Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 18
Öllu tjaldað til Heimurinn fær óneitanlega á sig annan svip og lit undir svo stórum tjalddúki. |mánudagur|29. 1. 2007| mbl.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Þ að er mikið líf og fjör í Kaplakrikanum í Hafn- arfirði alla laugardags- morgna því þá skoppa þar um fjölmargar litl- ar tásur og eigendur þeirra skríkja af kæti. Vítt er til veggja og nóg pláss er til að hlaupa um og leika sér enda hafa litlu gris- lingarnir tvo handboltavelli í fullri stærð til umráða. Nærri lætur að um eitt hundrað börn á aldrinum tveggja til sex ára sæki laug- ardagshreyfinguna hjá Kristni Guðlaugssyni íþróttafræðingi, sem hefur varið ófáum laugardags- morgnum í þetta starf sitt og áhugamál á umliðnum sextán ár- um. Starfsemin er rekin undir heitinu Íþróttaskóli barnanna. Kristinn byrjaði fyrst með íþróttanámskeið fyrir yngstu kyn- slóðina í samstarfi við bróður sinn Janus Guðlaugsson í Álftanesskóla árið 1990, eftir að hann lauk námi frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni, en færði sig svo yfir í Kaplakrikann árið 1995 enda segist hann vera uppalinn í FH þar sem hann stundaði handbolta, fótbolta og frjálsar íþróttir. „Ég er fyrir löngu búinn að missa tölu á því hvað margir laug- ardagsmorgnar hafa farið í þetta, en maður er nú orðinn algjörlega háður þessu og þrífst ekki öðruvísi en að vera með börnin. Þetta er rosalega gefandi starf og sér- staklega gaman að sjá gleðina og framfarirnar hjá börnunum og finna þakklæti frá ánægðum for- eldrum,“ segir Kristinn og bætir við að nauðsynlegt sé að setja hreyfinguna í daglega rútínu sem allra fyrst á lífsleiðinni. Jákvæð upplifun af íþróttum „Markmiðið er að fá hreyf- inguna inn í líf barnanna á já- kvæðan hátt. Þau þurfa að fá já- kvæða upplifun af íþróttahúsum og íþróttaiðkun til að hreyfingin verði að föstum lið í tilverunni síð- ar meir. Ég er fyrst og fremst að kenna börnunum að umgangast þennan heim án þess að við séum í neinni keppni,“ segir Kristinn, sem er með fimm til sex aðra kennara sér til aðstoðar á nám- skeiðunum. „Við skiptum salnum upp í fimm vinnustöðvar og svo rótera krakkarnir á milli. Þau stunda hlaup, liðleiki, sveifla sér og klifra í köðlum og óhætt er að segja að gleðin skíni úr hverju andliti,“ segir Kristinn sem stend- ur vaktina í tvo tíma á hverjum laugardagsmorgni. Hann segir að námskeiðin séu opin öllum áhuga- sömum og dæmi um að krakkar hafi verið keyrðir alla leið frá Sel- fossi. Fyrri klukkutíminn er fyrir tveggja til fjögurra ára börn og sá síðari fyrir fjögurra til sex ára hressa krakka. „Þetta er nátt- úrlega orðinn dágóður fjöldi, en ég myndi aldrei vísa börnum frá. Frekar myndi ég bæta við kenn- urum,“ segir Kristinn að lokum. „Gefandi að sjá gleðina“ Á uppleið Klifrað í köðlum með dyggri aðstoð. Íþróttafræðingurinn Kristinn Guðlaugsson vill venja börn við íþróttir og hreyfingu strax á unga aldri og leggur sitt af mörkum til að svo megi verða.. Laugardagshreyfing í Kaplakrika Markmiðið er að fá hreyfinguna inn í líf barnanna á jákvæðan hátt. Þau þurfa að fá jákvæða upplifun af íþróttahúsum og íþróttaiðkun til að hreyfingin verði að föstum lið í tilverunni síðar meir. TENGLAR ..................................................... www.simnet.is/isb Morgunblaðið/Árni Sæberg daglegtlíf Hjónaband er skuldbinding og því er að mörgu að hyggja áður en gengið er upp að altarinu. »21 hollráð Til að allt gangi smurt og snurðulaust fyrir sig í skíða- brekkunum er gott að vera vel græjaður. »20 útivera Díana Lind Monzon hefur menntað sig sérstaklega í páfa- gaukafræðum og leitar nú að fiðruðum fyrirsætum. »21 gæludýr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.