Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 15. aprii 1973. TÍMINN 7 GUÐJÓN B. ólafsson, framkvæmdastjori Sjávar- afurðarfdeildar SÍS, er kornungur maður, miðað við að hann situr i einu mikilvægasta embætti innan fiskiðnaðarins og útflutningsins, og hann hefur að baki sér langan starfsferil innan Samvinnuhreyf- ingarinnar, bæði hér innanlands og erlendis. í sam- tali við blaðið, gerir hann grein fyrir málefnum Sjávarafurðadeildarinnar, stöðu og áformum, eða markmiðum: Sjávarafurðadeild SIS hefur verið að þróast allt frá stofnun Sambandsins, þótt eigi hafi hún verið sjálfstæð deild, nema siðasta hálfan annan áratuginn er rétt þótti að aðskilja sjávar- afurðir frá öðrum viðskiptum Sambandsins. Arið 1969 var deildin siðan endurskipulögð og framleiðendur fengu aðild að deildinni. Þá var myndaður félagsskapur fiskvinnslu- aðilanna, eða Félag sambands fiskframleiðenda og urðu þá helmingaskipti um reksturinn milli félagsins og Sambandsins SIS. Formaður félagsins varð Arni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri i Reykjavik. Jafn- framt urðu félagsmenn beinir rekstraráðilar með samningi, sem gerður var milli SIS og nýja félagsins um rekstur deildarinnar Segja má að þjóöin lifi af fisk- veiðum og á þvi að selja og flytja út fisk. Það er min skoðun, að þjóðin hafi i rauninni enga sæmilega möguleika með öðrum atvinnurekstri, sem gæfi nógu mikið af sér i hörðum gjaldeyri. til að hægt sé að tryggja áfram- haldandi velsæld i landinu. Þar af leiðir, að það hlýtur að vera frumskylda ráðamanna okkar, aö búið sé þannig að sjávarút- veginum i heild, að við séum ávallt i fremstu röð fiskfram- leiðsluþjóða, i tækjum og kunnáttu. Vanræksla okkar í togaraútgerð Togaraútgerðin er gott dæmi. Þar duttum við á nokkrum árum úr fremsta sæti i það að vera eftirbátar annarra þjóða. Við lii, / 1 Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjávarafuröadeildar SIS. leikurinn er nefnilega sá, að framleiðsla á fiski og matvælum i heiminum hefur ekki undan eftir- spurninni. Proteinskortur er i heiminum i dag alvarlegt vanda- mál, bæði til manneldis og dýra- eldis. Aöalframkvæmdastjóri stór- fyrirtækis, sem flytur inn mat- væli til Japans, var hér á ferðinni þessa dagana. Hann sagði okkur að Japanir hefðu flutt inn 1.6 milljón tonn af fiski frá öðrum löndum árið 1972. Þar i taldar hvalafurðir. Ráðuneyti i Japan, sem fjallað hefur um þessi mál, telur að innflutningsþörf Jap- ans verði árið 1976 komin upp i 3 milljónir lesta og eru Japanir þó önnur mesta fiskveiðiþjóð heims- ins og eru langfremstir allra i nýtingu á fiski til manneldis. 1 Japan er þvi mikill markaður fyrir fisk. Við seljum þegar orðiö fisk til Japan. A siðasta ári seld- um við i samvinnu við Sölum.st. hraðfrystihúsanna 18.000 lestir af frystri loðnu. Arið þar á undan seldum við þeim 4.200 lestir. Verðmæti þessarar vöru verður ekki undir 500 milljónum króna f.o.b. Japanir hafa lika sýnt mikinn áhuga á aö kaupa af okkur niður- soðnaloönu.Þeir hafa keypt þessa vöru i tilraunaskyni og fer magn- ið vaxandi. Það er Norðurstjarn HEILDARVELTA SJAVARAFURÐA- DEILDAR SÍS VAR 2.354 MILLJ- ÓNIR KRÓNA Á SÍÐASTA ÁRI og er arði skipt milli félags- manna og Sambandsins, þannig, að helminginn fær Sambandið, en hinum helmingnum er skipt I hlutfalli við greidd umboðslaun úr deildinni. Stjórnarmenn eru: Árni Benediktssori, formaður Rikard Jónsson, Þorlákshöfn Tryggvi Jónsson, Dalvik Benedikt Jónsson, Keflavik Marteinn Friðriksson, Sauðar- króki Varamenn Þorsteinn Sveinsson. Egilsstöðum Hjörtur Guðmundsson, Djúpavogi Tryggvi Finnsson, Húsavik. SIS og útfl. Sjávarafurða Stofnun þessa félagsskapar tryggir, sem áður sagði, bein áhrif framleiðenda á rekstur Sjávarafurðadeildarinnar. Stjórn félagsins fjallar um öll meiri- háttar mál frystihúsanna og þá þætti er snerta framleiöslu, sölu- mál, o.s.fr. Heildarumsetning Sjávarafurðadeildarinnar varð á siðasta ári 2.354 milljónir króna, og er hlutur Sjávarafurðadeild- arinnar 11.56% af heildarút- flutningi þjóðarinnar, 15,68% af af öllum útflutningi sjávarafurða og 17.24% af útflutningi sjávar- afurða, annarra en hvalafurða og ferskfisksútflutnings togara- flotans. Við þessa framleiðslu starfa nokkur þúsund manns, þ.e. við veiðar og framleiðslu. Ég lit svo á, að þessi skipulags- breyting, sem gerð var árið 1969 hafi verið þýðingarmikil, þvi hún eflir samvinnu og starfsemin er lifandi og hefur svarað siauknu umfangi deildarinnar. Sjávarafurðadeildin vinnur við að koma islenzkum fiski á heims- markaðinn. Samkeppnin er hörð. erum núna fyrst að koma með skuttogara og við þekkjum alls ekki ýmsar vörpugerðir og fisk- leitartæki, sem erlendir togarar nota, tæki, sem finna fisk og stýra trollinu. Reyndir sjómenn hafa sagt mér að i erlendum togurum séu mörg tæki, sem þeir ekki þekkja. 1 fyrstihúsunum hefur afkoman verið þannig siðasta áratug — með alltof fáum undantekningum — að fyrirtækin hafa ekki getað fylgzt með þróuninni nægjanlega ört, til að mæta auknum kröfum og samkeppni, eða með öðrum orðum hefur fjárskortur staðið i vegi fyrir nauðsynlegri hag- ræðingu og hagkvæmni i rekstri. Á sama tima hefur orðið umtals- verð þróun erlendis, eða á árunum 1960 — 1970, og eigum við langt i land. Erlendis eiga frystihúsin togarana Erlendis hafa menn fyrir löngu byggt upp samstæð fyrirtæki, þ.e. frystihús, sem gera út togara, en verða ekki einvörðungu að treysta á aðra með hráefnisöflun- ina. Slik fyrirtæki hafa risið upp bæði i Noregi og Kanada og hrá- efnisöflunin er tryggð og þá um leið samfelld fiskvinnsla allt árið. Fiskvinnslustöðin á þá sjálf 5-10 skuttogara og kallar þá inn með fiskinn eftir hráefnisþörf verk- smiðjunnar. Það sem þessi fyrir- tæki hafa fyrst og fremst fram yf- ir okkar, er það, að vinnan og framleislan er stöðug. Þau hafa komið upp kældum hráefnis- geymslum, þar sem hægt er að geyma viku hráefni i kössum i kældum geymslum og þau hafa mikið stærra frystirými, en al- mennt gildir hér á landi. Það er einvörðungu fjár- magnsskortur, sem komið hefur i veg fyrir svipaða þróun hér á landi. Með þessu er ekki verið að amast við almennri útgerð, en hráefnisöflun húsanna verður að tryggja með öllum ráðum. Nú hefur komizt skriður á togaraút- gerðina aftur. Það kallar auðvit- að á fjárfrekar framkvæmdir i frystihúsunum, þvi skortur er meðal annars á fiskgeymslum til að taka við auknum afla. Það þýðir ekki lengur að einhver togari komi og hendi 100 tonnum af fiski inn á gólf i frystihúsinu i einn haug. Erfið afkoma frystihús- anna Þegar maður kemur i erlend, ný frystihús, sér maður augljós- lega merki um meiri fjárráð. Vélakostur er fullkomnari og áhöld öll, en maður sér hér heima. Þetta er þeim mun grá- tlegra, þegar maður hugleiðir möguleikana hér heima. Islenzka þjóðarbúið eyðir nú öllu, sem inn kemur fyrir fiskinn og hefur ekki afgang til uppbyggingar. Afleið- ingin er sú, að nú geta húsin varla unnið fiskblokk fyrir 60 cent tonn- ið, vöru sem seld var á 20 cent fyrir nokkrum árum. — Hvaða áhrif hefur eldgosið i Vestmannaeyjum á fiskiðnaðinn? — Ef átt er við Sjávarafurða- deildina, þá hefur það ekki mikil áhrif. Við seldum ekki fram- leiðslu Vestmannaeyinga. Vita- skuld mun eldgosið hafa umtals- verð áhrif á heildarframleiðslu á hraðfrystum sjávarafurðum og afurðum yfirleitt. 1 Vestmanna- eyjum voru 80 fiskibátar. Okkar hús buðu þeim aðstöðu og alla fyrirgreiðslu, sem unnt er að veita og leggur einhver hluti flot- ans upp afla hjá okkar húsum i vetur. — Hverjir eru aðal vöru- flokkarnir, sem þið seljið úr landi? Við seljum allar sjávarafurðir, nema hvalafurðir og saltfisk. Stærsti vöruflokkurinn er hrað- frystur fiskur. Útflutningsmagnið nam 15.495 lestum á siðasta ári. Það er minna en árið á undan, vegna minnkandi afla. 1 hundraðshlutum minnkaði fram- leiðslan um 4% (1971 miðað við 1972). Stærsti markaður okkar er i Bandarikjunum. Þangað fóru 79% framleiðslunnar árið 1972. Annar mikilvægasti markaður okkar eru Sovétrikin. Siðan fer tiltölu- lega litið magn til margra ann- arra landa. islenzkar fiskréttaverks- miöjur kaupa erlendan fisk Fyrirtækið Iceland Product Inc. annast sölu og dreifingu á fiskin- um fyrir okkur i Bandarikjunum, en fyrirtækið er eign SÍS og hrað- frystihúsanna, sem meðlimir eru i Félagi sambands fiskframleið- enda. Fyrirtækiö rekur stóra fisk- réttaverksmiðju i Camp Hill, Pennsylvaniu, og nam sala á fisK réttum, sem framleiddir voru i verksmiðju fyrirtækisins 15.300 tonnum árið 1972, en það eru 9% af framleiðslu slikra fiskrétta i Bandarikjum Norður-Ameriku. Starfsemin hefur farið ört vax- andi á undanförnum árum. Það er kannske dæmi upp á þróun mála, að þessi öri vöxtur er sam- fara minnkandi framleiðslu á hraðfrystum fiski á Islandi, og leiðir þetta til stöðugra fisk kaupa frá öðrum löndum til að sjá fiskréttaverksmiðjunni fyrir nægjanlegu hráefni. Við kaupum nú fiskblokk frá Danmörku, Nor- egi, Kanada og Skotlandi og fyrstu 3 mánuði þessa árs komu aðeins 59% af hfáefni fiskrétta- verksmiðjunnar frá SlS-húsunum (fiskur) en 41% frá öðrum. Sann- an, sem framleiðir þessa vöru fyrir Sjávarafurðadeildina. Stærstu liðir I innflutningi Jap- ans hafa verið hvalafurðir og stórrækja frá Asiuhöfum. Enginn vafi er á þvi, að athygli okkar hlýtur að beinast til Japan, meö útflutning fyrir augum. — Hvað um landhelgismálið? — Min skoðun er sú, að minnk- andi afli, fiskstærðir og margt fleira, gefi tilefni til þess að velta þvi fyrir sér hvort við erum ekki að gera of litið og of seint. í landhelgismálum er nú verið að berjast fyrir 50 milum. Ég ótt- ast hins vegar það, að þrátt fyrir 50 sjómilna landhelgi verði samt enn of miklir möguleikar fyrir er- lend veiðiskip á Islandsmið- um. Menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að þetta hefur mikil áhrif i framtiöinni. Það er mikill misskilningur, aö islenzk fiskimið séu gjöfulustu fiskimið i heimi. T.d. gefur Norðursjórinn þrisvar sinnum meira fiskmagn, en ís- landsmið gera. Aðeins 20% af þorskaflanum i NA-Atlantshafi kemur frá Islandsmiðum og að- eins um 5% af heildar ýsuaflan- um af sama hafsvæði. Helmingur af þessum afla (við ísland) er svo i þokkabót veiddur af útlendingum og ég held aö það sé lifsspursmál fyrir okkur að fá umráð yfir öllum þessum fiski. Það veitir svo sannarlega ekki af þvi, ef tryggja á almenna vel- megun á Islandi. Ég hygg að þessi landlæga oftrú á tslandsmiö blindi mönnum sýn og við verðum að minnast þess aö bæöi Bretar og Þjóðverjar eiga gjöfulii fiski- mið en viö, úti fyrir sinum eigin bæjardrum, og frá vistfræðilegu sjónarmiði eiga þeir engan rétt til Islandsmiða, segir Guðjón B. Ólafsson að lokum. Fiskréttaverksmiðja Sambandshúsanna og SÍS í Ameríku seldi 15.300 tonn af tilbúnum fiskréttum á síðasta ári, segir í viðtali viS Guðjón B. Ólafsson (romkvæmdastjóraSjávarafurðadelldarSÍS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.