Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 9 FRÉTTIR          ! "!   #  LAGERSALA 25. jan. - 7. feb. 50-70% AFSLÁTTUR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 HÁSKÓLI Íslands og Kaliforníuhá- skóli, Santa Barbara hafa undirritað samning til næstu fimm ára, um frekara samstarf háskólanna á sviði rannsókna, stúdentaskipta og kennslu. Mikill áhugi er hjá Kali- forníuháskóla á að stúdentar þaðan geti stundað nám í jarðfræði og öðr- um raungreinum sem og hugvísind- um við Háskóla Íslands sem hluta af sínu meistara- eða doktorsnámi. Háskóli Íslands og Kaliforníuhá- skóli hafa átt í áralöngu samstarfi og er nýja samningnum ætlað að út- víkka það og efla enn frekar. Meðal annars hafa stúdentar háskólans í grunn- og framhaldsnámi úr verk- fræði, raunvísindum og félagsvísind- um dvalið hluta af námstíma sínum við Kaliforníuháskóla. Hafa íslensku stúdentarnir greitt þar verulega lægri skólagjöld en almennt tíðkast. Vísindamenn beggja háskóla hafa staðið saman að rannsóknum í stærðfræði, eðlisfræði, jarðfræði og verkfræði. Háskóli Íslands og Kaliforn- íuháskóli efla samstarf sitt Ljósmynd/Randall Lamb Samstarf Framst á myndinni eru Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Henry T. Yang, rektor Kaliforníuháskóla, Santa Barbara. Standandi frá vinstri eru: Martin Moskovits, deildarforseti stærðfræði, líf- og eðlisvísinda, Glenn Beltz varadeildarforseti, verkfræði, og Björn Birnir prófessor í stærðfræði. EKKI ber mikið á óæskilegri umferð um vatnsverndarsvæði Reykvíkinga og gilda strangar umferðarreglur á viðkvæmustu svæðunum, segir Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur. Í fréttum í tengslum við slys sem varð í Hlíðar- fjalli á Akureyri um síðustu helgi, þegar vélsleðamenn voru þar á ferð, hefur komið fram að mennirnir óku um hluta vatnsverndarsvæðis þar. Var haft eftir Alfreð Schiöth, heil- brigðisfulltrúa, að læki vökvi úr vél- sleða niður á vatnsverndarsvæði gæti hann borist í grunnvatn og valdið mengun, yrði ekkert að gert. Vatnsverndarsvæði Reykvíkinga liggur frá Gvendarbrunnum og upp að Bláfjöllum og alveg yfir í vatnsból Hafnfirðinga að sögn Guðmundar. „Við erum í mjög góðu samstarfi við alla aðila á þessu svæði. Uppi í Blá- fjöllum eru sérstakar umferðar- og vinnureglur og mjög gott samstarf við Bláfjallanefnd um það,“ segir hann. Þá séu um 300 metrar niður á vatn í Bláfjöllum og því tæki nokkuð langan tíma fyrir mengun að berast í grunnvatn, auk þess sem rennslistími í vatnsbólin sé meira en 200 dagar. Viðkvæmari svæði í Heiðmörk Alltaf sé einhver óæskileg umferð um vatnsverndarsvæðið, en hún sé ekki mikil. Í Heiðmörk, þar sem svæðin séu viðkvæmari og styttra í vatnsbólin séu umferðarreglur strangari en á öðrum vatnsverndar- svæðum. „Þar er meiri stýring á þessu og reynt að halda vel utan um þetta.“ Helsta hættan stafi af olíubíl- um sem fari um svæðið, en vel sé fylgst með þeim og samstarf við olíu- félögin gott. „Ég tel að almennt sé þetta í mjög góðu lagi,“ segir Guð- mundur. Guðmundur segir að ef umferð um svæðið stórykist eða ef þjóðvegur yrði lagður yfir vatnsverndarsvæðið, væri ástæða til að hafa áhyggjur, en engin áform séu um slíkt. „En við höf- um ekkert sérstaklega stórar áhyggj- ur af því þótt einn vélsleði lendi í óhappi og bensínið úr honum fari nið- ur. Okkur þætti verra ef það væri ol- íubíll en þá erum við með áætlanir um hvernig við myndum bregðast við því og hreinsa það upp,“ sagði Guðmund- ur. Strangar reglur á vatnsverndarsvæðum Í HNOTSKURN »Vélsleðamenn sem óku umá vélsleðum í Hlíðarfjalli á Akureyri um síðustu helgi óku um hluta vatnsverndarsvæðis þar. »Forstjóri OrkuveituReykjavíkur telur ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af umferð vélsleða- manna um Bláfjöll. Aðalatriði sé að vernda Heiðmörk vel. SJÓMENN treysta því að slokkni á sjálfvirkum tilkynn- ingarbúnaði þeirra fari Landhelgisgæslan og björg- unarsveitir á stjá. Fyrir slysni hafði slokknað á tilkynn- ingarbúnaði þessa báts og ekki leið langur tími áður en þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og benti bátsverjum á að kveikja á búnaðinum á ný. Ljósmynd/Björn Jónsson Grannt fylgst með sjómönnum KONA slasaðist illa á andliti í slags- málum sem urðu í heimahúsi í Garðinum í fyrrinótt en tilkynning barst til lögreglunnar á Suð- urnesjum um alvarlega líkamsárás. Komið hafði til slagsmála milli hús- ráðenda og ættingja þeirra sem voru í heimsókn með fyrrgreindum afleiðingum. Var konan flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í nógu öðru var að snúast fyrir lögregluna á Suðurnesjum en smá- ræði fannst af fíkniefnum í fórum ökumanns sem stöðvaður var við reglubundna athugun. Fjórir 17–18 ára unglingar voru handteknir með smáræði af fíkniefnum. Ökumaður var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur, sem reyndist rétt- ur. Sinnti hann ekki stöðv- unarmerkjum lögreglu og eftir nokkra eftirför reyndi hann að komast undan á hlaupum. Gafst hann að lokum upp og gaf sig fram við lögreglu og fékk að gista fanga- geymslur það sem eftir var nætur. Einnig voru 11 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanes- brautinni. Sá er hraðast ók var tek- inn á 126 km hraða á klst en há- markshraði á Reykjanesbraut er 90 km á klst. Slasaðist í fjöl- skylduerjum SKATTTEKJUR af fjármagns- tekjum hafa auk- ist gríðarlega og nema 1,6% af landsframleiðslu og nálgast 20 milljarða króna. Fjármagnseig- endur greiða því háar fjárhæðir til ríkisins en áður voru skatttekjur af fjármagns- tekjum hverfandi. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, á vef samtakanna. Vilhjálmur segir að sú staðhæf- ing að skattlagning fjármagns- tekna sé mun hagstæðari en skatt- lagning launatekna sé röng. Vilhjálmur bendir á að tekjuaukn- ingin vegna fjármagnstekjuskatts og tekjuskatts fyrirtækja hafi num- ið um 3,5% af landsframleiðslu eða í kringum 40 milljarða króna. Að mati Vilhjálms er þessi mikla tekjuaukning forsenda þess að unnt hafi verið að lækka og jafnvel fella niður aðra skatta á síðustu miss- erum. „Hækkun eykur ekki réttlæti“ Vilhjálmur Egilsson Ekki urðu alvarleg slys á mönnum þegar jepplingur og fólksbíll lentu í árekstri á einbreiðri brú yfir Hítará á Mýrum. Fernt var í öðrum bílnum en ökumaður einn í hinum og sluppu flestir tiltölulega ómeiddir frá slysinu. Báðir bílarnir urðu þó óökufærir við áreksturinn og varð að loka Snæfellsnesvegi tímabundið í báðar áttir á meðan bílunum var komið af brúnni. Umferð var þó ekki þung og mynduðust því ekki langar raðir samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu. Árekstur á brúnni yfir Hítará

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.