Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 16
DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Björn Bjarna- son, opnaði formlega Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar hjá embætti sýslu- mannsins á Blönduósi síðast liðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Að sögn sýslumanns- ins á Blönduósi, Bjarna Stefánssonar, var það á haustmánuðum árið 2005 sem dóms- málaráðherra ákvað að innheimta sekta og sakarkostnaðar á landsvísu yrði flutt til sýslumannsembættisins á Blönduósi. Þessi verkefni voru áður hjá 26 sýslumanns- og lögreglustjóraembættum landsins. Bjarni sagði að mikil undirbúningsvinna hefði fylgt nýskipan innheimtunar. Var verkinu skipt í áfanga og hafa þær áætlanir gengið eftir. Í aprílmánuði í fyrra hófst starfsemin, en þá var ráðinn deildarstjóri ásamt fjórum starfs- mönnum, en í dag starfa við innheimtuna alls 11 manns. Makaskipti voru höfð sl. sumar við bæj- arstjórn Blönduóssbæjar um efstu hæð Hnjúkabyggðar 33 á Blönduósi, sem áður hýsti bæjarskrifstofuna, og húsnæði sýslu- skrifstofunnar, sem var á miðhæð hússins. Öll starfsemi innheimtumiðstöðvarinnar og sýsluskrifstofunnar fer nú fram á efstu hæð hússins sem löguð hefur verið að þörfum starfseminnar. Frábærar viðtökur Bjarni sagði verkefni þetta hafa fengið frá- bærar viðtökur hér í Húnaþingi og jafnframt mikinn stuðning bæjarstjórnar Blönduóss- bæjar. Til gamans má geta að 33 umsóknir bárust um ofangreind störf, allt heimamenn eða brottfluttir Húnvetningar, sem vildu flytja heim á nýjan leik. Björn Bjarnason dómsmálaráðaherra sagði að verkefni þetta hefði verið flutt til Blönduóss meðal annars vegna þess að emb- ættið nyti mikils trausts. Að þessu trausti hefur meðal annars Jón Ísberg, fyrrverandi sýslumaður, lagt góðan grunn og Bjarni Stef- ánsson sýslumaður fylgdi þessu máli vel eftir og sagðist treysta sér til að fá heimamenn til liðs við sig . Björn sagði að þetta verkefni hefði ekki tekist nema með náinni samvinnu sýslumannsembættanna og Fangels- ismálastofnunar. Björn sagðist svolítið undr- andi á því, hve lágt það hefði farið, að síðan í haust hefur verið leitast við að knýja menn til að standa í skilum með sektargreiðslur með því að nýta fangaklefa við sex sýslumanns- embætti um landið og láta menn sitja sektina af sér þar ef þeir greiða ekki skuldir sínar. Reynslan af þessu er góð, sagði Björn og nefndi dæmi um það að ekki hefði liðið nema klukkutími frá því að menn væru settir á bakvið lás og slá, þar til þeir hefðu staðið skil á skuld sinni. Margir sýslumenn komu til athafnarinnar á Blönduósi og flutti Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður í Borgarnesi og formaður Sýslu- mannafélags Íslands, ávarp og fagnaði þessu skrefi og fleirum, sem stigin hafa verið til að færa verkefni til sýslumanna og gat þess meðal annars, að sýslumaðurinn í Vík í Mýr- dal væri nú ritstjóri Lögbirtingablaðs. Við lok athafnar í stjórnsýsluhúsinu á Blönduósi opnaði Björn Bjarnason með að- stoð Ernu Jónmundsdóttur forstöðumanns Innheimtumiðstöðvarinnar nýja heimasíðu miðstöðvarinnar. Borguðu eftir klukkutíma bak við lás og slá Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Heimasíða Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnaði með aðstoð Ernu Jónmundsdóttur, forstöðumanns Innheimtumiðstöðvarinnar, nýja heimasíðu innheimtumiðstöðvarinnar. Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostn- aðar formlega opnuð á Blönduósi Í HNOTSKURN »Innheimtustöð sekta og sakarkostn-aðar hóf starfsemi á Blönduósi í apr- ílmánuði í fyrra. Upphaflega störfuðu þar fimm starfsmenn, en í dag starfa 11 manns við innheimtuna. » Innheimta sekta og sakarkostnaðarvar áður á verksviði hjá 26 sýslu- manns- og lögreglustjóraembættum landsins. »Fangaklefar við sex sýslumanns-embætti um landið hafa verið nýttir til að láta menn sitja sektir af sér ef þeir greiða ekki skuldir sínar. Athöfn Björn Bjarnason og Bjarni Stef- ánsson, sýslumaður á Blönduósi. 16 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND LANDIÐ Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is Lilja S. Ólafsdóttir er ný-ráðin aðstoðarskóla-meistari MenntaskólaBorgarfjarðar, en um- sóknarfresturinn rann út um síð- ustu áramót. Lilja mun hefja störf 1. febrúar á skrifstofu skólans sem er tímabundið til húsa í Stjórnsýslu- húsi Borgarbyggðar. „Já ég byrja á fimmtudaginn en þarf jafnframt að ljúka nokkrum verkefnum í gamla starfinu mínu á Bifröst áður en ég fer á fullt,“ segir Lilja en hún starfaði áður sem verk- efnastjóri frumgreinadeildar í Við- skiptaháskólanum á Bifröst. „Ég get ekki beðið og hlakka óskaplega til, þetta er rosalega spennandi og frábært að fá að taka þátt í einhverri uppbyggingu frá grunni. Fyrir mig, sem hef verið í alls kyns þróunarverkefnum í mín- um störfum, er þetta tækifæri sem ekki gefst oft á ævinni.“ Ekki ástæða til þess að allir séu að finna upp hjólið Menntaskóli Borgarfjarðar fer af stað í haust, og hugmyndavinnan komin á fullt þó að byggingin sjálf sé ekki enn risin. „Það verður eitt af mínu fyrstu verkum,“ segir Lilja, „að fara á framkvæmdafund um bygginguna, en samið hefur verið við Loftorku ehf. um að reisa skól- ann.“ Lilja segir skólann verða til- raunaskóla og búið sé að skrifa undir samning við mennta- málaráðuneytið þess eðlis. Nám til stúdentsprófs verður þrjú ár og skólinn hefur frelsi til að prófa ýmsar leiðir. „Það verður ekki um að ræða hefðbundið námsmat, ekki annarpróf og öll kennsla ein- staklingsmiðuð. Nemendur fá tæki- færi til að eyða meiri tíma í fög sem þeir eru ekki sterkir í. Það er auð- vitað horft til Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundarfirði, og svo til Fjölbrautaskólans á Akranesi, enda ekki ástæða til þess að allir séu að finna upp hjólið. Skólinn verður ekki með verknám en hefur al- menna braut, náttúrufræðibraut, félagsfræðabraut og svo verður sérdeild.“ Lilja segist hafa séð auglýst eftir aðstoðarskólameistara í desember. „Mér fannst þeir bara vera að aug- lýsa eftir mér, ég hafði allt sem ósk- að var eftir. Og ég var ekki í vafa eina einustu mínútu því grunnurinn sem ég hef á eftir að nýtast vel. Ég þekki í báðar áttir; bæði grunn- skólakerfið, og þaðan koma nem- endur í menntaskóla, og hitt kerfið þangað sem þau fara, þ.e. í há- skóla.“ Lilja starfaði sem grunnskóla- kennari í Borgarnesi frá 1986 og fram yfir 2000. „Ég ætlaði bara að vera hér í tvö ár, er fædd og uppal- in á Akranesi en á ættir að rekja í Borgarfjörðinn. Hér er ég enn þó að starfsvettvangurinn hafi færst úr grunnskólanum. Mér fannst árið 1999 að ég þyrfti að læra meira og fór í íslensku í framhaldsdeild KHÍ. Það voru 15 einingar og ekki kennt meira í því, en ég hélt áfram námi og tók diplóma í stjórnun mennta- stofnana og M. Ed. í uppeldis- og menntunarfræðum, lauk alls 75 ein- ingum. Ég starfaði sem aðstoð- arskólastjóri grunnskólans 2003–04 í afleysingum og braut blað í sögu skólans því skólastjórarnir höfðu alltaf verið karlar. Einnig starfaði ég sem námsráðgjafi í hlutastöðu við skólann tvo vetur.“ Gömlu nemendurnir ætla að koma „Eftir að hafa verið aðstoð- arskólastjóri réð ég mig á Bifröst sem kennsluráðgjafi í 25% stöðu, það fól í sér almenna vinnu á kennslusviði, að sjá um námskeið fyrir nýja kennara, innra mat, gera kennslu- og þjónustukannanir.“ Starfið á Bifröst vatt upp á sig og árið 2005 var Lilja ráðin í fullt starf og kenndi til viðbótar íslensku í frumgreinadeild. „Síðan tók ég við sem umsjónarmaður frum- greinadeildar og hafði þá umsýslu með ýmsum verkefnum, s.s. umsjón með lokaritgerðum, að hafa sam- band við prófdómara o.fl. Þetta var ákaflega skemmtilegt starf, ég hlakka í sjálfu sér ekki til að hætta, en nýja starfið er meira spenn- andi.“ Enn er ekki farið að auglýsa eftir öðru starfsfólki og ekki vitað hvað verða margir nemendur. „Nei, það gætu orðið 30–50 fyrsta árið, ekki gott að segja, en mér finnst gaman að segja frá því að ég hef verið að hitta gamla nemendur úr grunn- skóla, fullorðna krakka sem ekki luku framhaldsskólanámi, og þeir segjast ætla að koma í skólann aft- ur til mín.“ ,,Mér fannst þeir vera að aug- lýsa eftir mér“ Nýr skóli Lilja Sesselja Ólafsdóttir, nýráðin, aðstoðarskólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar, en skólinn mun hefja kennslu næsta haust. Lilja S. Ólafsdóttir er aðstoðarskóla- meistari Menntaskóla Borgarfjarðar Í HNOTSKURN »Jarðvinnu vegna byggingarskólahúss Menntaskóla Borg- arfjarðar er lokið og bygging- arframkvæmdir að hefjast. »Skólinn mun hefja kennslu áframhaldsskólastigi í haust. Honum er fyrst og fremst ætlað að þjóna nemendum í Borg- arfirði en er opinn öllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.