Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða allra síðustu sætin í ferð til Jamaica 13. febrúar. Jamaica er ein fegursta eyja Karíbahafsins og býður upp á stórkostlega náttúrufegurð og veðurfar. Gríptu tækifærið og tryggðu þér einstaka 9 nátta ferð til Karíbahafs- perlunnar Jamaica á frábærum kjörum. Aðeins 21 sæti í boði - fyrstur kemur fyrstur fær! 2 fyrir 1 til Jamaica 13. febrúar frá kr. 39.990 Aðeins 21 sæti – fyrstur kemur fyrstur fær Munið Mastercard ferðaávísunina Gisting frá kr.3.300 M.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Sand Castles. Netverð á mann pr. nótt. Verð kr.39.990 Flugsæti báðar leiðir með flugvallasköttum. Netverð á mann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is „ÉG veit ekki hvernig hefði farið, hefði ekki verið búið að finna upp gúmmíbátana,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri um lífs- reynslu sem hann lenti í fyrir fjöru- tíu og sjö árum. Hann var þá fjórtán ára gam- all og lenti í skipsskaða úti fyrir ströndum Skotlands. Allri áhöfninni var bjargað og hún flutt til skosku borgarinnar Aberdeen. Þaðan komu einmitt góð- ir gestir á fimmtudag, m.a. borg- arstjórinn sjálfur, og notuðu þeir tækifærið og færðu Vilhjálmi gjöf til minningar um atburðinn. Sjálfur var hann staddur í Helsinki en hyggst þiggja heimboð til Aberdeen. „Já, þeir vildu hitta borgarstjór- ann. Ástæðan er sú að núverandi borgarstjóri lenti í skipsskaða í júní 1960.“ Þá var Vilhjálmur fjórtán ára og fékk að fara með tveimur frænd- um sínum sem unnu á fragtskipinu Drangajökli. „Ég var hálfgerður far- þegi, varamessagutti kannski. Við sigldum til Danmerkur og Svíþjóð- ar, Belgíu og Englands. Svo hélt ferðin áfram og búið að hlaða skipið með kartöflum, traktorum og einn bíll var á dekkinu. Við sigldum af stað til Íslands 28. júní og það hafði gengið vel. Svo gerist það að ég er uppi í brú og skipið fer að hallast. Ég er forviða á því hvað sé að gerast og það bara heldur áfram að hallast. Síðan er atburðarásin hröð og tré- bátarnir brotna, en það tekst að koma gúmmíbjörgunarbátum út með harðfylgi nokkurra áhafn- armeðlima.“ Allir björguðust í tvo báta, nítján manns samtals en eig- inkona skipstjórans og ungt barn þeirra voru meðal skipverja. „Ert þú Villi litli?“ „Skipið sökk á 25 mínútum og hvarf. Þarna vorum við í nóttinni í kolbrjáluðu veðri og þá hélt ég að þetta væri alveg búið. En við höfð- um ekki verið lengi þegar okkur var bjargað af skoska togaranum Mount Eden.“ Vilhjálmur og félagar kom- ust svo til Aberdeen um morguninn og á sjómannaheimili. „Ég sagði svo Sigfúsi í Nýsi frá þessu, að mig langaði að koma til Aberdeen aftur. Hann er þar alltaf með eitthvert aktívítet. Ég hef að vísu einu sinni komið en hafði ekki tækifæri þá til að skoða þetta sjó- mannaheimili sem ég gisti á.“ Nítján árum síðar varð hann framkvæmdaastjóri SÁÁ. „Ári síðar var ritarinn minn, sem hafði þá gegnt því starfi allt árið, að sýna mér myndir úr brúðkaupi dóttur sinnar. Þá sé ég á myndunum skip- stjórann af Drangajökli í þessari ör- lagaríku ferð. Hún segir að þetta hafi verið eiginmaður sinn. Þá segi ég: „Bíddu, ert þú Halldóra sem varst um borð í Drangajökli?“ Hún horfir á mig og spyr: „Ert þú Villi litli?“ Við hittumst þá aftur undir þessum kringumstæðum nítján ár- um seinna.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bjargaðist úr skipsháska úti fyrir Skotlandi árið 1960 Skipbrotsmað- ur heiðraður Gjöf John Stewart borgarfulltrúi, Douglas Paterson, borgarstjóri Aber- deen, og Peter Stephen borgarfulltrúi færðu Vilhjálmi mynd af Mt Eden. Forsíða Aðalfréttin í skosku dagblaði daginn eftir björgunina. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson HÖFUNDUR nafnsins er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir á Stöð 2,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, sem er ritstjóri nýs fréttatímarits sem kem- ur fyrst út 15. febrúar næstkomandi. „Við veltum þessu lengi fyrir okkur en svo kom hún með þetta snilldar- nafn og fær alveg að eiga heiðurinn.“ Nafnið Krónikan segir Sigríður vera mjög viðeigandi. „Krónika þýðir annáll eða dagbók. Svo er tilvísun í gömul rótgróin dagblaðaheiti á enskri tungu, eins og San Francisco Chronicle. Sem tökuorð er þetta þó orðið rótgróið og notaði m.a. nób- elsskáldið það á bók sína Innan- sveitarkróniku.“ Skólablað Fjöl- brautar við Ár- múla mun hafa borið nafnið en ekki komið út í nokkur ár að sögn Sigríðar. Tímarit- ið verður selt í lausasölu og áskrift. Aðstoðarritstjóri er Arna Schram. Nýja fréttatímaritið mun heita Krónikan Sigríður Dögg Auðunsdóttir SENDIHERRA Bretlands á Ís- landi, Alp Meh- met, segir Breta vera í nánum samskiptum við íslensk stjórnvöld um starfsemi kjarnorkuúr- gangsendur- vinnslustöðvar- innar í Sellafield. Jónína Bjartmarz undrast þessi um- mæli sendiherr- ans. „Við höfum ekki fengið um- beðnar upplýs- ingar, ekki um það hvað olli lek- anum á sínum tíma og þaðan af síður hvaða rök liggi að baki því að veita stöðinni starfsleyfi að nýju,“ sagði Jónína í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær. Rétt eru liðn- ar tvær vikur síðan Jónína lýsti yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Breta um að leyfa aftur opnun stöðv- arinnar en henni var lokað í maí 2005 vegna leka sem þar kom upp. Gagn- rýndi hún sérstaklega að ekkert samráð hefði verið haft við stjórn- völd í Noregi, Írlandi og á Íslandi en þessi ríki hafa talið málefni Sellafield varða sig. Bresk stjórnvöld veittu t.a.m. ekki aðgang að skýrslu rann- sóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir lekans en fjórir mánuðir liðu frá því að hann hófst þar til hann uppgötvaðist. Sendiherra Breta lét ummælin um fullt samstarf milli ríkjanna falla í viðtali við Fréttavef Morgunblaðsins í síðustu viku þegar hann var spurð- ur hvort honum fyndist það sam- ræmast stefnu gegn hvalveiðum að reka jafnframt kjarnorkuúrgangs- endurvinnslustöð sem að mati margra umhverfissinna ógnaði sjáv- arlífi Atlantshafsins: „Við höfum ítrekað að ef eitthvað fer úrskeiðis í kjarnorkuverum okkar þá tilkynnum við ykkur það og við höfum ítrekað að þau ógna engum, hvorki sjávarlífi né mannfólki. Við tryggjum að ekk- ert geti farið úrskeiðis og erum í nánum samskiptum um fyrirætlanir okkar við íslensku ríkisstjórnina og það hefur ekkert með hvalveiðar að gera.“ Jónína tekur undir að Sellafield og hvalveiðar séu auðvitað óskyld mál, nema að þau varði samskipti þessara tveggja ríkja, en leggur áherslu á að lengi hafi verið reynt að brýna fyrir breskum stjórnvöldum að hætta stafaði af stöðinni í Sellafield. Umhverfisráðherra undrast ummæli Ósammála breska sendiherranum um upplýsingagjöf Í HNOTSKURN »Sendiherra Breta: Breskstjórnvöld eru í nánum samskiptum við íslensk stjórn- völd um málefni Sellafield. Engin tengsl eru á milli kjarn- orkuúrgangsendurvinnslu- stöðvarinnar og hvalveiða. » Jónína Bjartmarz, um-hverfisráðherra: Undrast ummæli sendiherrans. Hyggst mótmæla ásamt umhverf- isráðherrum Noregs og Ír- lands. Jónína Bjartmarz Alp Mehmet Reuters Starfsemi að hefjast að nýju Endurvinnslustöðin í Sellafield hefur lengi verið íslenskum stjórnvöldum þyrnir í augum. STEFNT er að því að eldri borg- arar í Reykjavík sem eru á biðlista eftir þjónustu og búa við öryggis- leysi fái undir lok þessa árs svokall- aðan öryggis- síma, úrræði sem mun gera þeim kleift að fá ýmiss konar þjónustu utan venjulegs vinnutíma heimaþjónustu ef þörf þykir. Velferðarráð Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum nýverið að 100 eldri borgarar myndu fá öryggissím- ann til reynslu til sex mánaða. Jór- unn Frímannsdóttir, formaður ráðs- ins, segir að settur verði upp sérstakur búnaður og þeir sem fái öryggissímann muni einnig fá neyð- arhnapp. „Starfsmaður hjá Öryggis- miðstöðinni mun taka við símtölum en hann mun hafa upplýsingar um notendur búnaðarins og getur síðan sett sig í samband við heimahjúkrun, heimaþjónustu eða aðra aðila sem sá sem hringir á í reglulegum sam- skiptum við.“ Jórunn segir að með þessum hætti geti eldri borgarar sem hafa brýna þörf fyrir hjúkrun, eru á biðlista eftir þjónustuíbúð eða eru nýútskrifaðir af sjúkrahúsi feng- ið að tala við einhvern sem veit um aðstæður viðkomandi og getur brugðist við eftir því sem þörf er á, utan hefðbundins dagvinnutíma. Nýtt úr- ræði fyrir aldraða Jórunn Frímannsdóttir Reykjavíkurborg reynir öryggissíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.