Morgunblaðið - 20.02.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 20.02.2006, Síða 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn EIN SPURNING! EF ÉG BORÐAÐI ALLT ÞAÐ SEM ÞARF Í LASAGNA Í SITT HVORU LAGI... MYNDU EFNIN ÞÁ BREYTAST Í LASAGNA Í MAGANUM Á MÉR? ERTU AÐ REYNA AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞÚ NENNIR EKKI AÐ ELDA? ÞESSI DAGUR VERÐUR ASNALEGUR Á SVONA DÖGUM ÞÁ SEGI ÉG ASNALEGA HLUTI, GERI ASNALEGA HLUTI OG ALLIR SEGJA MÉR AÐ ÉG SÉ ASNALEGUR KANSKI ÆTTIRÐU ÞÁ AÐ VERA BARA Í RÚMINU ÉG GERI EKKI GÁFULEGA HLUTI Á ASNALEGUM DÖGUM ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ BÍFLUGA Á BAKINU Á MÉR! ÉG SÉ ENGA BÝFLUGU ÚFF, EN SÁ LÉTTIR EN ÞAÐ ER RISASTÓR VESPA Á BAKINU Á ÞÉR ÞAÐ ER KOMIÐ FRAM YFIR HÁDEGI OG ÞÚ LOFAÐIR AÐ HÖGGVA ELDIVIÐ, LAGA ÞAKIÐ, BYGGJA HLÖÐU, GRAFA BRUNN OG KOMA HEYINU Í HÚS!?! ÞÚ SKALT ALDREI TREYSTA DRUKKNUM MANNI EKKI LÁTA SVONA STRÁKAR, ENGIN ÁSTÆÐA AÐ SKAMMAST SÍN FYRIR AÐ RÆNA RUSLATUNNU BLESSAÐUR, ÞETTA ER TENGDAPABBI ÞINN. ÉG HEYRÐI AÐ ÞÚ VÆRIR MEÐ SVEPPI ÞÚ ERT EKKI SÁ FYRSTI MÉR ÞYKIR ÞAÐ MJÖG ÓÞÆGILEGT AÐ ABBY SKULI SEGJA FÓLKI FRÁ ÞESSU ÉG SKIL ÞIG VEL MIG LANGAÐI BARA AÐ SEGJA ÞÉR AÐ ÉG LENTI LÍKA Í ÞESSU. ÉG FANN HINSVEGAR SVOLÍTIÐ SEM LÆKNAÐI ÞETTA Á EINUM SÓLARHRING ÉG GÆTI GEFIÐ ÞÉR SMÁ EN MIG LANGAR EKKI AÐ VERA MEÐ ÓÞARFA AFSKIPTASEMI ÞAÐ ER ALLT Í LAGI KVELLIR! ÉG VERÐ AÐ FINNA M.J. EN EITRIÐ ER AÐ NÁ TÖKUM Á MÉR...MIG SVIMAR...ÉG GET EKKI... Dagbók Í dag er mánudagur 20. febrúar, 51. dagur ársins 2006 Víkverja þykir að-gangseyrir á list- viðburði orðinn meir en ærinn. Nú er svo komið að hann hugsar sig tvisvar um hvort hann eigi að laumast einn í lystisemdirnar, eða taka fjölskylduna með sér. Það er sárt að þurfa að skilja börnin eftir heima, ekki bara þeirra vegna, að þurfa að sitja eftir með barnapíunni, heldur sérstaklega vegna þess að Víkverji hefur óbilandi trú á gildi þess að börn fái bæði að taka þátt í listsköpun, og að njóta lista. Það er mikið fyrir fimm manna fjölskyldu á meðallaunum að reiða fram lágmark fimmtán þúsund krónur fyrir eina leikhúsferð. Víkverji frétti á dögunum af kunn- ingjafólki norður í landi, sem gerði sér ferð í bæinn í eins konar menn- ingarreisu. Ætlunin var að fara á tvær leiksýningar, tvenna tónleika, kíkja ef til vill á myndlistarsýningu og svo auðvitað á kaffi- og veitinga- hús borgarinnar, svona eins og fólk gerir sem tekst á hendur slíkar reis- ur. Í ferðinni voru hjón um fertugt, tveir unglingar, þrettán og fimmtán ára, og móðir mannsins – alls fimm manns. Leikhúsmiðar, hvorir í sínu leikhús- inu kostuðu annars vegar 3.100 krónur og hins vegar 2.900 krón- ur. Miðinn á sinfón- íutónleika kostaði 3.800 krónur, en á hina, sem voru söng- tónleikar, kostaði 2.000 krónur. Þannig greiddi fjöl- skyldan að norðan 59 þúsund krónur í að- gangseyri á þeim fjór- um dögum sem dvölin í höfuðborginni stóð. Þetta fannst Vík- verja rosalegt, og fann hálfpartinn til skömmustu fyrir hönd menning- arlífsins í borginni. Þá átti norðanfólkið eftir að fara á kaffihúsin og veitingahúsin og á sýn- ingar, sem sjaldan kostar reyndar stórfé að sækja. Víkverji varpaði öndinni léttar þegar hann komst að því að fólk þetta var svo lánsamt að eiga ætt- ingja í borginni sem gátu hýst það, og lánað bíl meðan á borgardvölinni stóð, því enn var eftir að taka flug- fargjaldið með í dæmið. „Tvöhundr- uðþúsundkall, lágmark …“ giskaði frúin að menningarreisan til borg- arinnar myndi kosta þegar allt væri talið með. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Copacabana | „Ég sit og gægist einn út um gluggann …“ söng Rúnar Gunn- arsson með Dátum hér í eina tíð. Hér er það eðalrokkarinn Mick Jagger sem gægist út um glugga hótelherbergis síns við Copacabana ströndina í Rio de Janeiro um helgina. Rollingarnir eru nú að undirbúa gríðarmikinn konsert á þessari frægu baðströnd, næsta laugardag. Reuters Rokkari gáir til veðurs MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: „Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan, því að ritað er: Hann mun fela þig englum sínum, og þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini.“ (Matt. 4, 6.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.