Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 25 ÆTLA má í ljósi sögunnar að mannskepnan sé einhver grimmasta tegund jarðkringlunnar og því engin tilviljun að hún ræður þar ríkjum. Sagan sýnir okkur einnig að barátta um yf- irráð yfir landi hefur verið helsta orsök hörð- ustu deilna manna og þjóða í milli frá örófi alda. Í nýlegum sjónvarps- þáttum var sýnt fram á að þróun tegundanna væri afar hægfara og þúsund ár afar skamm- ur í því ljósi. Því verður að gera ráð fyrir að í eðli flestra Íslendinga búi sterk löngun til að eign- ast land og jafnframt vilji til að verja af hörku það land sem þeir telja sig eiga. Við sem teljum okkur búa við lýð- ræði trúum því flest að það tryggi bet- ur rétt þegnanna en önnur stjórn- skipan. Einn styrkasti hornsteinn lýðræðisins er þrískipting valdsins þ.e löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Þótt valdið sé þannig þrí- skipt ber raunar Alþingi eitt ábyrgð gagnvart þegnunum, enda val fram- kvæmdavaldsins á þess ábyrgð og skipan dómsvalds á ábyrgð fram- kvæmdavalds. Alþingi hefur gegnum aldirnar haft það veigamikla hlutverk að setja þjóð- félaginu lagaramma um eignarhald á landi, nú síðast að með Lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eign- arlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58 1998. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að „gengið hefur verið út frá því að til séu á miðhálendinu land- svæði sem nefnd hafa verið almenn- ingar. … Í frumvarpinu er lagt til að horfið sé frá því að nota orðið almenn- ingur en tekið verði upp nýtt hugtak þjóðlenda … “. Þar segir einnig „Há- lendissvæði þessi eru sameiginleg auð- lind þjóðarinnar“. Í umsögn um 11. grein frumvarpsins segir: „Hér er lagt til að fjármálaráðherra fari með fyr- irsvar ríkisins og stofnana þess vegna krafna um eignaréttindi og úrlausn þess hvort land teljist til eignarlands eða þjóðlendu. … þykir rétt að hafa fyrirsvar hér á einni hendi vegna þess að vænta má að málafjöldi gæti orðið nokkur“. (10–20). Af framantöldu og öðru sem fram kom í hefðbundnu ferli við setningu laganna er augljóst að löggjafarvaldið sá fram- kvæmd laganna með allt öðrum hætti en raun hefur orðið á. Fjöldi þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum sem stóðu að setningu lag- anna hafa einnig stað- fest opinberlega að svo sé. Búnaðarþing 1998 hafði sama skilning á frumvarpinu og grein- argerð með því og al- þingismenn og lagðist því ekki gegn lögfestingu frumvarps- ins í trausti þess að raunverulegur til- gangur lagasetningarinnar væri að skerpa mörk eignarlanda og þjóð- lendna á jöðrum hálendisins. Meðal alvarlegustu frávika fram- kvæmdavaldsins frá ætlan löggjafans má nefna: Ríkið gerir mjög víða kröfur langt út fyrir hálendi landsins (allt í sjó fram). Ef heldur sem horfir verður mála- fjöldi ekki nokkrir tugir, þess í stað mörg hundruð. Ríkið gerir víða kröfur til eign- arlanda með skýr þinglýst landa- merki. Svo virðist sem fjármálaráðuneyti telji sjálfstætt markmið að ná undir ríkið sem allra mestu af landi (þjóðnýt- ingarstefna?). Þótt framkvæmdavaldið hafi komið á fót sérstakri stjórnsýslunefnd (óbyggðanefnd) til „að skera með skipulegum hætti úr um það hver séu mörk eignarlanda og þjóðlendna“ unir það ekki úrskurðum nefndarinnar og vísar fjölda mála allt til Hæstaréttar. Lagasetning í jafn mikilvægu og viðkvæmu málefni og eignarhaldi á landi er mikið vandaverk og fram- kvæmd laganna ekki síður. Þjóðfélags- þegnar lýðræðisríkis verða að geta treyst því að valdhafar virði rétt þeirra og gæti hans. Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur nú boðað breytingar á fram- kvæmd þjóðlendulaganna og er það vel. Þó verður að hafa í huga að fjár- málaráðuneytið hefur borið mikla ábyrgð á gallaðri framkvæmd laganna á undanförnum árum og því virðist vænlegra og raunar skylt að Alþingi taki þátt í ákvörðunum um breytta framkvæmd laganna eða breytingar á þeim. Þankar um þjóðlendumál Ari Teitsson skrifar um þjóðlendur » Lagasetning í jafnmikilvægu og við- kvæmu málefni og eign- arhaldi á landi er mikið vandaverk og fram- kvæmd laganna ekki síður. Ari Teitsson Höfundur var formaður Bændasamtaka Íslands 1998. ÖLL þekkjum við orðatiltækið „að- gát skal höfð í nærveru sálar“. Það orðatiltæki á einkar vel við þegar fjallað er um starf að barnavernd – þar fer án efa einn við- kvæmasti og um leið einn mikilvægasti þátt- ur velferðarþjónustu í nútíma samfélagi. Freydís Jóna Frey- steinsdóttir lektor í fé- lagsráðgjöf við HÍ gleymdi því miður að taka mið af þessari fornu speki er hún ritaði grein í Mbl. þann 19. desember s.l. undir heit- inu „Hvert stefnir Reykjavíkurborg?“ Við fyrstu sýn virðist megintilgangur greinarinnar vera að gagnrýna stöðuveitingar Reykjavík- urborgar. Því er undarlegt að sjá að í sömu mund og bent er á mikilvægi þess að faglegar forsendur verði hafð- ar að leiðarljósi við ráðningu fram- kvæmdastjóra Barnaverndar Reykja- víkur ræðst hún að barnaverndarstarfi í Reykjavík og um leið þeim starfs- mönnum sem þar starfa. Gagnrýnin á starfsemi Barnavernd- ar Reykjavíkur beinist einkum að því að skráningu mála sé ábótavant og að svo virðist sem afar lítil greining- arvinna sé unnin til að undirbyggja ákvarðanir um framgang mála. Síðan er höfuðið bitið af skömminni með því að staðhæfa að dæmi séu um að „...lítið sem ekkert hafi verið aðhafst í mjög alvarlegum málum“, án nokkurs frek- ari rökstuðnings. Hér eru alvarlegar ásakanir á ferð og því full ástæða til að bregðast við – því alvarlegt væri ef rétt reyndist. Reyndar lætur grein- arhöfundur að því liggja að Reykjavík- urborg sé komin í þetta óefni í barna- verndarvinnslu vegna ráðninga á fólki til starfa á sviði barna- verndar „sem ekki hefur verið með þá menntun sem eðlilegt er að gera kröfu um“. Hún ber síð- an Reykjavíkurborg saman við nágranna- sveitarfélög, bæði hvað varðar verklag og mannaráðningar. Hér er langt seilst og erfitt að sjá samhengi – en þó skal bent á að sér- menntuð fagmennska hefur ávallt stýrt Barna- vernd Reykjavíkur og að í ársbyrjun 2007 starfa 14 fé- lagsráðgjafar við Barnavernd Reykja- víkur, 7 ráðgjafar með aðra háskóla- menntun, tveir lögfræðingar, auk sálfræðings, þriggja þjónustufulltrúa og tveggja eftirlitsaðila – sterkur, góð- ur og samhentur starfshópur. Að auki starfrækir Reykjavíkurborg sér- úrræði í barnavernd –vistheimili fyrir börn – mikilvægt úrræði og reyndar það eina sinnar tegundar á landinu. Þar starfar sérhæft starfsfólk að barnavernd, svo dæmi sé tekið um fag- legt barnaverndarstarf hjá Reykjavik- urborg, þá eru ónefndar stuðnings- fjölskyldur, persónulegir ráðgjafar og sértækur stuðningur í barnavernd- armálum sem unninn er inni á heim- ilum Reykvíkinga til að styðja barna- fjölskyldur og börn með góðum árangri. Það er alvarlegt að vega með þeim hætti sem hér er gert að starfi Barna- verndar í Reykjavík án viðhlítandi rökstuðnings. Samanburður sem gerður var í greininni við önnur sveit- arfélög byggist á hæpnum forsendum. Til að fullyrða á þann hátt sem gert var þyrftu rannsóknarniðurstöður að liggja fyrir þar sem úrtak úr barna- verndarmálum í Reykjavík væri jafn- stórt hlutfallslega og úrtak úr barna- verndarmálum í nágrannasveitarfélögum. Fyrr en slík- ar rannsóknarniðurstöður liggja fyrir er ekki hægt að staðhæfa á þann hátt sem hér var gert um samanburð á verklagi milli sveitarfélaga. Starfsfólk Barnaverndar Reykja- vikur vinnur eins og Freydís benti réttilega á í grein sinni, undir miklu álagi. Nær væri að draga fram í dags- ljósið þá miklu og góðu vinnu sem þar fer fram, næg eru tækifærin til þess, frekar en að ráðast að starfsfólki Barnaverndar og starfinu með þeim hætti sem var gert – á hæpnum fag- legum forsendum. Barnavernd í Reykjavík Sigríður Jónsdóttir fjallar um barnaverndarmál og svarar grein Freydísar Jónu Freysteinsdóttur » Það er alvarlegt aðvega með þeim hætti sem hér er gert að starfi Barnaverndar í Reykjavík án viðhlítandi rökstuðnings. Sigríður Jónsdóttir Höfundur er skrifstofustjóri á Vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar. „Vísindastarf í þágu þjóðar“ var yfirskrift á ráðstefnu Háskóla Íslands um rann- sóknir í líf- og heil- brigðisvísindum í byrjun árs. Þar voru kynntar niðurstöður faraldsfræðilegrar landsrannsóknar á munnheilsu íslenskra barna og unglinga (MUNNÍS). Ein af niðurstöðum rann- sóknarinnar er að tíðni glerungseyð- ingar fer vaxandi hjá íslenskri æsku. Orsök glerungseyð- ingar er efnafræðilegt ferli, óháð örverum, þar sem glerungur tannanna tærist burt lag fyrir lag. Gler- ungseyðing greinist hjá 30% 15 ára ung- linga og eru piltar í meiri áhættu (37%) en stúlkur (23%). Gler- ungseyðing mælist hjá nær tvöfalt fleiri piltum en stúlkum. Þetta er hærra hlutfall en áður hefur komið fram í rannsóknum á íslenskum unglingum og tíðni gler- ungseyðingar hefur aukist um 10% á undanförnum tíu árum hjá þess- um aldurshópi. Umræddur aldurs- hópur drekkur að meðaltali tæpan lítra af gosdrykkjum á dag. Fyrri rannsóknir benda til þess að þeir sem drekka gosdrykki þrisvar sinnum í viku eða oftar séu þrisvar sinnum líklegri til að grein- ast með glerungseyðingu en þeir sem ekki drekka gosdrykki. Mikil og tíð gosdrykkjaneysla ógnar tannheilsu íslenskrar æsku. Þegar gosdrykkir með eða án syk- urs leika um tennuranr oft á dag eykst hættan á glerungseyðingu. Glerungseyðing er sársaukalaus í fyrstu og erfitt að greina hana en á seinni stigum fylgir henni mikill sársauki þar sem glerungsyfirborðið verndar ekki lengur skyntaugar tannanna. Rannsóknir benda til þess að ætandi áhrif gosdrykkja á tennur tengist rotvarn- arefnum og hugs- anlega fosforsýrunni sem í þeim er, en hana er ekki að finna í kol- sýrðum vatns- drykkjum. Sýran tærir eða eyðir glerungi tannanna og glerung- urinn kemur ekki aft- ur. Um er að ræða vax- andi tannheilsuvanda hjá þjóðinni sem veld- ur miklum sársauka og kallar oft á vanda- og kostnaðarsöm lækn- ingaúrræði. Í vöruþróun á gos- drykkjum mætti leggja aukna áherslu á að draga úr þekktum aukaverkunum þeirra á tanngler- ung og þar gætu gosdrykkjafram- leiðendur lagt hönd á plóginn. Öfl- ugt samstarf framleiðenda og vísindamanna er hér lykilatriði. Skorað er á framleiðendur gos- drykkja að hafa hollustu og heil- brigði að leiðarljósi í vöruþróun til framtíðar. Á sama tíma og rík- isstjórnin samþykkir niðurfellingu á matarskatti og tollum á gos- drykkjum þá er líklegra að gos- drykkjaneyslan aukist enn meira í takt við ódýrara verðlag. Glerungseyðing – vaxandi vandi ís- lenskrar æsku Inga B. Árnadóttir fjallar um glerungseyðingu Inga B. Árnadóttir » Skorað er áframleið- endur gos- drykkja að hafa hollustu og heil- brigði að leið- arljósi í vöruþróun til framtíðar. Höfundur er doktor og forseti tannlæknadeildar Háskóla Íslands. ÞAÐ urðu mikil átök um sjáv- arútvegsmál í aðdraganda síðustu kosninga. Enda hefur þjóðin aldrei sætt sig við það ígildi eign- arhalds sem felst í gjafakvótanum. Við þessu brást Fram- sóknarflokkurinn með því að ganga inn á þá stefnu sem Samfylk- ingin fylgir, að eign- arhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar skuli staðfest með ákvæði í stjórnarskránni. Þetta var eitt af helstu bar- áttumálum Framsókn- arflokksins í þeim kosningum. Sjálfstæð- isflokkurinn féllst svo á að fara þessa leið við myndun rík- isstjórnarinnar. Skýrt ákvæði um þetta var sett í stjórnarsáttmál- ann. Það vakti sérstaka athygli að Þorsteinn Pálsson fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins og sjáv- arútvegsráðherra til margra ára var skipaður fulltrúi í stjórn- arskrárnefndina. Athygli vegna þess að allan sinn feril sem sjáv- arútvegsráðherra vann hann að því leynt og ljóst að „einkavæða“ að- ganginn að auðlindinni. Það lá því ljóst fyrir að hann væri á móti stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Nú er það komið á daginn að hann hefur í raun tekið starf stjórn- arskrárnefndar í gíslingu og kemur ásamt einhverjum félaga sinna úr Sjálfstæðisflokknum í veg fyrir að nefndin skili af sér tillögum um þjóðareign á auðlindum sjávar. Allir aðrir fulltrúar stjórnmálaflokka í nefndinni eru tilbúnir að styðja þá gerð. Var það máske alltaf erindi Þorsteins Pálssonar í þessa nefnd? Var Sjálfstæðisflokkurinn óheill í málinu og þetta leiðin til að koma í veg fyrir að ákvæðið í stjórnarsátt- málanum næði fram? Ef svo er er full ástæða til að spyrja „hvort stjórnin sé að springa“ eins og Kristinn H. Gunnarsson gerir á heimasíðu sinni. Ég spurði formann Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, á Al- þingi sl. mánudag hvort formaður Fram- sóknarflokksins gæti setið í ríkisstjórn með flokki sem hunsar sinn eigin stjórnarsáttmála og niðurlægir Fram- sóknarflokkinn með svo óbilgjörnum hætti? Yfirlýsing Jóns Sigurðssonar Jón Sigurðsson svaraði og sagðist treysta því að málinu yrði ráðið til lykta. Þetta er skýr yfirlýs- ing. Formaður Fram- sóknarflokksins hlýtur því að ætla að fylgja því fast eftir að svo verði gert. En tíminn er naumur og Jón Sigurðsson verður því að láta hendur standa fram úr ermum. Þetta er mál ríkisstjórnarinnar en það er hlutverk Jóns Kristjáns- sonar að stýra starfi nefndarinnar. Nefndin hefur allt í höndum sem þarf til að ljúka málinu. Tillögur auðlindanefndar liggja fyrir um ákvæðið sjálft. Starfshópur úr stjórnarskrárnefndinni sjálfri fjallaði um málið og komst að já- kvæðri niðurstöðu. Nú reynir á það úr hverju Fram- sóknarflokkurinn og þeir nafnar Jón Sigurðsson og Jón Krist- jánsson eru gerðir. Þetta mál er prófsteinn á það hvort Framsókn- arflokknum sé treystandi. Ef hann lætur samstarfsflokkinn komast upp með að svíkja í þessu máli þarf ekki frekari staðfestingu á að svo er ekki. Í gíslingu Þorsteins Pálssonar Jóhann Ársælsson fjallar um störf stjórnarskrárnefndar og þjóðareign á auðlindum sjávar Jóhann Ársælsson » Þetta mál erprófsteinn á það hvort Fram- sóknarflokknum sé treystandi. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.