Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 21
virkar, næringarþarfir og eins hvernig þrifum og öllum að- búnaði skal háttað. Mér finnst svo sorglegt að stærstur hluti dýra sem er lógað er líkamlega heilbrigður en látinn fara út af hegðunarvanda- málum sem er auðvelt að fyrirbyggja og mjög oft hægt að vinna með og leysa. Þess vegna stefni ég á frekara nám í þessum fræðum og er nýbúin að skrá mig á námskeið í gælu- dýrasálfræði hjá breskum fjarskóla.“ Syngja með fullum hálsi Sjálf á Díana fjóra fugla, tvo ást- argauka sem nefnast Máni og María og tvo Amazon-fugla, þær Sölku og Skvísu. „Ástargaukarnir eru frá Afr- íku og eru svolítið skondnir því þeir eru með hálfgert mikilmennskubrjál- æði, þrátt fyrir hvað þeir eru litlir. Þeir leggja í hvað sem er og kellingin mín er algert skaðræði því hún ræðst óhikað á stóru fuglana mína. Ama- zon-fuglarnir eru hins vegar með gáf- ur á við fimm ára gömul börn en þessir vitsmunir gera þá að mjög skemmtilegum gæludýrum en um leið svolítið erfiðum.“ Vitsmunir þeirra Sölku og Skvísu brjótast meðal annars fram í mikilli tónelsku, þótt þær séu mismúsík- alskar. „Ég er að læra á klassískan gítar og var að bæta söngnámi við en það er frekar lítill friður heimavið til gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 21 -hágæðaheimilistæki Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Miele S381 Tango Plus ryksuga með 1800W mótor Verð áður kr. 24.600 Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: Hebafilter sem hreinsar loftið af ofnæmisvaldandi efnum. Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt. Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr. Parketbursti úr hrosshárum sem skilar parketinu glansandi. Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele heimilistækin í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins. AFSLÁTTUR 35% vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Ekki þurfa allar fyrirsæturað uppfylla ströngustufegurðarkröfur. Aðminnsta kosti ekki að mati Díönu Lindar Monzon sem aug- lýsir eftir alls kyns fyrirsætum, bæði vel og illa útlítandi. Eina skilyrðið er að þær séu fiðraðar. „Ég er með fræðslubók í smíðum um fuglahald á Íslandi,“ segir hún. „Þess vegna er ég á höttunum eftir páfagaukum til að ljósmynda. Vanda- málið við erlendar bækur er að þær fjalla um alls kyns fugla sem við höf- um aldrei séð og munum sennilega aldrei sjá hér á landi svo mig langaði að staðfæra bókina og miða hana við Ísland.“ Díana tekur fram að hún vilji líka hafa hendur í hári – eða öllu heldur fiðri – fugla sem ekki eru upp á sitt besta og nefnir t.a.m. þá sem eru að fella fjaðrir, eru plokkaðir eða með fitukýli. „Það er nú ein hliðin á þessu að þeir veikjast stundum hjá okkur og þá getur verið gott að sýna hvern- ig óheilbrigður fugl lítur út í sam- anburði við heilbrigðan.“ Það er ekki út í bláinn að Díana standi að slíkri bók því hún hefur menntað sig sérstaklega í páfagauka- fræðum og lauk nýverið „Certified Avian Specialist“-gráðu frá Sam- tökum gæludýraiðnaðarins í Banda- ríkjunum. „Ég var svo heppin að fuglakúrsinn hjá þeim er kominn í fjarnám,“ útskýrir hún og bætir við að slík námskeið séu í auknum mæli orðin skilyrði fyrir því að fólk fái starf í gæludýraverslunum í Bandaríkj- unum. „Þar lærir maður um uppruna tegundarinnar, hvernig líffærakerfið að æfa sig í einhverri þögn – það er alltaf einhver sem tekur undir,“ segir Díana. „Salka lifir sig mikið inn í tón- listina og syngur með enda er hún öllu lagvissari en Skvísa. Ég hef verið að reyna að kenna henni að syngja og það gengur svosem ágætlega en ekk- ert sérstaklega hratt.“ Auk fuglanna fjögurra er fimmti fuglinn gestkomandi á heimilinu en Díana er að vinna í því að ná honum upp í þyngd. „Hann lamaðist og það er talið að það hafi verið vegna nær- ingarskorts. Nú er hann alla vega kominn með mátt í fæturna aftur.“ Hún segist þó ekki hafa aðstöðu alla jafna til að taka veika fugla til með- ferðar, enda gangi ekki að hafa veik dýr innan um önnur frísk. „Ég hef meira verið í því að gefa fólki alls kyns ráð varðandi fuglana þeirra. Í raun lít ég svolítið á mig sem túlk milli fugls og eiganda og reyni að út- skýra fyrir þeim hvernig fuglinn skynjar umhverfi sitt. Mikilvægast er þó að fara í þætti eins og mat- aræði, grunnþjálfun, aðbúnað og daglega örvun eða tilbreytingu. Reynslan hefur sýnt að fólk er mun öruggara og ánægðara eftir viðtölin okkar og nær oftar en ekki jákvæð- ara sambandi við páfagaukana sína en áður.“ Fiðraðar fyrirsætur óskast Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónelskar „Salka lifir sig mikið inn í tónlistina og syngur með enda er hún öllu lagvissari en Skvísa,“ segir Díana sem er hér með Amazon fuglunum sínum tveimur, en auk þeirra á hún tvo ástargauka. Mér finnst svo sorglegt að stærstur hluti dýra sem er lóg- að er líkamlega heilbrigður en látinn fara út af hegðunar- vandamálum SÉRFRÆÐINGAR í samböndum segja að of mörg pör láti undir höfuð leggjast að spyrja grundvallar- spurninga áður en þau ganga upp að altarinu. Frá þessu er sagt á vef New York Times þar sem jafnframt er að finna lykilspurningar fyrir pör.  Höfum við rætt það hvort við eig- um að eignast börn og ef svarið er já, hvort okkar á þá fyrst og fremst að hugsa um barnið?  Höfum við skýra hugmynd um fjárhagsleg markmið og skyldur hvort annars og eru hugmyndir okk- ar um sparnað og eyðslu af sama meiði?  Höfum við rætt um það hvernig heimilishaldinu skal háttað og erum við sammála um hver á að sjá um verkin?  Erum við með allt á hreinu um heilsufar hvort annars, hvort sem er á andlega eða líkamlega sviðinu?  Er hinn aðilinn nógu ástúðlegur?  Getum við á opinskáan og þægi- legan hátt rætt um kynferðislegar þarfir okkar, langanir og ótta?  Verður sjónvarp í svefnherberg- inu?  Hlustum við örugglega á hvort annað og íhugum á sanngjarnan hátt hugmyndir og kvartanir hvort ann- ars?  Skiljum við hvort annað í trú- málum og höfum við rætt hvenær og hvort við munum innræta börnum okkar trúarleg gildi?  Líkar okkur við og virðum við vini hvort annars?  Kunnum við að meta og virðum við hvort annars foreldra og hefur annað hvort okkar áhyggjur af því hvort foreldrarnir muni blanda sér í samband okkar?  Hvað gerir fjölskylda mín sem fer í taugarnar á þér?  Er eitthvað sem annað hvort okk- ar er ekki tilbúið að hætta fyrir hjónabandið?  Ef öðru hvoru okkar yrði boðið starf á einhverjum stað sem er langt frá fjölskyldunni væri hitt tilbúið að flytja?  Erum við bæði fullviss um skuld- bindingu okkar gagnvart hjóna- bandinu og trúum við að það geti komist í gegnum allar hindranir sem á vegi okkar verða? samskipti kynjanna Reuters Reytunum ruglað Erum við áreiðanlega tilbúin að takast á við alla þá skuldbindingu sem hjónabandi óumflýjanlega fylgir? Er rétt að giftast?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.