Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 19
fjármál fjölskyldunnar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 19 Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5 M amma, á hverju situr Jóakim Aðalönd?“ spyr barnið og skoðar vandlega myndina af nísk- ustu önd í allra tíma sem situr í hvelfingu sinni með skelfingarsvip eins og hann hafi glatað einhverju að eilífu. „Peningum.“ svarar mamman. Barnið horfir spurnaraugum á móður sína. „Þeir voru einu sinni til á Íslandi en þá varst þú ekki fæddur. Við Ís- lendingar vorum svo fljótir að taka upp rafrænu byltinguna, að ég held að við höfum verið fyrst þjóða til að leggja niður peninga. Öll viðskipti fara nú fram með rafrænum hætti og við notum núna nær eingöngu kort eins og debetkort og kred- itkort.“ Margar greiðsluleiðir „Stundum finnst mér eins og við höfum farið of geyst í þessi skipti,“ hugsaði mamman og fletti Morg- unblaðinu. Við blasti stór auglýsing frá Visa Ísland um Visa Lán og Visa Lán vaxtalaust. „En ef til vill er málið að ég verð alveg rugluð á öllum þessum greiðsluleiðum og átta mig ekki á hvað er hvað og hver eru hvurs. Hvers vegna er lán- tökugjaldið mismunandi og hvers vegna þarf ég stundum að greiða stimpilgjald og stundum ekki. Af hverju get ég fengið vaxtalaus lán sumstaðar en annars staðar ekki? Það er full vinna að reyna átta sig á þessu og hvað hentar manni best?“ Hún dreypti á dreggjum náttúru- tesins og minntist næstum með for- tíðarþrá hins lánalausa Íslands. „Nei, ætli það hafi ekki verið frekar lánlaust,“ skellti hún upp úr og varð hugsað til föður síns sem klæddist sínum bestu fötum til að fara bón- arveg til bankastjórans. Í dag gæti hún beðið um smálán, yfirdrátt- arheimild eða greiðsludreifingu símleiðis á náttfötunum heima hjá sér. Ekki það að hún væri að hvetja til skuldsetningar en það væri gott að hafa þessa möguleika uppi í erm- inni ef á þyrfti að halda. „Halló, er einhver heima?“ „Pabbi, pabbi, veistu að Jóakim Aðalönd á ekki lengur neina pen- inga.“ „Nú?“ „Nei hann á bara fullt af kortum. Gullgeymslan hans er búin að breytast í kortageymslu.“ „Ja hérna,“ sagði pabbinn og hristi höfuðið og leit á mömmuna sem brosti. „Hvaða kort er þú með, Karl?“ „Mastercard.“ Hún kveikti á tölvunni á sló inn vefslóð fyrirtækisins. „Þeir bjóða líka upp á ýmsa möguleika á smál- ánum og greiðsludreifingum. Mast- ercard staðgreiðslulán, raðgreiðslur og léttgreiðslur. Það vantar ekki möguleikana.“ Að sitja á kreditkortunum „Eigum við þá fullt af peningum,“ spurði strákurinn kátur. „Nei,“ sögðu mamma og pabbi. „Við eigum ekki peningana sem við höfum heimild til þess að fá að láni. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því. Þeir eru því ekki hluti af því fé sem við getum ráð- stafað að vild því við þurfum að greiða það til baka. Það er að jafn- aði góð regla að taka aldrei peninga að láni, hvort sem það er á kred- itkort eða í banka, nema það sé bráðnauðsynlegt. Ef hlutirnir eru ekki bráðnauðsynlegir þá höfum við tíma til þess að safna fyrir þeim og ættum að gera það. En ef við þurf- um nauðsynlega að taka lán þá er sjálfsagt að taka lán á bestu hugs- anlegu kjörum sem við getum feng- ið, hvort sem það er lán út á greiðslukort eða annað. Það getum við metið út frá því hvað kostar okkur að fá peningana að láni, þ.e. vöxtum, lántökugjöldum, stimp- ilgjöldum og færslugjöldum.“ Strákurinn var nú farinn að klóra sér í hausnum. „Æ, þú skilur þetta vonandi þeg- ar þú ert orðinn stærri. Mundu bara að það er gott að hugsa eins og Jóakim Aðalönd þegar kemur að skuldum. Það kemur sér stundum vel fyrir fjármál heimilisins að vera svolítið nískur og sitja á kortunum sínum.“ Hvaða greiðsluleið myndi Jóakim Aðalönd velja? Þær eru fjölmargar lánaleiðirnar sem kreditkortafyr- irtækin bjóða. En í hverju felst eiginlega munurinn? Unnur H. Jóhannsdóttir kynnti sér málin.                                                !    "    "   #    $%&  %     '  !( )*+*,- . !( //+0,- . 1213  /2)/  /2)/  4"  /- /- . . . . . .  ),5  ),5  /)5 2/*5 . #        !     '                      #     !   #      %     '  !( //+0,- . )2)/  4"  . . . .  /)5 2/*5 . !     '      %     "   !( )*+,- )213   521- .  )3, 6         "    78  7    9   % 78 !( )0+:,- )213   521- 5+,-  )*5 %              6    8  ;  '   . /23   . .  0, %      <   9   % 78 !( )02)0+,-   )213  /21+/,- 5+,-  ),5 %              #        8  8  . =      . .  )55 Þar sem greiðsludreif- ingar eru án stimpil- og lántökugjalda eru þær heppilegastar í stuttan tíma. Kortafyrirtækin hafa nú kynnt til sögunnar nýjan kost sem smám saman mun taka við af raðgreiðslunum, Visa Lán og Mastercard staðgreiðslulán. Vextir þeirra eru 2 prósentustig- um lægri en á raðgreiðslulán- unum auk þess sem á þeim er ekkert stimpilgjald. Stað- greiðslulánin eru sem fyrr lán kortafyrirtækjanna til söluaðil- anna en í stað þess að fá uppgert í mánaðarlegum greiðslum fá söluaðilar nú staðgreitt í einni greiðslu degi eða tveimur eftir að vara hefur verið greidd með staðgreiðsluláni. Segja kortafyr- irtækin markmiðið að kred- itkortanotendur njóti stað- greiðslukjara þar sem þau eru í boði en áður var oft boðið upp á tvenns konar verð: stað- greiðsluverð og almennt verð. Það eigi því nú að vera úr sög- unni að kreditkortanotendur þurfi að sætta sig við almennt verð. Staðgreiðslulán í staðinn fyrir raðgreiðslur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.