Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 31
Sunnudagur 15. april 1973. TÍMINN 31 Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir leikrif eftir Böðvar Guðmundsson ÞÓ—Reykjavik. — Leikfélag Reykjavikur frumsýnir á skir- dag, sumardaginn fyrsta, nýtt leikrit eftir Böðvar Guðmunds- son. Leikrit þetta nefnist Loki þó og er efnið sött i goðsagnirnar. Leikfélag Reykjavikur fór þess á leit við Böðvar á sinum tima, að skrifa leikrit, er sótt yrði í nor- rænu goðsögurnar. Vaidi Böðvar sér efni, sem fjaliar um hrekki Loka, meðai annars það, er Loki klippti hárið af Sif, konu Þórs. En sem kunnugt er þá reiddust goðin Loka ákafiega og ráku hann til Svartfjallaheima, þar sem gull- hár var gert á Sif. Leiðrétting 1 viðtali við Pál Kristjánsson á Akranesi, sem birtistiblaðinu á fimmtudag, láð- ist að geta þess, að Gunnar ólafs- son er annar eigandi kaninubús- ins, sem fjallað var um. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. TUnlnner • penlngar Auglýsitf iTtmanum i Upphaflega var leikritið samið sem barnaleikrit, en siðar kom i ljós, að leikritið átti jafn mikið er- indi til fullorðna fólksins og barn- anna. Ætlar Leikfélagið þvi að sýna þetta leikrit til jafns fyrir fullorðna og börn, og brýtur með þvi gamla hefð. En fram til þessa hefurannaðhvortverið um barna- leikrit eða fullorðinsleikrit að ræða. „Loki þó” verður sýnt á kvöldin og um eftirmiðdaginn. Kvöldsýningarnar eru ætlaðar fyrir unglinga og fullorðna, en siðdegissýningarnar eru fyrir börn. Mikið er um söngva i leikritinu, hefur Böðvar samið textana, en tónlistin er eftir Jónas Tómasson. Sigurður Rúnar Jónsson hefur út- sett tónlistina og leikur hann und- ir á þrjú hljóðfæri. Kristin Ólafs- dóttir er sögumaður i leikritinu og er hún nokkurs konar tengiliður milli leikenda og áhorfenda. Er ætlazt til, að áhorfendur taki und- ir i söngvunum. Með helztu hlutverk i „Loka þó” fara Agúst Guðmundsson, sem leikurLoka Laufeyjarson, og Kjartan Ragnarsson, sem leikur Þór. Annars eru leikendur 12 og fara allir með fleiri en eitt hlut- verk. Leikmynd og búningateikn- ingar gerði Magnús Pálsson og leikstjorn annast Stefán Baldurs- son. Merki JSLANDIA-73" Þá er komið merki „ISLANDIA-73”, sýningar- innar, sem við höfum nokkr- um sinnum rætt um hér i Fri- merkjasafnaranum að und- anförnu. Merkið er teiknað af Gisla B. Björnssyni teikni- stofu, og er notað á allan póst sýningarinnar, bréfsefni og annað. Auk þess hefir merkið verið prentað til notkunar fyrir frimerkjasafnara á póst sinn til að kynna sýninguna og verður það sent til um 18,000 safnara islenzkra frimerkja erlendis, auk þess sem safnar- ar hérlendis geta fengið það sent frá skrifstofu sýningar- innar c/o Póstur- og simi, Austurvelli, Reykjavik. Þá hefur Landssamband is- lenzkra frimerkjasafnara gert ráðstafanir til að það" verði sent öllum félögum.sem eru i sambandinu, svo að þau geti dreift þvi meðal meðlima sinna til notkunar á póst þeirra. Fær hver klúbbur með um 50 meðlimi eða færri, 200 merki en þurfi meira þá geta þeir skrifað eftir fleiri merkj- um til skrifstofunnar. Stærri klúbbar fá allt uppp í 1000 merki. Við vonum að prentararnir okkar setji með þessum þætti báðar gerðir merkisins. Nýtt afbrigði „t GILDI, ’02-’03”. 1 Lúðrinum málgangi Skandinaviusafnaraklúbbsins i Kaliforniu er getið um nýtt afbrigði i „í GILDI” merkjun- um. Er merkið nr. 31 i islenzk frimerki, 5 aurar grænt. Það hefir verið limborið á framhlið og rauða yfirprentunin „I GILDI, ’02-’03” er þvi yfir lim- inu. Það er safnari i Ástraliu George T. Houston, sem keypti eitt svona merki fyrir 25 árum i Egyptalandi, þar sem hann þá bjó. Hann flutti svo til Astraliu 1949 og fyrir þrem vikum fann hann þar i fimerkjaverzlun annað samskonar merki i frimerkja- verzlun þar. Sendi hann nú þessi merki til Sven Grön lund i Kaupmannahöfn og leit- aði umsagnar hans, en hann úrskurðaði merkin ófölsuð. Hefðu þau upphaflega verið limborin á myndhlið og þvi kæmi svo yfirprentun þeirra á limið.sem lægi á myndhliðinni og myndu bæði merkin vera úr sömu örk. Er þvi ekki úr vegi fyrir Islenzka safnara að fara að athuga merki 31 i íslenzk frimerki ef þeir eiga það ónotað, hvort þeir eiga þetta afbrigði. Þetta segir okkur ennfremur að merkin hafa verið limborin eftir prentun þegar þau voru upphaflega framleidd. SigurðurH. Þorsteinsson. Islandia 31.VIII-9.IX Mest seldi hvíldarstóll inn á Norðurlöndum Bólstraður með ekta leðri og áklæði Framleiðandi stálgrindar: Stáliðjan n.f Bólstrun: Bólsturverkstæði Skeifunnar Einkaleyfi á islandi: Skeifan h.f. VIÐ SMÍÐUM HRINGANA 1. Nú er ástin í fullum ham. 2. Fólk trúlofast og trúlofast. 3. Við smíðum og smíðum. 4. Við sendum myndalista og mál. 5. Komið, sjáið og veljið 6. af okkar glæsilega úrvali. NYLON hjóibarðarnir japönsku fóst hjó okkur. Allar stærðir ó fólksbíla, jeppa og vörubíla. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 Auglýs endur Aðstoð við gerð auglýsinga. — Handrit að auglýsingum, sem Auglýsingastofu Timans er ætlað að vinna, þurfa að berast tveim dögum fyrir birtingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.