Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN AÐ KLOFNA Það er augljóst, að Frjálslyndiflokkurinn er að klofna í kjöl-far úrslita varaformannskosn- ingar sl. laugardag. Að vísu er enn sá möguleiki fyrir hendi, að Margrét Sverrisdóttir verði fengin til að leiða lista flokksins í öðru Reykjavíkur- kjördæmanna en skilyrt stuðnings- yfirlýsing Guðjóns Arnar Kristjáns- sonar við hana í það sæti í gær var ekki uppörvandi fyrir Margréti eða stuðningsmenn hennar. Þegar horft er til atburðarásar síð- ustu mánaða er ljóst að forystumenn Frjálslynda flokksins hafa skipulega unnið að því að flæma Margréti og stuðningsmenn hennar úr flokknum og þeim hefur nú tekizt það með til- styrk fólks, sem komið hefur úr stjórnmálahreyfingunni Nýju afli. Þegar hér er komið sögu eru meiri líkur en minni á því að Margrét yf- irgefi Frjálslynda flokkinn alveg. Jafnvel þótt niðurstaðan yrði sú, að hún tæki að sér að leiða lista flokks- ins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna er ljóst að ágreiningur á milli fylk- inga er svo djúpstæður að hann verð- ur vart leystur úr þessu. Áhrif þessara breytinga innan Frjálslynda flokksins verða svo aug- ljóslega þau, að pólitík flokksins í málefnum innflytjenda verður stöð- ugt ógeðfelldari, því að Margrét Sverrisdóttir hefur verið bremsa á þá þróun. Það þýðir jafnframt, eins og vikið var að í forystugrein Morg- unblaðsins sl. laugardag, að aðrir flokkar munu ekki hafa nokkurn áhuga á að starfa með Frjálslynda flokknum. Viðbrögðin við niðurstöðu varafor- mannskosningarinnar sl. laugardag benda til þess að konum í öllum flokkum þyki að sér vegið vegna þess hvers konar vinnubrögðum hefur verið beitt til þess að bola Margréti úr Frjálslynda flokknum. Þess vegna kunna áhrif þessara úrslita að verða víðtækari en talið hefur verið hingað til. Frjálslyndi flokkurinn er kominn í annan farveg en hann hefur verið. Hið eina, sem hugsanlega getur varið flokkinn hruni í kosningum er sú staðreynd, að formaður flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, er mæt- ur maður, sem nýtur virðingar, sem dugmikill skipstjóri. Hversu lengi hann á samleið með öðrum þeim, sem skipa nú forystusveit flokksins er annað mál og á eftir að koma í ljós. Úr því sem komið er verður að telj- ast líklegt að Margrét Sverrisdóttir hyggi á framboð á eigin vegum og stuðningsmanna sinna. Slíkt fram- boð mundi augljóslega draga umtals- vert fylgi frá Frjálslynda flokknum og laska hann mjög í kosningunum. En jafnframt er ekki ósennilegt að Margrét mundi sækja fylgi í ýmsar áttir. Hún hefur komið fram af festu og einurð í átökunum innan Frjáls- lynda flokksins og sýnt augljósa leið- togahæfileika. Hún á næsta leik. FRELSI Í INNFLUTNINGI OG ÚTFLUTNINGI Í tveimur greinum í sunnudagsblaðiMorgunblaðsins fjallar Egill Ólafsson blaðamaður um ólíkar hliðar á landbúnaði og búvöruframleiðslu hér á landi. Annars vegar ræðir Egill við stjórnendur Sláturfélags Suður- lands í tilefni af 100 ára afmæli þess merka fyrirtækis. Hins vegar fjallar hann um afnám svokallaðrar útflutn- ingsskyldu í nýjum samningi ríkisins og sauðfjárbænda. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segist í samtalinu við Egil gagnrýna harðlega að ekki skuli vera búið að fella niður innflutningstolla á kjarn- fóðri. Hátt verð á kjarnfóðri hér á landi er ein ástæðan fyrir háu verði á kjöti. Steinþór segir óskiljanlegt að landbúnaðarráðherra skuli ekki hafa fellt niður tolla á innfluttum fóður- blöndum síðastliðið sumar um leið og hann felldi niður tolla á efni til fóð- urgerðar. Þetta er auðvitað alveg rétt hjá for- stjóra SS. Innflutningur á fóðri á að vera sem frjálsastur, eins og gildir um allar aðrar vörur. En af hverju ætli landbúnaðarráðherra hafi ekki viljað fella niður alla tolla? Telur hann sig kannski vera að vernda ein- hverja innlenda hagsmuni með því? Og hvað finnst forstjóra SS um verndartolla yfirleitt? Ef það er sjálf- sagt að fella niður tolla á fóðri, er þá ekki líka sjálfsagt að fella niður tolla á kjöti? Er þessi stóri kjötframleið- andi ekki hlynntur frjálsri samkeppni á kjötmarkaði eins og á fóðurmark- aði? Fróðlegt væri að heyra sjónar- mið forstjóra SS í því efni. Í grein Egils Ólafssonar um afnám útflutningsskyldu á kindakjöti kemur fram að annars vegar hafi stjórnvöld talið að stýring ríkisins á útflutningi kjöts sé úrelt. Hins vegar muni afnám útflutningsskyldunnar koma Íslandi til góða í samningum á vegum Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO) um aukið frelsi í viðskiptum, vegna þess að með því sé dregið úr stuðningi við landbúnaðinn. Hinn nýi sauðfjársamningur ríkis- ins og bænda er lítið fagnaðarefni fyrir neytendur, nema kannski að þessu leyti. Auðvitað er það löngu úr- elt að landbúnaðarráðherra reyni að hækka verð á matvörum með því að skylda framleiðendur þeirra til að minnka framboðið með útflutningi. Af þeim sökum er það líka óskiljan- legt að frjálslyndur þingmaður á borð við Einar Odd Kristjánsson skuli berjast fyrir því að landbúnaðarráð- herra geti áfram haft puttana í verð- myndun á kjöti með því að skipa bændum að flytja út dilkakjöt. Að sjálfsögðu eru það framleiðendur sjálfir, sem eiga að ákveða það hvort þeir flytja út kjöt eða ekki, rétt eins og í öðrum atvinnugreinum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ „LANDSÞINGIÐ var fjölmennara en við gerðum ráð fyrir. Maður átti aldrei von á að þetta yrðu á milli 800 og 900 manns,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins. Hann kvaðst hafa reiknað með að til landsþingsins kæmu 500–600 manns og var mjög ánægður með hversu fjölsótt þingið var. „Það er tilgangur okkar í Frjálslynda flokknum, með því að hafa þetta fyrirkomulag, að fólk dragist að landsfundinum og fái að taka þátt. Það er væntanlega markmið okk- ar allra sem erum í pólitík að reyna að fá sem flesta til að taka þátt í störfum okkar með ein- hverjum hætti. Það getur orðið erfitt að framkvæma það þegar þetta verður óvænt svona mikið,“ sagði Guðjón. Sem kunnugt er var Guðjón einn í kjöri til embættis formanns flokksins og var kjörinn með lófa- taki. Hefði ekki verið sterkara að fá skriflega kosningu? „Það var borið upp af fund- arstjóra hvort fólk óskaði eftir skriflegri kosningu. Þá var staðið upp og klappað. Útaf fyrir sig er Guðjón Margréti Sverrisd ábyrgðarstarfa í samband komandi alþingiskosninga „Já, ég hef lýst því yfir a hafi reiknað með því að hú leiða lista t.d. í Reykjavík- urkjördæmi suður. Það er að kjördæmisráðið sem þa ákveða það. Formaður flo hefur ekkert sérstakt vald uppröðun,“ sagði Guðjón. sagði að stjórn kjördæmis eða sérstök uppstillingarn kæmi með tillögu að framb sem félagsfundur kjördæm félagsins þyrfti að samþyk an tæki miðstjórn flokksin anlega afstöðu til framboð En mun Guðjón lýsa yfir st við framboð Margrétar Sv isdóttur? „Ég gerði það í dag [í gæ liggur fyrir og ég hef oft s áður að ef hún hygðist sæk ir þessu, þá teldi ég að það tekið vel á móti því. Hins v ég ekkert vald til að ráða þ einn og sér,“ sagði Guðjón mun öldugangurinn í aðdr landsþingsins hjaðna? „Hann varð bara af því a ég ekkert ósátt- ur við það, en það hefði verið allt í lagi að fá einhverja mæl- ingu á fylgið.“ Guðjón sagði að þessi háttur hefði verið hafður á innan Frjálslynda flokksins, þegar aðeins einn frambjóðandi hefur verið í kjöri, bæði þegar Sverrir Hermannsson og Guðjón hafa boð- ið sig fram til formanns. Er eitthvað til í því að gert hafi verið samkomulag um helm- ingaskipti við fólk sem kom í flokkinn úr Nýju afli? „Nei, ég get ekki sagt að það sé neitt til í því, að öðru leyti en því að fólk kemur og býður sig fram. Það er alveg ljóst að menn voru að takast á á fundinum um varafor- mannskjör, sæti í miðstjórn o.s.frv. Það voru hópar að vinna að þeirri samsetningu í kjöri sem þeir höfðu áhuga á,“ sagði Guðjón. Hann taldi að þeir hópar hefðu verið fleiri en tveir. En styður Lýsir yfir stuðningi við M Guðjón A. Kristjánsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Guðjón Arnar Kristjáns-son, alþingismaður, varendurkjörinn formaðurFrjálslynda flokksins með lófataki á landsþingi síðastlið- inn laugardag. Að formannskjör- inu loknu var kosið í önnur emb- ætti flokksins. Samkvæmt auglýstri dagskrá áttu kosningar að hefjast klukkan 15. Kjósa skyldi formann, varaformann, ritara, for- mann fjármálaráðs og fjóra með- stjórnendur og fulltrúa í mið- stjórn. Um kl. 15 höfðu myndast langar raðir þar sem fólk sótti sér kjörgögn og var um tíma ekki var ljóst hvenær kosningin myndi hefj- ast. Að því er fram kom á mbl.is var því lýst yfir um kl. 15.20 að ákveðið hefði verið að loka fyrir nýskráningar í flokkinn, en reynt yrði að afhenda kjörgögn þeim sem hefðu skráð sig. Til að geta kosið þurfti fólk sem var að skrá sig að greiða 2.000 króna árgjald. Eldri borgarar og öryrkjar þurftu ekkert að greiða. Kosinn með lófataki Fundarmenn fengu m.a. afhent- an atkvæðaseðil vegna formanns- kjörs. Pétur Bjarnason þingforseti sagði að ekki hefði borist nema eitt framboð til embættis for- manns og hljómaði þá lófatak um salinn. Þingforseti spurði þá hvort ekki ætti að líta svo á að formað- urinn væri sjálfkjörinn og glumdi þá aftur lófatak. Þannig fór ekki fram skriflegt formannskjör. Guðjón kvaddi sér hljóðs og sagði m.a. í þakkarræðu sinni að næsta formannskjör yrði eftir tvö ár. Vonandi yrði þá enn fjölmenn- ara á landsfundi en nú. Talið var að um þúsund manns hefðu verið á landsþinginu á Hótel Loftleiðum þegar flest var. Síðan var gengið til kosninga annarra embættismanna flokksins og var sú kosning skrifleg. Undir kl. 17 var kosningum lokið og fækkaði þá fundarmönnum mjög. Virtust flestir hafa mætt til að taka þátt í kosningunum, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Fyrst var tilkynnt niðurstaða kjörs varaformanns og var Magn- ús Þór Hafsteinsson, alþingismað- ur, endurkjörinn varaformaður Fjölmennt lands Frjálslynda flokk Samherjar Guðjón Arnar Kristjánsson formaður og Magnús Þór NIÐURSTÖÐUR kosninga í trúnaðarstöður á landsþingi Frjálsly flokksins urðu eftirfarandi: Guðjón Arnar Kristjánsson var sjálfkjörinn formaður. Í kosningu til varaformanns voru greidd 815 atkvæði og reynd gild. Magnús Þór Hafsteinsson var kjörinn varaformaður með 46 kvæðum eða 56,7% en Margrét Sverrisdóttir hlaut 351 atkvæði e 43,3%. Kolbrún Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins og hlaut 398 a (53,8%), Sólborg Alda Pétursdóttir hlaut 316 atkvæði (42,8%) og María hlaut 25 atkvæði (3,4%). Formaður fjármálaráðs var kjörinn Daníel Helgason, með 321 kvæði, en Bárður Halldórsson hlaut 305 atkvæði. Meðstjórnendur í fjármálaráð voru kjörin Erna V. Ingólfsdótt Sverrir Hermannsson, Eyþór Sigmundsson og Matthías Sveinsso Fulltrúar í miðstjórn voru kjörin: Aðalmenn: Grétar Mar Jónsson, Pétur Bjarnason, Óskar Þór K Ásgerður Jóna Flosadóttir, Höskuldur Höskuldsson og Hanna Bi hannsdóttir. Varamenn: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, Ásthildur Cesil Þ ardóttir, Tryggvi Agnarsson, Eiríkur Stefánsson, Ásta Þorleifsd Svanur Sigurbjörnsson og Ragna Fossdal. Niðurstöður kosninga LANDSÞING Frjálslynda flokksins samþykkti m.a. á laugardag um að óskað yrði rannsóknar á upphafi kvótakerfisins og því hvo dór Ásgrímsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, hefði haft lag ildir fyrir því að koma kerfinu á. Einnig var samþykkt ályktun frá Sverri Hermannssyni um að menn flokksins hlutuðust til um það á Alþingi að fram færi opinb sókn á allri starfsemi einkavæðingarnefndar. Upphaf kvótakerfis og einka væðingarnefnd rannsökuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.