Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 27 sæl elsku frænka mín og svarið sem hann fékk alltaf; elsku uppáhalds- frændinn minn! Við munum líka hljómsveitaræf- ingarnar í kjallaranum, þar fengum við að hlusta og fylgjast með og okk- ur fannst mikið til þess koma. Við munum líka allar ævintýra- bækurnar og tímaritin sem voru til undir súðinni hjá Berta og Erlu; þar héldum við systurnar oft til, lásum kassa eftir kassa af bókum meðan birgðir entust. Við munum eftir börnum Berta og Erlu frá frumbernsku og áttum í þeim hvert bein og hvert bros og við fylgdumst með þeim þroskast og dafna og verða fulltíða fólk. Alltaf vorum við velkomnar og ávallt var okkur tekið fagnandi. Fyrir hönd okkar systkinanna fimm á Tunguvegi 26 viljum við þakka kæra samfylgd gegnum árin. Pabbi okkar og hans systkini hafa misst kæran fóstbróður og systurson og syrgja sárt. Erlu, Hákoni, Guðrúnu, Sóleyju Höllu, Einari Kára og fjölskyldum þeirra biðjum við guðsblessunar á erfiðum tímum. Guð blessi allar minningar okkar um Berta frænda. Ásta Möller og Edda Möller. Við minnumst Berta frænda okkar sem mikils öðlings og gleðigjafa. Samskipti okkar við hann í barnæsku voru nánast eins og milli samrýndra systkina, enda var samband móður Berta, Guðrúnar Möller, og föður okkar, Gríms Gíslasonar, sem voru systkinabörn, mjög náið og sam- gangur milli heimilanna mikill. Móðir okkar Ingibjörg og Guðrún, sem hjá okkur var aldrei kölluð annað en Gunna frænka, voru miklar vinkonur og varla leið sá dagur að þær spjöll- uðu ekki saman í síma. Berti færði mikið fjör með sér og á barnsaldri var hann farinn að leika listir sínar á píanóið heima og taka nýjustu dægurlögin af miklum til- þrifum. Gunna frænka var mjög mús- íkölsk og hefur hann sótt tónlistar- gáfuna til hennar. Þetta var engin lognmolla, enda kom líka á daginn að Berti Möller varð mjög dáður og eft- irsóttur hljómlistarmaður. Hann hafði mjög ríka ábyrgðartilfinningu og réttlætiskennd og tók þá ákvörð- un að ráða sig í fast starf og hafa tón- listina sem aukabúgrein. Er við slitum barnsskónum lágu leiðir sín í hverja áttina en alltaf sam- an aftur, bæði á gleði- og sorgar- stundum í fjölskyldum okkar. Gunna frænka ól Berta ein upp með aðstoð góðrar konu, Sigríðar Eiríksdóttur, sem bjó á heimili þeirra og sá um Berta á meðan Gunna frænka var í vinnu, en hún vann alla tíð hjá Lands- símanum, fyrst í Stykkishólmi og síð- ar í Reykjavík. Seinna, þegar Berti var orðinn full- orðinn, kom Sigríður á heimili for- eldra okkar og hjálpaði til við að líta til með Grími Inga, en þessir tveir drengir voru henni eitt og allt. Berti átti miklu láni að fagna í líf- inu með eiginkonu sinni Erlu og börnum þeirra. Hann sýndi einnig mikla tryggð og áhuga á að fylgjast með börnum okkar og barnabörnum. Grímur Ingi, sonur Lucindu, laðaðist sérstaklega að Berta frænda og dáði hann. Þeir áttu sama afmælisdag, 11. janúar, sem enn styrkti samband þeirra. Fyrir réttum fjórum árum hélt Berti upp á sextugsafmæli sitt sem var mjög eftirminnilegt öllum veislu- gestum, þar sem félagar hans í Lúdó með Berta í fararbroddi leiddu okkur í gegnum sögu rokksins á Íslandi sem um leið er saga Berta Möller. Á kveðjustund nú minnumst við Bertrams H. Möller með djúpu þakk- læti og færum Erlu og börnunum, þeim Hákoni, Guðrúnu, Sóleyju Höllu og Einari Kára og öðrum ná- komnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Almar Grímsson, Lucinda Grímsdóttir. Kæri frændi. Þegar ég heyrði að þú hefðir kvatt þennan heim eftir harða baráttu við sjúkdóminn sem lagði þig að velli, helltist yfir mig söknuður. Það fór ekki á milli mála hvert stefndi, en skilnaðarstundin er alltaf sár. Líf mitt hefur verið samofið þínu allt frá því ég man eftir mér. Þú hjálpandi mér, smáguttanum, við að setja saman flugvélamódel í Sörla- skjólinu og föndra ótrúlegustu hluti. Eftir að við komumst á fullorðinsárin breyttust áhugamálin og frændsemi okkar þróaðist upp í sanna vináttu sem ég sakna nú mjög að eiga ekki að. Það var ógleymanleg stund að samfagna þér í sextugsafmælinu þínu fyrir fjórum árum þar sem þú tróðst upp með öllum þeim hljóm- sveitum og skemmtikröftum sem þú hefur spilað og leikið með í gegnum tíðina. Þar söngst þú meðal annars „Danny boy“ og bara tilhugsunin um að heyra sönginn þinn kallar fram einstök hughrif. Þar fer enginn í sporin þín nema ef vera skyldi sá sem frumflutti lagið. Í afmælinu þínu sást best hversu miklu þú hefur áorkað á þinni ævi og hversu hæfileikaríkur þú varst. Ég sakna þess mikið að fara ekki með þér „út að hjóla“, sakna þess að taka ekki fram mótorhjólið með þér og geysast út fyrir bæinn, það voru svo skemmtilegir tímar framundan hjá okkur, ég sakna þess að geta ekki upplifað þá með þér. En söknuðurinn er samt mestur hjá Erlu, börnunum og barnabörn- unum þínum sem þurfa nú að sjá á eftir yndislegum eiginmanni, föður og ekki síst afa, allt of fljótt. Megir þú hvíla í friði, minn kæri. Thomas Möller. Í dag kveð ég góðan vin og fyrrver- andi samstarfsmann, hann Berta minn. Við höfum þekkst í yfir 40 ár og brallað margt saman um dagana. Þegar við hittumst fyrst var ég ung stúlka að skemmta mér í Glaumbæ. Myndarlegur ungur maður kom óvænt til mín, settist í kjöltu mér og söng til mín yndislega lagið sem hef- ur alla tíð fylgt honum, „My prayer“. Ég, unga stúlkan, sat eldrauð í kinn- um og vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér. Þá hafði hann kynnt sér þá nýjung að syngja með þráðlausan míkrafón en ekkert okkar hafði séð slíkt fyrr. Upp frá þessu lágu leiðir okkar mjög óvænt saman í hljómsveit Svav- ars Gests þar sem ég var ráðin söng- kona en hann var söngvari hljóm- sveitarinnar. Ég var nánast óreynd á því sviði og hafði Berti ekki mikla trú á mér í byrjun, enda vanur að velja úrvalsfólk til samstarfs. Þarna kynntist ég fyrst Berta sem vinnu- félaga og persónu. Hann var mjög góður drengur, glaðlyndur og kunni að gera að gamni sínu. Hann var fljótur að hjálpa litlu stelpunni“ eins og hann kallaði mig að stíga sín fyrstu skref og komast yfir feimnina. Við áttum margar góðar stundir á þessu tímabili en við störfuðum sam- an á Hótel Sögu í um tvö ár. Ég var fyrsta söngkonan sem söng þar og var með Berta mér við hlið. Það var gott að njóta stuðnings hans við þetta verkefni því hann kom manni alltaf til að brosa ef illa lá á manni. Í þá daga var skylda að vera í galakjólum á sviði og hlýrarnir á kjólunum mínum áttu það til að renna niður axlirnar. Þá hvíslaði Berti gjarnan í eyra mér: „Jæja, kemur nú m … upp í henni.“ Við fórum hringinn í kringum landið með hljómsveitinni og lentum þar í ýmsu skemmtilegu. Einnig sungum við „Í kringum hnöttinn í átta til tíu lögum“ í útvarpinu. Þar þurftum við m.a. að syngja á ýmsum framandi tungumálum sem við kunn- um hvorugt orð í. Jafnframt æxlaðist það svo að við sungum saman á plötu m.a. lögin „Heimilisfriður“ og „Ef þú giftist mér“ og gerðum við iðulega grín að því að búið væri að gifta okk- ur í söngnum. Á þessu tímabili kynntist hann eftirlifandi konu sinni Erlu og var mikið gaman að fylgjast með hversu ástfangin þau voru og hversu vel þau áttu saman. Leiðir okkar lágu næst saman í Broadway 1983 þegar Rokkhátíðin var haldin í fyrsta sinn, einnig á Rokkhátíðum 1995 og 1998. En því miður gat hann ekki verið með okkur á síðasta ári vegna veikinda sinna. Okkur fannst mjög leitt að hann gat ekki verið með okkur. Nýverið hringdi ég til hans og ætl- aði að heimsækja hann en ekkert varð úr því vegna veikinda minna. Mér þykir sárt að hafa ekki hitt góð- an vin í hinsta sinn og átt með honum góða stund. En ég mun heldur aldrei gleyma því sem hann gerði fyrir mig á fimmtugsafmælinu mínu. Því segi ég „my prayer is to linger with you at the end of the day in a world that’s di- vine“. Við eigum eftir að syngja sam- an í rokkhljómsveit englanna ásamt góðum gömlum vinum. Um leið og ég kveð góðan vin bið ég góðan Guð að blessa Erlu, fjöl- skyldu hans og aðra aðstandendur og votta þeim mína dýpstu samúð. Anna Vilhjálmsdóttir. Mín fyrstu kynni af Berta voru þegar hann ásamt hljómsveitinni Plútó spilaði á skólaballi í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. Ekki grun- aði mig þá að við ættum eftir að tengjast í gegnum Erlu eiginkonu hans og frænku mína næstu 40 árin. Margar heimsóknir voru farnar til þeirra hjóna á Tunguveginn sem og á „sveitasetur“ fjölskyldu Erlu á Hörgslandi á Síðu. Til þeirra var ætíð gott að koma. Berti var mjög skemmtilegur mað- ur og stutt í húmor hjá honum. Hann sá oft spaugilegar hliðar á mörgum málum. Tónlistaráhuga Berta fékk ég not- ið á nokkrum sviðum, sérstaklega er mig vantaði að vitja laga. Berti var mjög mikill fjölskyldu- maður og áttu afabörn þar hauk í horni eins og fleiri. Að leiðarlokum viljum við fjöl- skyldan mín þakka þér, Berti, fyrir allar góðar samverustundir. Sérstak- lega viljum við Bragi þakka ykkur hjónum fyrir yndislegan tíma í Hörgslandi sl. sumar, er við fengum okkur „bacardi í kók“ að drekka og höfðum mikið gaman af. Elsku Erla, Guðrún, Sóley Halla, Einar Kári og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og vonum að minning um góðan mann lifi í hugum ykkar um alla framtíð. Hafdís Hannesdóttir og börn. Í dag kveðjum við hjónin góðan vin og félaga til margra ára, Bertram Möller. Mín fyrstu kynni af Berta voru í kringum 1950, er við áttum heima í sama fjölbýlishúsi á Birkimel 6–6b. Ekki var mikill samgangur milli okk- ar fyrstu árin þar sem ég var fimm árum eldri, en á seinni árum vináttu okkar talaði Berti samt oft um það í gríni hvað ég hefði átt flott sverð í þá daga. Um 1960 stofnuðum við svo ásamt fleirum hljómsveitina Plútó, sem síð- ar varð Lúdó og Stefán, og spiluðum við Berti saman með millibilum í fjölda ára og má segja að þá hafi vin- átta okkar hafist. Berti hafði mjög gaman af því að ferðast og þá sérstaklega um Vest- firði, enda dvaldist hann þar í nokkur sumur sem drengur. Í júní 2004 fór- um við með Erlu og Berta til Súða- víkur, þaðan sem við ferðuðumst, undir leiðsögn Berta, um Vestfirði í eina viku. Það var ótrúlega gaman að hlusta á Berta, hann vissi hvað öll fjöll, tangar og nes hétu og sagði okk- ur hluta úr sögu mjög margra staða sem við keyrðum hjá. Og aldrei gleymum við síðustu ferðinni sem við fórum saman í október á síðasta ári með Frímúrurum til Edinborgar. Berti var þá orðinn mikið veikur en var ákveðinn í því að skemmta sér og hafa gaman af ferðinni, sem við gerð- um öll. Berti var ótrúlega harður og duglegur í veikindum sínum. Í upp- hafi meðferðar gekk allt mjög vel og hann var ákveðinn í því að honum myndi batna, og það var alltaf gott að heimsækja hann. En skömmu eftir að við komum frá Edinborg fór að halla undan fæti, en alltaf var samt jafngott að heimsækja hann. Berti var ákveðinn maður og stóð fast á sinni meiningu, og ekki vorum við alltaf sammála, en eitt var víst að næst þegar við hittumst þá var Berti alltaf sami góði vinurinn og fyrir þá vináttu þökkum við hjónin núna. Elsku Erla mín, Guðrún, Sóley, Einar Kári og fjölskyldur, megi góð- ur Guð styrkja ykkur í sorg ykkar, vitandi að hann er nú á góðum stað, því hann var með sterka trú. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda Rósa) Guðrún og Hans Kragh. Berti er farinn. Minningarnar streyma til mín. Berti var skólafélagi minn í Mela- skólanum og þar kynntumst við. Músíkin og rokkið var okkar yndi. Berti með Fats Domino og ég með Elvis Presley. Frú Guðrúnu, mömmu Berta, var ekki skemmt, hún var ekki hrifin af þessari tónlist en hún leyfði okkur að æfa heima hjá sér, og þar kenndi Berti mér á gítarinn og við stofnuðum hljómsveit. Í Gaggó Vest tróð upp hljómsveit- in The Rock Boys og þar voru útvald- ir menn á ferð. Dabbi Guðmunds, Steini Þorvalds, Siggi Stefáns og við Berti. Þetta var okkar eina „gigg“. En við vorum allir stjörnur í eitt kvöld. Þakka þér fyrir, Berti! Berti fór músíkleiðina. Hann var söngvari af guðs náð og þetta vissu allir. Það sem einkenndi Berta var einlægnin. Hann gaf allt sitt í lagið í hvert ein- asta sinn. Unglingsárin liðu og við krakkarnir nutum krafta Berta í Lúdósextettinum og þau voru all- mörg böllin sem við sóttum til að hlusta á Berta og co. Það var alltaf dálítil minnimáttar- kennd hjá Berta á unglingsárunum að hann ætti engan „sjáanlegan“ föður en ég sagði honum ávallt að hann væri í raun og veru heppinn að ástandið væri þannig því að móðir hans var svo sterkur karakter að föðurmissirinn var enginn fjötur í raun og veru. Hún efldi sjálfstraust Berta og þannig varð Berti góður maður, góður vinur okkar og ljúf- menni á lífsleiðinni. Árin liðu, og fyrir þremur árum sat ég á læknastofu og beið eftir við- tali við minn lækni. Berti sat í bið- stofunni með mér og við ræddum saman. Hann með sín veikindi og ég með mín. Veikindi Berta voru greini- lega alvarlegri en mín, en við rædd- um margt á þessum fáeinu mínútum, æskuna, músíkina og margt annað. Ég kveð þig, Berti minn, með þessum fáu orðum. Eins og fjölskylda þín, þá munum við öll sakna þín. Þú gæddir líf okkar gleði. Ég veit, Berti, að við hittumst aft- ur á Blueberry Hill og ég þakka þér fyrir samveruna í þessu lífi. Þú varst einstakur, góður maður. Þinn skólabróðir, Baldvin Berndsen. Kæri vinur. Nú þegar leið þinni í þessari tilveru er lokið minnist ég þín með söknuð í hjarta. Eftir áratuga samleið gegnum líf- ið viljum við hjónin þakka þér stað- fasta og óeigingjarna vináttu. Þú hafðir einstakt lag á að koma eða hringja ef eitthvað brá út af í lífinu og stóðst sem klettur með okkur. Alltaf stóð heimili ykkar Erlu okkur opið og oftar en ekki fórum við það- an glaðari í lund. Ótrúlegt þolgæði og styrk sýndir þú í veikindum þínum og var aðdá- unarvert að finna æðruleysi þitt. Far í friði, kæri vinur, með þökk fyrir allt og allt. Megi Guð styrkja Erlu og börnin ykkar í sorginni. Halldór og Hulda. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, KATRÍN SÍVERTSEN, Hraunteigi 28, Reykjavík, lést laugardaginn 27. janúar. Hildur Deakin, Bill Deakin, Björg Jakobsdóttir, Jón Örn Jakobsson, Erna Eiríksdóttir. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR, Hlíðarvegi 65, Kópavogi, andaðist á Landspítala-háskólasjúkrahúsi laugar- daginn 27. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Runólfur Þórðarson, Sigrún Halla Runólfsdóttir, Þórunn Inga Runólfsdóttir, Ásdís Hildur Runólfsdóttir, Hildur Elsa Rósantsdóttir, Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.