Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 15. april 1973. Ræða Steingríms Hermanns- sonar í eldhús- umræðunum Framfarastjórn betra land Viö stjórnarskiptin i júli 1971 varö liklega meiri og rúttækari breyting i islenzku stjórnarfari en oftast áöur viö slik tækifæri. Landhelgismálið A timum viöreisnarstjórnar- innar vakti aögeröarleysiö i land- helgismálinu furðu manna. Viö stjórnarskiptin var þessu strax snúiö viö. Þegar var hafin kynn- ing á málstaö okkar með þeim kraftiog dugnaöi, aöallra athygli vakti. Nauöungarsamningnum við Breta frá 1961 var sagt upp og fiskveiðilögsagan færð út, eins fljott og unnt var. bessum að gerðum hefur siðan verið fylgt eftir með þeirri festu, en þó ráö- deild, að flestum mun vera orðiö ijóst, að sigur er framundan i þessari deilu, ef okkur auðnast að standa saman. 1 þessu mikilvægasta máli is- lenzku þjóðarinnar hefur hæstvirt núverandi ríkisstjórn lagt áherzlu á sem rikasta samstöðu. Fyrir milligöngu rikisstjórnarinnar fékkst fylgi allra alþingismanna 15. febrúar 1972 við þings- lályktunartillögu þá, sem er grundvöllurinn að aðgerðum rik- isstjórnarinnar i landhelgismál- inu, m.a. þeirri ákvörðun, aö viðurkenna ekki lögsögu dóm stólsins i Haag og senda bangað þvi ekki málsvara. A slika sam stööu hefur veriö lögö áherzla i öllum málum, sem fiskveiðilög- söguna varða. Þetta tókst m.a. i frumvarpi til laga um botnvörpu- veiðar innan fiskveiðilög- sögunnar nýju, sem nú liggur fyrir Alþingi. Það er ekki litils virði i svo viðkvæmu máli, aö þar náðist samstaða þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum. Fátt hefur hins vegar vakið meiri athygli alþjóðar nú upp á siðkastið enviöleitni Sjálfstæðis- manna til þess að skapa ágreining óg óeiningu i land helgismálinu. Þar hefur Gunnar Thoroddsen verið i fararbroddi og hlotið að launum loforð um for- mennsku i þingflokki þeirra Sjálf- stæðismanna. Auðheyrt var hins vegar hér áðan, að Geir Hall- grimsson vildi ekki vera Gunnari minni maður. Stöndum saman, sagði Geir, — það vantar ekki —, en siðan er hamrað á þvi að senda skuli mann til Haag. Það er rétt, sem sagt hefur verið, að þeir boða samstöðu en vinna aö sundrung. Yfir 30 þjóðir hafa fært fisk- veiðilögsögu sina utar en 12 sjómilur. Ekki einni einustu ai>þessum þjóðum hefur dottið i hug að fela öldungaráðinu i Haag að fjalla um þær ákvarðanir sinar. Nú vilja þeir Sjálfstæðis- menn aftur á móti, að við íslendingar gerumst eins konar tilraunadýr á þessu sviði. Það gæti ekki aðeins haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir okkur sjálfa, heldur einnig fyrir þessar þjóðir allar, sem við höfum lagt svo rika áherzlu á að eiga sam- stöðu með. Viö skulum vona, að þessi við- leitni þeirra Sjálfstæðismanna, aö skapa óeiningu i landhelgis- málinu, beri ekki þann árangur sem að er stefnt, enda mun flestum ljóst, að hér er aðeins um aumkunarveröa tilraun að ræöa til þess aö breiða yfir herfileg mistök fyrrverandi rikisstjórnar með gerð landhelgissamningsins frá 1961, sem við Islendingar súp- um svo illilega seyöið af nú i með- ferð alþjóðadómstólsins i Haag á málinu. Það mun ekki ofsagt, að áframhaldandi festa og samstaða eru meginforsendur þess, að algjör sigur megi vinnast. Efnahagsmálin A öörum sviöum hafa ekki siður orðið breytingar við stjórnar- skiptin. I hinu stööuga striði við verðbólguna kunni viðreisnar- stjórnin ekki önnur ráð en að tak- marka fyrst og fremst hlut launþega og framboð á atvinnu. Það eru hin gömlu ihaldsráðin. Núverandi rikisstjórn varpaði slikum leiðum fyrir borð. Þessi rikisstjórn telur kaupmátt launa, atvinnuöryggi og lifskjör al- mennings mikilvægustu for- sendur skynsamlegrar stefnu i efnahagsmálum. Þvi til hvers er unnið, ef slikt er ekki tryggt i lengstu lög? Og málið er i raun- inni afar einfalt. Það er stað- reynd, sem ekki verður hrakin, að atvinnuöryggi hefur aldrei verið meira né lifskjörin betri en nú i okkar ágæta landi. Vanmáttug viðleitni Sjálfstæðismanna til þess að mála skrattann á vegginn i efnahagsmálum fær ekki breytt þessum staðreyndum, jafnvel þótt Matthias Bjarnason og Geir Hallgrimsson rembist eins og rjúpan við staurinn frammi fyrir alþjóð. Á sviði atvinnuveganna er sömu söguna að segja. Þar eru stórtæk áform i undirbúningi, ef ekki þegar i framkvæmd. Landbúnaðurinn Landbúnaðarlöggjöfin hefur t.d. verið endurskoöuð að mestu leyti og færð til nútimahorfs. Ný jarðræktarlög voru samþykkt i fyrra. Eru þar að finna mörg merk nýmæli, einnig voru samþykktar breytingar á lögum um innflutning búfjár og er þar með grundvöllur lagður að nýrri landbúnaðargrein, holdanauta- rækt, sem vænta má mikils af. A þessu þingi hafa verið samþykkt ný búfjárræktarlög og lög um Stofnlánadeild landbúnaðarins eru til meðferðar. Er þar gert ráð fyrir ýmsum nýmælum, m. a. aðild fulltrúa bænda að stjórn sjóðsins og bættri eiginfjárstöðu, fyrst og fremst meö auknu fram- iagi rikissjóðs. önnur frumvörp, eins og t.d. lög um jarðeignir og járða- og ábúðalög, hafa verið rædd á Búnaðarþingi og má vænta þess, að þau verði að lögum á næsta þingi. Ég harma, að frumvarp að nýjum fram- leiðsluráðslögum hefur ekki náð fram að ganga, en það er von min, að svo verði. Staðreyndin er sú, að á sviði landbúnaðarins hefur mjög mikið verið unnið, og er hagur bænda óvenju góður og bjartsýni rikj- andi. Ég mun nú fyrst og fremst snúa mér aö málaflokkum, sem varla heyröust nefndir á tima viðreisn- arstjórnarinnar, — skipulags- hyggju og byggðajafnvægi. Skipuleg vinnubrögð Rikisstjórnin boöaði skipuleg vinnubrögð viö framkvæmdir i staö þess handahófs, sem áöur rikti. Sérstök stofnun, Fram- kvæmdastofnun rikisins, var sett á fót til þess aö annast áætlana- gerð og tyggja heildaryfirsýn með ráðstöfun opinbers fjár- magns til framkvæmda. Þar er Steingrfmur Hermannsson nú verið aö ljúka við ýmsar mikil- vægar áætlanir. Sem dæmi má nefna áætlun um stórfellda endurnýjun hraðfrystihúsanna, sem þegar er unnið eftir, og byggðaáætlun fyrir Skagaströnd, sem lokið er við, en stjórn stofn- unarinnar hefur ákveðið að ná skuli til Húnaflóasvæðisins alls, þar með talin öll Strandasýslan. Samtals er unniö að yfir 40 áætl- unum af ýmsum gerðum og á ýmsum sviðum. Þær munu smám saman sjá dagsins ljós og skapa öruggan grundvöll fyrir skipu- legri framkvæmdir og ráðstöfun opinbers fjármagns, en áður tiðkaðist. Byggðamál Núverandi rikisstjórn lagði þegar grundvöll að öflugu átaki á sviði byggðamála. Viðreisnar- mönnum þótti það mikil rausn að leggja kr. 15 millj. úr rikissjóði i Atvinnujöfnunarsjóð. Sú fjárveit- ing var þegar af núverandi rikis- stjórn aukin i kr. 100 millj. á ári og lánsheimildir veittar. Hefur þannig stórlega aukizt það fjármagn, sem Byggðasjóður hefur til ráðstöfunar. Fjármagn til atvinnuuppbyggingar i dreif- býlinu hefur jafnframt verið aukið eftir ýmsum öðrum leiðum. Má benda á mikla aukningu fjár- magns til Stofnlánadeildar land- búnaðarins og Fiskveiöasóðs og fjármagn á fjárlögum og fram- kvæmdaáætlun rikissjóðs, sem ég mun ræða um nokkuö nánar siðar. En jafnvægi i byggð landsins næst aldrei með þvi einu að stór- auka fjármagn til framkvæmda i dreifbýlinu. Þetta hefur Fram- sóknarmönnum lengi verið ljóst. Þvi hafa þingmenn flokksins hvað eftir annað lagt fram á Alþingi frumvörp um samræmdar fram- kvæmdir á þessu sviði. Á viö- reisnartimanum töluðu þeir hins vegar fyrir daufum eyrum, enda hefði þá, vægast sagt, fram- kvæmdahraði i þessum efnum mátt vera meiri, eins og Matthias Bjarnason benti réttilega á i um- ræðum á Alþingi nýlega. Það þing, sem nú situr, hefur hins vegar verið sérstaklega at- hafnasamt á þessu sviði. Ég vil fyrst nefna stjórnar- frumvörp, sem öll stefna að þvi, að jafna metin á milli dreifbýlis og þéttbýlis á einn eða annan hátt. Ný hafnarlög gera ráð fyrir stóraukinni hlutdeild rikissjóðs i stofnkostnaði hafna. Hafnar- málasamband sveitarfélaga fær hlutdeild i áætlanagerð. Ný heildarlöggjöf um heil- brigðisþjónustu verður væntan- lega samþykkt á næstu dögum. Er þar gert ráð fyrir nýskipan læknishéraða, ákvörðun um heilsugæzlustöðvar, 85 af hundr- aði rikisframlagi til byggingar heilsugæzlustöðva og sjúkrahúsa, svo eitthvað sé nefnt. Frumvarpi þessu er að visu, að minu viti, ábótavant um margt, en vafa- laust tel ég þó aö um mikilvægar endurbætur sé að ræða fyrir dreifbýlið sérstaklega. Ég treysti þvi, að frumvarp til laga um byggingu 1000 leiguibúða á næstu 5 árum á vegum sveitar- félaga nái fram að ganga. Það frumvarp má rekja til þings- ályktunartillögu, sem við fluttum nokkrir þingmenn á siðasta þingi, um athugun á þörf fyrir leigu- ibúöir i dreifbýlinu og um ráð- stafanir til að bæta úr þeirri þörf. Athugunin leiddi i ljós, að þörfin er sizt minni en við töldum. Er gert ráð fyrir þvi að lána 80 af hundraði af byggingakostnaði af- borgunarlaust fyrstu 3 árin, en sem endurgreiðist siðan á 30 árum. Fjármagn verður að sjálf- sögðu að fást. Um það er óþarft að deila, enda munþað fást. Lögin verða þó fyrst að sam- ýkkjast. Einnig má vekja athygli á þvi, að i ár munu 412 millj. — rúmlega þriðjungur af öilu fjár- magni Húsnæðismálastofnunar- innar renna i Breiöholtið. Það losnar flótlega. Það er ekki nóg að stuöla að aukinni atvinnu og atvinnu- öryggi. Ibúðir verða að vera fyrir hendi fyrir það fólk, sem vill setj- ast að á slikum stöðum. Húsnæðismál dreifbýlisins eru að minu viti einn versti Þrándur i götu eðlilegrar byggðaþróunar. Með þessu frumvarpi er stigið mikilvægt spor i rétta átt. Að rafvæðingu dreifbýlisins er unnið með endurnýjuðum krafti samkvæmt þriggja ára áætlun, eins og kunnugt er. Við þá áætlun mun verða staðiö. Þetta kemur greinilega fram i framkvæmda- áætlun ríkissjóös, sem nú liggur fyrir Alþingi. Fjárveiting til raf- væðingar dreifbýlisins hefur veriö aukin um 40 millj. króna til þess aö standa megi við gerða áætlun að öllu leyti. Jafnframt hefur verið gerð breyting á orkiilögum á þessu þingi, þar sem gert er ráð fyrir þvi aö lána megi allan kostnað vegna mótorrafstöðva, að með- töldum kostn. við flutninga og uppsetningu, þar sem ekki verður kostur á orku frá samveitum. Einnig var i meðferð Alþingis ákveðið að heimila aukin lán til vatnsaflstöðva úr 2/3 af kostnaði i 3/4. Þá vil ég nefna undirbúnings- fyrirtæki vegna þörungavinnslu að Reykhólum. A vegum þess fyrirtækis er nú verið að ljúka endurskoðun áætlana. Allt bendir til þess, að þærstandist og munu þá framkvæmdir hefjast á þessu vori og framleiösla á næsta ári. Austur-Barðastrandarsýslan hefur verið með einna lægstar meðaltekjur á öllu landinu. Það mun gjörbreytast með þessari framkvæmd, Athafnasamt þing í byggða- málum A þessu þingi hafa alþingismenn sjálfir einnig verið athafnasamir i byggðamálum. Meðal annars hafa háttvirtir Sjálfstæðismenn lagt á það rika áherzlu að reka af sér slyðru- orðið. Æði oft hafa þó þessar til- raunir verið heldur broslegar. Til dæmis má nefna, að nýlega lagði ég fram, ásamt Tómasi Arnasyni, frumvarp til laga um heimild fyrir rikisstj til þess að standa að Breiðholtsfram- kvæmdum i dreifbýlinu, svipuðum þeim og Reykjavik hefur notið á siðustu árum. Það skal viðurkennt, að frumvarp þetta kom fram seint. Ég gerði mér ekki grein fyrir þvi, fyrr en ég fór að skoða húsnæðismála- lögin itarlega, að viðreisnar- stjórnin hafði árið 1970 gert sér litið fyrir og fellt slika heimild úr lögum fyrir aðra landshluta en Reykjavik. En viti menn, nálægt tveim vikum eftir, að við lögum fram frumvarp okkar, birtist frumvarp frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni um sama efni. Honum hefði þó átt að vera ljóst hvað gerðist á viðreisnarárunum. Auk þess var hann i stjórn Húsnæðismálastofnunar rikisins lengi vel. Matthias Bjarnason hældi sér áðan af þingsályktunartillögu þeirra sjálfstæðismanna i byggðamálum. Staðreyndin er sú, að ég flutti fyrir nokkru þingsályktunartil- lögu, ásamt Vilhjálmi Hjálmars- syni og Stefáni Valgeirssyni, um mörkun almennrar stefnu i Framhald á bls 39

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.