Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Hún hafði aldrei gifzt enhafði verið í Hrísey.Þetta var á sínum tímasagt um ónefnda konu, þegar ævi hennar var lýst. Hvaða merkingu á að leggja í þessa sér- kennilegu lýsingu er kannski ekki al- veg ljóst, en fyrir liggur að hún var í Hrísey á ævintýraárunum, sem kennd eru við síldina. Hvaða æv- intýri umrædd kona kann að hafa ratað í þar liggur ekki fyrir, enda skiptir það engu máli. Staðreyndin virðist vera augljós, að vera í síld í Hrísey jafnast á við hjónaband. Bryggjuspjallari rifjar þessa sögu upp af tveimur ástæðum. Sú fyrri og viðameiri er sú, að hann er um þess- ar mundir að blaða í bók Birgis Sig- urðssonar, Svartur sjór af síld. Það er virkilega skemmtileg og fróðleg lesning. Síðari ástæðan og sú viða- minni er að bryggjuspjallari hitti vin sinn Steina mink á ráðstefnu um bláskeljaræktun á Akureyri á dög- unum. Steini spurði hvort væri ekki allt í lagi hjá bryggjuspjallara. Hann hefði verið svo fjandi önugur í pistl- unum í vetur. Bryggjuspjallari sagði allt í himnalagi en ákvað engu að síð- ur að reyna að vera jákvæðari. Í síð- asta pistli lýsti hann því þeim miklu möguleikum sem felast í ræktun bláskeljar og nú notar hann tæki- færið til að fjalla um síld og fleira á léttari nótunum. Við lestur bókar Birgis rifjast upp eitt og annað, enda skrifar hann sérstaklega skemmti- lega um þennan kynjafisk, sem var fyrr á öldum einhver mesti örlaga- valdur fólks í norðanverðri Evrópu, Hollandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Bretlandseyjum, Noregi, Danmörku og Svíþjóð, svo dæmi séu tekin. Síld- in réð lífsafkomu fólks, gerði það ýmist forríkt, feitt og glatt eða bláfá- tækt og banhungrað. Stríð voru háð um síldina og stríð voru ekki háð, nema nóg væri til af síld til að strí- ðala hermennina. Svo einkennilegt sem það virðist vera, skipti síldin engu efnahagslegu máli hér á landi fyrr en á síðustu öld. En þá skipti hún engu smávegis máli. Hún rask- aði aldagamalli búsetu í landinu í upphafi aldarinnar svo bændur reyndu allt sem í þeirra veldi stóð til að koma í veg fyrir að hjú þeirra streymdu að sjávarsíðunni til að þéna peninga, sem þau höfðu varla séð áður. Síldin kynti undir syndugu líferni að þeirra mati og það sem verra var: þeir þurftu nú að fara að borga hjúum sínum mannsæmandi laun. En þróunin varð ekki stöðvuð. Síldarbæirnir spruttu upp hver af öðrum, eins og Siglufjörður og Seyð- isfjörður. Fólk varð ríkt og bæirnir döfnuðu. En síldin er dyntóttari en aðrir fiskar og eins og annars staðar voru menn ýmist forríkir eða bláfá- tækir. Síldin skapaði nýtt þjóðfélag, sem ekki varð breytt þrátt fyrir að mennirnir hefðu í græðgi sinni út- rýmt stærsta fiskistofni heims í lok sjöunda áratugarins. Til var orðið nýtt þjóðfélag sem byggðist á traustum grunni sjávarútvegsins. Á þeim grunni byggjum við ennþá. hjgi@mbl.is Hún hafði verið í Hrísey » Síldin skapaði nýtt þjóðfélag, sem ekki varð breytt. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason FRUMVARP til laga um breytingu á úthlutun svokallaðs byggðakvóta hefur verið lagt fram á Alþingi. Samkvæmt því eru tekin til hliðar 12.000 tonn af botnfiski fyrir út- hlutun aflaheimilda ár hvert. Þess- um heimildum skal ráðstafað til byggðarlaga, sem af einhverjum ástæðum hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Helzta breytingin frá núgildandi lögum er sú, að sveitarfélögin verða ábyrgari en áður fyrir út- hlutun þeirra aflaheimilda, sem í þeirra hlut koma. Einnig verður komið á sérstakri úrskurðarnefnd til að fjalla um hugsanlegar kærur vegna úthlutunarinnar og úrskurða í þeim málum. Til allt að þriggja ára í senn Í frumvarpinu segir svo: „Á hverju fiskveiðiári skulu vera til ráðstöfunar aflaheimildir sem nema allt að 12.000 lestum af ós- lægðum botnfiski í þorskígildum talið sem heimilt er að ráðstafa þannig til stuðnings byggðarlög- um: Til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum eða vinnslu á botnfiski. Til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildar- aflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum og skerðingin hefur haft veruleg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögunum. Heimilt er að ráðstafa aflaheim- ildum samkvæmt þessum lið til allt að þriggja ára í senn.“ Og ennfremur: „Sveitarstjórnir annast úthlutun aflaheimilda, sem koma í hlut ein- stakra byggðarlaga, til einstakra fiskiskipa og senda tilkynningar þar um til Fiskistofu. Framsal afla- heimilda sem úthlutað er sam- kvæmt þessari grein er óheimilt en þó skulu heimil jöfn skipti á afla- heimildum í þorskígildum talið. Skylt er að landa og setja til vinnslu innan hlutaðeigandi byggð- arlaga afla sem nemur þeim afla- heimildum sem úthlutað er sam- kvæmt þessari grein enda fari vinnsla botnfisks þar fram. Ákvarðanir sveitarstjórna um úthlutun aflaheimilda samkvæmt þessari grein er heimilt að kæra til sérstakrar úrskurðarnefndar sem sjávarútvegsráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Í nefndinni skulu eiga sæti þrír menn. Skal einn nefndarmaður skipaður án til- nefningar og skal hann vera for- maður nefndarinnar, einn skal til- nefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn af Byggða- stofnun. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Úrskurðir nefnd- arinnar verða ekki kærðir til ráð- herra. Kærufrestur til úrskurðar- nefndarinnar skal vera tvær vikur frá tilkynningu sveitarstjórnar um úthlutun eða höfnun umsóknar um úthlutun og skal nefndin hafa lagt úrskurð á kærur innan tveggja mánaða.“ Sveitarfélögin ábyrgari fyrir úthlutun byggðakvótans Sjávarútvegsráðherra leggur fram frumvarp til breytinga á lögum um byggða- kvótann, sem felur í sér úthlutun á ígildi 12.000 tonna af botnfiski á hverju ári Í HNOTSKURN »Á hverju fiskveiðiári skuluvera til ráðstöfunar afla- heimildir sem nema allt að 12.000 lestum af óslægðum botnfiski í þorskígildum talið. »Sveitarstjórnir annast út-hlutun aflaheimilda, sem koma í hlut einstakra byggð- arlaga, til einstakra fiskiskipa. »Kærufrestur til úrskurð-arnefndarinnar skal vera tvær vikur frá tilkynningu sveitarstjórnar um úthlutun eða höfnun. Nýlega tók Sónar ehf við söluum- boði og þjónustu fyrir KANNAD EPIRB neyðarbaujur og SART rad- arsvara og er nú eini viðurkenndi þjónustuaðili fyrir KANNAD á Ís- landi. „KANNAD neyðarbaujur eru um borð í fjölmörgum íslenskum skipum og hafa reynst mjög vel í þeim blessunarlega fáu tilvikum sem á þær hefur reynt,“ segir í frétt frá Sónar. Nýjung frá KANNAD eru neyð- arbaujur með innbyggðum GPS móttakara sem tryggir nákvæma staðsetningu þeirra í neyð- artilvikum. Neyðarmerki fer af stað um leið og neyðarbauja fer í gang. Með GPS móttakara kemur ná- kvæm staðsetning neyðarbauju fram og björgunarmiðstöð getur sent nærliggjandi skip og björg- unarþyrlu á staðinn. Þetta getur skipt sköpum í köldum sjó, þar sem mínútur geta skilið milli lífs og dauða. Einnig selur Sónar ehf litla og netta neyðarsenda frá KANNAD sem hægt er að hafa t.d. í flotgöllum eða litlum bátum verði óhapp eða menn falli útbyrðis. Þessa neyðar- senda er einnig hægt að fá með inn- byggðum GPS. Þeir henta ekki síð- ur fyrir útivistarfólk, til dæmis kajakræðara og fjallafara. Verði óhapp setja menn neyðarsendinn í gang og staðsetning hans með GPS nákvæmni berst í gegnum gervi- hnött til stjórnstöðvar. „Mjög margar 12–14 ára neyð- arbaujur eru um borð í íslenskum skipum, en flestir framleiðendur mæla með að skipta um neyð- arbauju eftir 10–12 ára notkun. Vilji menn endurnýja eldri neyð- arbaujur öryggisins vegna býður Sónar ehf útgerðarmönnum sér- stakt uppítökutilboð. Þá eru neyð- arbaujur, frá hvaða framleiðanda sem er, teknar upp í nýja KANNAD bauju, með eða án GPS, á mjög hag- stæðum kjörum,“ segir í frétt Són- ars. Sónar býður KANNAD neyðarbaujur FYRSTU loðnunni var landað hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði í lok síðustu viku, þegar tvö norsk skip komu þangað; Nordfisk, sem landaði 240 tonnum í bræðslu, og Gerda Marie, sem landaði 450 tonn- um, en helmingurinn af þeim afla fór í frystingu. Allmikil áta er í loðnunni. Fyrsta loðnan til Fáskrúðs- fjarðar Vilja bæta veiðistjórnun á Reykjaneshrygg SAMSTARFSNEFND Íslands og Rússlands um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegsmála hélt áttunda fund sinn í Reykjavík dagana 24.–25. janúar 2007. Á fundinum voru rædd þau mál sem helst eru á döfinni varðandi samstarf landanna. Á fundinum skiptust fulltrúar landanna á upplýsing- um um framkvæmd samnings frá 15. maí 1999 milli ríkisstjórnar Íslands, Noregs og Rússlands um tiltekna þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs- ins. Á fundi ríkjanna var fjallað um fjölþætt sam- starf þeirra á sviði sjávarútvegs. Fjallað var um samstarf landanna á sviði veiðieftirlits, hafrann- sókna, um stjórn sameiginlegra stofna á Norður- Atlantshafi, m.a. karfa, kolmunna og norsk-ís- lensku síldarinnar. Samkomulag varð um að leggja á komandi mánuðum sérstaka áherslu á til- raunir til að ná samkomulagi um bætta stjórnun karfaveiða á Reykjaneshrygg. Í því sambandi er stefnt að enn auknu samstarfi vísindamanna ríkjanna varðandi stöðu karfastofna. Lýstu fulltrúar landanna ánægju sinni yfir því að náðst hefur samkomulag um stjórn veiða á norsk-íslenskri síld fyrir árið 2007 sem og fyrir kolmunna og lögðu áherslu á mikilvægi ábyrgrar stjórnunar veiða úr sameiginlegum stofnum. Jafn- framt var fjallað um viðskipti með sölukvóta sem íslenskar útgerðir hafa rétt á að kaupa samkvæmt samningnum og mikilvægi þess að skýrt liggi fyrir með hvaða hætti framkvæmd þessara viðskipta á að vera. Enn fremur ræddu ríkin um frekara sam- starf á sviði sjávarútvegsmála á fjölþjóðlegum vettvangi þar sem áherslur og hagsmunir ríkjanna tveggja fara oft saman. Samningar Stefán Ásmundsson, formaður sendinefndar Íslands, og Petr A. Efanov, for- maður rússnesku sendinefndarinnar, skrifuðu undir niðurstöðu fundar samstarfsnefnda land- anna um sjávarútvegsmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.