélina á upp- lýsingum um Stonehenge, sem hægt var að sjá i samhengi við stefnur áttavitans og hreyfingar himintunglanna. Var hægt aö finna eitthvert kerfi með þessu móti? Svarið var jákvætt. Marg- ar af hinum 170 par-afstöðum i Stonehenge, sem Hawkins hafði valið sem forsendu, sýndu vissa samsvörun við hreyfingu sólar. Og afstaðan var saman sett af steini, steinholu, hliði eða mið- punkti. Hawkins hafði áður gert ráð fyrir þvi að finna samsvörun við sólina, en sér til undrunar komst hann að raun um, að par- afstöðurnar stóðu reyndar oft i ákveðnu sambandi við mánann. Og þar sem hreyfingar tungls eru að sinu leyti langtum flóknari heldur en hreyfingar sólar, kom það á óvart að rekast einmitt á þau mið þar i Stonehenge. Hawkins matáði vélina meö nýjum upplýsingum. Þær náðu lika yfir hinar hlutfallslegu af- stöður tii sólar og mána, ekki eins og þær eru núna, heldur eins og þær voru árið 1500 fyrir Krists burð. Arangurinn af þessum útreikn- ingi var reyndar enn þá meira fræðandi. Vélin fann samtals tiu sólar-samhvörf og fjórtán sam- hvörf við mánann. Það er mikil- vægt að gefa þvi gaum, að öll hin tuttugu og fjögur samhvörf i grunnmyndinni eru á milli lykil- afstaðna miðpunkts svæðisins, „avenjúins”, eða mikilvægasta möndulsins, stóru steinhliðanna og hinna undarlega settu steina við innganginn. Sérhver þessara lykilafstaðna samræmdist hin- um, þannig að saman bentu þær i mót þeim stað, sem sól eða tungl komu upp, eða þar sem þau gengu undir. Þetta sannar, aö þessar miðlinur voru mikilvæg, vel út- reiknuð frumatriði i fyrirætlun- inni. Það, sem Stonehenge snerist um, var sól og tungl. En hvers vegna? Var Stonehenge hreint og beint byggt sem stjörnuathugunar- stöð? Ef svo var, hver var þá til- gangurinn? Að fylgjast með árs- tiðaskiptum? Sjá fyrir sól- myrkva? Það er erfitt að finna liklega skýringu á þvi, hvers vegna frumstæðir ættflokkar á Englandi hinu forna gátu fórnað svo miklu i svo tiltölulega smá- vægilegu augnamiði. Ef til vill er þvi heldur þannig farið, að við leggjum of mikiö af okkar eigin tæknilegu þekkingu i útskýringar okkar. Þeir, sem byggðu Stone- henge kunna að hafa viljað reisa hof, sem ieinhverjum mæli hæfðu sól og tungli, i þeim tilgangi að ná sambandi við guðdómleg öfl, og að auka dulrænt vald prestanna. Sambland stjörnufræöi og notk- unar heimildaratriða getur gefið okkur innsýn i þá tækni, sem ligg- ur að baki þessara gömlu rústa. En það þýðir ekki, að við höfum fundið hina endanlegu lausn. Þvi meira sem við höfum leitt i ljós af hinu torskilda Stonehenge, þeim mun meir veröur sjálfur leyndardómurinn freistandi. Hvers vegna var Stonehenge reist? Við þvi fáum við aldrei óyggj- andi svar. Þýtt og endursagt. S.Sv. Svvcden ísvélin mjólkar bezt! Sweden FlavorMate ísvélin hefur tvo stúta, sinn fyrir hvort bragðið - og þann þriðja, sem blandar þeim saman. Bjóðið vanillu - jarðaberja, jarðaberja- appelsínu, appelsinu-súkkulaði ... næstum ótakmarkað úrval af nýjum freistandi blöndum, og sjáið vöruna renna út eins ört og vélin afkastar. Og Sweden er bæði fljótvirk og þægileg. Hún er fótstigin og báðar hendur þvi frjálsar við afgreiðsluna. Skrúfið frá krana og vélin hreinsar sig sjálf. Fæst með áföstum bragðkrönum. Örugg viðgerðarþjónusta. Reynslan sýnir að Sweden isvélin sparar ekki aðeins sporin - hún er líka sérlega hagkvæm i rekstri. Nú mætti ætla að svo fullkomin vél hljóti að vera mjög dýr. En einnig það kemur á óvart, þegar þér spyrjið okkur (sími 38900) um verð á Sweden FlavorMate og (einfaidari og enn ódýrari) Sweden SoftServer ísvélunum. Neytendum og isbændum um allan heim kemur saman um að Sweden ísvélar mjólki bezt. FLAVORMATE SOFTSERVER SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA ^Véladeild Ánkllll A <1 nrui/ i a % / i i/ r i 111 onnnn C lt*DCRSNIP AR00H0 ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.