Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 33
Sunnudagur 15. april 1973 TÍMINN 33 BÍLINN SEM ER BÆÐI JEPPI OG FÓLKSBÍLL UNDANFARNA DAGA hafa margir vegfarendur snúið sér við á götu, þegar framhjá þeim hefur ekið bill, sem er svo sérkenni- legur og glæsilegur í alla staði, að menn komast ekki hjá því að veita honum athygli. Við vorum búnir að sjá þennan bil nokkrum sinnum, og höfðum komizt að þvi að hann hét Chevro- let Blazer, þegar okkur gafst tækifæri til að skoða hann almennilega. Það var á bilastæð- inu fyrir framan Sambandið i Armúla, en þá gekk þar hópur manna hringinn i kringum hann likt eins og hann væri jólatré. Voru allir sammála um, að þetta væri stórglæsilegur bill, sem vert væri að eiga, þó það væri ekki nema til þess að láta nágrannann öfunda sig af honum. Þarna á staðnum náðum við tali af eiganda bilsins. Kom fljótt i ljós, að hann hét Grétar Hans- son, og ætti heima á Blikastöðum. Einnig kom fljótt i ljós, að hann var sölumaður hjá véladeild StS, og að hann hafði einmitt með sölu á þessari bilategund að gera. Við báðum Grétar um að lýsa þessum bil fyrir okkur i fáum orðum. Ekki sagðist hann vilja leggja út i að gera það i fáum orðum, þvi þetta væri svo mikill bill, en við sögðumst þá taka við öllu sem hann hefði að segja. Aö sjálfsögðu notum við svo ekki nema litinn hluta, annars yrði þetta ný framhaldssaga i blaðinu. Það fyrsta sem Grétar sagði, var að Blazerinn, væri bill sem sameinaði bæði fólksbil og jeppa i eitt. Hann væri sérlega rúmgóður og hann átti ekki nokkur orð til að lýsa honum sem ferðabil. Þá tók hann til við að sýna okkur sinn bil, sem hann sagði að væri með öllu, sem hægt væri að fá i þessa teg- und af bilum. 1 fyrsta lagi væri hann með 8 cyl. vél, sjálfskiptur með vökva- stýri. Þá væri i honum tvöfalt bremsukerfi með aflhemlum, mismunardrifslæsingu i milli- girskassa, sem verkar þannig, að hann flytti sjálfkrafa aflið af afturhjólunum á framhjólin ef fastara er undir þar. Þá væri hann með litað gler i öllum gluggum, öllum krómlistum sem hægt væri að fá og viðarlikings- klæðningu á hliðunum. Vorum við sammála honum i þvi, að það setti sérstakan svip á bilinn. Nú, billinn væri 3ja dyra, þ.e.a.s. með tvær hurðir á hliðunum og eina að aftan. Allur klæddur að innan og með teppum og öðru finerii. Grétar Hanssson við „Blazerinn” sinn, sem hann segir að uppfylli allar kröfur um feröabil. (Timamynd G.E.) Þegar Grétar var búinn að telja allt upp fyrir okkur sem hann vissi um þessa bilategund, — og það var ekkert litið — lögðum við i að spyrja hann hvort einhver reynsla væri fengin á þessa bila hér á landi. Hann sagði það vera, en þessi tegund hefði verið flutt fyrst inn áriö 1970. Sagðist hann sjálfur hafa góða reynslu af þess- ari tegund, þvi hann hefði átt einn á undan þessum, sem hér væri, og hefði hann keypt hann löngu áður en hann hefði byrjað að vinna hér hjá Véladeildinni. Þá sagði hann að góð reynsla hefði fengizt á þeim hjá lögreglu og sjúkraliðum viðsvegarum landið. Það væru flestir bilar, sem notaðir væru af þeim með Blazer undirvagn. Þá lögðum við i næstu spurningu, sem var um hvað svona tæki kostaði mikið af pen- ingum. Grétar sagði að verðið væri þetta frá um 750 þúsund. Það færi allt eftir þvi hvað menn vildu, þvi úr nokkru væri að velja og svo væri hægt að fá mikið af allskonar aukahlutum. Nú var ekki hægt að spjalla meira við hann, þvi einhver náungi var mættur við hliðina á okkur, sem ekki var bara kominn til að spyrja — heldur til að kaupa. Þar með létum við okkur hverfa en fórum samt einn hring i kringum bilinn með hópnum, sem alltaf stækkaði þarna á bilastæð- inu hjá Sambandinu i Armúla. —klp— Chevrolet Blazerr vetur sumarVOR ^ | og haust ttf, ** ynntsx' im' SSSss ' mm Á öllum árstímum býður Flugfélagið yður tíðustu, fljótustu og þségilegustu ferðirnar og hagstæðustu kjörin með þotuflugi til Evrópulanda. Nú er tími vorfargjaldanna. Venjuleg far- gjöld lækka um þriðjung til helztu stór- borga Evrópu. Það borgar sig að fljúga með Flugfélaginu. Hvergi ó.dýrari fargjöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.