Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 28. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FIÐRAÐIR VINIR PÁFAGAUKARNIR TAKA UNDIR ÞEGAR DÍANA LIND ÆFIR SIG Í SÖNG >> 21 SÓLARBLÓT Í MYRKRI OG MILLASAMKEPPNI FLUGAN ALLTAF Á FERÐINNI >> 33 MIKLAR ísdreifar voru á Dýrafirði í gær og lónaði ísinn fyrir utan Þingeyri. Að mati Landhelgisgæslunnar var Dýrafjörður þá nánast ófær bátum og smærri skipum. Í ískönnunarflugi sást að ísdreifar voru einnig á Önundarfirði, Súgandafirði og Ísafjarðardjúpi út af Skutulsfirði og Álftafirði. Bornir og barnfæddir Dýrfirðingar muna ekki eftir að hafa séð jafn mikinn ís á firðinum og nú. Fyrir utan virtist hins vegar vera auður sjór, íslaus og greiðfær skipum. Í dag er spáð suðlægri átt á Vestfjörðum, 8–13 m/s en hægari eftir hádegi. | 6 Hafísinn lokaði Dýrafirði í gær og fjörðurinn var nánast ófær Ljósmynd/Bergþór Gunnlaugsson ins danska, sem stofnaður var 1972) og voru þá frjáls- lyndir hægriflokkar sem börðust gegn hækkandi sköttum og stækkun velferðarríkisins. Líkt og hjá Frjálslynda flokknum fór lítið fyrir málefnum innflytj- enda í stefnuskrám flokkanna við stofnun þeirra og það var fyrst í byrjun níunda áratugarins sem þau voru tekin upp með auknum straumi flóttamanna til landanna. Andstaða norrænu flokkanna tveggja var þá, líkt og hjá talsmönnum Frjálslynda flokksins nú, einkum byggð á efnahagslegum rökum og var í því sambandi nefnt að innflytjendur gætu keppt við innfædda um atvinnu og að þeir gætu orðið byrði á velferðarkerfinu. Á 10. áratugn- um breyttist málflutningur flokkanna og menningarleg rök urðu fyrirferðarmeiri, með áherslu á nauðsyn þess að vernda tungu og menningu fyrir erlendum áhrifum. Danski Framfaraflokkurinn klofnaði þegar formaður flokksins, Pia Kjærsgaard, vildi herða enn baráttuna fyr- ir hertri innflytjendalöggjöf árið 1995. Framtíð Frjálslyndra Morgunblaðið/Jim Smart Leiðtogi Guðjón A. Kristjánsson var endurkjörinn formaður Frjáls- lynda flokksins á aðalfundi hans. Eru Frjálslyndir á sömu braut og norrænir þjóðarflokkar? FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MEÐ ávarpi sínu á landsfundi Frjálslynda flokksins und- irstrikaði Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins, það sem legið hefur í loftinu undanfarnar vikur og mánuði – að innflytjendamál verða meðal helstu stefnumála flokksins í næstu kosningum, þótt halda beri því til haga að langt sé frá því að um eina stefnumálið sé að ræða. Við þessi tímamót er vert að spyrja hvort Frjálslyndi flokkurinn sé með þessari stefnubreytingu að taka fyrstu skrefin á braut sem aðrir stjórnmálaflokkar hafa fetað í nágrannalöndum okkar, einkum danski Þjóðarflokkurinn og norski Framfaraflokkurinn, sem báðir eru einarðir í andstöðu sinni við aukinn innflutning útlendinga. Flokkarnir báðir voru stofnaðir snemma á áttunda ára- tugnum (Þjóðarflokkurinn er afsprengi Framfaraflokks- Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is „ÞETTA ástand er orðið algjörlega ólíðandi – nema bara fyrir þá sem eru búnir að drekka þeim mun meira brennivín,“ segir Ófeigur Þorgeirs- son, yfirlæknir á slysa- og bráðamót- töku Landspítala í Fossvogi. Í fyrri- nótt brutust út hópslagsmál á slysadeildinni með þeim afleiðingum að læknir sem var að störfum á deild- inni tognaði á handlegg þegar hann lenti á milli manna. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu lenti fimm til sex mönnum um tvítugt saman á biðstofu slysadeild- arinnar en þeir höfðu þá fyrr um nóttina slegist og valdið nokkrum meiðslum hver á öðrum og þurftu því á læknisaðstoð að halda. Lögreglu- maður á vakt á deildinni reyndi að hemja ungmennin en kalla þurfti til liðsauka til að stöðva handalögmálin. Starfsmenn slysadeildar héldu sig til hlés en læknir sem var staddur á bið- stofunni lenti inni í átökunum og tognaði á handlegg í atganginum. Voru fjórir þeirra sem verst létu færðir á lögreglustöð og látnir gista fangageymslur. Ófeigur segir að það sé sjaldgæft að starfsfólk slysadeildarinnar verði sjálft fyrir líkamlegu ofbeldi sem þessu en það verði þó iðulega fyrir ógnandi framkomu fólks í annarlegu ástandi sem leitar sér aðstoðar. „Það gerist ekki oft að það brjótist út slagsmál en það er heldur ekki sjald- gæft,“ segir Ófeigur. Hann bætir við að átökin í fyrrinótt hafi verið hörð. „Þetta er ekki nýtt fyrirbæri, það hefur alltaf verið til staðar. Ég held hins vegar að fólk sé búið að fá sig fullsatt á þessu.“ Ófeigur telur þó að tölfræðin bendi ekki endilega til þess að ofbeldi sé að aukast eða versna í samfélaginu. „Algjörlega ólíðandi“  Hópslagsmál brutust út á slysadeild Landspítalans í fyrrinótt  Læknir, sem var að störfum á deildinni, tognaði á handlegg þegar hann lenti á milli manna Í HNOTSKURN »Læknir, sem var að störf-um á slysadeild Landspít- alans, tognaði á handlegg í fyrrinótt þegar hann lenti á milli manna sem slógust inni á spítalanum. »Yfirlæknir á slysadeildspyr hvort ekki þurfi að fara fram einhver umræða í samfélaginu um hvað valdi því að sami hópur fólks virðist ítrekað grípa til ofbeldis gegn sjálfum sér og öðrum. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri hefur marga fjöruna sopið, en fáir hafa á seinni árum heyrt um skipskaða sem hann lifði af í júní- lok 1960. Þá var Vilhjálmur fjór- tán ára „vara- messagutti“, að eigin sögn, á fragtskipinu Drangajökli sem sökk úti fyrir Skotlands- ströndum. Nítján skipverjum var öllum bjarg- að um borð í skoska togarann Mount Eden, sem skilaði þeim til hafnar í borginni Aberdeen. „Þarna vorum við um nóttina í kolbrjáluðu veðri og þá hélt ég að þetta væri alveg búið.“ Nítján árum eftir þetta var Vil- hjálmur framkvæmdastjóri SÁÁ og uppgötvaði að ritari hans til heils árs hefði verið með honum á skipinu nóttina örlagaríku. „Ert þú Villi litli?“ varð henni þá að orði. Nú hafa borgaryfirvöld í Aberdeen fært honum gjöf til minningar um at- burðina. | 4 „Ert þú Villi litli?“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sjávarháski Frétt Morgunblaðsins frá árinu 1960 um atburðinn. Borgarstjóra bjarg- að úr sjávarháska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.