Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 15 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 5 9 KAMMERKÓRINN Hymnodia er starfræktur á Akureyri undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, söngstjóra og organista við Akureyrarkirkju. Kórinn hefur flutt ýmiss konar metnaðarfulla kórtónlist, bæði kirkjulega og veraldlega, sungið ve- sper og við miðnæturmessu á jólum í Akureyrarkirkju, komið fram á Hólahátíð og á tónleikum víðar. Það er ánægjulegt að kórinn skuli hafa ákveðið að helga tónleika sína á Myrkum músíkdögum kórverkum eftir íslenskar konur, en á tónleik- unum mátti ekki annað heyra en að um mjög auðugan garð væri að gresja undir þessum formerkjum. Tvö verk voru frumflutt á tónleik- unum, annað eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur, hitt eftir Önnu S. Þorvalds- dóttur. Verk Elínar, „Þér þakkar fólkið“, var eins konar víxlsöngur, þar sem helmingur kórsins stendur aftast í kirkjunni, en Elín gerði líka útgáfu af verkinu fyrir selló og sópr- ansöngkonu. Hóparnir skiptast á að syngja einraddalaglínur sem stund- um klofna í þríundir, tónefniviðurinn er hvorki langsóttur né flókinn, en verkið er bæði þjóðlegt, kraftmikið og glaðlegt og orkaði vel á mig. Reyndar var meira um uppbrot og tilfæringar á kórmeðlimum á tón- leikunum, sem virðist sífellt vera að færast í vöxt meðal kóra hérlendis og er það vel. Anna S. Þorvaldsdóttir átti tvö verk á dagskránni, annars vegar „Heyr þú oss himnum á“, sem er sérstaklega bjart og fallegt verk sem hæfði kórnum mjög vel, hins vegar frumflutninginn „Heyr mína sál“, sem var öllu myrkara og alvar- legra verk, með hvísli og einsöng Jónu Valdísar Ólafsdóttur, sem lyfti áhorfendum upp á hærra plan með tærri rödd sinni. Að mínu mati voru verk Önnu S. Þorvaldsdóttur hvað eftirtektarverðust af mörgum mjög góðum verkum, vegna frumleika og sterkra höfundareinkenna í verkum hennar, en annars langar mig að nefna „Fræið sem moldin felur“ eftir Mist Þorkelsdóttur, sem er að mestu hómófónískt og á margan hátt hefð- bundið, en þó með krassandi hljóm- rænu sem kom á óvart og gældi við eyrað og hugann. Eins vil ég nefna þrjú verk Hildigunnar Rúnarsdóttur sem hvert á sinn hátt skildi eitthvað eftir í huga mínum. Hymnodia er frá mínum bæj- ardyrum séð mjög góður kór sem ætti að geta orðið enn betri. Intóna- sjónin er í heildina ágæt, stundum hættir til lítils háttar felskju í karla- röddunum, sérstaklega ef nótna- skiptin eru ekki í hægari kantinum, en auðvitað er aldrei hægt að sótt- hreinsa söng. Smæð kammerkóra gerir að verkum að hljóðan þeirra verður gegnsærri, þannig að radd- eiginleikar einstaklingsins verða meira áberandi, en þrátt fyrir þá staðreynd þótti mér jafnvægi radd- anna vera ábótavant, sérstaklega í kvenröddunum. Tvær þeirra virtust skera fulloft í gegn, sem ég held að hljóti að hafa eitthvað að gera með styrk, frekar en raddeiginleika ein- göngu. Að öðru leyti var ég ánægð með frammistöðu kórsins og tón- leikana yfirleitt og hlakka til að heyra meira frá Hymnodiu. Íslenskar konur í öndvegi TÓNLEIKAR Tónlistarhúsinu Laugarborg Hymnodia, undir stjórn Eyþórs Inga Jóns- sonar, flutti verk eftir Jórunni Viðar, Önnu S. Þorvaldsdóttur, Elínu Gunnlaugs- dóttur, Karólínu Eiríksdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Mist Þorkelsdóttur. Kammerkórinn Hymnodia flytur verk eftir íslensk tónskáld. Ólöf Helga Einarsdóttir ÞESSIR tónleikar eru mér þrefalt fagnaðarefni: Í fyrsta lagi er það annað árið í röð sem forráðamenn Laugarborgar eru þátttakendur í Myrkum músíkdögum, þeirri merku hátíð íslenskrar nútímatónlistar, í öðru lagi var mikil ánægja að heyra hvers íslensk þjóðlög eru megnug þegar maður hlýðir á jafn fjölbreytt og góð tónverk og þau sem þarna voru flutt og eiga uppruna sinn í okkar þjóðlagasjóði, og svo í þriðja lagi að verða vitni að vönduðum og sannfærandi flutningi hóps af fólki sem valið hefur Eyjafjörð sem sinn heimareit. Efnisskráin spannaði nærfellt 90 ára tímabil, eða frá Preludium op. 2 nr. 2 eftir Jón Leifs til nýrra útsetn- inga íslenskra þjóðlaga Michaels J Clarke, sem hann frumsöng með Þórarin Stefánsson á píanó. Tónleikarnir hófust á samleik Petreu Óskarsdóttur og Þórarins Stefánssonar á sérlega áhugaverðu verki, Fjórum ísl. þjóðlögum eftir Árna Björnsson, og þar sannfærði tónlistin í vönduðum flutningi mig um að útfærsla Árna og hugmynda- flug skipar honum í flokk þeirra ís- lensku tónskálda sem fremst standa í meðferð íslenskra þjóðlaga fyrr og síðar. Væri vel ef þetta tónverk væri miklu oftar flutt opinberlega. Vel fór á að flutningur verksins var til- einkaður okkar kæru Manúelu Wiesler flautuleikara sem lést langt um aldur fram en hafði fyrrum um árabil umbylt íslensku tónlistarlífi með flautu sinni og geislandi fram- göngu í leik og lífi sem það mun lengi búa að. Stundum hefur mér fundist að vantað hafi framhald á vinnu Ferd- inant Rauters þegar hann útsetti ís- lensk þjóðlög, oft smekklega, og flutti með Göggu heitinni Lund. Michael Jón söngvari bætir aðeins úr og fer einkar skemmtilega leið í nýjum útsetningum sínum sem þarna voru frumfluttar. Flest þess- ara tíu laga eru mér lítt þekkt en bæði lög, textar og útsetningar hljómuðu sannfærandi og ættu að verða kærkomin viðbót fyrir söngv- ara sem gera vilja íslenskum þjóð- lögum skil. Píanóleikurinn skapaði gott jafnvægi þar sem hann eftirlét söngvaranum gott rými á miðtón- sviðinu. Túlkun þeirra félaga var góð og textinn var skýrt fram bor- inn. Ágæt söngrödd Michaels naut sín vel á passandi tónsviði. Að loknu hléi voru 6 íslensk þjóð- lög f. flautu, fiðlu og selló eftir Þor- kel Sigurbjörnsson flutt. Einkar góður vitnisburður um hvernig ís- lensk þjóðlög geta, þegar vel lætur, komið af stað skapandi hugarflugi, sem flytur áheyrendur með sér í ævintýralega skemmtigöngu. Flutn- inginn vantaði þó að mínu mati stundum meiri skerpu og hraða, t.d. í Ég að öllum háska hlæ. Næsta verk á það sammerkt með verki Árna Björnssonar að heyrast of sjaldan, en það eru 6 íslensk þjóð- lög fyrir fiðlu og píanó op. 6 eftir Helga Pálsson. Þarna beitir Helgi tónsmíðaaðferðum evrópskra róm- antíkera og gerir það á mjög sann- færandi hátt. Bæði hlutverk fiðlu og píanós er vandmeðfarið, en Lára Sóley og Daníel Þorsteinsson voru þeim vanda fullkomlega vaxin. Daníel Þorsteinsson setti næstu þrjú píanóeinleiksverk upp á skemmtilegan og ég held nýstár- legan hátt, þar sem verk jafn ólíkra höfunda og Jóns Leifs, Snorra Sig- fúsar og Hallgríms Helgasonar mynduðu hvert sinn „þáttinn í pí- anósónötu“. Fyrst var maður bergnuminn í stuðlabergssal og eldfjallavíðáttu úrvinnslu Jóns á „Ísland farsælda frón“, sem Daníel tókst að flytja á yfirvegaðan og ægifagran máta. Svo kom annar þátturinn þar sem Snorra Sigfúsi tekst með aðstoð Daníels að túlka þetta innhverfa, íhugula í íslenskum þjóðlögum með blíðunni sem hjálpaði svo mörgum að umbera örbirgðina og að vera ríkur í fátæktinni. Svo kom þriðji kaflinn sem er það tónverk Hall- gríms Helgasonar sem hefur gripið mig sterkustum tökum. Þarna er snilldar-stílbrögðum beitt og jafnvel nálgast smiðjur öndvegistónleika eins og Sjostakovits. Þessi samþætt- ing Daníels var svo sannarlega mik- ið eyrnakonfekt. Tónleikunum lauk svo með Til- brigðum Jórunnar Viðar fyrir selló og píanó. Úlla Hahndorf og Daníel Þorsteinsson gerðu þessu ágæta verki fín skil. Það var bjart yfir þessum „myrka músíkdegi“. Þjóðlög á Þorra í Laugarborg Þjóðlög „Efnisskráin spannaði nærfellt 90 ára tímabil, eða frá Preludium op. 2 nr. 2 eftir Jón Leifs til nýrra út- setninga íslenskra þjóðlaga Michaels J Clarke, sem hann frumsöng með Þórarin Stefánsson á píanó.“ TÓNLEIKAR Tónlistarhúsinu Laugarborg Fjögur ísl. þjóðlög f. flautu og píanó eftir Árna Björnsson (1905–1995); Tíu ís- lensk þjóðlög f. söngrödd og píanó, út- setningar eftir Michael Jón Clarke (1949), frumflutningur; Sex íslensk þjóð- lög f. flautu, fiðlu og selló eftir Þorkel Sigurbjörnsson (1938); Sex íslensk þjóð- lög f. fiðlu og píanó eftir Helga Pálsson (1899–1964); Preludium „Ísland far- sælda frón“ op. 2 nr. 2 eftir Jón Leifs (1899–1968) f. einleikspíanó; úr 23 þjóðlögum eftir Snorra Sigfús Birgisson (1954) f. einleikspíanó; Íslenskur dans eftir Hallgrím Helgason (1914–1994) f. einleikspíanó; Tilbrigði um íslenskt þjóð- lag eftir Jórunni Viðar (1918) f. selló og píanó. Sunnudaginn 21. janúar 2007 klukkan 15. Daníel Þorsteinsson, píanó, Lára Sóley Jó- hannsdóttir, fiðla, Michael Jón Clarke, baritón, Petrea Óskarsdóttir, þverflauta, Úlle Hahndorf, selló, Þórarinn Stef- ánsson, píanó. Jón Hlöðver Áskelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.